Morgunblaðið - 31.03.1988, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 31.03.1988, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988' Rœtt við Helle Ryslinge um fyrstu mynd sína, „Flamerede hjerter“ Hjúkrunarkonan Henrletta dansar afmælisdans fyrir vinkonu sina og gesti hennar. Helle Ryslinge ásamt Jóni Ragnarssyni í Regnboganum. Morgunblaðið/ S verrir MÉR FINNST GAMAN AÐ GERA KVIKMYNDIR OG LANGAR AÐ HALDA ÞVÍ ÁFRAM Ole bróðir kemur Henriettu til huggunar eftir að á ýmsu hefur gengið í sambandi hennar við nýjasta elskhugann, Lowe lækni. REGNBOGINN frumsýndi á laugardag- kvikmyndina „Flamerede hjerter“- Brennandi hjörtu, eftir danska k vikmy ndaleikstj órann Helle Ryslinge. Kvikmyndin var gerð árið 1986 oghefur verið sýnd á Norðurlöndum og víðar í Evrópu við góðar undirtektir. I heimalandi sínu hlaut hún einróma lof gagnrýnenda og hefur víða hlotið viðurkenningar, nú síðast á norrænu kvikmyndahátíðinni í Rúðuborg í Frakklandi. Helle Ryslinge var viðstödd frumsýningu myndarinnar í Regnboganum og féllst á að spjalla við blaðamann að henni lokinni. Myndin „Brennandi hjðrtu" sem í raun réttri skyldi nefna „Eldborin hjörtu", flallar á gam- ansaman hátt um hjúkrunarkon- una Henríettu, sem einnig er köli- uð Henry, og samskipti hennar við mennina 7 í lífi hennar. Gamla kærastann sem birtist á ný; sam- býlismanninn og hommann Bent; bróðurinn Ole; sjúklinginn dauð- vona, Holm; nýju ástina, Henrik Lowe lækni; varaskeifuna Bogh, sem hún þarf að losna við og próf- essor Woodroof, sem kemur henni til bjargar þegar allt virðist von- laust. A yfirborðinu er Henríetta sjálfsörugg og veitir vinum í nauð góð ráð. En undir niðri er hún ráðvillt og er ómögulegt að gefa til kynna hvað hana vanhagar um. Hún er hreint ekki fús til þess að viðurkenna að æðsti draumur- inn sé að hitta þann eina rétta, giftast honum og eignast böm. „Henríetta lendir í sífelldum vand- ræðum vegna þess að framkoma hennar kallar á misskilning. Hún hreint og beint biður um vand- ræði. Ég veit ekki þvort einhver lausn er til á vanda sem hennar. Líklega er þó hægt að læra að komast hjá j)ví að ana svona í vandræðin. Eg hef lært, en fyrir 10 árum hefði ég líklega hagað mér eins og hún,“ segir Helle Ryslinge um aðalsöguhetju mynd- arinnar. „Draumur Henriettu um að gifta sig og eignast böm táknar þörf hennar fyrir að lifa rólegu lífi. Myndin flallar um það að sá sem vill ekki þegar hann fær, hann fær ekki þegar hann vill. Annars er hlutverk Henríettu ekk- ert aðalhlutverk. Ég tel öll hlut- verkin jafnþýðingarmikil.“ Dálitlar ýkjur eru minnstíll „Mér fannst verulega gaman að gera fyrstu myndina mína. Ég hef leikið á sviði í tuttugu ár og hef einnig leikið í einum 7 mynd- um. í upphafi ætlaði ég að fara með hlutverk Henríettu en hætti við og fann leikkonu í minn stað. Ég hugsaði sem svo að það væri best að leikstýra myndinni sjálf svo hún yrði eins og ég vildi hafa hana. Og áður en ég vissi af, sat ég hinum megin við vélamar og átti að taka allar ákvarðanimar sjálf." Varð myndin eins og þú vildir? „Já, nærri því. Ég hefði aldrei orðið ánægð ef einhver annar hefði leikstýrt henni. „Eldborin hjörtu" er dálítið ýkt mynd. Ég dreg fram ákveðna hluti í fari fólks og það finnst sumum vera ýkjur. En þetta er minn stíll." Af hveiju „Eldborin hjörtu"? „Eitthvað varð myndin að heita og mér fannst þessi titill hæfa henni ágætlega. Mér finnst alltof margar myndir svo venjulegar og ég vildi ekki kalla myndina ófrum- legu og leiðinlegu nafni eins og til dæmis „Brennandi hjörtu". Núna er ég að vinna að annari mynd sem fjallar um mann sem lýgur sifellt. Og allt gengur hon- um í haginn þó allir vinimir yfir- gefi hann. Hann lýgur vegna þess að hann er ekki nógu ömggur með sig og vill að öðmm þyki mikið til hans koma. En lygamar hafa þveröfug áhrif, engum er vel við hann. Hann lætur ekki af lyg- unum því enginn bendir honum á hvaða áhrif þær hafa. Við emm nefnilega öll svo kurteis og vin- gjamleg." Leikur þú í eigin myndum? „Já, ég kom fram í einu örstuttu atriði í „Eldbomum hjörtum" þar sem ég sargaði á gömlu fiðluna mína í neðanjarðargöngum. Ég leik einnig í myndinni sem ég er að gera núna. Sakna leiksins »Ég er ekki menntuð til eins eða neins sem viðkemur starfi mínu,“ segir Helle þegar hún er beðin um að segja aðéins frá sjálfri sér. „Vinnan hefur kennt mér það sem ég kann. Ég starf- aði í Qölda ára með svokölluðum neðanjarðarleikhópum og hef sárasjaldan stigið á svið í stóm leikhúsunum af þeirri einföldu ástæðu að ég vil það ekki. í leik- hópunum unnum við allt sjálf, leiktjöld, búninga en umsvifin vom orðin svo mikil að ég hætti og stofnaði tveggja manna leik- hóp ásamt Anne Marie Helger. Leikhópurinn varð mjög vinsæll og við ferðuðumst um alla Dan- mörku með sýningar. Síðar hóf ég að leika í kvikmyndum og samdi einnig tónlistina við nokkr- ar þeirra. Eg hef ekki haft tíma til að leika síðan ég byijaði að gera mínar eigin myndir og ég er farin að sakna þess. En mér fínnst gaman að gera myndir og mig langar til að halda því áfram svo að ég veit ekki hvenær ég kemst á svið aftur.“ Ertu orðin fræg? „í Danmörku, já. Það er að mestu leyti vegna myndarinnar en ég var nokkuð þekkt áður en ég gerði hana. Frægðin er einkennileg, ég hef oft spurt mig til hvers hún sé eig- inlega? Henni fylgja kostir og gallar sem vega álíka þungt. Frægðin er hvorki góð né slæm, hún er bara öðruvísi. Leiðast oft óanskar myndir Mér hefur alltaf þótt gaman að horfa á kvikmyndir en ég get ekki bent á neinn sérstakan flokk mynda sem ég sé hrifnust af. Ég get nefnt spænskar myndir, myndir eftir Fassbinder, Hitch- cock og Bergmann, amerískar B-myndir og nýjar franskar myndir, t.d. Betty Blue. Það þó ein tegund mynda sem mér leiðist og það eru myndir sem hafa enga þýðingu. Þær ögra ekki og eru óspennandi. Mínar myndir eru alls ekki dæmigerðar fyrir danska kvikmyndagerð. Þær eru mann- Iegar, §alla um raunverulegt fólk og sýna lífið eins og það horfir við mér, svolítið fyndið og svoiítið ýkt. Danskar myndir eru oft leið- inlegar þó það sé auðvitað ekki einhlítt og góðar myndir slæðist með.“ Hefur þú séð fslenskar myndir? „Ég hef séð einar tvær mjmdir og mér fannst þær hræðilegar. Önnur var gamanmynd og átti að vera óskaplega fyndin. En hún var yfirkeyrð og alls ekki skemmtileg. Hina skildi ég aldrei, ég kom inn í miðja mynd og var alltaf að reyna að sjá eitthvað samhengi. En á tjaldinu birtist atriði eftir atriði, sem ég hafði enga áhægju af að horfa á. Ég sat og reyndi að vera jákvæð. En síðan varð ég bara óskaplega pirr- uð yfir því að skilja ekki. Þar með er ekki sagt að allar Sslenskar myndir séu slæmar," segir hin 44 ára gamla Helle Ryslinge að lok- um og lýsir fullum áhuga á að sjá fleiri myndir héðan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.