Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 B 27 Atriði úr „Evil Angels"; Sam Neill og Meryl Streep leika Chamberlain- hjónin. hann hrapaði til dauða. Þegar lík hans fannst átta dögum seinna fannst einnig prjónaflík sem Azaria átti, næstum hulin sandi skammt frá líkinu. Ákæruvaldið hafði byggt sókn sína í málinu á því að Lindy hefði logið því þegar hún sagði að Azaria hefði verið í flíkinni þegar hún hvarf. Átta dögum eftir að flíkin fannst var Lindy leyst úr fang- elsi. Chamberlain-málið á ennþá sterk ítök í Áströlum. Kvikmynda- réttinn að bókinni „Evil Angels" eftir lögfræðinginn John Byson, sem fjallaði ítarlega um málið, keypti breskur kvikmyndaframleið- andi að nafni Verity Lambert en hún sendi Streep eintak af bókinni og þriggja síðna beinagrind að kvikmyndahandriti. Streep heillað- ist af sögunni, las bókina og svo allt sem hún komst yfir um málið þ.m.t. langa rannsóknarskýrslu, sem hreinsaði Chamberlain-hjónin af öllum grun. I augum leikstjórans Schepisi er myndin um nokkuð sem hver og einn gæti lent í, sérstaklega einhver sem hefur ekki almenning- sálitið með sér, passar ekki í fyrir- framgefið norm. Og hann bætir við það „misskilningnum sem getur sprottið af því þegar sakleysislegt, barnalegt fólk verður blaðamatur og það sífellt spurt spjörunum úr í fiölmiðlum". „Það má vera að þau séu tauga- óstyrk og á nálum í fyrstu sjón- varpsviðtölunum og vita ekki hvað þau eigi að gera. Myndin er klippt og fólk fordæmir þau fyrir fram- komu þeirra." Það kom Schepisi á óvart þegar hann var að kynna þessa nýju mynd sína fyrir fólki í Bandaríkjunum að hann var varla hálfnaður með mál sitt þegar fólk var komið með sínar eigin kenning- ar um hvað raunverulega hafði gerst úti í eyðimörkinni. „Þetta býr í hverjum og einum,“ segir hann. „Allir vilja vera með ólíklegustu til- löguna." Þegarframleiðandinn, Lambert, sem framleitt hefur sjónvarps- flokka og myndir eins og „Reilly: Ace of Spies" og „Clockwise", las fyrst söguna um Chamberlain- málið datt henni nornirnar í Salem í hug. Orðrómur verður að illgjörn- um kjaftasögum sem þróast í mú- gæsingu. Fjölmiðlarnir kynntu undir múgæsingunni, eins og Schepisi segir, og sáu málið í fyrir- sögnum og góðum fréttum. „Sum- ir reyndu að vera sanngjarnir og sumir voru það ekki," segir Lam- bert. „Fjölmiðlarnir skáru sig ekk- ert frá öðrum; þeir höfðu allir sína skoðun." Eins og Lambert segir er Lindy ekki aðeins kona sem missti bar- nið sitt á hryllilegan hátt, heldur líka kona sem hélt rósemi sinni og andlegu atgervi óbiluðu í gegn- um áralangar ásakanir og niðrandi kjaftasögur, réttarhöld og það að eignast barn í fangelsi sem tekið var frá henni fjórum stundum eftir fæðinguna. Alex sættir sig ekki við að samband hennar við Dan slitni jafn skjótt og það byrjaði. Glenn Close í „Hættulegum kynnum“. sjúka konu án þess að vita nokkuð um sjúkdóm hennar. Loks þegar það var búið gat ég hellt mér út i leikinn. Það var erfitt á likama og sál. Fátt sem óg geri í myndinni gæti ég gert í raunveruleikanum." Glenn hefurfengiðjákvæða dóma víðast hvarfyrirtúlkun sína á hinni sjúku Alex, og hefur hún þegar verið tilnefnd til Óskarsverö- launa í fjórða sinn. En hvað sem öllum verðlaunum líður þá er greini- legt á þeim viðbrögðum sem myndin hefur fengið vestan hafs sem austan („Hættuleg kynni" var önnur vinsælasta myndin í Banda- rikjunum árið 1987) að áhorfendur þekkja orðið vel til Glenn Close ekki síður en meðleikara hennar Michael Douglas. Styrktarfélag Sogns Munið vetrarhátíðina íHlégarði, Mosfellsbæ, laugardaginn 5. mars nk. Miðar seldir í Síðumúla 3-5 miðvikudaginn 2. mars kl. 17.00-19.00. Mjölmennum. Stjórnin. TIL SÖLU Hjá skipasmíðastöðinni í Harstad í Noregi er þessi skipsskrokkur til sölu. Núverandi mál eru 26,97 m. LOA 22,87 m. P.P. 8,00 m. B. 4,40 m. DTA. 6,75 m. DTSH. Möguleiki á 5-8 m lengingu. Fullbúið skip getur verið tilbúið til afhendingar í okt. ’88 ef samið er strax. Upplýsingar hjá Isco hf., Síðumúla 37, Reykjavík, sími 688210. Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUOURLANDSBRAUT 8. SIMI 84670 TIMKEN keiluleaur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.