Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRUAR 1988 Yfirgnæfandi stuðningur við bandarískan her í Evrópu Brllssel, frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MIKILL meirihluti Bandaríkja- hundraði svöruðu játandi. Fyrir manna, eða 70%, styður heils- fimmtán árum fór fram samskonar hugar veru bandarísks herliðs í könnun í Bandaríkjunum, en þá gamla heiminum, Evrópu. Hins höfðu 45 af hundraði einhvem vegar veit innan við þriðjungur tímann heyrt um bandalagið. Bandarikjamanna að Evrópu- Þá kom fram að 86% töldu tengsl- bandalagið er til. Kemur þetta in við Evrópu mjög mikilvæg. Meiri- fram í nýrri könnun sem Evrópu- hlutinn lýsti sig andvígan innflutn- bandalagið lét gera. ingshöftum og taldi að bandaríski Gallup-stofnunin sá um fram- viðskiptahallinn væri heimabakaður kvæmd könnunarinnar, og þátttak- vandi og hann ætti að leysa á þeirri endur hennar voru spurðir hvort þeir forsendu. Bandaríkjamenn hafa hefðu einhvem tímann heyrt um meiri áhuga á Sovétríkjunum en Jap- Evrópubandalagið. Einungis 29 af an samkvæmt könnuninni. Med 100 króna VISA framlagi á mánuði gerir þú Krabbameinsfélaginu kleift að vinna fiflugt rannsúknarstarf ng veita sjúklingum mikilvægan stuðning Kæru korthafar VISA. Krabba- meinsfélag íslands leitar til ykkar um styrk. Vinsamlegast kynnið ykkur bæklinginn sem barst með VISA sendingu nú um mánaðamötin. Framlag til baráttunnar gegn krabbameini er í raun framlag til okkar sjálfra, þvíþriðjihver íslend- ingur fær krabbamein einhvern- tíma á lífsleiðinni! Við væntum þess að margir bregðist vel við erindi okkar og fylli út VISA svarseðilinn eða hringi í síma 91-62 11 00. Rækjuréttir J dag ætla ég að bjóða ykkur uppskriftir af tveimur mjög lystugum smáréttum með rækj- um í (má nota humar), og upp- skrift af ljúffengri sósu. Með réttunum er gott að hafa volg snittu- eða smábrauð með smjöri. Rækju hrísgrjónaréttur (Risotto): Þessi réttur þolir 2-3 mánáða geymslu í frysti. í hann fara: 20 g smjör, 3 matsk. fíntsaxað- ur laukur, 1 fínt saxað hvítlauks- rif, 4 dl. laus hrísgijón, um 6 dl. kjötseyði, lítil dós af niðursoðnum tómötum (*/2 kg.), 125 gr. svepp- ir, um 250 gr. frystar grænar baunir, 100-150 gr. rækjur (eða humar), lítil dós af niðursoðnum kræklingi, salt, pipar og fíntsaxað dill. Smjörið er brætt í þykkbotna potti. Lauk og hvítlauk bætt út í og látið dampa án þess að brún- ast. Hrísgrjónum bætt út í og hrært vel í, svo er kjötseyði hellt út í og hrært. Lækkið hitann og lokið pottinum með þéttu loki. Hrísgrjónin soðin í 12 mínútur, þá tekin af hellunni og látin standa í lokuðum pottinum í aðrar 12 mínútur. Þá er lokið tekið af og hrært t með gaffli. Skerið tómatana í smá bita og sneiðið niður sveppina. Síið vök- vann af kræklingnum. Hellið tó- mötunum með vökva, sveppa- sneiðum, rækjum, kræklingi og baununi út í pottinn. Látið réttinn malla við vægan hita í 5-10 mínút- ur. Ef rétturinn virðist þurr má þynna hann út með örlitlum kræklingssafa. Saltið og piprið eftir smekk. Risotto er til í ótal útgáfum. í stað skelfisksins má nota í það ýmsa afganga, svo sem kjúklinga- kjöt, kjúklingalifur eða aðra lifur í bitum, skinkuteninga eða bita af öðrum kjötafgöngum. Einnig má breyta til með grænmetið og nota til dæmis niðursneidda pa- priku og smátt saxaða púrru eða graslauk. Réttinn má einnig krydda með kam'i, basil, papriku ofl. eftir vild. Karrí-rækjur: 4 flysjaðir tómatar, 1 græn paprika, 10 g smjör, um */2 - 3A tesk. kam', um 2 dl hvítvín, um 150-200 g rækjur (eða humar), 1-2 tesk. maisenamjöl ef vill, salt. Skerið flysjuðu tómatana og paprikuna í smá bita. Bræðið smjörið, og bætið út í það tómöt- um, papriku og hvítvíni. Látið þessa sósu sjóða við vægan hita í 5-10 mínútur. Hitið rækjurnar í sósunni og saltið eftir smekk. Þeir sem vilja geta jafnað út sósuna með maisena úthrærðu í örlitlu hvítvíni. Látið þá réttinn sjóða í um 1 mínútu eftir að jafn- ingnum hefur verið bætt út í. Rækju-asparssósa: Síið frá safann úr einni lítilli dós (150 g) af aspars. Hristið jafn- ing úr 2 matsk. hveiti og 1 dl asparssafa. Hellið jafningnum í pott og blandið út í um 2 dl af kjúklingaseyði (búið til úr ten- ingi). Látið suðuna koma upp. Bætið þá út í um 15 g af smjöri og V2 - 1 dl þeytiijóma. Kryddið eftir smekk með salti og l/i - V2 tesk. af mildri papriku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.