Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988
Jónas Jónson framkvæmdastjóri. Myndin til hliðar er af verksmiðju Síldarbræðslunn-
ar á Seyðisfirði sem Jónas vann við árin 1938 til 195G.
Jónas Jónsson á skrifstofu sinni.
sjón hennar ásamt verksmiójunni á Seyðis-
fírði. En hvemig var að skipta sér svona
milli landshluta?
„Það var í sjálfu sér ekki svo erfítt. Starf-
semin á Seyðisfírði var í hámarki á sumrin
og dvaldi ég þá mikið þar en að mestu í
Reykjavík að vetrinum. Að sjálfsögðu stóð
ég ekki einn í þessum því á báðum stöðum
voru margir góðir starfsmenn. En þetta stóð
heldur ekki lengi því árið 1956 var verk-
smiðjan á Seyðisfírði seld og ég hef síðan
einbeitt mér að starfínu hér syðra.“
Menn voru uggandi
— Voru þetta góð ár eða erfíð í sjávarút-
veginum?
„Reksturinn stóð í sjálfu sér ekki nógu
vel og menn voru uggandi. Hráefnisöflun
var ótrygg en ég fékk fljótt hráefni og við
komum "élunum í verksmiðjunni að Kletti
í lag og verksmiðjan tók nokkum úörkipp
þó ég segi sjálfur frá! Aðaleigendur verk-
smiðjunnar voru íjögur frystihús í Reykjavík
og þama sáu menn mögulegt að hefja eigin
útgerð. Við réðumst í það og á einu ári
vom keyptir þrír togarar og einn árið eftir.
Þessir togarar vom Geir, Hvalfell, Askur
og Haukur og þama höfðum við um leið
tryggt okkur stöðugt hráefni til verksmiðj-
unnar. Togarana rákum við í ein 10 ár og
seldum þá árið 1966.“
En jafnframt því sem félagið keypti tog-
ara segir Jónas fjármuni hafa verið lagða
f að endumýja vélar og tæki í verksmiðj-
unni. Soðkjamatæki, ein þau fyrstu hérlend-
is, vom sett upp en með þeim var hægt að
nýta hráefnið um 20% betur en verið hafði.
„Það munaði um slíkt,“ segir Jónas. „Af-
koman varð allt önnur og við þurftum ekki
að sjá eftir að hafa drifíð í þessu. Hvalur
hf. og Lýsi og mjöl komu líka upp soðkjama-
tælqum um svipað leyti og við.“
Þegar Jónas varð sjötugur skrifaði Ingvar
Vilhjálmsson meðal annars svo um hann:
„í öllum þessum framkvæmdum kom glöggt
í ljós, að Jónas bjó yfír þeim hæfíleikum sem
best prýða góðan stjómanda. Hann hefír
alla tíð verið vakinn og sofinn í starfi
sínu . . . Af framsýni, atorku og árvekni
hefur honum tekist að verja félagið þeim
áföllum sem á undanfömum ámm hafa svo
mjög sett svip sinn á rekstur flestra fyrir-
tækja, er í sjávarútvegi starfa."
Samstarfsmaður Jónasar hjá Síldar- og
fískimjölsverksmiðjunni í mörg ár hefur
svipaða sögu að segja: „Þessir persónulegu
eiginleikar Jónasar sem stjómanda em án
efa skýringin á því, hversu margir fastir
starfsmenn hafa unnið ámm og jafnvel ára-
tugum saman hjá Síldar- og fískimjölsverk-
smiðjunni hf.“
Góðir samstarf smenn
„Ég hef reynt að sinna þessum störfum
mínum eins og ég hef talið réttast hvetju
sinni og átt því láni að fagna að eiga góða
samstarfsmenn. Þá má segja að ég hafí lítið
varið tíma mínum í önnur og ólík áhugamál
nema þeim sem teljast tengjast starfinu,"
segir Jónas, „en þar á hann við ýmsa þátt-
töku sína : félagsstarfi. Þannig sat hann í
stjómum Vinnuveitendafélags íslands, Fé-
lags íslenskra fiskimjölsframleiðenda, Verð-
lagsráðs sjávarútvegsins, Verðjöfnunarsjóðs
fískiðnaðarins, Félags íslenskra botnvörpu-
skipaeigenda og Landssambands íslenskra
útvegsmanna.
Eitt af því sem ráðist var í þegar elta
þurfti uppi sfldina var að kaupa sérstakt
sfldarflutningaskip til að flytja aflann frá
bátum á fjarlægum miðum og til Reykjavík-
ur. Þetta'var árið 1965.“
„Við, stjómendur og eigendur fyrirtækis-
ins, vomm samhentir í því að leggja óhrædd-
ir og bjartsýnir út á ýmsar brautir ef við
töldum það koma að gagni. Slík aðgerð var
tvímælalaust kaup okkar á þrjú þúsund
tonna lýsisflutningaskipi frá Noregi. Við
vomm svo heppnir að á leið frá Noregi
gátum við látið skipið taka afla langt út
af Austfjörðum og sigla með hingað suður.
Eitt sumarið flutti skipið um 112 þúsund
mál af miðunum. Yfír veturinn leigðum við
síðan skipið til lýsisflutninga út í heim.
Þessi rekstur gekk vel í nokkur ár eða þar
til sfldin hvarf. Það var Einar Guðfínnsson
í Bolungarvík sem fyrstur hrinti þessari
sniðugu lausn í framkvæmd en skip hans
var minna og hentaði ekki vel þegar afli
var mikill."
Jónas segist einkum hafa stofnað til við-
skiptasambanda í Danmörku, Finnlandi,
Bretlandi og Þýskalandi:
„Venjulega fór ég tvær ferðir á ári til
þessara landa og hef í sumum tilvikum átt
samskipti við sömu mennina í áraraðir.
Síðustu ferðina fór ég nú eftir áramótin og
þá hafði ég með mér Gunnlaug Sævar Gunn-
laugsson lögfræðing sem verður eftirmaður
minn hér og tekur formlega við 1. mars.“
Ferðast
— Var það erfíð ákvörðun að hætta hér?
„Það má kannski segja það — það hefur
tekið mig fímm ár! Þegar ég varð sjötugur
var ég beðinn að starfa áfram um hríð sem
ég samþykkti og sagði jafnframt að ég
myndi standa upp um leið og eftirmaður
væri fundinn. Það gerðist hins vegar ekkert
í þeim málum í nokkur ár og á aðalfundi í
fyrra tók ég af skarið og kvaðst ætla að
hætta um síðustu áramót enda heyrir það
til undantekninga að menn gegni svona
erilsömu starfí fram til 75 ára aldurs. Ég
er mjög sáttur við að hætta eftir 50 ára
störf við þennan atvinnuveg, þar af í 45
ár sem framkvæmdastjóri."
— Og hvað á svo að taka sér fyrir hendur?
„Það er ekki gott að segja, ætli ég fari
ekíci bara að ferðast! Meðan ég held svo
góðri heilsu verður ekki erfítt að taka sér
eitthvað fyrir hendur."
ÚTGERÐARMEIMN - SKIPSTJÓRAR
Viltu eignast Bátalónsbát?
Fjölbreytt þjónusta við skip og báta. Hönnun - ráðgjöf
- teiknistofa - skipasmíði - skipaviðgerðir - stálsmíði
- trésmíði - rennismíði - vélaverkstæði - rafvirkjun -
hreinsun - sandblástur - málun.
Eigum smíðarett að nokkrum 9,8 tonna stál-
bátum sem fá veiðiheimildir án úreldingar. Af-
hendast fullbúnir til veiða, eða á öðru bygging-
arstigi ef óskað er.
Skammur byggingartími ef samið er strax.
„BÁTALÓNSBÁTUR ER GÓÐUR
KOSTUR"
Farymann
Smádíselvélar
5.4 hö við 3000 SN.
8.5 hö við 3000 SN.
Dísel-rafstöðvar
3.5 KVA
■K—Lr
Vesturgötu 16,
sími 14680.
l^ssr