Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 18
fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 Morgunblaðið/Bjami Jón Hjartarson og Ragnheiður Tryggvadóttir. „Það er árans átak fyrir áhuga- leikfélag að rífa sig upp úr lægð," segir Ragnheiður. Auðvitað geng- ur á ýmsu hjá svona félögum, þau fara á hausinn með reglulegu millibili og það er ákveðin geð- veiki fyrir fólkið að standa í þessu leikhúsbrölti. Það hefur lagt nótt við dag að undanfömu til að vera tilbúið í slaginn á frumsýningu." Innan um spýtur og vélsagir „Ég hef reyndar aldrei lent í öðru eins og núna. Við æfðum innan um spýtur og vélsagir, og fengum ekki sviðið í viku fyrir frumsýninguna af því að það var verið að lakka og pússa gólfíð. Svo hafðist þetta náttúrulega allt að lokum.“ Ragnheiður Tryggvadóttir hef- ur áður leikstýrt verkum í Fjöl- brautarskólanum í Breiðholti og hjá Litla leikfélaginu í Garðinum. Hún hefur að auki kennt leiklist í framhaldsskólum. Jón Hjartar- son er fastráðinn leikari hjá Iðnó. Jón og Ragnheiður búa saman og Fólk í fréttum spurði þau hvemig væri að vera líka saman í vinn- unni. Jón var heima að passa „Samvinnan hefur gengið stór- slysalaust," svarar Jón. „Það hef- ur blessast merkilega vel að vinna svona mikið saman." Ragnheiður bætir því við að Jón hafi ekkert fengið að koma á æfíngar, „hann varð að vera heima að passa. En auðvitað hefur samstarfið reynt á þolinmæðina og kostað dágóðan skammt af tillitssemi." „Svo hefur samstarf eins og þetta sína kosti og galla. Ég hef getað rætt ýmis vandamál sem upp koma á æfingum við höfund- inn jafn óðum, og í sameiningu höfum við gert ýmsar breytingar á leikritinu. En kannski skortir eitthvað á gagnrýni leikstjóra á verk sem hann hefur horft á verða til.“ Tónlistin við Svört sólskin var samin af Gunnari Reyni Sveins- syni, Gylfi Gíslason sá um leik- mynd en Lárus Bjömsson og Eg- ill Amason annast lýsingu. Form- aður Leikfélags Kópavogs er Hörður Sigurðarson. Veittar eru upplýsingar um sýninguna í síma 41945 og þar eru jafnframt tekn- ar niður pantanir. HRUKKUR Tina sýnir ellimerki Frönsk blómarós Hin franska Jeanne Caiment blæs á kertin á afmælistertunni sinni og heldur á rós. Hún varð 113 ára um daginn og hélt upp á af- taiælið með vinum af elliheimili sem hún dvaidist á áður en hún flutti sig um set yfir á sjúkrahús. EIli kerling virðist smám saman vera að ná tökum á Tinu okkar Tumer. Skyldi engan undra, því að rokkamman er komin á sextugsaldur. Myndin er tekin á tónleikum Tumer í Kuala Lumpur, þar sem níu þúsundir aðdáenda vom mættar. Sérfræðingur Fólks í fréttum telur að Tumer hafi lent í rifrildi við hárgreiðslumeistara sinn skömmu áður en hún sté á svið. SVÖRT SÓLSKIN Fortíð eða framtí ðarspá Leikfélag Kópavogs frumsýndi leikritið Svört sólskin eftir Jón Hjartarson í félagsheimili Kópavogsbúa síðastliðinn laugar- dag. Undanfama viku hefur stað- ið yfír menningarhátíð í nýupp- gerðu félagsheimilinu að Fann- borg 2 og lýkur henni nú um helg- ina. Næsta sýning á verkinu Svört sólskin er sunnudagskvöldið 28. febrúar. Leikstjóri sýningarinnar er Ragnheiður Tryggvadóttir. Þau Jón Hjartarson og Ragn- heiður Tryggvadóttir, sem bæði em leikarar, vom fengin til að segja undan og ofan af sýning- unni. „Tilvistarsaga leikritsins er á- þá leið að það var samið sam- kvæmt ósk frá Leikfélagi Kópa- vogs og sýnt tvisvar á norrænni leiklistarhátíð áhugaleikfélaga sumarið 1986,“ segir Jón Hjartar- son. „Síðan hefur húsnæðisskort- ur hjá LK komið í veg fyrir sýn- ingar. Nú er félagsheimilið loksins tilbúið og þar er frábær aðstaða, þótt færri sæti séu í salnum en áður var.“ í þjóðararfinn Á norrænu leiklistarhátíðinni vom höfundum settar ákveðnar skorður í efnistökum. Leita átti fanga í þjóðararfinum, þjóðsögum eða fomsögum. Heiti leikritsins, Svört sólskin, er fengið að láni úr Völuspá sem lýsir meðal ann- ars ragnarökum. Segir það vita- skuid nokkuð um efni leikritsins, sem höfundur segir þó bjartsýnis- verk. „Annars breytti ég því tals- vert fyrir endursýninguna, bæði út af húsnæðinu og hópnum. Kannski líka til að létta það svolí- tið.“ „í leikritinu koma tveir ungir krakkar, stelpa og strákur, inn á autt svið og láta hugann reika. Þau kalla fram myndir úr sögunni eins og þau ímynda sér hana og smám saman verður vafamál hvar þau standa, hvort þau ráða ferð- inni.“ ímyndun eða veruleiki „Órætt er hvað er fortíð og hvað framtíðarspá, en reynt að láta það kallast á sem unga fólk- ið rifjar upp úr sögunni og ímynd- ar sér um framtfðina. Svört sól- skin stafa þannig af hugleiðingum unga fólksins sem veltir fyrir sér stórum spumingum varðandi framtíðina og sér ýmis teikn á lofti.“ „Eiginlega spyr verkið spum- inga um hvort við höfum á öllum tímum verið á leiðinni að tortíma okkur,“ segir Ragnheiður. „Mann- kynið hefur svo oft í sögunni stað- ið á einhvers konar nöf.“ Jón talar um váleg teikn sem setja svip á framtíðarsýn nútíma- fólks... „Hvaða afleiðingar hefur slys í kjamorkuveri, ég tala nú ekki um ef sprengjan fellur? Erum við ekki að úða burt ósonlaginu? Ég held reyndar að íslendingar séu svo miklir bjartsýnismenn að þeir taki þessa hluti ekki mjög nærri sér. Og auðvitað bjargar engu að leggjast í bölmóð." „Þó finnst mér að það megi og eigi að ræða þessi mál - í leik- húsi og annars staðar - án þess að tapa sér í pólitík," heldur Jón áfram. „Þetta eru miklu stærri spumingar en svo að það dugi að leggjast í stefnukredduumræðu." Hvar eru karlarnir Leikarar í sýningunni eru fimmtán talsins, sumir í fleiri en einu hlutverki. Að sögn Ragn- heiðar er ekkert lítið hlutverk í sýningunni, en þau Jóhanna Páls- dóttir og Fjalar Sigurðarson fara með aðalhlutverk. „Þegar við leit- uðum að leikurum gekk illa að hafa uppá eldri körlum. Vegna þessa þurfti að umskrifa alveg eitt hlutverkið, yngja hressilega upp. Ég held einmitt að það sem miklu skipti núna fyrir LK sé að virkja eldra fólkið."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.