Morgunblaðið - 31.03.1988, Page 11

Morgunblaðið - 31.03.1988, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 fil Festi í Grindavík. Morgunblaðið/Júlíus Vordagar Bókasafns Grindavíkur; Fastur menningarviðburð- ur yfir páskadagana Gríndavik. VORDAGAR Bókasafns Grinda- víkur eru orðnir að föstum árleg- um menningarviðburði yfir páskadagana í Grindavík þar sem boðið er upp á málverkasýn- ingu, Ijóðaupplestur og söng í Félagsheimilinu Festi. Vordagar hefjast að þessu sinni fimmtudaginn 31. mars, skírdag, með málverkasýningu Sigríðar Rós- inkransdóttur, en hún hefur stund- að myndlistamám í Baðstofunni í Keflavík síðan 1974, lengst af und- ir haldleiðslu Eiríks Smith. Þetta er önnur einkasýning hennar en áður hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum í Keflavík, Sandgerði og í Hjörring í Danmörku. Sigríður sýnir bæði vatnslitamyndir og olíu- málverk en efniviðinn sækir^hún aðallega til Suðumesja. Sýningin, sem er sölusýning, verður opnuð klukkan 17.00 á skírdag og verður síðan opin frá kl. 14.00 til 22.00 fram á páskadag, 3. apríl. Annar gestur Vordaganna verður Bergþóra Ámadóttir vísnasöng- kona sem mun troða upp með söng og eigið undirspil laugardaginn 2. apríl fyrir páska klukkan 15.00. Bergþóru er óþarfi að kynna því hún er vel þekkt af hljómplötum, tónleikum og sjónvarpsþáttum sem hún hefir komið fram í. Á Vordögum í Grindavík hefur verið boðið upp á upplestur skálds á eigin verkum. Að þessu sinni mun ung stúlka, Birgitta Jónsdóttir, lesa úr eigin ljóðum. Birgitta hefur vak- ið athygli á samkomum undanfarið þar sem hún hefur lesið ljóð sín. Ljóð eftir hana hafa meðal annars birst í Lesbók Morgunblaðsins. Þess má geta að Birgitta er dóttir Berg- þóm Ámadóttur og mun hún koma fram með móður sinni á laugardeg- inum. Að vanda verður boðið upp á kaffi og veitingar á Vordögum Bókasafns Grindavíkur. Kr.Ben. Jens Krist- leifsson sýn- ir á Kjarv- alsstöðum MÁLVERKASÝNING með verk- um Jens Kristleifssonar verður opnuð á vesturgangi Kjarvals- staða laugardaginn 2. apríl næst- komandi. Jens Kristleifsson er fæddur í Reykjavík árið 1940. Hann lauk námi frá Myndlista- og handíðaskó- lanum 1961 og var á Listaháskólan- um í Kaupmannahöfn veturinn 1966-’67. Jens sýndi í fyrsta sinn opinberlega með öðmm á „Vorsýn- ingunni á Charlottenborg" að lok- inni námsdvöl ytra. Síðan hefur hann haldið fjölmargar sýningar, einkum á dúkristum. A þessari sýn- ingu em landslagsmálverk. Sýningu Jens Kristleifssonar lýkur 17. apríl. ■ e .Góðar. e íermmgargiafir í UÓSI LÍÐANDI STUNDAR — saga Pólýfónkórsins í 30 ár. Messias eflir Hándel á geisladiskum og plötum í flutningi Pólýfónkórsins. Fæst í hljómplötuverslunum. PÓLÝFÓNKÓRINN Jens Kristleifsson Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Sunnubraut - sjávarlóð Til sölu er einbhús á sjávarlóð við Sunnubraut í Kópa- vogi. Húsið er á einni hæð um 230 fm auk bílsk. og 36 fm kjallara. Mjög vandlega endurn. Einkasala. Opið á þriðjudag. Einar Sigurðsson hrl. Laugavegi 66, sími 16767.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.