Morgunblaðið - 31.03.1988, Side 57

Morgunblaðið - 31.03.1988, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 -57 Fædd 3. júlí 1914 Dáin 24. mars 1988 Góð vinkona mín og okkar hjóna, Sigríður Ósk Einarsdóttir, Meðal- holti 4 í Reykjavík, andaðist í Borg- arspítalanum að morgni dags fimmtudaginn 24. mars sl. Sigríður hafði verið í hressingardvöl á heilsu- hæli NLFI í Hveragerði þegar hún fékk aðsvif og var flutt á Borgar- spítalann þar sem hún andaðist eft- ir stutta legu án þess að koma til meðvitundar aftur. Sigríður var fædd í Reykjavík og ól hér allan sinn aldur. Eg man vel eftir föður hennar, Einari Jóns- syni, hann var lengi starfsmaður borgarinnar. Sigríður ólst upp hér í borginni og var þar hennar starfs- vettvangur. Hún vann algenga kvennavinnu, stundaði hússtörf og fiskvinnu og annað sem til féll og tíðkaðist á þeim árum. Ung að árum giftist hún æskuvini sínum Jóni H. Bjamasyni, verkamanni og sjó- manni, síðar yfirverkstjóra hjá Reykjavíkurborg. Þau hófu sinn búskap við erfið skilyrði á dögum kreppu og atvinnuleysis en þau voru samhent og hörkudugleg og náðu fljótlega að reisa sér sitt eigið húsnæði í Efstasundi í Kleppsholti. Jón dró efniviðinn að, oft á bakinu, en upp komst húsið og þar bjuggu þau mörg og farsæl ár. Þau Sigríður og Jón eignuðust fímm böm, þrjá syni og tvær dæt- ur, þau em: Einar Sigurbjartur, vélsmiður, kvæntur Ástu Einars- dóttur, Amalía Jóna, gift Vilhjáimi Larsen, bílaviðgerðarmanni, Óskar Harry, hjúkmnarfræðingur, kvænt- ur Margréti Jónsdóttur, Njörður Marel, bóndi í Brattholti, Biskups- tungum, kvæntur Lám Ágústs- dóttur og Guðbjörg Dagmar, hjúkr- unarfræðingur, var gift Jömndi Ákasyni kenanra, en þau slitu sam- vistum. Sigríður Ósk var mjög einlæg trúkona og hafði fastmótaðar skoð- anir á trúmálum og fékk því ekkert haggað. Eg sem þessar línur rita og kona mín, Guðrún Ámadóttir, hófum okkar búskap í húsakynnum þeirra Sigríðar og Jóns og bjuggum þar í eitt ár í einu herbergi, en húsið var alls þijú herbergi, eldhús og bað, en tæplega 50 fermetrar að flatar- máli, svo ekki hefur mikð pláss farið í óþarfa lúxus. Síðan á þessum tíma eða fyrir um fjömtíu ámm hefur kunningsskapur og vinátta okkar og Sigríðar varað. Sigríður var tæplega í meðallagi i* N.O.R.D. FYRIR FULLORÐNA lt FremstirmeÖ fax acohf SKIPHOLT117 105 REYKJAVlK SfMI: 91 -2 73 33 ÍHÖFNÁTÍMA EIMSKIP Tvö 28 hesta hús eru til sölu. Upplýsingar verða veittar á skrifstofu Fáks, Víðidal í síma 672166 frá kl. 15.00 og 18.00daglega. Hestamannafélagið Fákur. „Að varan komi á réttum tíma, skiptiröllu máli í mínu tilviki." Úrsímtali við viðskiptavin. * Sigríður Osk Einars- dóttir - minning Útför Sigríðar Óskar fer fram frá Háteigskirkju nk. þriðjudag 5. apríl kl. 13.30. Pétur Hannesson há, nokkuð þybbin á efri ámm, en snotur í andliti. Hún var mjög glað- sinna og einlæg, húsleg og snyrtileg og lagði mikla áherslu á góða um- gengni um heimili sitt. Eiginmann sinn, Jón Harry Bjamason, missti Sigríður um mitt ár 1980, var henni mikill harmur kveðinn af andláti hans og saknaði hún hans mjög. Að lokum kveðjum við hjónin vinkonu okkar Sigríði Ósk. Við þökkum henni fyrir áralanga vin- áttu og biðjum henni Guðsblessun- ar. Bömum hennar, tengdabörnum og bamabömum vottum við inni- lega samúð. Góð kona er gengin, en minning hennar lifir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.