Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 ,JSKÓGRÆKT RIKISTNS ER SANNKALLAÐ ÖSKABARN ÞJÓÐARINNARU Viðtal við Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu og formann Lífs og lands Við Reykvíkingar þekkjum hana flest í sjón: ljóshærða, grannvaxna og kvika á fæti. Hún setur svip á borgina, að minnsta kosti finnst mér eitthvað vanta ef ég sé henni ekki bregða fyrir öðru hvoru í miðborginni eða vesturbænum. Landsmenn þekkja hana af röddinni, einhverri kunnustu útvarpsrödd sem hefur borist inn á hvert heimili í landinu. Hún er gædd fágætum leiklistarhæfileikum. í áratugi hefur þjóðin fylgst með henni leysa af hendi fjölbreytileg verkefni á leiksviðinu. Við höfum séð hana túlka flest blæbrigði mannlegrar skaphafnar, gáska, gleði og dýpstu sorg lífsreyndra kvenna. Hún hefur starfað með Þjóðleikhúsinu frá upphafí og unnið glæsilega sigra. Ekki svo að skilja að hún hafi ekki einhvem tíma orðið að synda á móti straumn- um og stikla sína fossa fáliðuð. Hún hefur getið sér verðugan orðstír á leiksviði og skipað sér í raðir fremstu listamanna hér á landi. En Herdís Þorvaldsdóttir er meira en mikil Iistakona. Síðustu tvö árin hefur hún verið formaður umhverfissamtakanna Lífs og lands og látið gróður- vemd og eflingu gróðurlendis til sín taka, eins og glöggt má sjá í sumarbústaðarlandi fjölskyld- unnar við Elliðavatn, sem er heimur út af fyrir sig. Herdís í sumarbústaðarlandinu. Herdís Þorvaldsdóttur í sumar- bústaðarlandinu. Það var að færast mikil alvara í samtalið svo ég notaði tækifærið og spurði hana hvað hægt væri að gera til að hefta gróðureyðingu landsins? Hún sagði: „Það er margt hægt að gera, og talsvert hefur áunnist, en betur má ef duga skal. Við höf- um hvergi undan eyðingunni. Fyrst af öllu þarf að friða.“ Hvaða svæði myndirðu vilja friða ef þú mættir ráða?, spurði ég. Hún svaraði um hæl: „Ofbeittu svæðin, sem eru á mörkunum að verða að örfoka landi. Það er núm- er eitt, tvö og þijú,“ sagði Herdís áköf. Hvemig rennir þú stoðum undir þessar fullyrðingar? spurði ég. Hún svaraði: „A meðan einhver gróður og jarðvegur er eftir, er von um að landið nái sér þó það taki langan tíma. Orfoka land er mikil sorgarsaga og óhemju verk og kostnaðarsamt að græða það upp því jarðvegurinn er glataður og þarf fyrst að byrja á því að bæta í sumarbústaðarlandinu. Tekið fyrir allmörgum árum. Allt borgarlandið er að taka algjör- um stakkaskiptum, það hljóta allir að sjá sem hafa augun opin,“ sagði Herdís. Já, það er fallegur gróður hér sagði ég grafalvarleg. Hvemig lítur þú á skógrækt eft- ir þessa reynslu? spurði ég. „Af mikilli bjartsýni," sagði hún. „Þú sérð nú árangurinn hérna þó við séum engir sérfræðingar í þess- ari grein, en þeir geta auðvitað náð miklu betri árangri. Héma er víða mjög rýr jarðvegur, hraun og rauða- möl, þetta land er framhald af Rauðhólunum og nær alveg niður að Helluvatni. Víða á landinu eru miklu hagstæðari skilyrði en héma, það er skjólið sem allt hefur að segja hvað vöxtinn varðar, svo skógurinn skýlir sér sjálfur, enda eru oft í jaðrinum smávaxnari og kræklóttari hríslur." Hún heldur áfram. „Ég er viss um að það er hægt að klæða mikið af landinu skógi eins og í árdaga, og breyta þar með loftslaginu til batnaðar, svo ekki sé talað um yndisaukann." Eg átti tal við hana í haust á einum góðviðr- isdegi í sumarbústaða- landinu þegar allt var í blóma eftir hið gró- skumikla sumar. Bústaðurinn stendur í miklu skógræktarlandi sem er hreinasta paradís. „Hugur- inn lyftist í æðri átt, nú andar guðs kraftur í duftsins líki“ eins og segir í kvæðinu. Héma hefur gróðurinn greinilega fengið að rétta út sínar hendur og leyst gróðurlitla mela og moldarbörð af hólmi. Hún labbaði með mér um svæðið og talaði um ýmsar tijátegundir eins og gamla kunningja. Ekki hefur þú ræktað þetta land sjálf? Hún brosti og sagði góðlát- lega: „Nei, við gerðum það í samein- ingu hjónin af miklum áhuga. Ég hef unnið héma mörg dagsverkin í 30 ár og oft verið dauðþreytt að kvöldi en ánægjan óblandin. Þetta er eitthvað skylt því að sjá bömin sín vaxa og þroskast." Þú varst gift dr. jur Gunnlaugi Þórðarsyni, skaut ég inní. „Já,“ sagði hún, „Gunnlaugur er hugmyndaríkur og framtakssamur í gróðurmálum. Hann kom oft upp- eftir með stór tré á kranabíl, sem var bjargað frá því að deyja, liggj- andi á hliðinni einhvers staðar þar sem framkvæmdir voru í gangi. Á þessum ámm var verið að undirbúa byggð í Kringlumýrinni og Háaleit- inu og allt upp grafíð. Þama höfðu víða risið kartöflugarðai' og fólk stundum sett niður nokkrar hríslur við skúrana sína. Engum datt í hug á þessum tíma að hægt væri að flytja gömul tré, en þau lifðu flest öll og hjálpuðu mikið til að skýla minni plöntunum sem vom að vaxa upp. Galdurinn við stóm trén var að setja þunga steina ofan á ræt- umar til þess að þau hreyfðust ekki í vindinum og slitu rætumar sem vora að festa sig í jarðvegin- um. Á þessum hektara okkar héma við vatnið var ekki svo mikið sem mnni, allt upp étið af fé og hross- um, á milli vom smá móabörð með melum og moldarflögum. Borgar- landið var ekki friðað og búið var á Elliðavatni, svo það var lítill frið- ur fyrstu árin. Það var sama hvað landið var rammlega girt, alltaf tókst einhveijum skepnum að troða sér inn eða þær fóm af ísilögðu vatninu upp í landið á vetmm þeg- ar þeim var hleypt út. Fjölskyldan var oft eyðilögð þegar eyðileggingin blasti við. Nú emm við í friðlandi borgarinnar enda allt að gróa upp í kringum okkur, eins og þú sérð. það, áður en nokkuð getur gróið. Ég skal segja þér, að nýlega las ég að það tekur náttúmna allt að 7000 ár að mynda 20 cm gróður- moldarlag. Hugsaðu þér! Okkur rennur kalt vatn milli skinns og hömnds að hugsa til þess að þetta mikla sköpunarverk er hægt að eyðileggja á stuttum tíma með skammsýni og fávisku." Ekki ertu að segja mér að þú viljir útrýma fé og hrossum og senda syni dalanna í útlegð? spurði ég, eins og flón. Hún sló á lær sér og skellihló, og við báðar, en hún sagði: „Engum dettur slíkt í hug,“ og bætti við „auðvitað eigum við að framleiða til okkar þarfa, en ekki mikið meira, eins og nú. Það kostar okkur millj- ónatugi í útflutningsbótum, niður- greiðslum, geymslukostnaði, slátr- un og flutningskostnaði áður en stór hluti fer á haugana með enn meiri kostnaði! Er eitthvert vit í þessari happa- og glappastefnu? Það þarf að skipuleggja þennan landbúnað okkar. Landið hrópar á vægð! Á meðan er offramleiðslan að sliga þjóðarbúið. Stór hluti bænda þyrfti að eiga kost á því að snúa sér að öðmm verkefnum, til dæmis að rækta landið, fá kaup fyrir. Getur ekki verið að margir bændur sem núna rækta fé til slátr- unar, hefðu jafn mikla og meiri lífsafkomu af því að fegra og græða landið ef þeir bæm jafn mikið úr býtum. Nú þarf að taka tillit til þjóð- félagslegra þátta, greip ég fram í. Hún svaraði: „Eg held, að það myndi margborga sig fyrir okkur öll að létta á þessu allt of þunga kerfi sem landbúnaðurinn er kom- inn í. Á hitasvæðunum mætti víða koma upp heilsuhælum og fá hing- að þreytta eða gigtveika útlend- inga, lina þrautir þeirra og gera þeim gagn um leið og sjálfum okk- ur.“ Já, þú heldur það, Herdís mín, að þeir séu svona áfjáðir að koma hingað núna, spurði ég, og varð nú hugsað til matarskattsins, en fann að þessi athugasemd myndi ekki falla í kramið. Hún hélt ótrauð áfram. „Engin mengun myndi fylgja slíkri starf- semi, en gjaldeyrir og ánægja af mannlegum samskiptum. Við emm allt of vanabundin og nærsýn. Opn- um augun og sjáum hlýju og feg- urð í gróðri og vinsamlegum sam- skiptum." Klukkan var að ganga fíögur og þáð var byijað að kólna ískyggilega og mér var orðið kalt. Það væri laglegt eða hitt þó heldur að fá lungnabólgu hugsaði ég. Og var farin að óska að mér yrði boðið upp á heitt kaffí. Þá sneri Herdís sér að mér, eins og af einskærri tilvilj- un, og sagði: „Nú fáum við okkur tesopa og eitthvað með því.“ Ég drekk aldrei te hvíslaði ég lágum rómi. „Þú drekkur ekki te, skelfing- ar vandræði," sagði hún vonsvikin, „nú ég helli upp á könnuna og svo máttu til með að borða eitthvað, bam,“ sagði hún og leit á mig. Þegar við gengum í áttina að bústaðnum, spurði ég hana hvemig hún héldi að þetta svæði hefði litið út á landnámsöld. Hún sagði: „Héma vom melamir skógi vaxnir." Hvaðan hefur þú það? spurði ég. Hún svaraði: „I fomsögum stend- i i I (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.