Morgunblaðið - 31.03.1988, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 31.03.1988, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Veikleikar Ljónsins I dag ætla ég að fjalla um Ljónsmerkið (23. júlí—23. ágúst) með áherslu á veik- leika þess. Athygli er vakin á því að þó hér sé talað um veikleika þá býr merkið að sjálfsögðu yfir mörgum og merkilegum hæfileikum. Einnig má geta þess að ein- ungis er talað um mögulega veikleika, enda tekst mörgum Ljónum að yfirstíga veikari hiiðar merkisins. Enga gagnrýni Ljónið þolir illa gagnrýni og umgengst því oft jámenn. Það safnar í kringum sig fólki sem hrósar því en forð- ast að segja nokkuð sem gæti sært það. Þetta getur leitt til þess að ekki er litið á neikvæðari hliðar eigin per- sónul'eika og „vinirnir" styðja það hvort sem athafnir þess eru heppilegar eða ekki. Það sem einnig gerist er að Ljón- ið á til að taka vinsamlegum ábendingum sem gagnrýni. Það vill virðingu og á til að taka kennslu eða öðrum ábendingum illa ef ekki fylgja með hrósyrði. Ljónið á því oft erfitt með að læra af öðrum. Það á til að forðast eða neita að hlusta á aðra. Þetta á ekki síst við um Ljó- nið á bemsku. Yfirþyrmandi Það serri einnig getur háð Ljóninu er að það á til að vera yfirþyrmandi og of ein- lægt og hreinskilið þannig að það hneykslar og gengur — .fram af lokaðri, dulari og kannski falskari meðbræðr- um sínum: Hvemig dirfist Ljóninu að segja það sem margir hugsa, en þora ekki að segja. A þann hátt kemur Ljónið sér oft í vandræði. Segja má kannski að það sé stærsti veikleiki Ljónsins að búa á íslandi, á köldu landi þar sem opnun og hreinskilni er oft túlkuð sem mont eða ókurteisi. SjálfsupptekiÖ Annað sem getur háð Ljóninu er að það á til að vera sjálfs- upptekið og frekt. Það vill vera í miðjunni og láta heim- inn snúast í kringum sig. Ég var að gera þetta og ég gerði hitt og síðan gerði ég o.s.frv. Ljónið á einnig til að vera latt og vilja hafa það gott en láta aðra sjá um vinnuna. Ég veit Það að telja sig alltaf hafa rétt fyrir sér er algengur eig- inleiki Ljónsins. Það getur því stundum verið erfitt að tala við hið dæmigerða Ljón. Það útskýrir fyrir fólki hinn eina og óbreytanlega sann- leika en hiustar ekki á rök annarra. Festist Það sem einnig getur háð ^ Ljóninu má rekja til þess að það er stöðugt merki, en það er tilhneiging til að festast í sama farinu. Að sjálfsögðu er þetta eins og annað háð kortinu í heild, en ekki er óalgengt að sjá Ljón sem em gjörsamlega föst í ákveðnum stíl. Hér gildir það sama og á við um Nautið, þ.e. að þessi merki geta bæði þijóskast við, til góðs eða ills. Stórtcekt Annar algengur veikleiki er . fólginn í því hversu stórtækt Ljónið á til að vera. Það vill allt það besta og glæsileg- asta. Það á því til að yfír- keyra sig og ganga of langt, hvort sem um er að ræða að kaupa dýrar gjafír, flotta bíla eða byggja stór hús. Stórt og glæsilegt skal það vera og í einstaka tilvikum er gengið of langt. GRETTIR DÝRAGLENS FERDINAND SMÁFÓLK IM 60IN6 HOMETOPAV, MA‘AM..THANK YOU FOK THE SWIMMIN6 LESSONS Ég fer heim í dag, frú ... þakka þér fyrir sundtím- ana Þú ert fljót að læra, Soffía... mavbe tou /that'sX 5H0ULPTAKE A 600P BALLET MPEA ...J LE550N5.. w 7-28 /TVni ~-WtT Kannske ættir þú að læra ballett. . . Frábær hugmynd . . . MERE I 60!! Ég læt mig vaða!! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Vestur spilar út tígulþristi gegn fjórum spöðum suðurs. Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ 7 VDG ♦ Á9854 ♦K10632 Suður ♦ ÁKDG1098 ♦ 7 ♦ K107 ♦ 75 Vestur Norður Austur Suður — — 1 hjarta 4 spaðar Pass Pass Pass Hvemig er best að spila? Vestur er líklega að reyna að sækja stungu á tígul, svo þrist- urinn er annaðhvort einn á ferð eða annar. Fyrsta skrefið hlýtur því að vera að drepa háspil aust- urs heima á kóng og taka tromp- in. Að því loknu er freistandi að dúkka tígul yfir til austurs. Sú spilamennska er þó ekki hættu- laus, því ef vestur á annað hjartaháspilið kemst hann þar inn til að spila laufí í gegnum kónginn. Betra er að slíta sam- gang vamarinnar í hjartanu með því að spila því strax, áður en tígulslagur er gefinn. Vestur Norður ♦ 7 ♦ DG ♦ Á9854 ♦ K10632 Austur ♦ 6532 ♦ 4 ♦ Á853 ♦ K109642 ♦ 32 ♦ DG6 ♦ 984 ♦ ÁDG Suður ♦ ÁKDG1098 ♦ 7 ♦ K107 ♦ 75 Vömin gerir best í því að vest- ur taki slaginn og skipti yfir í lauf. Austur fær á gosann og spilar hjartakóng. Þá er tromp- unum spilað til enda og laufkóng og Á9 í tígli haldið eftir í blind- um. Austur verður að fara niður á laufásinn blankan og D6 í tígli, en þá er hægt að spila honum inn á lauf og þvinga hann til að gefa tvo síðustu slag- ina á tígli. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opna alþjóðlega skákmótinu í Lugano í Sviss, nú í mars, kom þessi staða upp í skák bandaríska stórmeistarans Yasser Seirawan, sem hafði hvítt og átti leik og júgóslavneska meistarans Andrijevie. 52. Hh4+! og svartur gafst upp. Eftir 52. — Kxh4, 53. Dxh6+ — Dh5, 54. Df4+ mátar hvítur. Hvorki meira né minna en sjö skákmenn deildu efsta sætinu á mótinu með sjö vinninga af níu mögulegum, þeir Ftacnik (Tékkó- slóvakíu), Torre (Filippseyjum), Kortsjnoj (Sviss), Psakhis (Sov- étríkjunum). Spraggett (Kanada) og Norwood (Englandi). Ftacnik var úrskurðaður sigurvegari á stigum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.