Morgunblaðið - 31.03.1988, Page 46

Morgunblaðið - 31.03.1988, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Veikleikar Ljónsins I dag ætla ég að fjalla um Ljónsmerkið (23. júlí—23. ágúst) með áherslu á veik- leika þess. Athygli er vakin á því að þó hér sé talað um veikleika þá býr merkið að sjálfsögðu yfir mörgum og merkilegum hæfileikum. Einnig má geta þess að ein- ungis er talað um mögulega veikleika, enda tekst mörgum Ljónum að yfirstíga veikari hiiðar merkisins. Enga gagnrýni Ljónið þolir illa gagnrýni og umgengst því oft jámenn. Það safnar í kringum sig fólki sem hrósar því en forð- ast að segja nokkuð sem gæti sært það. Þetta getur leitt til þess að ekki er litið á neikvæðari hliðar eigin per- sónul'eika og „vinirnir" styðja það hvort sem athafnir þess eru heppilegar eða ekki. Það sem einnig gerist er að Ljón- ið á til að taka vinsamlegum ábendingum sem gagnrýni. Það vill virðingu og á til að taka kennslu eða öðrum ábendingum illa ef ekki fylgja með hrósyrði. Ljónið á því oft erfitt með að læra af öðrum. Það á til að forðast eða neita að hlusta á aðra. Þetta á ekki síst við um Ljó- nið á bemsku. Yfirþyrmandi Það serri einnig getur háð Ljóninu er að það á til að vera yfirþyrmandi og of ein- lægt og hreinskilið þannig að það hneykslar og gengur — .fram af lokaðri, dulari og kannski falskari meðbræðr- um sínum: Hvemig dirfist Ljóninu að segja það sem margir hugsa, en þora ekki að segja. A þann hátt kemur Ljónið sér oft í vandræði. Segja má kannski að það sé stærsti veikleiki Ljónsins að búa á íslandi, á köldu landi þar sem opnun og hreinskilni er oft túlkuð sem mont eða ókurteisi. SjálfsupptekiÖ Annað sem getur háð Ljóninu er að það á til að vera sjálfs- upptekið og frekt. Það vill vera í miðjunni og láta heim- inn snúast í kringum sig. Ég var að gera þetta og ég gerði hitt og síðan gerði ég o.s.frv. Ljónið á einnig til að vera latt og vilja hafa það gott en láta aðra sjá um vinnuna. Ég veit Það að telja sig alltaf hafa rétt fyrir sér er algengur eig- inleiki Ljónsins. Það getur því stundum verið erfitt að tala við hið dæmigerða Ljón. Það útskýrir fyrir fólki hinn eina og óbreytanlega sann- leika en hiustar ekki á rök annarra. Festist Það sem einnig getur háð ^ Ljóninu má rekja til þess að það er stöðugt merki, en það er tilhneiging til að festast í sama farinu. Að sjálfsögðu er þetta eins og annað háð kortinu í heild, en ekki er óalgengt að sjá Ljón sem em gjörsamlega föst í ákveðnum stíl. Hér gildir það sama og á við um Nautið, þ.e. að þessi merki geta bæði þijóskast við, til góðs eða ills. Stórtcekt Annar algengur veikleiki er . fólginn í því hversu stórtækt Ljónið á til að vera. Það vill allt það besta og glæsileg- asta. Það á því til að yfír- keyra sig og ganga of langt, hvort sem um er að ræða að kaupa dýrar gjafír, flotta bíla eða byggja stór hús. Stórt og glæsilegt skal það vera og í einstaka tilvikum er gengið of langt. GRETTIR DÝRAGLENS FERDINAND SMÁFÓLK IM 60IN6 HOMETOPAV, MA‘AM..THANK YOU FOK THE SWIMMIN6 LESSONS Ég fer heim í dag, frú ... þakka þér fyrir sundtím- ana Þú ert fljót að læra, Soffía... mavbe tou /that'sX 5H0ULPTAKE A 600P BALLET MPEA ...J LE550N5.. w 7-28 /TVni ~-WtT Kannske ættir þú að læra ballett. . . Frábær hugmynd . . . MERE I 60!! Ég læt mig vaða!! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Vestur spilar út tígulþristi gegn fjórum spöðum suðurs. Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ 7 VDG ♦ Á9854 ♦K10632 Suður ♦ ÁKDG1098 ♦ 7 ♦ K107 ♦ 75 Vestur Norður Austur Suður — — 1 hjarta 4 spaðar Pass Pass Pass Hvemig er best að spila? Vestur er líklega að reyna að sækja stungu á tígul, svo þrist- urinn er annaðhvort einn á ferð eða annar. Fyrsta skrefið hlýtur því að vera að drepa háspil aust- urs heima á kóng og taka tromp- in. Að því loknu er freistandi að dúkka tígul yfir til austurs. Sú spilamennska er þó ekki hættu- laus, því ef vestur á annað hjartaháspilið kemst hann þar inn til að spila laufí í gegnum kónginn. Betra er að slíta sam- gang vamarinnar í hjartanu með því að spila því strax, áður en tígulslagur er gefinn. Vestur Norður ♦ 7 ♦ DG ♦ Á9854 ♦ K10632 Austur ♦ 6532 ♦ 4 ♦ Á853 ♦ K109642 ♦ 32 ♦ DG6 ♦ 984 ♦ ÁDG Suður ♦ ÁKDG1098 ♦ 7 ♦ K107 ♦ 75 Vömin gerir best í því að vest- ur taki slaginn og skipti yfir í lauf. Austur fær á gosann og spilar hjartakóng. Þá er tromp- unum spilað til enda og laufkóng og Á9 í tígli haldið eftir í blind- um. Austur verður að fara niður á laufásinn blankan og D6 í tígli, en þá er hægt að spila honum inn á lauf og þvinga hann til að gefa tvo síðustu slag- ina á tígli. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opna alþjóðlega skákmótinu í Lugano í Sviss, nú í mars, kom þessi staða upp í skák bandaríska stórmeistarans Yasser Seirawan, sem hafði hvítt og átti leik og júgóslavneska meistarans Andrijevie. 52. Hh4+! og svartur gafst upp. Eftir 52. — Kxh4, 53. Dxh6+ — Dh5, 54. Df4+ mátar hvítur. Hvorki meira né minna en sjö skákmenn deildu efsta sætinu á mótinu með sjö vinninga af níu mögulegum, þeir Ftacnik (Tékkó- slóvakíu), Torre (Filippseyjum), Kortsjnoj (Sviss), Psakhis (Sov- étríkjunum). Spraggett (Kanada) og Norwood (Englandi). Ftacnik var úrskurðaður sigurvegari á stigum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.