Morgunblaðið - 31.03.1988, Síða 45

Morgunblaðið - 31.03.1988, Síða 45
100 ára afmæli: MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 45 Ásg'eir Torfason Ásgeir Torfason, sem fæddist að Eyjum í Kaldrananeshreppi, Strandasýslu, verður 100 ára nk. laugardag, 2. apríl. Hann fæddist þann dag 1888. Foreldrar hans voru hjónin Anna Bjarnadóttir og Torfi Bjömsson. Ásgeir fór ungur að stunda sjó- inn, reri sem drengur á opnum bát- um og fór m.a. 12 ára gamall í hákarlalegu. Hann hóf sjómennsku 16 ára á árabátum og litlum vélbát- um við Isafjarðardjúp, tók stýri- mannapróf á Akureyri 1923 og öðlaðist skipstjómarréttindi 1925/ Ásgeir var stýrimaður á vélbátum frá Akureyri til ársloka 1925. Flutt- ist hann þá til Reykjavíkur og var m.a. á togaranum Austra frá Við- ey, Draupni og Barða frá Reykjavík og um tíma á flutningaskipi frá Færeyjum. Eftir að Ásgeir hætti sjómennsku vann hann lengst af við uppskipun hjá Eimskip, eða um 30 ár, þar til hann 1968, áttræður að aldri, hætti störfum. Ásgeir varð félagi í Sjómannafé- lagi Reykjavíkur árið 1925 og starf- aði þar að félagsmálum ötullega í fjöldamörg ár. Hann átti sæti í full- trúaráði Sjómannasambandsins í mörg ár. Hann var sæmdur heiðurs- merki Sjómannafélags Reykjavíkur árið 1980. Ásgeir á þijú systkini á lífi: Ey- mund f. 1897, Torfhildi f. 1904 og Guðbjörgu f. 1906, öll búsett á ísafirði. Eiginkona Ásgeirs var Þorbjörg Einarsdóttir, ættuð undan Eyjafjöll- um, en hún lést árið 1962. Ásgeir býr í hárri elli sinni á heimili fósturdóttur sinnar, Gyðu Jónsdóttur, og manns hennar, Sig- urðar Jónssonar yfirvélstjóra og soná þeirra, Ásgeirs og Jóns Við- ars, á Hávallagötu 15. N.N. Tökum að okkur að annast fermingar og brúðkaups- veislur, árshátíðir, þorrablót og hvers kyns annan mannfagnað. Utvegum vistlega og skemmtilega sali eða sendum í heimahús,.eftir því sem óskað er. VEITINQAtíÚSIÐ FUJI FILMUR lækka um 26% í nýlegri verðkönnun Verðlagsstofnunar kom í Ijós, að FUJI filmur höfðu lækkað mest allra filma, eða um 26%. Fuji filmur hafa því lækkað um meira en 3% meira en tollalækkanir gáfu tilefni til. Ástæðan eru hagstæðari magninnkaup okkar á filmum, — beint frá FUJI í Japan. í gæðakönnunum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, hafa FUJI filmur (t.d. FUJI SHR 100) sannað frábær filmugæði og verið í fyrsta sæti fyrir litgæði og skerpu. Okkar takmark hefur alltaf verið: BETRI MYNDIR fyrir MINNI PENING DYRAVÖRÐURINN SEM ALDREI SEFUR ÁVERÐINUM Þú þarft ekki lengur að taka úr þér hrollinn þegar heim kemur eftir að Stanley bílskúrshurðaropnarinn er kom- inn í þjónustu þína. Þú ýtir á senditækið, það kviknar Ijós, bílskúrshurðin opnast og þú ekur inn í ylinn og stígur þurr- um fótum út úr heitum bílnum þínum. ÞÚ FERÐ BETUR MEÐ BÍLINN ÞINN Á morgnana losnar þú við að skafa ísinn af rúðunum, eða þurrka snjóinn af og bíllinn fer strax í gang. Þetta er ekki sagt út í bláinn því að reynslan sýnir að það eru ótrúlega margir sem nenna ekki að láta bílinn inn í bílskúr ef mikið er fyrir því haft. Opnarinn er samþykktur af Rafmagnseftirliti Ríkisins og Radíóeftirliti Landsímans. Stanley bílskúrshurðaropnarar fást í öllum helstu bygg- ingarvöruverslunum. 1. Sterk og örugg færslubraut. 2^Við uppsetningu er óþarfi að fjarlægja mótorhlífina því að það er hægt að stilla búnaðinn utanfrá. 3. Ö.ryggisljós kviknar í hvert sinn er hurðin opnast og lokast, - logar í 3'h. mínútu - slokknar sjálfkrafa. L<onica U-BIX UÓSRITUNARVÉLAR ALLAR STANLEY VÖRUR ERU VIÐURKENNDAR FYRIR GÆÐI STANLEY osarfsiA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.