Morgunblaðið - 31.03.1988, Síða 38

Morgunblaðið - 31.03.1988, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 IJC UEIMI EVIEMyNEANNA Dennis Quaid í „D.O.A.“ Sérkennileg morðsaga Ungur maður kemur örvinglaður inná lögregiustöð og vill tilkynna um morð. Morð á hverjum, er hann spurður. Sjálfum mér, er svarið. Þetta er byrjunin á nýjustu spennumynd Dennis Quaids, sem heitir D.O.A. og er frjálsleg endurgerð á Edmond O’Brian- mynd frá 1949 um mann sem er byrlað haegdrepandi eitur og hann hefur minna en 48 stundir til að komast að því hver gerði það. Quaid leikur fórnarlambið Dexter Cornell, sem er bókmenn- takennari og rithöfundur í erfiðleikum með að skrifa, og hann hefur aðeins 24 stundir á þessum miskunnarlausu tímum til að finna vaentanlegan morðingja og hvers vegna hann byrlaði honum eitur. Leikstjórar myndarinnar eru Rocky Morton og Annabel Jan- kel, hinir frumlegu fiöfundar tölvuhaussins Max Headrooms. Eins og við mátti búast er það ekki fyrr en dauðinn nálgast að Cornell fer að dýrka lífið til fulls. „Ég hef verið dauður i fjögur ár,“.segir hann vinkonu sinni. „Ég gleymdi áður að meta líf mitt að verðleikum.” Aðrir leikarar sem fara með hlutverk í myndinni eru Daniel Stern, sem leikur besta vin Cornells, og Charlotte Rampling (aukahlutverkin hrúgast á hana), sem leikur auðuga óþokkadís. Og loks leikur Meg Ryan stelpu sem verður skotin í Cornell. Ástríður undir fullu tungli Cher og Nicolas Cage leika aðalhlutverkin í nýjustu Norman Jewison-myndinni sem heitir „Moonstruck” og verður sýnd í Bíóhöllinni á næstunni. Myndin, sem hefur notið mik- illa vinsælda í Bandaríkjunum og verið lofuð í hástert, er rómantísk kómedía um ástir, afbrýðisemi og erfiðleika sem krauma innan ítalsk-amerískrar fjölskyldu í Bro- oklyn. „Persónurnar halda að þær hafi fullkomna stjórn á sínu lífi þar til tunglið lýsir upp New York og nýjar ástríður kvikna á meðal þeirra," segir handrits- höfundurinn John Patrick Shan- ley. Cher leikur Lorettu Castroini sem er ekkja og vonar að hún geti bætt eitthvað kuldalegt sam- bandið á milli kærasta síns og eina bróður hans með því að bjóða bróðurnum, sem heitir Ronny Cammareri (Nicolas Cage) og er ör og ástríðufullur bakari, í brúðkaupið þeirra. En þá verður Loretta ástfangin af Ronny. Og það er ekki eina ástin sem kviknar undir New York-tunglinu. Pabbi Lorettu (Vincent Garden'- ia), sem heldur því fram að hann geti ekki sofnað af því „það líkist svo dauðanum", heldur pínulítið framhjá. Mamma Lorettu (Olympia Dukakis, frænka for- setaframbjóðandans) fer út að borða með prófessor (John Ma- honey), sem helst reynir ekki við aðra en sætustu nemendurna sína. „Ég er of gömul fyrir þig,“ segir mamman við hann og hann svarar með hinu eilífa svari karl- mannsins: „Ég er of gamall fyrir mig.“ Bakarinn Ronny lætur yfirleitt ekki ástina sem slíka trufla sig sérstaklega. „Við erum hér til að leggja líf okkar í rúst og lenda í ástarsorg og elska rangt fólk og deyja," segir hann við Lorettu, sem hann er að taka frá bróður sínum. „Og núna vil ég að þú komir upp með mér og farir með mér í rúmið." Eins og fram hefur komið er Norman Jewison leikstjóri mynd- arinnar og einnig framleiðandi ásamt Patrick Palmer, en „Mo- onstruck" er 14. myndin sem þeir gera saman. Kvikmynda- tökumaður er David Watkin (hlaut Óskarinn fyrir Jörð í Afríku) og búningahönnuður er Theoni Aldredge (Óskar fyrir Gatsby). Líklega hafa állir þeir sem fara reglulega í bíó séð einhverjar myndir Jewisons, sem fengist hefur við jöfnum höndum söng- leiki, gamanmyndir og dramatísk verk. Sem dæmi um myndir hans má nefna Fiðlarann á þakinu, „A Soldier’s Story" og Agnes barn guðs. Og líklega hefur áðurnefndur hópur einhverntíma séð Cher á hvíta tjaldinu. Hún hefur verið útnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í „Moonstruck". „Ég held að Cher snerti taugarnar í venjulegu fólki," segir Jewison. „Það finnur sig í henni af því að það er ekkert tilgerðarlegt við hana." Þegar hún las fyrst handritið að„Moonstruck“ vann hún enn við myndina Nornirnar í Eastwick með Jack Nicholson, Susan Sar- andon og Michelle Pfeiffer. Hún hafði þegar gert samning um að leika í næstu mynd Peter Yates, „Suspect", en henni þotti Jewi- son-myndin ómótstæðileg og þegar tökum á „Suspect" var fre- stað gat hún smeykt sér í gerfi Lorettu. En hún hafði aðeins sex vikur til að fara með hlutverkið svo Jewison og Palmer settu allt í gang með ótrúlegum hraða. Frægð Cher hefur varað a.m.k. í tvo áratugi, en það var ekki fyrr en á þessum hér níunda áratug að hún snéri sér að kvik- myndaleik og á það hinum stór- góða Robert Altman að þakka. Hann fékk hana til að leika í upp- færslu á leikriti Ed Graczyks, „Come Back to the Five and Dime, Jimmy Dean, Jimmy Dean“ og hún hélt hlutverkinu í bíómynd sem Altman gerði eftir stýkkinu (sýnd í ríkissjónvarpinu fyrir nokkru). Hún fékk mjög lofsam- lega dóma og vakti m.a. eftirtekt . leikstjórans Mike Nichols („The Graduate") sem fékk hana til að leika á móti Meryl Streep og Kurt Russell í „Sijkwood". Cher var útnefnd til Óskarsverðlaun- anna fyrir leik sinn. Þar á eftir kom móðurhlutverk- ið í myndinni Gríman og ef ein- hverjar óánægjuraddir höfðu ver- ið uppi með bíómyndir hennar hingað til, þögnuðu þær eftir þessa. Síðan komu „Nornirnar" og nú „Moonstruck”. Hún hefur sannarlega vakið eftirtekt sem leikkona með aðeins örfáum myndum og þrátt fyrir að ferill hennar innan kvikmyndanna sé mjög stuttur og aðeins fáar myndir séu að baki hefur Cher tryggt sig í sessi sem ein af at- hyglisverðustu leikkonum Bandaríkjanna. Robert DeNiro í Moskvu Þessi mynd var tekin af Robert DeNiro þegar hann sprangaði fyrir utan Rossija-hótelið í Moskvu ásamt 19 ára dóttur sinni, Drínu, 11 ára syni sínum, Raphael (sem Robert átti með leikkonunni Dianne Abbott en þau eru skilin), og besta vini hans (1. h.). Robert fór til Moskvu til að vera í dómnefnd kvikmyndahá- tiðar borgarinnar, en einnig til að ræða við þarlenda um nýja mynd sem DeNiro mun leika í. Á innfelldu myndinni sést Robert DeNiro útskýrir fyrir Wolfgang Wilke hvers vegna hann fór til Moskvu. Robert DeNiro veitir aldrei blaðaviðtöl og verndar einkalíf sitt og fjölskyldunnar betur en nokkur annar. En þessi mikli leikari gerði undantekningu þegar hann skrapp til Moskvu á síðasta ári, til að vera í dómnefnd 15. kvikmyndahátíðar- innar þar í borg. Vestur-þýskum blaðamanni að nafni Wolfgang Wilke tókst að vinna traust leikar- ans og hér á eftir fer stutt endur- sögn úr viðtali þeirra sem upphaf- lega birtist í þýska blaðinu Tempo. Wolfgang hitti Robert nokkrum sinnum á hótelinu og eftir þriggja daga þrátefli bauð Robert blaða- manninum, sem þóttist vera aust- ur-þýskur, til kvöldverðar, þar sem þeir ræddu saman, og einnig upp á hótelherberginu. Robert DeNiro vill heldur leika mann sem telst illur heldur en góður því slíkur maður er miklu nær veruleikanum. „Algóð mann- eskja er undantekningarlaust leið- inleg," segir hann. „En vitanlega ræðst val mitt af handritinu. Góður handritshöfundur gerir persónurn- ar ekki einfaldar heldur flóknar.” Hann nefnir dæmi. „Ég get ekki hugsað mér að leika mann eins og Rhett Butler í „Gone With the Wind“ því leikari eins og Gable lék alltaf sjálfan sig. Ég er hrifnari af mönnum eins og Walter Huston. (Faðir Johns heitins Hustons leik- stjóra.) SJáðu hann í „Fjársjóði Sierra Madre”, og þá veistu hvað ég meina.” Robert vildi sem minnst tala um mótleikara sína, eins og Mikey Rourke sem lék í „Angel Heart" og Kevin Costner í „Hinum vamm- lausu". Hann talaði þeim mun meira um undirbúning sinn fyrir hlutverkin: Al Capone: „Ég skoðaði aragrúa af Ijósmyndum, því af þeim er margt hægt að læra. Síðan horfði ég á flestar myndirnar sem gerðar hafa verið um Al Capone og síðan lék ég hann eins og mér fannst hann eiga að vera. Hann var feitur svo ég varð að fitna. í allra allra síðasta sinn legg ég slíkt erfiði á mig.“ Jake La Motta: „Eg drakk og át allan sólarhringinn. Bjór, mjólk, hvaðeina. Ég varð að fitna um 40 kíió. Enginn getur ímyndað sér hvílík pína það er.“ DeNiro taldi upp eftirlætis leik- arana sína: Marlon Brando, James Dean, Montgomery Clift, Gerald- ine Page, Kim Stanley, Spencer Tracey, Walter Huston og ekki síst Alec Guinnes, sem DeNiro segir að sé sá allra nákvæmasti. En eftir- lætis leikkonan hans nú er engin önnur en Meryl Streep. Þau léku saman í gamanmyndinni „Falling in Love“ árið 1984. Og uppáhalds bíómyndin hans er „The Search- ers" eftir John Ford með John Wayne í aðalhlutverki. Hann vildi aftur á móti ekki segja hver sinna mynda væri best. „Kannski segi ég það eftir tíu ár." Hvernig velur Robert DeNiro hlutverk sín? „Fyrst athuga óg handritið, sög- una, sem verður að höfða til mín. Þá verð ég að vita hver leikstýrir. Ég get ekki unnið með hverjum sem er. Leikstjórinn veröurað vera trúnaðarvinur minn meðan við vinnum saman. Ég hef aðeins einu sinni unnið með leikstjóra sem ekki gat leikstýrt mér þannig að mér líkaði samstarfið.” (DeNiro vill ekki segja hver það er en menn gera því skóna að það só Francis Coppola. Coppola á að hafa hneykslast á barnslegum áhuga leikarans á bakgrunni persónanna í Guðföðurnum). Líður þú fyrir frægðina? „Fólk þekkir mig ef ég fer út á götu. Það er í lagi í New York, því þar er fólk vingjarnlegt, en í Los Angeles er það hræðilegt, því allir þykjast vera stórlaxar. Ég fer þang- að aðeins þegar mér er borgað fyrir það.“ Hvers vegna komstu hingað til Moskvu? „Ég kom hingað til að sjá mynd- ir sem ég hefði ella aldrei séð. Mér fannst það líka nauðsynlegt því spennan milli austurs og vest- urs er alltof mikil. Við verðum að bera meiri virðingu hver fyrir öðr- um. Ég er sannfærður um að kvik- myndin getur hjálpað." (DeNiro vildi ekki staðfesta þann orðróm að hann mundi leika aðalhlutverkið í viðamikilli mynd sem sennilega verður gerð í samvinnu Bandaríkja- manna og Rússa.) „Ég er líka að nota tækifæriö til að sýna börnun- um mínum Moskvu, svo þau hafi ekki alla sína visku úr bandariskum blöðum. Hér hafa þau séð sitt af hverju, til dæmis neðanjarðarlest- irnar." Frægt fólk er sólgið í viðtöl, en ekki þú. Ertu á rangri hilli í lífinu? „Hvers vegna skyldi ég sí og æ vera að svara heimskulegum spurningum blaðamanna? Ég vinn mitt starf eins vel og mér er unnt og nenni ekki að eyða kröftunum í innantómt blaður. Fólk ætti að fara meira í bíó og sjá myndirnar mínar og hætta að pæla svona mikið í mér sem manneskju.”

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.