Morgunblaðið - 31.03.1988, Page 54
:54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988--
Halldór Jörgensson
Akranesi
Fæddur 24. júní 1911
Dáinn 25. mars 1988
Nk. laugardag 2. apríl verður
ástkær afi minn, Halldór B. Jörg-
ensson, borinn til grafar á Akranesi.
Við fráfall hans leita margar
endurminningar á hugann, ber þar
hæst endurminningin um það hve
góður maður hann var. Það sem
einna helst einkenndi alla þá um-
ræðu sem afí tók þátt í var hið
sanngjama og umburðarlynda sjón-
armið hans. Oft ræddi ég við hann
um viðkvæm mál, ávallt kunni hann
góð ráð og í hverju máli benti afí
á björtu hliðina hið jákvæða. Og
þegar á móti blés var auðvelt og
velkomið að snúa sér til afa og
ömmu sem settu sig inn í kringum-
stæðumar, tóku þátt í sársaukanum
og gáfu von.
Afí var oftast mjög hress og bar
sig vel og sló oft á létta strengi.
Avallt var gott að koma á heimili
hans og ömmu, móttökur þeirra
hafa alltaf verið hlýjar, því á Sól-
bakkanum vorum við alltaf velkom-
— Minning
in. Elsku amma, Guð styrki þig og
styðji, og blessi minningu afa.
„Fyrst hljótt er vindsins vængjablak
„og vökusljaman skín“
ég kveð í friði kvelds og húms
eitt kveðjuljóð til þín,
- ei harmi þyngt, en hlýtt og traust
af hinni gömlu trú.
— Það ætti að vera létt og Ijóst,
eins létt og bjart og þú.“
(Guðmundur Böðvarsson)
Harpa Hallgrímsdóttir
Laugardaginn 2. apríl nk. verður
jarðsunginn frá Akraneskirkju
stjúpi minn, Halldór Benjamín Jörg-
ensson, tæplega 77 ára að aldri.
Halldór var borinn og barnfæddur
Akumesingur. Hann var fæddur
24. júní 1911. Ég ætla reyndar
ekki að fara að rekja æviferil Hall-
dórs í smáatriðum, tel aðra betur
til þess fallna. Mig langar til að
þakka fyrir þau ár sem við urðum
samferða.
Það var fyrir réttum tuttugu og
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
ÁSGEIR SIGURÐSSON,
Grundargötu 6,
ísafirði,
lóst 26. mars, útför hans ferfram á ísafirði miðvikudaginn 6. apríl.
Anna Hermannsdóttir,
Hermann Jón Ásgeirsson, Guðfinna Gunnþórsdóttir,
Sigríður B. Ásgeirsdóttir, Ólafur Þórarinsson,
Anna Kristín Asgeirsdóttir, Gísli Jón Hjaltason
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn,
HALLDÓR JÖRGENSSON,
Akursbraut 17,
Akranesi,
sem andaðist 25. mars veröur jarðsunginn frá Akraneskirkju laug-
ardaginn 2. april kl. 11.30. Blóm og kransar afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið eða
Hjartavernd.
Ragnheiður Guðbjartsdóttir.
t
Elskuleg systir og fóstursystir,
JÓHANNA Þ. EINARSDÓTTIR
frá Rúfeyjum,
verður jarðsett frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 6. apríl kl. 13.30.
Jarðsett verður i Fossvogskirkjugaröi. Þeim, sem vildu minnast
hennar, er vinsamlega bent á Kristniboðsfélagiö.
Kristfn Einarsdóttir,
Sigurður Einarsson, Hverfisgötu 16,
og fóstursystkini.
t
Útför móður okkar, tendgdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR ÓSK EINARSDÓTTUR,
Meðalholti 4,
Reykjavík,
fer fram frá Háteigskirkju, þriðjudaginn 5. apríl, kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag íslands.
Einar Sigurbjartur Jónsson,
Amalfa Jóna Jónsdóttir,
Óskar Harry Jónsson,
Njörður Marel Jónsson,
Guðbjörg Dagmar Jónsdóttir,
bamabörn og barnabarnabörn.
Ásta Hjördfs Einarsdóttir,
Vilhjálmur Larssen,
Margrét Jónsdóttir,
Lára Ágústsdóttir,
t
Hjartkær faöir minn og afi okkar,
HILMAR NORÐFJÖRÐ
veröur jarðsunginn frá Oómkirkjunni miðvikudaginn 6. apríl kl.
15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeir sem vilja minnast
hans láti líknarfélög njóta þess.
Steinunn Norðfjörð,
Stella Marfa Guðmundsdóttir, Hilmar Þór Guðmundsson.
fjórum árum sem þau giftust, móð-
ir mín, Ragnheiður Guðbjartsdóttir,
og hann en þau höfðu bæði misst
maka sína fáum árum áður. Ég tel
það núna hafa verið mikla gæfu
fyrir þau að hafa hist, þó ég hafí
því miður ekki gert mér grein fyrir
því þá eins og oft vill verða með
unglinga í sömu tilvikum. Halldór
gekk okkur systkinunum í föður-
stað, einkum okkur yngri systkin-
unum en eldri systir mín var þegar
farin að heiman og kom því minna
við sögu. Halldór reyndist okkur
afar vel þó ekki hafí kannski þakk-
lætinu alltaf verið fyrir að fara
fyrstu árin. Halldór var mjög róleg-
ur og dagfarsprúður maður en hafði
þó mjög ákveðnar skoðanir og stóð
á sínu. Það leið því ekki langur tími
þar til ég fór að meta hann og ekki
hvað síst eftir að ég sjálfur stofn-
aði fjölskyldu og fór að líta öðrum
augum á lífíð^Núna lít ég með sökn-
uði til baka og vildi að ég hefði
stundum breytt öðruvísi. En það
verður víst ekki aftur tekið sem lið-
ið er. Við systkinin söknum sárt
góðs föður og bömin okkar sjá eft-
ir góðum afa. Það verður stórt skarð
eftir hjá mömmu því þau vom mjög
samtaka og samrýnd og vildu eyða
sem mestum tíma sínum saman.
Ég og fjölskylda mín viljum þakka
Halldóri fyrir ótal margar ógleym-
anlegar ánægjustundir og sendum
mömmu og ailri fjölskyldunni, ekki
síst bömum hans og fjölskyldum
þeirra, okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Missir bama hans er mik-
ill, því Halldór lét sér mjög annt
um bömin og hafði alltaf mjög
gott samband við þau. Hafí hann
innilegustu þakkir fyrir allt gott.
Vonandi eigum við eftir að hittast
fyrir handan.
Hjálmur Geir
Halldór Jörgensson, einn okkar
besti heimilisvinur, er dáinn. Eftir
situr söknuðurinn og kærar minn-
ingar.
Ég ætla ekki að rekja æviferil
hans, aðeins rifja upp nokkrar
minningar varðandi okkar kynni.
Við þekktumst ekki persónulega
fyrr en íjólskylda mín fluttist til
Akraness 1954 og ekki náið fyrr
en hann kvæntist frænku minni,
Ragnheiði Guðbjartsdóttur frá
Hjarðarfelli 4. apríl 1964, sem varð
hans seinni kona. Að vísu höfðum
við verið félagar í st. Akurblóm í
nokkur ár, ásamt fyrri konu hans,
Steinunni Ingimarsdóttur, en lítið
kynnst. En eftir að hjónaband
þeirra Ragnheiðar hófst, urðu þau
strax í hópi okkar bestu vina og
þeim mun nánari sem árin urðu
fleiri.
Það er því skarð fyrir skildi.
Reyndar átti Halldór ákveðinn
og glæstan sess í mínum huga, allt
frá því er ég var nemandi í Laugar-
vatnsskóla 1934—36. Ég, eins og
flestir á þeim árum, vildi ná sem
bestum árangri í náminu þessa vetr-
artíma, því á kreppuárunum var það
ekki sjálfgefið að komast í skóla
umfram skylduna, hvað þá lengra
nám. Besta mælikvarðann á árang-
ur töldum við nemendur góðar ein-
kunnir. Ég komst fljótt að því að
hæstar einkunnir til þessa hafði
hiotið Halldór Jörgensson frá Akra-
nesi, 9,70, sem var meðaltal ein-
kunna úr bóknámi, smíðum og
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÁSGEIR VALUR EINARSSON
veggfóðrarameistari,
Langholtsvegi 143,
veröur jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn 5. apríl
kl. 15.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vilja minnast hins látna
er bent á líknarstofnanir.
Fyrir okkar hönd og annarra aðstandenda,
Sigrfður Beinteinsdóttir,
Beinteinn Ásgeirsson, Svava Markúsdóttir,
Einar Gunnar Ásgeirsson, Sigrún Hjaltested,
Ólafur Már Ásgeirsson, Camilla Hallgrfmsson,
Valgeir Ásgeirsson.
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
HAFSTEINN JÓNSSON,
áður til heimilis að Snæfellsási 9,
Hellissandi,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. april kl. 15.00.
Ingveldur Sigurðardóttir,
Sigurður Vignir Hafsteinsson, Vordfs Hafsteinsdóttir,
Kristinn Hafsteinson, Hafsteinn Hafsteinsson.
Eiginmaður minn og faðir okkar,
PÁLL G. JÓNSSON
byggingameistari,
Siglufirði,
verður jarðsunginn frá Siglufjaröarkirkju laugardaginn 2. apríl kl.
14.00.
Þórhildur Pálsdóttír,
Viola Pálsdóttir,
Maj-Britt Pálsdóttir,
Jón Pálmi Pálsson,
Karl E. Pálsson,
Bjöm G. Pálsson,
Erik Pálsson
Elvor Jónsson,
Kristján Lárentínusson,
Kristinn Rögnvaldsson,
Jóhannes Blöndal,
Katrfn Leifsdóttir,
Jóhanna Ragnarsdóttir,
Jóhanna Sveinsdóttir,
og barnabörn.
íþróttum. Ekki komst ég með tæm-
ar þar sem hann hafði hælana og
var ég þó vel ánægður með mínar
einkunnir er námi lauk. Ég efast
um að einkunnamet Halldórs hafí
verið slegið meðan þessi háttur var
á hafður um einkunnagjöf.
Mér var því forvitni í huga er
ég kynntist Halldóri 20 árum síðar.
Skyldi hann halda þeim sessi er ég
hafði sett þennan frábæra náms-
mann í? Ég hafði þó gert mér grein
fyrir að einkunnir i skóla voru ekki
einhlítur mælikvarði á manngildið.
En ég varð ekki fyrir vonbrigðum.
Hjá Halldóri fóru saman gáfur og
gjörvileiki — ásamt hógværð og
hjartans lítillæti, sem jafnan ein-
kennir vitra menn. Hann var af
þeirri gerðinni sem vill lifa í sátt
við sjálfa sig og umhverfí, fremur
en trana sér fram til mannvirðinga
og áhrifa, þótt hvorki skorti hann
vitsmuni né hæfni til þess að vera
í forystu. En víða lagði hann góðum
málum lið á félagssviðinu og mun
ég ekki upp telja en minni aðeins
á frábært starf hans í safnaðarmál-
um og þátttöku í kirkjukór í nærri
hálfa öld.
Það var alltaf bæði fræðandi og
skemmtilegt að fá Halldór og Ragn-
heiði í heimsókn eða koma á fallega
heimilið þeirra að Sólbakka. Þar var
raett baeði um menn og málefni.
Ég komst fljótt að því að við Halld-
ór höfðum mjög svipuð viðhorf til
málefna á flestum sviðum og treysti
það okkar vináttu. Um ættir manna
og persónusögu var hann með af-
brigðum fróður, enda minnið trútt
og áhuginn á þessu sviði. Hann
hafði ótrúlega yfírsýn yfír hvemig
ýmsir eðlisþættir og hæfileikar
komu fram og þróuðust í þessari
eða hinni ættinni. Mikil skemmtun
var að heyra hann segja frá sér-
stæðu fólki og háttemi þess. Þar
naut frásagnarhæfni hans sín vel.
Kfmnigáfa hans var rík og græsku-
laus. Ég hafði oft orð á því við
hann að gaman og nauðsynlegt
væri að færa þessar frásagnir hans
á blað, svo og annað úr héraðssögu
Borgarfjarðar og þróunarsögu
Akraness, en ég hygg að fáir eða
engir á hans aldri hér hafí verið til
þess færari eða búið yfír staðbetri
þekkingu á þessu sviði. Hann eyddi
því jafnan og taldi sína frásögn
ekki merkilega. Úr þessu verður
ekki bætt, því þótt sérmenntaðir
sagnfræðingar vinni úr ýmsum
heimildum, verða frásagnir þeirra
með öðmm blæ en þeirra, sem upp-
lifðu söguna.
Fjölskyldu minni verða ógleym-
anlegar margar samverustundir
með Halldóri og Ragnheiði. Ekki
aðeins hér heima á Akranesi heldur
og á ferðalögum víða um landið.
Halldór bjó yfír mikilli þekkingu á
ýmsum stöðum, mönnum og sögu-
legum atburðum. Oft kryddaði hann
frásögnina með lausavísum og jafn-
vel heilum kvæðabálkum. Sjálfur
var hann afbragðs góður hagyrð-
ingur og lét oft fjúka í kviðlingum
í góðra vina hópi og var fljótur til.
Mér er sérstaklega minnisstæð sú
hæfni hans í ferðalagi til Noregs
1971 með félagi skólastjóra og yfír-
kennara, en Hans bróðir Halldórs
var leiðtogi í þeirri ferð. í 10 daga
rútuferð um Vestur-Noreg var mik-
ið ort á longum leiðum milli staða
en í 46 manna hópi virtist annar
hver maður hagyrðingur. Þar var
Halldór þó drýgstur og oftast snjall-
astur að færa kátleg atvik í meitlað
form ferskeytlunnar.
Við erum varla búin að átta okk-
ur á því að hann Halldór sé horfínn
af sviðinu. Gagnkvæmar heimsókn-
ir voru svo fastur liður í lífí okkar
að ef liðu margir dagar á milli
mjmdaðist einhvers konar tómleika-
eða ófullnægjutilfinning. Úr því var
auðvelt að bætá, skreppa niður að
Sólbakka. Móttökumar þar voru
alltaf eins og við værum að koma
þangað I fyrsta sinn. Alltaf sama
gestrisnin, alúðin og hlýjan, aldrei
tómahljóð í samræðum, allt áhuga-
vert, fræðandi og skemmtilegt. Við
vitum að áfram verður indælt að
koma að Sólbakka til elskulegrar
frænku og vinkonu, en sæti Hall-
dórs verður autt. En minningamar
lifa. Þær em margar og góðar.
Okkur er því þakklæti í huga.
Þorgils Stefánsson
og fjölskylda.
4