Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 B 17 oldStar 20" sjónvarpstæki Aðeins kr. * Fjarstýring * Viðarkassi og góður hátalari * SjálfLeitari * Video- og tölvu beintenging Grunnveró -36t4©0^ Útsöluverð 27.360,- Staðgreiðsluverð 25.990,- Eurokredit til allt að 11 mán. Engin útborgun Visa raðgreiðslur til allt að 12 mán. Engin útborgun Eiturlyf í Suður-Ameríku: Stefnt er að sam- drætti í kóka-rækt Vínarborg, frá Hróbjarti Darra fréttaritara Morgunblaðsins. „ÞRIÐJA heimsstyrjöldin er hafin, óvinurinn eru eiturlyfin og fórnarlömbin, börn og unglingar heimsins,“ segir ut- anríkisráðherra Bólivíu, dr. Guillerno Bedregal-Gutierrez. Hann sat, ásamt öðrum ráðamönnum, fund Sameinuðu þjóð- anna um eiturlyfjavandamál, „Hvor er sekari, sá sem selur eiturlyfin eða hinn sem kaupir þau?“ heldur Bedregal-Gutierrez áfram. „Við í framleiðslulöndunum áorkum engu í baráttunni gegn eiturlyfjunum ef salan í iðnríkjun- um eykst stöðugt. Iðnríkin munu heldur ekki hafa árangur sem erf- iði í baráttunni ef framboðið minnkar ekkert, þ.e.a.s. við verð- um að vinna saman að útrýmingu eiturlyfjanna, ef árangur á að nást.“ Atak gegn kókaíni í fyrrahaust hófst í Bólivíu þriggja ára átak gegn kókaínfram- leiðslu. Þetta er sameiginlegt verk- efni Bólivíu og Bandaríkjanna og er unnið í samfloti við önnur Suður- Ameríkuríki. ítalir, ásamt nokkrum öðrum Evrópuþjóðum hafa einnig lofað fag- og fjárhagslegum stuðn- ingi við átakið. Markmið átaksins er að minnka ræktun á kóka-lauf- blöðum um 80% og fínna og eyða efnaverksmiðjunum sem vinna kókaínið úr blöðunum. Á þeim 6 mánuðum sem liðnir eru síðan átakið hófst hafa 1.300 ha kóka-akra verið lagðir niður og 50 tonn af kókaíni fundist og verið eytt. Þó þessar tölur séu háar, mið- að við grömmin sem lögreglan á íslandi er að finna annað slagið, er þetta ekki nema byijunin. Enn er kóka-plantan ræktuð á um 50.000 ha lands í Bólivíu einni. Leynilegar efnaverksmiðjur fram- leiða daglega hundruð kílógrámma af kókaíni og eiturlyfjamafían lifír góðu lífí á sölu og dreifíngu á eitr- inu. Lögfræðideild háskólans í Sirac- usa á Ítalíu, sem er lítil borg á Sikil- sem haldinn var í Vín. ey, hefur að undanfömu aðstoðað stjóm Bólivíu við samningu á nýjum kafla í hegningarlög landsins. Þessi nýju lög sem koma til með að taka gildi í vor, munu auðvelda dómstól- um landsins að dæma eiturlyfja- mafíuna. „Það er ekki nóg að hand- sama glæpamennina, það þarf líka að vera hægt að dæma þá,“ segir Betregal-Gutierrez. „Það er lengi búið að vera vandamál okkar að koma lögum yfir þessa menn. Við eigum í höggi við fagmenn." Að- spurður játar hann því að áður fyrr hafi mútuþægni lögreglunnar að einhveiju leyti staðið í vegi fyrir framgangi réttvísinnar, en „það er verið að vinna að lausn á því vanda- máli líka.“ Kóka-blöð — alkóhól indíánanna Þótt undarlegt megi virðast er ræktun og sala á kóka-laufblöðun- um ekki bönnuð í Bólivíu. Fram- leiðsla kókaíns úr kóka-blöðum er hins vegar lögbrot. Þessi greinar- munur í lögunum gerir lögreglunni að sjálfsögðu erfítt að hafa hendur í hári mafíunnar. Notkun kóka- blaðanna er álíka almenn í fjallahér- uðum S-Ameríku og kaffidrykkja er á íslandi. Blöðin hafa verið tugg- in eða notuð í te í mörg hundruð ár, eða frá því löngu áður en Spán-. veijar komu til álfunnar. Þau hafa róandi og þægileg deyfandi áhrif á líkamann en sljóvga hvorki jafn- vægisskynið né minnka dómgreind- ina sé þeirra neytt í hófi. Sérstak- lega eru kóka-blöðin notadijúg til að deyfa óþægindin af þunna loftinu uppi í fjöllunum. Búháttabreytingar NOTAÐU SÍMAIMIM ÞIIMIM BETUR OG LÉTTU ÞÉR LEITIIMA AÐ UPPLÝSIIMGUM Ókeypis upplýsingar um vöru og þjónustu. Það eina sem þú þarft að gera er að lyfta símtólinu, velja númer Gulu línunnar 62 33 88 og spyrja. Hjá starfs- fólki Gulu línunnar færð þú vinalega þjónustu og greið svör við spurningum þínum. Einfalt og stór- sniðugt - ekki satt! Að heiman og úr vinnu þekkjum við vandamál sem tíma- frekt virðist að leysa, en Gula línan greiðir úr á augnabliki Við þurfum að hafa uppá sjónvarpsviðgerðarmanni, vélritara eða þýðanda. Ná í iðnaðarmenn, fá upplýsingar um hvar er selt parket, hvar er hægt að kaupa vara- eða aukahluti í bílinn eða leigja smók- ing. Úr slíkum vandamálum leysir starfsfólk Gulu línunnar. Athugaðu það, þú hringir og færð upplýsingarnar strax - og það ókeypis. Gula línan er upplýsingasími MIÐLUNAR hf., Ægisgötu 7 101 Reykjavík. MIÐLUN hefur í 8 ár starfað að upplýsingaþjónustu fyrir íslenskt atvinnulíf og er aðili að FIBEP (Fédération Intemationale des Buraux d'Extraits de Presse). 62J388 Margir íslenskir fjárbændur og bólivískir kóka-bændur eru í nokk- uð svipaðri aðstöðu þessa dagana. Báðir þurfa þeir að minnka eða stöðva alveg hefðbundna fram- leiðslu sína og snúa sér að nýjum búgreinum. Aætlað er að minnka kóka-blaðaframleiðsluna um 80% á‘ næstu árum. Þaðþarf ekki að út- skýra það fyrir Islendingum hve dýrar og erfiðar viðfangs búhátta- breytingar eru. Að sjálfsögðu er ekki hægt að setja kvóta á kóka- ræktunina eins og á kindakjöts- framleiðslu, því var gripið til þess ráðs að verðlauna þá sem hættu í kóka-rækt. Hver bóndi sem það gerir fær 2.000 dollara (750.000 krónur) borgun og faglega aðstoð til að byija á nýrri búgrein. Á þenn- an hátt er meiningin að minnka kókaakrana um 1.800 ha á þessu ári. „Þessar búháttabreytingar setja okkur í þann vanda, að þurfa að fínna markaði fyrir þessar nýju landbúnaðarvörur," sagði dr. Bed-; regal-Gutierrez að lokum. „Til þess að þessi þróun, sem einnig er hafin í öðrum S-Ameríkuríkjum, geti haldið áfram þurfa vestræn ríki að endurskoða tollalöggjöf sína til að gefa okkur möguleika að koma þessum vörum inn á vestræna markaði.“ [MESUBIX UÓSRITUNARVÉLAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.