Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 IJK i ■ ■»41 rVII^AtYNPANNA Meryl Streep leikur í fjölskylduharmleik í Astralíu Hún leikur í mynd sem byggir á sannsögulegum atburðum í lífi konu erfundin var sek um að hafa drepið barnið sitt Nýjasta mynd Meryl Streeps heitir „Evil Angels" en tökum á henni íauk nýlega í Ástralíu og er áœtlað að frumsýna hana nk. haust. Leikstjóri hennar er Ástralinn Fred Schepisi (Roxanne) en hann og Streep unnu áður saman við myndina Gnótt (Plenty). Myndin er byggð á sönnum atburðum sem geröust í Ástralíu fyrir nokkrum árum þegar kona að nafni Lindy Chamberlain, eiginkona predikara í kirkju Sjöunda-dags aðventista, var send í fangelsi fyrir morðið á níu vikna gömlu stúlkubarni sínu við Ayers Rock í áströlsku eyði- mörkinni. Hún var saklaus. Staðreyndirnar í Chamberlain- málinu eru svosem nógu sláandi í spennandi kvikmynd. I ágúst árið 1980 fór Lindy ásamt eiginmanni sínum Michael (sem Sam Neill leik- ur í myndinni), sonunum Aidan og Reagan og barninu Azaria í sum- arfrí til Ayers Rock, sem er heims- ins stærsti steindrangur. Fjöl- skyldan setti upp tjaldið sitt á tjald- stæðinu sem yfirfullt var af ferða- löngum en daginn eftir sást til dingóa, hinna villtu áströlsku hunda, í kringum stæðið. Lindy svæfði Aidan og svo Azar- ia í fjölskyldutjaldinu um kvöldið þann dag og skömmu seinna sagð- ist Reagan halda að hann hefði heyrt barnsgrát. Lindy, sem sat á spjalli með eiginmanni sínum og tveimur kunningjum, stóð þá upp að athuga málið, gekk að tjaldinu og hrópaði til þeirra að dingói hefði tekið barnið sitt. Fólkið á tjaldstæðinu fann ekk- ert nema eitthvað sem leit út fyrir að vera hundaför í sandöldunum og þegar leitarflokkar komu næsta dag tók Michael Chamberlain að sér á sinn vingjarnlega hátt að mynda svæðið að beiðni blaða- Leikstjórinn Fred Schepisi. manns, sem hringt hafði frá Adela- ide. Eiginkona hans virtist sumum hafa dregið sig í hlé frá harmleikn- um. Framkoma hjónanna varð tilefni harkalegra athugasemda frá fólki, en hún var í samræmi við trú þeirra og líkskoðari lýsti þau saklaus af dauða Azaria. Hann sagði að dingói hefði drepið barnið en að einhver hefði átt við föt þess; þau hafi fundist brotin saman þótt leit- armenp hefðu rótað í þeim. Þessi athugasemd vakti athygli í lokuðum yfirheyrslum, önnur rannsókn var gerð og hjónunum var gert að mæta fyrir rétti. Dóm- aranum til furðu dæmdi kviðdómur í Darwin hjónin sek. Lindy Cham- berlain var dæmd í fimm ára fang- elsi en sat inni í þrjú og hálft ár. Frelsi sitt átti hún að þakka at- burðum sem voru næstum eins furðúlegir og þeir sem á undan höfðu gengið. Breskur ferðamaður var að klifra Ayers Rock að næturlagi þegar Hin hættulega GLENN CLOSE Glenn Close á ekki svo Irtinn þátt í vinsældum myndarínnar „Hættuleg kynni“ (Fatal Attract- ion) sem Háskólabíó byrjaði að sýna fyrír nokkmm vikum og aug- lýsti sem vinsælustu mynd ársins áður en sýningar hófust. Glenn Close leikur nefnilega hjónadjöf- ulinn Alex Forrest, sem af stór- kostlegrí grímmd sleppir ekki tak- inu af Dan Callagher, manninum sem Irtur hana gimdarauga eitt augnablik, — og hættir ekki fyrr en hún hefur lagt í rúst fjölskyldu- Irf hans. Ósköp saklaus dæmi- saga eftir Adrían Lyne um hættur framhjáhaldsins. Glenn Close er himinlifandi yfir að hafa fengið þetta hlutverk þvi allan sinn leikferil hefur hún þurft að leika fallegar og heldur en ekki yndislegar persónur sem ekkert skortir nema geislabauginn. Man einhver eftir henni í „The World According to Garp“, eða The Big Chill", eða þá „The Natural"? Sennilega ekki margir, engu að síður var hún útnefnd til Óskars- verðlauna fýriröll þessi hlutverk, og tók sín fyrstu frægðarskref í þeim. Þessi ímynd sem skapast hafði kringum hana var henni fjötur um fót. Dæmi: Hún sóttist eftir hlutverki í kúrekamynd Lawrence Kasdans, „Silverado", en Kasdan fórnaði bara höndum og sagðist ekki geta notað engil eins og hana. Það kom því eins og himnasend- ing þetta hlutverk lögfræðingsins í „Jagged Edge", sem í íslenskri þýðingu kallaðist „Skörðótta hnífsblaðið", og Stjörnubíó sýndi við mikla aðsókn á sinum tíma. Glenn vonaði að sú rulla myndi breyta lífi hennar. Sem og hún gerði. Leikstjóran- um Adrian Lyne (frægur fyrir að vera höfundur sápukúlna eins og „Flashdance") fannst Glenn passa í hlutverk hinnar skemmtilega rugl- uðu Alex eftir að hann sá hana í „Skörðótta hnífsblaðinu". „Þetta hlutverk klauf mig bók- staflega í tvennt," segir leikkonan. „Strax og ég fékk hlutverkiö fór ég að hitta nokkra sálfræðinga, og meira að segja sjúklinga þeirra, í þeim tilgangi að fá sem nákvæm- astar upplýsingar um sálsýki. Það heföi verið fáránlegt af mór að leika Fitzpatrick, Harry, Divine og Lake skiptast á vanþóknunarsvipum. John Waters gerir nýtt; venjulega mynd Spjallað við Waters um nýjustu myndina hans og sagtfrá breytingunni sem á honum er orðin frá því hann var meistari subbuskaparins íslandsvinurinn John Waters hefur gert nýja mynd og það merkilega við hana er að hún varpar konungi k...myndanna inní meginstraum bandarfsku kvik- myndanna. Waters er orðinn sláttur og felldur. Eins og draum- ur f dojlu. Waters er ... ehmm, var ... meistari subbuskaparins, við- bjóðsins, almætti ógeðsins. Hann er eini maðurinn í heiminum sem gert hefur mynd með hinni frum- legu „þeftækni". Þá var klórað í lyktarspjald og ódaunninn fyllti vit- in í samræmi viö gjörðir persón- anna í myndinni. Myndin hans „Pink Flamingos" frá 1972 vekur ennþá viðbjóð, 16 árum eftir að hún var gerð. Orðið sem lýsti henni best er ekki notaö í fjölskyldublaði. Þaö eina sem hann átti eftir að gera til aö slá fólk út af laginu var mynd sem ekki var bönnuð innan 18 ára. Já, einmitt. Börn mega sjá hans nýjustu mynd, í fylgd með fullorðnum að vísu. Hún heitir Hársprey (Hairspray) og var frum- sýnd fyrir skemmstu í Bandaríkjun- um. Það er sælleg gamanmynd um feita stúlku sem verður stjarn- an í dansþætti á sjónvarpsstöð í Baltimore árið 1962 þegar feitar stelpur og negrar mega dansa við hliðina á fordómunum sem annars halda þeim utan við skemmtidag- skrár. Það eru fá dæmi um hinn líttgeðslega Waters í nýju mynd- inni nema að aðalstjarnan hans í gegnum subbuleg árin leikur móð- ur feitu stúlkunnar (getiði hver hún er; fyrsti stafurinn er 150 kílóa D). Hér er allt í sómanum. „Mér líkar ekki myndir mínar," sagði Waters nýlega í viðtali við The New York Times. „Enginn sem ég þekki gerir það. Við værum þá öll á geðsjúkrahúsi. Alfred Hitch- cok drap heldur ekki fólk í sturtum. Og Steven Spielberg hreiðrar ekki um sig í fljúgandi furðuhlutum. Ég komst að því að allt það sem vakti áhuga minn gerði fólk taugaveikl- að,“ bætir Waters við, sem eyddi æsku sinni í að búa til bílakirkju- garða úr leikfangabílunum sínum. t Um nýju og 11. myndina segir hann:„Ég sat ekki bara heima og sagði við sjálfan mig: Nú skipti ég yfir! En ég vissi að það var það eina sem fólli í kramið hjá yfir- mönnum kvikmyndafyrirtækja. Það er sama gamansemin og til- finningin í Hárspreyi eins og í „Pink Flamingos". Munurinn er sá að ég hef ekki í mór þessa miklu reiði lengur. Það væri geðveiki að hafa hana ennþá 41 árs gamall. Ég væri hálfviti." Hársprey var gerð í Baltimore eins og allar myndir Waters og endar vel. Hin fallega táninga- prinsessa (Colleen Fitzpatrick) og hinir ríku foreldrar hennar (Sonny Bono og Debbie Harry) tapa fyrir feitu stúlkunni (Ricki Lake) og svertingjakonu (Ruth Brown). New Line Cinema (Martröð á Álm- stræti) dreifir myndinni en fyrir- tækið hefur séð um dreifingu á öllum myndum Waters frá„Pink Flamingos". / Hann prufaði eiturlyf, sérstak- lega marijúana og LSD. „Ég notaði eiturlyf til að hugsa meira. í dag nota krakkar eiturlyf til að hugsa ekki neitt. Það er eins og greindu krakkarnir hafi notað eiturlyf árið 1964. Núna nota þeir heimsku það. Ég upplifði aldrei slæma reynslu af eitrinu þótt sumir vina minna hafi gert það." Heista áhugamál Waters fyrir utan kvikmyndirnar er að fylgjast með bitastæðum rótfarhöldum. „Réttarhöld eru einu leikritin sem mér líkar," segir hann en hann héfur ferðast um Bandríkin þver Waters f atriði í myndinni sinni Hársprey. Waters kemur úr efri-millistétt og var, eins og hann segir,„kennt að vera eins og allir aðrir, kennt að vera eðlilegur. Ég er ekki enn í rónni með verslunarhallir. Þær eru fullar af fólki sem heldur að það sé eölilegt". Hann var aldrei feitur þrátt fyrir ódrepandi áhuga á feitu fólki í myndum sínum. „All- ar myndir mínar eru um fólk sem notar það til framdráttar sem þjóð- félagið segir að só ókostur, og vinnur. Feitt fólk má þola meiri móðganir en nokkur annar minni- hlutahópur." Waters var alinn upp í kaþólskri trú og í Sunnudagaskólanum sat hann og teiknaði auglýsingar um bíómyndir sem hann hafði aldrei heyrt um, eins og Ástin er atvinna mín og Rúmið, þar til nunnunar sögðu honum að hann mundi brenna í helvíti ef hann færi að sjá þær. Þegar hann lítur til baka er hann ekki óánægður með kaþólskt upp- eldi sitt vegna þess, segir hann,„að kynlíf verður alltaf betra af því það veröur alltaf óhreint." Hann hefur sérstaka ánægju af því að setja gagnkynhneigt fólk í hlut- verk samkynhneigðra og öfugt en um sitt eigiö kynlíf forðast hann að tala. „Mér líkar best við kossa." og endilöng til að fylgjast með fjöldamorðingjum fyrir rétti. Það er ómögulegt að segja hversu mik- ið af sjálfum sér Waters hefur skáldað. í bókinni sinni „Shock Value" lýsti hann sér sem búðar- þjófi með fellibyli á heilanum og sagði að herinn hefði hafnaö hon- um eftir að hann lét eins og hann væri kynvilltur alkóhólisti. Hann segir að líf sitt sé mjög venjulegt í dag. Hann hefur verið með sömu íbúðina í Baltimore á leigu í 14 ár.„Baltimore heldur mér heilbrigðum. . . . Þar eru hin raun- verulegu Bandaríki. Þar er fjöl- skylda mín og ég vil hafa heimili að hverfa til." Hugmyndir hans eru þó ennþá óvenjulegar. Hann lagði til eftirfar- andi slagorð í auglýsingaherferð- ina vegna Hárspreys: „Hárið þeirra var fullkomið en heimurinn var í rusli." Það var ekki notað. Vegna þess að Hársprey er ekki eins hættuleg og aðrar myndir hans hefur Waters fengið tilboð um að leikstýra myndum eftir handritum annarra. „Ef ég ætti að fara að leikstýra eftir handritum annars fólks gæti ég alveg eins fengið vinnu í fyrirtækinu hans pabba," segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.