Morgunblaðið - 31.03.1988, Síða 29

Morgunblaðið - 31.03.1988, Síða 29
yfirtöku og reksturs útibúa á Bíldudal, Tálknafirði og í Örlygs- höfn, en rekstur þessara útibúa skilaði eingöngu tapi að sögn þeirra. Þá segja þau að bygging verslunar- húss á Krossholtum á Barðaströnd og í Örlygshöfn í Rauðasandshreppi hafi verið dýrar og tap á rekstri þeirra. I þessu sambandi má geta um sölu KVB á sláturhúsinu til Mat- vælavinnslunnar hf., sem var í eigu kaupfélagsins, Hraðfrystihúss Pat- reksfjarðar hf., forsvarsmanna þessara fyrirtækja og nokkurra annarra einstakíinga. Matvæla- vinnslan greiddi sláturhúsið með yfirtöku skulda og skuldabréfi að fjárhæð um 12 milljónir kr. Mat- vælavinnslan greiddi aldrei af þessu skuldabréfi og eftir að sláturhúsið var selt á nauðungaruppboði ákvað stjóm kaupfélagsins að afskrifa þessa eign sína þar sem hún var talin glötuð. Hlutafé kaupfélagsins í Matvælavinnslunni er einnig talið glatað, enda á Matvælavinnslan hf. litlar eða engar eignir en skuldar verulegar fjárhæðir. Forsvarsmenn Matvælavinnslunnar hf. hafa óskað eftir að hlutafélagið verði tekið til gjalþrotameðferðar en úrskurður um gjaldþrotaskipti hefur ekki verið kveðinn upp. Til viðbótar skýringum forsvars- manna fyrirtækisins segir bústjór- inn: „Því má svo bæta við, að stjórn hins gjaldþrota félags eða a.m.k. stjórn á hinum daglega rekstri þess, virðist hafa verið í miklum ólestri. Kaupfélagsstjóri var jafnframt framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Patreksfjarðar hf., sem er stærsta atvinnufýrirtækið á Patreksfirði með um 80 starfsmenn. Það hluta- félag hefur átt í verulegum fjár- hagsörðugleikum þannig að ætla má að kraftar stjórnanda þess og framkvæmdastjóra hafi verið búndnar við úrlausn þeirra vanda- mála. Fyrrverandi kaupfélagsstjóri upplýsti í skýrslu sinni fyrir skipta- rétti að hann hefði ekki getað sinnt ■tarfi sínu sem kaupfélagsstjóri neð fullnægjandi hætti og að rekst- ir verslana félagsins hafí ekki ver- 5 eins markviss og skyldi fyrir þær akir.“ Bústjórinn tekur þó fram að ekki é ástæða til að ætla að refsiverð áttsemi hafi verið viðhöfð í tengsl- ,m við rekstur hins gjaldþrota fé- igs. Þó bendir hann á að vanskil . iðgjöldum starfsmanna til lífeyris- jóða og opinber gjöld, sem dregin löfðu verið af starfsfólki en var ■kki búið að skila til innheimtu- nanna. Telur hann að þetta. geti >akað fyrirsvarsmönnum kaupfé- agsins refsingu. Nokkur riftunarmál höfðuð áhendur SÍS ^ Að tillögu bústjóra samþykkti ikiptafundurinn að rifta ýmsum •áðstöfunum eigna á síðustu miss- •rum fyrir gjaldþrot. Mun hann íöfða sérstök riftunarmál vegna >eirra. Stærstu málin eru vegna eðsetningar og sölu eigna til SÍS árinu 1986, sem að því er virðist nefur verið gert í þeim tilgangi að minnka skuld kaupfélagsins við SÍS og tryggja sem mest af eftirstöðv- unum. Þau eru: Veðsetning á all- mörgfum fasteignum til tryggingar á eldri skuldum SÍS. Veðsetningar hlutabréfa í Hraðfrystihúsi Patreks- fjarðar hf. Veðsetning hlutabréfa í Loga hf. Sala hlutabréfa í Fisk- vinnslunni á Bfldudal hf., en kaup- verð þeirra var greitt með lækkun viðskiptaskuldar við SÍS. Og sala á hlutabréfum í Hraðfrystihúsi Pat- reksfjarðar hf., en kaupverðið var greitt með lækkun viðskiptaskulda að íjárhæð 15 milljónir kr. Viðar Már Matthíasson hrl., sem skipaður hafði verið bústjóri til bráðabirgða, var á fyrsta skipta- fundi kosinn skiptastjóri. Næsti skiptafundur hefur verið boðaður á Patreksfirði 7. apríl. Þá verður gengpð endanlega frá kröfulýsinga- skrá og úrskurðað í ýmsum ágrein- ingsefnum. - HBj. L 8861 SHAM .18 HUOAaUTMMI'i .aiGAJHHUOHOM 8S MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 29 Páskavaka í Laugarneskirkju PÁSKAVAKA verður haldin í Laugarneskirkju laugardaginn 2. apríl. Þessi guðsþjónusta á sér langa hefð að baki í kaþólsku kirkjunni og hefur einnig á seinni árum rutt sér til rúms meðal mótmælenda. Á fyrstu öldum kristninnar vöktu menn alla páskanóttina við lestur og bænagjörð, en þeir hlutir eru enn miðlægir í páskavökunni í dag. Lesnir eru textar bæði úr Nýja og Gamla testamentinu og tengjast þeir hinum fyrstu páskum, er ísr- aelsmenn voru leiddir úr Egypta- landi gegnum Rauðahafíð, en í kirkjulegri hefð er sá atburður tákn- mynd um skírnina. Skírnarinnar er einmitt minnst á sérstakan hátt í páskavökunni með endumýjun skírnarheitanna. Á þessari páskavöku gefst okkur tækifæri til að sýna samstöðu með kristnum mönnum víða um heim, sem á sama hátt á sama tíma minn- ast upprisu Krists á lifandi og tákn- rænan hátt með því að þiggja ljós af páskaljósinu og sýna þannig hvemig ljós upprisunnar hefur breiðst út. Páskavakan hefst kl. 23.00 á laugardag og er hún í umsjón áhugahóps um klassíska messu, tíðagjörð og kyrrðardaga í sam- vinnu við Laugamessöfnuð. Við guðsþjónustuna þjóna sr. Hjalti Hugason og sr. Guðmundur Guð- mundsson sem jafnframt prédikar. (Fréttatilkynning) PARÍS lxíviku 5 FLUGLEIDIR é -fyrirþig- PÁSKAR Á TOMMASTÖÐUNUM! HAMBORGARI OG FRANSKAR Á 219.- KR. Viö höfum opiö skírdag 31. mars, laugardaginn 2. apríl og annan í páskum 4. apríl. TOMMA HAMBORGARAR BESTI BITINN f BÆNUM Grensásvegi 7 • Hólmaseli 4 • Lækjartorgi • Laugavegi 26 • Reykjavikurvegi 68.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.