Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 7
88PT HAÚHHHH 88 HUOAaiIVrVfTTP fTTfTA.IfTVfTTOHOM H í)
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 B 7
Orgeltónleikaröð í Hallgrímskirkju:
Norður-þýskir barokkmeist
arar kynntir í tali og tónum
Sérstök orgeltónleikaröð verður haldin í Hallgrímskirkju í
Reykjavík á næstu vikum á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju.
Nokkrir organistar í Reykjavík kynna svokallaða norður-þýska bar-
okkmeistara, þ.e. leika verk þeirra og kynna þá með nokkrum orð-
um milli þess sem þeir spila. Norður-þýsku barokkmeistararnir eru
meðal annars Buxtehude, Böhm, Bruhns og Bach, nokkur þekkt-
ustu tónskáld þessa mikilvæga timabils í sögu orgeltónlistarinnar.
Morgunblaðið/Sverrir
Þröstur Eiriksson (t.v.) og Hörður Áskelsson organistar.
Fyrstu tónleikamir verða í dag,
sunnudag, en þá mun Þröstur
Eiríksson organisti í Garðasókn
spila verk eftir Buxtehude. Næstu
tónleikar verða síðasta sunnudag í
mars, síðan í apríl og maí. Hörður
Áskelsson organisti Hallgríms-
kirkju hefur skipulagt þessa tón-
leikaröð í samráði við starfsbræður
sína og spjölluðu þeir Þröstur
Eiríksson stuttlega við blaðamann
Morgunblaðsins. En hvað segir
Þröstur um feril og verk Buxtehu-
des?
„Buxtehude er einna fremstur
þessara norður-þýsku barokk-
meistara og Bach er þeirra yngst-
ur. Hann var fæddur í Danmörku
en var menntaður í Þýskalandi og
starfaði alltaf í Liibeck. Mun hann
sjálfur alltaf hafa litið á sig sem
Dana. Bach dvaldist um hríð í
Liibeck til að hlýða á Buxtehude
og fékk reyndar ákúrur fyrir að
dvelja alltof lengi hjá honum og
talið er að áhrifa Buxtehudes gæti
í fyrstu verkum Bachs.
Buxtehude var mjög afkasta-
mikið tónskáld og þó að helst muni
menn kannski eftir orgelverkum
hans samdi hann þó kantötur og
kammertónlist og ýmislegt fleira.
Árið 1985 minntust menn hérlend-
is og erlendis 300 ára fæðingaraf-
mælis Bachs og Hándels og á
síðasta ári var þess minnst víða
erlendis með miklum tónlistarhát-
íðum að 350 ár voru liðin frá fæð-
ingu Buxtehudes. Það fór hins veg-
ar lítið fyrir því hér og stafar það
sennilega af því að við eigum ekki
þá kirkjutónlistarhefð sem til er
hjá mörgum Evrópuþjóðum."
Aukinn áhugi á Buxtehude
Á síðari árum hefur aukist mjög
áhugi manna á Buxtehude, ekki
bara sem eins konar fomleifaat-
huganir, heldur hafa menn viljað
rannsaka hann til að geta flutt
tónlist hans sem næst upprunalegri
mynd. Vandinn við Buxtehude er
meðal annars sá að ekki eru til
frumrit frá hendi hans, það hafa
aðeins varðveist afrit af tónverkum
hans.
— Kynnast organistar Buxte-
hude vel f námi sfnu?
„Já, og þeir hafa alltaf á taktein-
um einhver verka hans í sínum
daglegu störfum ef svo má segja,
sálmforleiki, prelúdíur eða toccöt-
ur. Organistar komast ekki fram-
hjá Buxtehude, hann er eitt mesta
orgeltónskáldið áður en Bach kem-
ur til sögunnar. Sum verkin sem
ég hef valið til flutnings hér hef
ég leikið áður. Ég reyndi að velja
verk sem gefa nokkuð góða heild-
armynd af tónskáldinu en það eru
fyrst og fremst verkin sjálf sem
kynna það — ekki endilega það sem
ég hefi að segja þótt það geti
kannski eitthvað hjálpað.
Verkin sem ég spila eru þijár
prelúdíur, í D-dúr, fís-moll og
E-dúr, Toccata í F-dúr, Passacaglia
í d-moll og tveir sálmforleikir."
— Er það algengt að tónskáld
séu kynnt á þennan hátt? Þvf
svarar Hörður Áskelsson:
„Víða erlendis, kannski sérstak-
lega í Þýskalandi, tíðkast það að
tónlistarmenn kynni tónskáld eða
einstök verk þeirra á þennan hátt
og á það raunar bæði við um hljóm-
sveitar- eða kórtónleika og þar sem
einn hljóðfæraleikari á í hlut. Spil-
að er ákveðið verk sem flytjandinn
hefur rætt um áður, spilað nokkra
takta úr verkinu til að skýra mál
sitt og benda á eftirtektarverð at-
riði.
Með þessari tónleikaröð hér og
kynningu á þennan hátt vonumst
við til að geta gefið íslenskum tón-
leikagestum betri innsýn í heim
orgeltónlistar og ég vona bara að
það geti orðið framhald á þess
konar starfi hjá organistum.
Hallgrímskirlqa og litla orgelið hér
er mjög vel fallið til tónleikahalds
sem þessa," segir Hörður að
síðustu.
f tilefni af Norrænu
tækniári 1988 verð-
ur opið hús hjá
Pósti og síma
sunnudaginn 28.
feb. kl. 14—18
Kynning á símatækni og þjónustu verður
á eftirtöldum stöðum:
Ármúli 27:
Múlastöð:
♦ Ráðstefnusjónvarp
♦ Samskipti með tölvum í
almenna gagnanetinu
♦ Skjalaflutningur með
myndsenditækjum
♦ Tenging Ijósleiðara
♦ Ritsímaþjónusta
*Ymsir þjónustumöguleikar
fyrir símnotendur
*o.fl.
* Sjálfvirkar símstöðvar
* Farsímastöð
* Gagnaflutningastöð
* Búnaður fyrir sjónvarpssendingar
* Ljósleiðarar og Ijósleiðarabúnaður
* Mælistofa Landsímans
Fjarskiptastöðin
Gufunesi:
Jarðstöðin
Skyggnir:
*Gervitunglafjarskipti
Radíóflugþjónusta
Skiparadíó
< Bílaradíó
Boðið erupp á veitingar á 2. hæð í Múlastöð.
Næg bílastæði.
PÓSTUR OG SIMI