Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 31 Morgunblaðið/Christine Langensiepen Mótettukór Hallgrímskirkju á tónleikum. Mótettukór Hallgrímskirkju: Oratóría Þorkels Sigur- björnssonar frumflutt ÓRATÓRÍAN „Upprisan“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson verður frumflutt laugardagskvöldið fyr- ir páska, þann 2. apríl nk. kl. 21. Verkið var skrifað fyrir Mótettu- kór Hallgrímskirkju að tilhlutan Listvinafélags Hallgrímskirkju vegna vígslu kirkjunnar fyrir hálfu öðru ári. Það byggir á frá- sögnum allra guðspjallanna af upprisunni. Textinn er ýmist sunginn eða lesinn með undirleik hljóðfæra, en hljómsveitin samanstendur af strengjum, trompetum, slagverki og orgeli. Einsöngvarar eru úr röð- um kórsins, í stærsta hlutverkinu er Rósa Kristín Baldursdóttir sópr- an, en' hún syngur m.a. hlutverk Maríu Magdalenu. Páskafrásögnin er römmuð inn í útsetningar á páskasekvensíunni „Páskalamb vér heilagt höfum" úr Grallara Guðbrandar Þorlákssonar frá 1589, en þeir þættir munu að þessu sinni einnig hljóma í guðs- þjónustunum á páskadagsmorgun kl. 8 og 11. Framlag Mótettukórs og List- vinafélags Hallgrímskirkju til nýrr- ar íslenskrar kirkjutónlistar um bænadagana á þessu ári er mikið. Á föstudaginn langa verður flutt í útvarpi og sjónvarpi fyrsta íslenska passían, „Hallgrímspassía“ Atla Heimis Sveinssonar og á laugar- dagskvöldið er frumflutningur á fyrstu páskaóratóríunni „Upprisu" Þorkels Sigurbjörnssonar. Þorkell hefur áður skrifað fyrir Mótettukór Hallgrímskirkju og er skemmst að minnast útsetninga, sem hann gerði á sálmum Hallgríms, sem sungnir voru við vígslu Hallgrímskirkju, en þá tónlist gaf hann kirkjunni í vígslugjöf. Aðgangur að flutningi „Uppris- unnar“ á laugardagskvöld er ókeyp- is og öllum heimill, en verkið teur um eina klukkustund í flutningi. (Fréttatilkynning) Lions Quest: Undirritaður samning’- ur um kennsluefni Hvannatúni í Andakíl. Á sameiginlegum fundi fjög- urra Lionsklúbba í Borgarnesi undirritaði fjölumdæmisstjóri Lions á Islandi samning um kennsluefni, kennslutilhögun og útgáfuréttindi Lions Quest á ís- landi. Fjórir Lionsklúbbar á Vesturlandi efndu til sameiginlegs fundar þriðjudaginn 22. mars um málefni Lions Quest á fslandi, kennsluefnis til fíkniefnavarna. Fjölumdæmis- stjóri Lions, Ingi Ingimundarson, er félagi í Lionsklúbbi Borgarness og undirritaði hann á fundinum fjórhliða samning við Alþjóðahreyf- ingu Lions, Quest International, menntamálaráðuneytið og Lions á íslandi. Þessi samningur tryggir öll rétt- indi hér á landi til næstu 5 ára um útgáfu og notkun Lions Quest kennsluefnisins. Námsefnið er til notkunar í grunnskólum og hefur hlotið heitið Að ná tökum á tilver- unni. Lionshreyfmgin leggur til öll réttindi, kostar þýðingu á nemenda- lesbók, nemendahandbók og kenn- arahandbók. Frummælendur á fundinum voru Arthur Farestveit, formaður fíkni- efnavamanefndar Lions, og Aldís Ingvadóttir, námsstjóri vímuefna- vama í menntamálaráðuneytinu. Gerðu þau góð skil umfangsmiklu undirbúningsstarfi þessara aðila, reynslu sem fengist hefur og hvað framundan er. í erindum þeirra og umræðum komu fram óhugnanleg- ar lýsingar á áhrifum fíkniefna en einnig dæmi, þar sem nemandi hafði tekið áberandi breytingum til hins betra eftir nokkra tíma í til- raunakennslu námsefnisins. Af hálfu Lions Quest er þess krafist að kennarar sæki sérstakt námskeið um námsefnið. Það fyrsta var haldið í nóvember sl. og það næsta er fyrirhugað næsta sumar. - D.J. Hallgrímskirkja: Allir Passíu- sálmamir lesn- ir upp á f östu- daginn langa ALLIR Passíusálmarnir 50 verða lesnir upp í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa og hefst lest- urinn klukkan 13.30. Sálmarnir hafa að öllum líkindum ekki ver- ið lesnir upp í einu lagi áður, að sögn séra Ragnars Fjalars Lárus- sonar. Eyvindur Erlendsson, leikari, les Passíusálmana upp og Hörður Áskelsson, organisti Hallgríms- kirkju, leikur á orgel kirkjunnar á milli sálmanna. Kirkjugestir geta komið og farið að vild meðan á upplestrinum stendur en hann tekur 4 til 6 klukkustundir, að sögn séra Ragnars Fjalars. Astandið fyrir botni Miðjarðarhafs: Ihlutun utanaðkomandi ríkja leysir engan vanda - segir dr. David A. Lewis DR. David A. Lewis er bandarískur fræðimaður, sem staddur er hér á landi í boði Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu. Hann er einkum kunnur fyrir þekkingu sína á málefnum Mið-Austur- landa, og er einn af forystumönuum bandariskra samtaka, sem vinna að auknum skilningi milli gyðinga og kristinna manna. Hann á að baki yfir fjörutíu ferðir til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs og hefur meðal annars verið ráðgjafi utanríkis- málanefndar Bandaríkjaþings um friðarsamninga í Mið-Aust- urlöndum. Morgunblaðið hafði tal af dr. Lewis og fékk hann til þess að lýsa skoðunum sínum á ástandi mála fyrir botni Miðjarðarhafs óg átökum Palestínuaraba og ísraelsmanna. „Heimildarmenn mínir, bæði meðal Palestínuaraba og íraels- manna, segja mér að viðræður hafí verið hafnar bak við tjöldin milli stjórnar Shamirs í Ísraels og manna Husseins Jórdaníukon- ungs,“ sagði Lewis. „Um skeið voru menn afar vongóðir um að friðarsamkomulag væri að nást milli ríkjanna og að Palestínu- menn myndu njóta góðs af samn- ingupum. Þessi von brast hins vegar er óeirðir hófust á Gaza- svæðinu og á Vesturbakka Jórd- anár. í þessu sambandi er auð- velt að setja fram samsæriskenn- ingu um að Frelsissamtök Pal- estínu, PLO, hafi komið óeirðun- um af stað, vegna þess að þau hafi talið væntanlegt friðarsam- komulag ógna stöðu sinni; hefðu Israel og Jórdanía samið um framtíð Palestínuaraba, hefði PLO þar engu hlutverki haft að gegna," sagði Lewis. Lewis sagði að staðreyndimar töluðu þó öðru máli, óeirðirnar hefðu hafist fyrir slysni er ísra- elskur herjeppi skaut á farartæki araba, og nokkrir menn féllu. „Þótt ótrúlegt megi virðast, var þetta atvik upphafið að öllum lát- unum, og nú hafa bæði PLO og öfgamenn í ísrael nýtt ástandið í pólitískum tilgangi, sér til fram- dráttar,“ sagði Lewis. „Ástandið er sannarlega engum í hag, hvorki ísraelsmönnum né pa- lestínsku þjóðinni, og á því verður að finnast lausn sem allra fyrst.“ Alþjóðleg ráðstefna ekki lausnin Dr. Lewis sagðist þó ekki telja alþjóðlega friðarráðstefnu, sem mikið hefur verið rætt um, lausn vandans. Þar hefði hann sérstak- lega í huga kröfur Sovétmanna um að fá að taka þátt í slíkri ráðstefnu. „Að bjóða Sovétmönn- um á ráðstefnu um frið í Mið- Austurlöndum væri eins og að hella olíu á eld, vegna þess að Sovétmenn hafa alls ekki hag af þvi að friður ríki í þessum heims- hluta, þeir hagnast fyrst og fremst á óróanum þar,“ sagði Lewis. „Ég vona hins vegar að Israelsmenn geti rætt við ná- grannaríki sín um lausn vandans, og þar tel ég Jórdaníu, Saudi- Arabíu og Súdan viljugust til samstarfs." Lewis sagðist telja að vænleg- asti kosturinn fyrir Bandaríkin og önnur vestræn ríki væri að hætta við hugmyndina um al- þjóðlega friðarráðstefnu með þátttöku stórveldanna og láta Israel og arabaríkin ein um að finna lausn vandans, á svipaðan hátt og er ísraelsmenn og Egypt- ar sömdu um frið sín á milli. Hann telur einnig að Sameinuðu þjóðirnar eigi ekki að blanda sér um of í málið. „Samþykktir SÞ hafa verið mjög neikvæðar í garð Ísraelsríkis og ég held því að Isra- elsmenn séu mjög á móti því að samtökin hafí yfirumsjón með slíkum viðræðum. Ég sé hins veg- ar ekki fram á að Shultz, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, falli frá tillögum sínum um alþjóðlega ráðstefnu. Ég sé heldur ekki fram á að stjóm Shamirs samþykki slíka ráðstefnu eða niðurstöðu hennar. Þar er þó einn möguleiki fyrir hendi, sem er sá að Verka- mannaflokkurinn styðji ráðstefn- una, en Likud-bandalag Shamirs setji sig upp á móti henni og til kosninga komi. Þá er málið í höndum ísraelskra kjósenda." Guð einn veit „Raunar er allt þetta mál afar flókið," sagði Lewis og þótt ég sé afar áhugasamur áhorfandi að ástandinu í Mið-Austurlöndum, þá er ég enginn sérfræðingur - stundum held ég að eini sérfræð- ingurinn um málefni Mið-Austur- landa sé Guð almáttugur, og hann hefur ekki haft samband við mig nýlega til að segja mér hvað gera skuli." Lewis sagði að raunar hefðu palestínsku flóttamennirnir í arabaríkjunum nokkra sérstöðu miðað við til dæmis þær milljónir flóttamanna, sem voru í Evrópu eftir seinni heimsstyijöld. „Það verður að segjast aíveg blákalt, að flestir þeirra, sem hröktust frá heimilum sínum eftir stríðið í Evrópu, sneru ekki þangað aft- ur,“ sagði Lewis. „Þetta fólk hef- ur aðlagast nýjum aðstæðum. Það sama er að segja um þúsund- ir kúbanskra flóttamanna í Flórída, þeir hafa samlagast Bandaríkjamönnum, fengið bandarískan ríkisborgararétt og senda böm sín í bandaríska skóla. Flestir eru þeir hættir að hugsa um að snúa aftur til Kúbu. Pa- lestínumenn eru hins vegar enn geymdir í flóttamannabúðum víðs vegar um arabalöndin, og það eykur enn á vanda þeirra. Það hefur heldur ekki bætt úr skák, að þeir, sem vilja Israelsríki feigt, vilja alls ekki að vandamál pal- estínsku þjóðarinnar verði leyst, heldur nota það sem vopn gegn gyðingum.“ Bitbein um aldaraðir Lewis sagði að raunar væri aldalöng hefð fyrir því að utanað- komandi þjóðir sæktust eftir völd- um fyrir botni Miðjarðarhafs. Rússar hefðu til dæmis allt frá dögum Péturs mikla sóst eftir stöðvum við Miðjarðarhafíð og gerðu enn. „Tilvera ísraelsríkis, vegna náinna tengsla þess við Bandar?kin er í raun það eina, sem hindrar Sovétmenn í því, að bijótast til Miðjarðarhafsins í þeim tilgangi að ná á sitt vald olíulindum, sem eru Vesturlönd- um mikilvægar," sagði Lewis. Raunar sagðist Lewis telja alla íhlutun utanaðkomandi ríkja í málefni Mið-Austurlanda gera fremur illt en gott. „Persónulega tel ég að jafnt stórveldi sem smærri ríki á borð við Norður- löndin og ísland ættu að ekki að skipta sér af,“ sagði hann. „Ef Palestínumenn, Arabar og ísrael- ar verða látnir einir um vandamál sín, munu þeir leysa þau. Það er eilíf íhlutun stórveldanna, sem Mo'rgunblaðið/Bjarni Dr. David A. Lewis. Hann verð- ur hér yfir páskana á vegum Hvítasunnusafnaðarins og mun flytja erindi um atburði líðandi stundar í Mið-Austurlöndum. Hann hefur skrifað fjölda bóka um þau mál og haldið fyrir- lestra víða um lönd. skapar þetta vandræðaástand. Hins vegar er ekki við því að búast að afstaða þeirra breytist á næstunni. Bandaríkjamenn telja að Sovétmenn muni ekki draga úr sókn sinni til áhrifa, og eiga því einskis úrkosti nema að halda áfram að veita ísraelsmönnum Qárhagslega og hemaðarlega að- stoð. Mér skilst að utanríkisráð- herra ykkar hafí reynt að koma til móts við Yasser Arafat. PLO og stuðningsmenn þeirra taka slíku að sjálfsögðu með miklum fögnuði, og sérhver Islendingur, sem mótmælir ráðherranum, hlýtur náð fyrir augum ísraels- manna og stuðningsmanna þeirra. Þetta hefur auðvitað viss sálræn áhrif, og sálræn áhrif geta stundum, en ekki alltaf, breytt ástandinu. Ég er þess ekki umkominn sem útlendingur að gagnrýna stjóm ykkar eða með- limi hennar, ég held að íslending- ar muni leysa það mál án utanað- kómandi aðstoðar." Hófsamir leiðtogar eiga að semja Lewis sagðist að lokum vilja leggja áherslu á að þrátt fyrir að vera mikill vinur Israela, væri hann einnig vinveittur Palestínu- mönnum. „Ég hef reynt upp á mitt eindæmi að koma á viðræð- um milli ísraelskra embættis- manna og palestínskra leiðtoga ákveðinna svæða og borga Vesturbakka Jórdanár. Ef þessir síðamefndu væru hvattir til dáða, gætu þeir komið fram sem hóf- samir leiðtogar palestínsku þjóð- arinnar. Hver og einn þeirra hef- ur sagt við mig að hann vilji ekki sjá meira af átökum og hryðju verkum. Við eigum að leyfa þess- um mönnum að setjast að samn ingaborði með ísraelsmönnum. Þar mun eflaust koma fram beiskja og reiði á báða bóga, en engu að síður tel ég að hægt sé að komast að viðundandi niður- stöðu, án utanaðkomandi áhrifa, jafnt frá erlendum ríkum sem hryðjuverkasamtökum á borð við PLO, sem starfa tvímælalaust ekki í þökk palestínsku þjóðarinn- • ar,“ sagði Lewis að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.