Morgunblaðið - 31.03.1988, Síða 4

Morgunblaðið - 31.03.1988, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 Morgunblaðið/Júlíus Tvær akreinar notaðar fyrir vinstri beygju, þar sem aðeins er heimilt að nota eina. Ökumenn brotlegir í beygju Besta hafbeitarsvæðið á vestanverðu landinu Sveiflur í laxveiðum vegna umhverfisaðstæðna minnstar þar, samkvæmt útreikningum Guðna Guðbergssonar fiskifræðings SVEIFLUR í laxveiði vegna umhverfisaðstæðna eru minnstar á vest- anverðu landinu en mestar á norðausturlandi. Bendir það til þess að öruggast sé að stunda hafbeit á vestanverðu landinu, en óörugg- ast á norðausturlandi. Guðni Guðbergsson fiskifræðingur hjá Veiði- málastofnun hefur reiknað út breytileikastuðul landshlutanna sam- kvæmt laxveiði i ám á viðkomandi svæði á árunum 1974—86 vegna erindis sem hann flytur á ráðstefnu um hafbeit sem haldin verður á Hótel Loftleiðum dagana 7.-9. apríl næstkomandi. Því þyrfti að finna leiðir til að nýta meira af þeim hér innanlands. Hann sagði að þar væri hafbeitin álitleg því hún væri ódýrust af þeim leiðum sem til greina kæmu. Sem dæmi um þetta nefndi hann að það kost- aði 600 milljónir að setja 10 milljón seiði í hafbeit en rekstrarkostnaður ÖKUMENN virðast oft ekki geta sætt sig við settar reglur og freistast til að bijóta þær. Þannig virðist mörgum öku- manni farið, sem ekur yfir gat- namót Grensásvegar og Miklu- brautar. Þegar ekið er suður Grensásveg og beygt til vinstri inn á Miklu- braut eiga ökumenn að aka eftir þeirri akrein, sem iengst er til vinstri á Grensásvegi. í nýjum umferðarlögum, 15. grein. er ein- mitt kveðið á um þetta. Þar segir að ökumaður, sem nálgast vega- mót á akbraut með tvær eða fleiri akreinar I akstursstefnu sína, skuli í tæka tíð færa ökutæki sitt á þá akrein, sem lengst er til vinstri, ef hann ætlar að beygja til vinstri, eða lengst til hægri ef hann ætlar að beygja til hægri. Eins og meðfylgjandi mjmd sýnir, hafa ökumenn tekið upp hjá sjálfum sér að breyta þessu og nota tvær akreinar fýrir vinstri beygju. Þetta er hins vegar ekki leyfilegt og fyrir skömmu var lög- reglan á ferli við gatnamótin og sektaði þá sem svo brutu af sér. Er það von lögreglunnar að öku- menn láti af þessum ósið sínum. Eftir því sem breytileikastuðuil- inn fer hækkandi er óstöðugleiki umhvefisaðstæðna meiri og því meiri líkur á afföllum og lélegri endurheimtum í hafbeit. Breyti- leikastuðullinn er lægstur á vestan- verðu Iandinu, 19,2%. Þá kemur norðvesturland með 28,6% og sunn- anvert landið með 31,3%. Mikill munur er á þessum svæðum og þeim sem koma lakast út, en það eru Vestfírðir (frá Homi að Bjarg- töngum) með 44,3%, miðhluti Norð- urlands með 46,8% og norðaustur- land með 54,1%. Allar helstu hafbeitarstöðvar landsins eru við Faxaflóa og Breiða- VEÐUR v ÍDAGkl. 12.00: V Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR í DAG, 31.3.88 VFIRLIT f gær: Lægð fyrir austan land en s(ðan fer hæðarhryggur á leið austur um landiö en lægð að brýna klærnar ó vestanveröu Grænlandshafi. SPÁ: f dag veröur norðaustlæg átt með éljum norðanlands, slydda með austurströndinni en rigning eða skúrir með suðurströndinni. Frostlaust við suðurströndina en 2—6 stiga frost norðanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAQINN LANGA: Hvöss norðaustanátt og frost um allt land, víðast 2—6 stig. Él norðanlands en bjart veður syðra.,_ HORFUR Á LAUQARDAG: Fremur hæg breytileg átt, þurrt og víða bjart veöur á landinu. Hiti um og undir frostmarki. 1 g HHastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El ~ Þoka = Þokumóða » , ’ Súld OO Mistur -J- Skafrenningur Þiumuveður TAKN: Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / » Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma # # # w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tíma hlti veöur Akureyri +2 alskýjað Reykjavík +1 léttskýjað Bergen 7 skýjað Helsinki 2 skýjað Jan Mayen +1 snjókoma Kaupmannah. 8 þokumóða Narssarssuaq 0 snjóél Nuuk +6 skafrenningur Oaló 2 slydda Stokkhólmur 2 slydda Þór8hðfn 6 skýjaö Algarve 17 láttskýjað Amsterdam 9 skúr Aþena vantar Barcelona 14 skýjað Berlín 12 skýjað Chicago 0 heiðsklrt Feneyjar 10 rigning Frankfurt 11 skýjað Glasgow 8 skýjað Hamborg 11 skýjað Laa Palmas vantar London 8 skýjað Los Angeles 14 heiðskírt Lúxemborg 8 skýjað Madríd 12 léttskýjað Malaga 18 heiðsklrt MaHorca 14 sk^að Montreal 3 alskýjað New York 6 heiðsklrt Parls 6 rigning Róm 14 rigning Vín 13 skýjað Washington vantar Winnipeg vantar Valencia vantar flörð og eru því á besta hafbeitar- svæðinu. Á öðrum svæðum hafa verið gerðar tilraunir með hafbeit, með misjöfnum árangri, og bendir þessi niðurstaða Guðna Guðbergs- sonar til að á þeim svæðum verði meiri sveiflur í endurheimtum en á vestanverðu landinu. Veiðimálastofnun boðar til haf- beitarráðstefnunnar, í samvinnu við Landssamband fiskeldis- og haf- beitarstöðva og stjómendur haf- beitarstöðvanna. Þar verður fjallað um alla helstu þætti hafbeitar. Valdimar Gunnarsson sjávarút- vegsfræðingur í fiskeldisdeild Veiðimálastofnunar segir að fram- leiðsla íslensku seiðastöðvanna sé áætluð 15—20 milljónir seiða á ári en ekki markaður fyrir nema lítinn hluta þeirra innanlands. Þau lönd sem við seldum seiði til stefndu að því að loka fyrir allan innflutning. við áframeldi sama fjölda seiða væri 4,5 milljarðar. Stofnkostnað- urinn væri einnig gífurlegur í áframeldinu en óverulegur í haf- beitinni. Friðrik Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Landssambands haf- beitar- og fiskeldisstöðva sagði að jákvætt væri að boða til þessarar ráðstefnu til að menn gætu betur áttað sig á hversu góður kostur hafbeitin í raun væri til eldis á laxi. „Okkar aðstæður eru ótvírætt mjög góðar miðað við önnur lönd, og má þar nefna möguleika á framleiðslu ódýrra seiða og bann við laxveiðum f sjó,“ sagði Friðrik. Hann sagði að á ráðstefnunni miðluðu opinberar stofnanir þekkingu til fískeldis- manna og þar skýrðu líka stjórn- endur helstu stöðvanna öðmm frá reynslu sinni og hlyti það að vera gagnlegt fyrir alla. Torfusamtökin: Neðanjarðargöng milli Sætúns og Hringbrautar STJÓRN Torfusamtakana hefur sent frá sér ályktiin vegna auk- ínnar bílaumferðar um gamla miðbæinn. Er því beint til borg- aryfirvalda i Reykjavík að þau veiti aukið fjármagn til að ráða fram úr vandanum og spurt hvort ekki sé timabært að tengja Sætún við Hringbraut með neð- anjarðargöngum undir Kal- kofnsveg, Lækjargötu, Fríkirkjuveg og Sóleyjargötu. í frétt frá samtökunum segir að veruleg hætta sé á að bílaumferðin kaffæri smám saman byggðina í gamla miðbænum þannig að hún verði sundurslitin af þungum um- ferðaræðum með tilheyrandi meng- un og óhrjálegum stórum bflastæð- um. Bent er á að víða erlendis í bæjarfélögum sambærilegum Reykjavík hafi umferðarvandamál verið leyst með jarðgöngum til að bjarga menningarverðmætum. Til dæmis hyggjast Þórshafnarbúar í Færeyjum ráðast í að gera jarðgöng undir höfnina, meðal annars til að Tinganes, gamla aðsetur stjómsýsl- unar í Færeyjum, fái haldið svip sínum. Þá er bent á Montpellier í Suður-Frakklandi, þar sem allri bif- reiðaumferð hefur verið komið fyrir neðanjarðar til að forða gamla mið- bænum frá eyðileggingu. Þá segpr enn fremur: „Mikil um- ræða hefur að undanfömu farið fram um fyrirhugað ráðhús við Tjömina. Stjórn Torfusamtakana hefur áhyggjur af aukinni umferð við Tjörnina sem leiða mun af bygg- ingu þess og fleiri stórhýsum á sömu sióðum. Bygging nýs þinghús við Kirkjustræti telur stjómin al- gjörlega misráðið á þeim stað enda mun hún stuðla að „dauða" mið- bæjarins og koma í stað gamalla og virðulegra húsa (einkum Kirkju- strætis 8 og 10) sem frekar ber að sýna sóma og gera upp enda eru þau ómissandi þáttur í sögu Kvosar- innar og menningaverðmæti sem ekki má skemma. Borgaryfirvöld ættu að vera virkari í því að hafa frumkvæði að því að gera upp göm- ul hús á réttan hátt og leiðbeina og aðstoða borgarbúum við hið sama.“ Sönglistahátíð Pólýfónkór sins Nærri uppselt á fyrri tónleikana Undirbúningur stendur nú sem hæst að Sönglistahátfð Pólýfón- kórsins og Sinfónfuhljómsveitar íslands sem fram fer í Há- skólabíói dagana 9. og 10. aprfl í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því að Pólýfónkórinn kom fyrst fram á opinberum tónleikum. Er efnisskráin f senn vönduð og skemmtileg og auðséð að hljómleik- arnir velqa mikla athygli. Nú er nærri uppselt á fyrri tónleikana 9. apríl. Þeir verða aðeins haldnir tvisv- ar og verða endurteknir sunnudaginn 10. apríl sfðdegis. Hópar tónlistarunnenda munu einnig fjölmenna utan af landsbyggð- inni, sums staðar fyrir milligöngu tónlistarfélaganna. Fólk utan af landi streymir f helgarferðir til Reykjavík- ur um þessar muridir, þar sem boðið er upp á lækkað flugfar, ódyra gist- ingu á hótelum borgarinnar, kvöld- verð og leikhúsmiða. Ferðaskrifstofan Útsýn og Flug- leiðir . bjóða slíka helgarferð til Reykjavíkur helgina eftir páska, þar sem aðgöngumiði á Sönglistahátfð Pólýfónkórsins er innifalinn. Einnig er tekið við miðapöntunum á skrif- stofu Sinfóníuhljómsveitar íslands í Gimli, Lækjargötu. (Fréttatilkynning) Sjá bls. 12 og 18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.