Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 24
8861 ÆAUH83r,f 8S 5IUDAQUVMU8 fflffAISHUOÍíOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 * Ast er... ... jafngömul mann- inum. TM Rog. U.S. Pat Otf,—all righta rasarvad ° 1987 Loa Angalaa Timaa Syndicate Ég vara þig við. Ég var I karateskóla. HÖGNI HREKKVtSI Við þurfum ekki ný sannindi Heiðraði Velvakandi. Mig langar að segja nokkur orð um skrif Ingvars Ámasonar. Hvers væntir Ingvar utan úr hin- um óráðna heimi? Ef við höfum í huga kenningu Krists frelsara okkar, þá finnum við alla þá góðsemi sem Ingvar Ámason er að vænta úr dulheimum annarra hnatta og sem oft er verið að vitna til, að þar geti verið um vitsmunavemr að ræða. Hvað vitum við um, ef svo væri, að þær verur geti verið vinveittar öðrum en sínum ættkvíslum. Margt væri hægt að minnast á í því sambandi en ég sleppi því nú. Við þurfum ekki að fítja uppá nýjum sannindum þegar við höfum hin sannindaríkustu viðhorf sem Kristur boðaði og geta veitt okkur alla þá góðsemi sem hugsanleg er, ef breytt væri eftir í einlægni og samhug. Það er bara þannig, að þótt hópur fólks trúi og vilji breyta eftir boðskap Krists, þá er þeim varnað af öðrum hópum sem aðrar skoðanir hafa að fylgja eftir boð- skap frelsarans. Jafnvel kveður svo Til Velvakanda. ' Mig langar að segja fáein orð um ísbjamarskytterí í Haganesvík og það fjaðrafok sem því fylgdi. Það bregst ekki að þegar óvenjuleg- ir atburðir hafa gerst sprettur upp fjöldi manna sem telur sig vita allra manna best hvað hefði eða hefði ekki átt að gera í umræddu tilviki. Ég ætla nú að gerast einn af þeim. Það er auðvelt fyrir menn að sitja heima í stofu í 500 kílómetra fjar- lægð frá atburðunum að segja að ástæðulaust sé að vera með nokk- um æsing þótt ísbjöm sé á vappi í nárenni við mannabústaði. Að mínu áliti hefði það verið ábyrgðar- leysi að láta það dragast að fella dýrið, jafnvel þótt hafí í ljós komið eftir á að hér hafí verið um ungt dýr að ræða. í tilvikum sem þessum hljóta menn að gera ráð fyrir að hætta sé á ferðum, því hvað sem öllum frið- að, að trúað fólk er álitið einfeldn- ingar, svo þessir þegnar Krists verða að fara einhvem meðalveg, ef ekki eiga að traðkast undir í efnishyggjunni, því þarf enn mikið átak að koma góðseminni inn í hugskot fjöldans. Þessu vinnur kirkjan að, en því miður miðar of hægt svo hægt sé að tala um sanna trú sem sigurvegara á hinu illa hjá mannskepnunni, svo sem morðfýsn, öfund, eigingirni og óvild. Veiði- löngun vil ég flokka undir annan þátt mannlífsins. Ingvar nefnir veiðiskap af hinu illa, en hin helga bók gefur til kynna að okkur sé leyfilegt að veiða okkur til þarf- legra nota. Ég tel mig vera búinn að skilgreina skrif Ingvars Áma- sonar, því allt sem hann minnist á er túlkað í kenningu Jesú Krists og væri breytt eftir henni skulu allir sanna til að komin væri paradís á jörðu og hin andlega paradís er svo framhald lífs eftir dauðann. Ekki getur verið um mannlegt líf að ræða utan jarðarinnar en nær sannað að einhverslags lífverur muni til utan okkar sólkerfis. Við unarsjónarmiðum líður, þá er það staðreynd að ísbirnir eru mannskæð rándýr. ísbjöm sem verður stranda- glópur fjarri sínum náttúrulegu heimahögum verður ráðvilltur og hræddur og þá um leið hættulegur. Það hefði tekið tíma að ná saman mönnum með búnað til að fanga dýrið lifandi og sá tími var ekki fyrir hendi. Þar að auki hefði það verið hjákátlegt ef björninn hefði verið fangaður og sendur til Græn- lands eftir þær háðsglósur sem sela- friðunarmenn hafa fengið hé fyrir að flytja seli flugleiðis til landsins og sleppa í sjóinn. Ég er hræddur um að svipaðar athugasemdir hefðu heyrst frá Grænlendingum í okkar garð. Það er auðvelt að vera vitur eft- irá, en ég tel heimamenn í Haga- nesvík hafa brugðist rétt við yfir- vofandi hættu. Skotveiðimaður getum ekki ræktað hug vom til annarra manna betur með nokkru öðru en að treysta og trúa kenningu Krists og breyta eftir henni. Enginn boðskapur til velfamaðar mannkyn- inu getur komið í stað eða fært okkur meiri sannindi um tilgang lífsins hér á jörð. Þorleifur Kr. Guðlaugsson Og enn er þrefað um bjórinn Ágæti Velvakandi. Kulið er kalt og komóttur snjórinn íslandi allt. Áfram með bjórinn. Löngum hefur áfengið verið upp- spretta gamanmála. Menn hafa ort, sungið og dansað um unað þess og ágæti. Þó er ekki dæmalaust að ort hafi verið um ókosti áfengis. Man ekki einhver dægurlagatextann: „Ó pabbi minn, kæri komdu með mér heim.“ Þurfí menn að þrefa um eitt- hvað er ekkert hentugra en hvort selja skuli mjöðinn einnig löglega framvegis. Sóknarprestur fyrri tíðar sagði einn bruggara í sveit verri en tvo sauðaþjófa. Ekki svo galið hjá presti, því þótt sýslumenn og aðrir yfírstéttarborgarar gætu um tíma komist upp með drykkjuskap lung- ann úr árinu, þá var ætíð stutt í hungrið ef alþýða fór að iðka þetta að ráði. Það telst víst til dónaskapar að skoða bak verka á myndlistarsýn- ingu og vítavert áhugaleysi að gaumgæfa rúlluverk húsamálarans á veggnum. Margir eru þeir í reynd sem hafa ekki hina minnstu trú á að nútímamenningin fái staðist, hvort em þeir viðurkenna þetta fyrir sjálfum sér eða ekki. Það er til fá- dæma að merkja megi nokkurs stað- ar þjóðfélagslegar raunframfarir. Hætt er því við að áfram heyrist úti fyrir dyrum skemmtistaða að leik loknum, þurfi annar hluti tvenndar fleiri fermetra til angs en hinn. „Ekki drekka svona mikið elsk- an.“ Bjarni Valdimarsson ísbirnir: Mannskæð rándýr Víkverji skrifar Nu er í bígerð að greiða niður hringsnúninga rétt eins og blessað rolluketið. Hitaveitustjóri staðfesti þetta í vikunni leið í örstuttu spjalli um sívala síkvika veitingahúsið sem þeir ætla að hlamma ofan á hita- veitugeymana í Öskjuhlíð henni til dýrðar og vegsauka og þá væntan- lega um leið hinum veglega höfuð- stað okkar. Ætli að það sé munur, mun út- kjálkafólkið stynja. Að háma í sig hræring og vera sjálfur á hræringi. í samtalinu upplýsti hitaveitu- stjóri meðal annars að sögn blaða- mannsins „að engum hefði dottið í hug að veitingahúsið ætti eftir að standa undir fjármagnskostnaði". Og enn kvað stjórinn eða blaðamað- urinn fyrir hans hönd: „Það er því gert ráð fyrir að kostnaður vegna byggingarinnar greiðist með heita- vatnsnotkun viðskiptavina Hita- veitu Reykjavíkur." xxx * Aætlaður kostnaður þessa mannvirkis hljóðaði upp á 500 milljónir króna snemma í vetur ef Víkveija misminnir ekki, en af dýr- keyptri reynslu höfum við íslend- ingar á hinn bóginn lært að lítið er marka svona áætlanir. Sam- kvæmt íslensku reglunni og með landsfeðurna fremsta í flokki er venjulega óhætt að smyija vænum 30% ofan á fúlgu fræðinganna að viðbættum þessum parhundrað milljónum (sbr. flugstöðvarbáknið) sem koma í leitirnar við nánari at- hugun. Látum það samt vera. Hitt þykj- ast fróðir menn aftur á móti sjá í henni sér sem er öllu verra, nefni- lega að þessi fljúgandi fordild verði alla tíð rekin með bullandi tapi og það þótt fullt verði útúr dyrum hvem guðsgefínn dag og sérhver síbunugestur verði þar að auki skikkaður til þess að standa við jötuna allan sólarhringinn. XXX Fer ekki að verða vandlifað í landinu með sama áframhaldi, vandlifað fyrir hina skeleggu tals- menn hins frjálsa framtaks að minnstakosti? Hvar em þeir eftir á að hyggja? Úti í sandinum með strútunum? Var ekki einhver að tala um að nú riði á öllu að báknið hætti að keppa við hina vösku at- hafnamenn, losaði sig jafnvel við „ofvöxt" á borð við Póst og síma? Heill ráðherra hefur líka hvað eftir annað haft um það mörg og stór orð að nú verði hið opinbera og stofnanir þess fyrir alla muni að láta af þeim ósið að ausa íjár- munum í óarðbær fyrirtæki. Og hvað skeður? Jú, nú stíga menn í pontuna og tilkynna fyrirfram að nú séu á döf- inni stórframkvæmdir fyrir al- mannafé með pottþéttan taprekstur fyrir augum. XXX Tvíræðasta fyrirsögn vikunnar er komin upp á vegg hér á Mogganum þó að við getum ekki státað af því að hafa samið hana. Hún var hvorki meira né minna en yfír þvera síðuna og hljóðaði svo: Refabændur sækja um bjargræð- isstyrk vegna ófrjósemi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.