Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 t2T Afmælí á hlaupársdag Tímaútreikningur og hvað llði tíma hefur alltaf verið okkur mönnunum hugleikið. Krakkarnir í Flóanum stungu niður hrífu og miðuðu skuggann af henni við Búrfell, Vörðufell, Hestfjall og Heklu og gátu þannig sagt sér hvað tímanum liði, enda bráð nauðsyn úti á engjum að vita, hvenær von væri á kandís og kaffi, en þetta var nú á þeirri tíð, er börn fengu ekki úr fyrr en í fermingargjöf. Skuggaaðferð bamanna í Fló- anum var svo sem ekki ný af náiinni. í Biblíunni, II. Konunga- bók 20. 9—11 eiga þeir orðastað saman Hiskía Júda-konungur og Jesaja spámaður, en sá skuggi, sem þar var til umræðu var ekki' myndaður úr hrífuskafti, heldur líkast til af sólúri, sem líkst hefur skugga-klukku Fom-Egypta. „Þá svaraði Jesaja: Þetta skalt þú til marks hafa af Drottni, að Drottinn muni efna það, sem hann hefur heitið: Á skugginn . að færast tíu stig fram, eða á hann að færast aftur um tíu stig? ' Hiskía svaraði: Það er hægðar- leikur fyrir skuggann að færast niður um tíu stig — nei, skugginn skal færast aftur um tíu stig. Þá hrópaði Jesaja spámaður til Drottins, og hann lét skuggann á stigunum, sem færst hafði nið- ur á sólvísi Akasar, færast aftur um tfu stig.“ Árið 46 fyrir Kristsburð var Júlíus Cæsar orðinn ráðandi í - Róm, og heimsveldi verður ekki stjómað svo í lagi sé, nema da- gatalið sé það sama hjá þegnun- um. Cæsar fékk til liðs við sig alexandrískan stjömufræðing, Sosigenes að nafni, til þess að lagfæra dagatalið. Árið skyldi vera 365 dagar nema §órða hvert ár 366 dagar, einum degi bætt við febrúar og er þar kominn hlaupársdagur. En skekkja var í þessum útreikningum. Sólarárið var talið 365V4 dagur, en er 11 mínútum styttra, og er aldir liðu, þurfti þetta leiðréttingar við. Fólk fæðist og á afmæli á hlaupársdag eins og aðra daga — en á raunar ekki afmælisdag nema Qórða hvert ár. Þó munu flestir halda afmæiið hátíðlegt 28. febrúar eða 1. mars hin árin. En þegar afmælið ber upp á rétt- an dag, er sjálfsagt að halda enn betur upp á það en ella, því er tækifærið nú. Klukkukaka Botnamir: 3 eggjarauður 3 msk. heitt vatn úr krananum 125 g sykur 1 msk. vanillusykur 15Q g hveiti 50 g kartöflumjöl 3 msk. kakó 1 tsk. lyftiduft 3 eggjahvítur 50 g sykur saman við hvftumar 1. Setjið eggjarauður, vatn, sykur og vanillusykur í skál og hrærið þar til þetta er ljóst og létt. 2. Sigtið saman hveiti, kart- öflumjöl, kakó og lyftiduft. 3. Þeytið eggjahvítumar, setjið sykurinn smám saman út í. Þey- tið þar til þetta er alveg stíft. 4. Setjið eggjahvítumar ofan á eggjarauðuhræruna, setjið sfðan mjölið yfir og blandið sam- an með sleikju. 5. Smyijið springmót, 22 sm í þvermál. Setjið deigið í mótið. 6. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn f 180°C. Setjið kök- una neðarlega f ofninn og bakið í 30 mínútur. 7. Hvolfið mótinu með kökunni á kökugrind og látið kólna að mestu. Losið þá kökuna úr mót- inu og látið kólna alveg. Kremið: 150 g smjör 200 g flórsykur 2 msk. kakó 1 egg 3 msk. ijómi 8. Hrærið saman mjúkt smjör, flórsykur og kakó. 9. Hrærið eggið og ijómann út í. 10. Skerið kökuna í tvennt, smyijið kreminu inn í hana. Leggið þá botnana saman og smyijið kreminu ofan á og utan með kökunni. Skreyting á kökunni: 100 g marsipan 1 msk. flórsykur súkkulaðiskraut (krymmel) 11. Setjið skrautsykur á brún kökunnar og kantinn í kring. 12. Hnoðið marsipan með flór- sykri. 13. Mótið tölustafi eins og á klukku úr marsipaninu. Búið til smásívalninga til að móta stafína úr. 14. Búið síðan til vísa, einn stóran og annan lítinn. 15. Látið vísana vísa á þann tíma, sem afmælisbamið er fætt á. Afmælisbaka með kirsuberjum Botninn: 450 g hveiti 225 g smjör eða smjörlíki V4 dl kalt vatn 1. Setjið hveiti og smjör í skál. Hrærið þar til þetta verður kor- nótt deig. 2. Setjið vatnið út í og hnoðið samfellt deig. 3. Skiptið deiginu í tvennt og setjið í kæliskáp í 2 klst. 4. Takið helming deigsins úr kæliskápnum. 5. Skerið pappírsmót, annað 4 sm breiðara en bökumótið, en hitt 1 sm breiðara. 6. Fletjið annan deighelming- inn út, skerið eftir stærra pappírsmótinu. Leggið á böku- botninn og látið ná upp með bör- munum. Þrýstið vel niður. 7. Hitið bakaraofn í 190°C, blástursofn í 170°C. Setjið bök- una í ofninn og bakið í 15 mínút- ur. 8. Takið bökuna úr ofninum. Fyllingin: ’/2 stór pakki ijómaostur án bragðefna (200 g) V2 dós sýrður ijómi 2 egg + 1 eggjahvíta 1 dl flórsykur 1 krukka Dessert Topping & Fill- ing — Cherry Flavour (382 g) 9. Hrærið saman egg, eggja- hvítu, flórsykur, ijómaost og sýrðan ijóma. Hellið á bökubotn- inn. 10. Setjið kirsubeijamaukið ofan á ostamaukið. Reynið að láta það ekki blandast saman. Ofan á bökuna: Síðari helmingur deigsins 1 eggjarauða 1 tsk. vatn A V I Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON 12. Fletjið nú sfðari helming bökudeigsins út eftir minni bréf- hringnum. 13. Skerið 29. febrúar í deig- botninn (sjá mynd). Takið síðan deig úr stöfunum þannig að þar myndist göt. 14. Hnoðið deigið, sem þið skáruð úr stöfunum, í sívalning. Þrýstið á brún bökunnar. 15. Leggið kökukefli ofan á deiglokið. Vefjið það upp á keflið. 16. Leggið kökukeflið með deiglokinu yfír bökuna og losið lokið af kökukeflinu og leggið varlega ofan á bökuna. Þrýstið í deigsívalninginn á brúninni. 17. Hrærið eggjarauðuna út með vatninu og penslið bökuna. 18. Hitið bakaraofn í 190°C, blástursofn í 170°C. Setjið bök- una í miðjan ofninn og bakið í 15—20 mínútur. 19. Kælið bökuna örlítið, en losið síðan úr mótinu. 20. Berið bökuna fram heita eða kalda. Meðlæti: ís eða þeyttur ijómi. Afmæliskringla 500 g hveiti V2 dl sykur 1 tsk. salt 1 kúfuð msk. þurrger 3 egg + 1 eggjahvíta 200 g smjörlíki IV2 dl mjólk 4 kardimommur eða V2 tsk. drop- ar 50 g smjör 1 dl rabarbarasulta 2 epli 1 eggjarauða 3 tsk. vatn 50 g heslihnetur eða möndlur 2 msk. sykur 1. Hrærið egg, eggjahvítu og sykur saman þar til það er ljóst og létt. 2. Bræðið smjörlíkið, takið af hellunni og hellið mjólkinni sam- an við smjörlíkið í pottinum. 3. Setjið hveiti, salt og þurrger í skál. Hellið mjólkur/smjörlíkis- blöndunni út í ásamt eggjahrær- unni. Hrærið saman. 4. Setjið volgt vatn í eldhús- vaskinn, setjið skálina með deig- inu ofan í vatnið. Leggið hreint stykki ofan á skálina. Látið standa þannig í 20 mínútur. 5. Takið deigið úr skálinni, hnoðið örlítið með hveiti, og mó- tið langa lengju, 80—90 sm að lengd og 25 sm á breidd. 6. Smyijið helming smjörsins yfír lengjuna, leggið hana saman langsum. Fletjið út á ný þannig að hún nái aftur sömu breidd og smyijið síðari hluta smjörsins yfír. 6. Smyijið sultunni á lengjuna. Afhýðið eplin, stingið úr þeim kjamana, rífíð gróft á rifjámi og setjið yfír sultuna. 7. Vefjið lengjuna saman langsum. Setjið á smurða bökun- arplötu eða bökunarpappír. Mótið kringlu. Látið samskeytin snúa niður. 8. Hrærið eggjarauðuna með vatninu og smyijið kringluna. 9. Saxið hnetumar gróft, blandið sykri saman við og stráið jrfír kringluna. 10. Leggið hreint stykki yfir kringluna. 11. Setjið heitt vatn í eldhús- vaskinn, setjið plötuna með kringlunni milli barmanna á vaskinum og látið lyfta sér í 20 mínútur. 12. Hitið bakaraofn í 210°C, blástursofn í 190°C. Setjið kringluna í miðjan ofninn og bakið í 20—25 mínútur. Athugið: Best er kringlan volg, en hana er hægt að fíysta og hita upp. Haframjöls/möndluterta með piparmintubrjóst- sykri 150 g smjör 150 g haframjöl rúml. 100 g hveiti V2 tsk. lyftiduft 150 g möndlur V2 dl ijómi V2 dl mjólk 1. Bræðið smjörið, setjið það saman við haframjölið og blandið vel saman. Látið bíða í 10 mínút- ur. 2. Saxið möndlumar frekar fínt. 3. Setjið möndlur og lyftiduft saman við hveitið og blandið því út í haframjölsblönduna. 4. Setjið mjólk og ijóma út í og hnoðið deig. Ef deigið er mjög lint, má hnoða hveiti upp í það. 5. Skiptið deiginu í 4 jafna hluta. 6. Fletjið út milli smjör- eða bökunarpappírsbúta. Mótið síðan 4 kringlótta botna úr deiginu. 7. Setjið botnana á bökunar- pappír. 8. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn í 180°C. Setjið botn- ana í ofninn og bakið í 12—15 mínútur. Inn í og ofan á kökuna 2 pelar ijómi (-V2 sem fór í deig- ið) 2 msk. flórsykur 1 tsk. kakó 1 tsk. duftkaffí 5 makrónukökur 100 g suðusúkkulaði (1 lítill pakki) 5 piparmintubijóstsykurmolar 9. Þeytið ijómann, setjið flór- sykur, kakó og kaffí út í hann; 10. Myljið makrónukökumar og setjið út í ijómann. 11. Setjið súkkulaðið á eld- fastan disk inn í 70°C heitan bakaraofn. Það bráðnar á 7 mínútum. 12. Smyijið súkkulaðinu yfír einn botninn. Notið sleikju. 13. Myljið bijóstsykurmolana með kökukefli og stráið ofan á súkkulaðið. 14. Leggið botnana saman með ijómanum, en hafíð botninn með súkkulaðinu og bijóstsykrin- um efst. 15. Látið kökuna standa í 1 klst. f kæliskáp áður en hún er borin á borð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.