Morgunblaðið - 31.03.1988, Page 58

Morgunblaðið - 31.03.1988, Page 58
5f- 88GÍ SflAM .18 ÍIUOAaiJTMMN .aiGAJHMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 + Vertu ratvís ísumar Flug - bíll - byggingameistari Ein vika í \ú i í -- Ein vika íjúlí-águst. Verð pr. rnann. ÞYSKALAND Ein vika í jú'lí. Verð pr. mann__ ,300. ’QZ&kr. 24.200. kr. 23.600. FLORIDA Við mælum með Holiday inn., Orlando, 4 nætur og Coioniál Gatewa á St. Petérsbtjrg:strönd„ 10 næíur: Verð rmðað við tvo í gistingu.. .....kr. 47.130. Hringid eða lítið inn. Veitum persónulega og góða þjónustu. ímm$ 'Ferötr Ratvís ferðaskrifstofa— Hamraborg 1-3.. Sími: 641522. Kveðjuorð: Páll G. Jónsson Fæddur 12. október 1917 Dáinn 26. marz 1988 Tröllaskagi, krýndur tignarleg- um fjallgarði, skilur Eyjafjörð og Skagafjörð, tvö af blómlegri land- búnaðarhéruðum Norðurlands. Siglufjörður sker sig frá norðri inn í skagann miðjan. Siglunes lokar síðan fjarðarmynninu að hluta til. Þannig myndaði hönnuður landsins frábæra lífhöfh við hið yzta haf. Síðla á öldinni sem leið hófst norsk-íslenzkt samstarf og framtak um síldveiðar, sfldarsöltun og sfldariðnað [bræðslu feitfisks í mél og lýsi]. Sfldariðnaðurinn var stór- iðja síns tíma. Malaði mikið gull í þjóðarbúið fram yfir miðja tuttug- ustu öldina. Skilar raunar dtjúgum hlut enn. Siglufjörður varð höfuðstaður þessarar stóriðju. Þangað flykktist fólk víðsvegar að af landinu til starfs og búsetu, unz sfldarævintýr- inu lauk sakir ofveiði sfldveiðiflota margra þjóða. Góð helft Siglfirð- inga kom úr Skagafirði. Þar liggja rætur íjölmargra siglfirzkra heim- ila. Þaðan komu meðal annarra sæmdarhjónin Pálína Pálsdóttir og Jón Bjömsson, trésmíðameistari, sem kennd vóru við Ljótsstaði á Höfðaströnd. Þau settu um langan aldur svip sinn á Siglufjörð. Eitt bama þeirra hjóna, Páll Gísli Jónsson, byggingameistari, hélt tryggð við Siglufjörð ævina á enda, þótt aðstæður breyttust við hrun sfldarstofnsins og Ijölmargir leituðu á önnur mið. Hann var hinn dæmi- gerði Siglfirðingur að trúmennsku og dugnaði. íbúar Siglufjarðar eru VANTAR ÞIG DYNU? E-HEILSUDYNA Mýkir, loftræsir og vermir rúmið. Staðlaöar stærðirogeftirmáli. Verðfrákr. 2.509.- LATEXDÝNA I stöðluðum stærðum og eftir máli. Verðdæmi: Stærð 75x200x12 kr. 6.750.- * í mörgum gæöaflokkum og öllum stærðum. Staðlaöar stærðir til afgreiðslu samdægurs. Verðdæmi: Stærð 75x200x12 kr. 4.200.-m/veri SPRINQDÝNAMEÐVERl í stöðluðum stærðum og eftir máli. Verðfrá kr. 8.100.- E7 PÉTUR SNÆLAND HF SKEIFUNNI8 S: 685588 nú um eða innan við 65% af íbúa- tölu bæjarins þá hún var hæst. Páll Gísli Jónsson var fasddur á Ljótsstöðum á Höfðaströnd 12. október 1917. Æska hans og upp- eldi mótaðist annarsvegar af gam- algrónum, skagfírzkum bænda- hefðum, hinsvegar af nýjum við- horfum vaxandi útgerðar- og fisk- vinnslustaðar, sem hafði náin tengsl við umheiminn, einkum Noreg, Svíþjóð og Danmörku, vegna margskonar samskipta í tengslum við sfldariðnaðinn. Páll fetaði í fótspor föður síns í starfsvali og varð byggingameist- ari. Hann nam iðn sína bæði hér- lendis og í Danmörku. Þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Eyvor Jónsson, sem er sænskfædd. Þeim varð sex bama auðið. Þau eru: Víóla, gift Kristni Rögnvaldssyni, byggingameistara í Siglufirði, Maj- Britt, gift Jóhannesi Blöndal, raf- virkjameistara frá Siglufirði, búsett í Reykjavík, Jón Pálmi, bæjarritari, kvæntur Katrínu Leifsdóttur, Karl Eskil, kennari, kvæntur Jóhönnu Ragnarsdóttur, Bjöm Gunnar, sjó- maður, kvæntur Jóhönnu Sveins- dóttur, og Erik, nemi. Þá átti Páll dóttur fyrir, Þórhildi, gifta Kristjáni Lárentínussyni, skipstjóra í Stykk- ishólmi. Páll stundaði sjálfstæðan at- vinnurekstur í Siglufirði framan af starfsferli sínum. Prá árinu 1952 og meðan starfsþrek gafst starfaði hann sem byggingameistari Síldar- verksmiðja ríkisins. Hann var hagur maður, eins og hann átti ætt til, og harðduglegur. Þau verkefni vóru í góðum höndum, í þeirra ofða beztu merkingu, sem hann tók að sér. Páll starfaði einnig að félagsmál- um í heimabæ sínum. Sá sem þetta ritar minnist hans einkum í starfí innan samtaka sjálfstæðisfólks í Siglufirði. Þar var hann verkfús, ráðhollur og tillögugóður. Hann var varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn um árabil. Siglfirzkir sjálf- stæðismenn, heima og heiman, þakka honum af heilum hug góða samfylgd og ánægjulegt samstarf. Páll var og lengi virkur félagi í Rotarýklúbbi Siglufjarðar. Páll á Ljótsstöðum er allur. Siglu- fjörður hefur misst einn af sínum trúu sonum og veiunnurum. Páll verður lagður til hinztu hvfldar næstkomandi laugardag, 2. apríl, í firðinum sem átti hug hans. Þar sem hjarta hans sló glaðast, meðan sól var enn hátt á himni starfsævi hans, meðan dagamir vóru langir, bjartir og litfagrir — og tilhlökkun- in brú yfír í morgundaginn. Megi hann ganga farsællega þá gullinbrú sem liggur yfir í morgundag bak dauðans. Ég og fjölskylda mín sendum Eyvor og öðrum ástvinum Páls á Ljótsstöðum innilegar samúðar- kveðjur. Stefán Friðbjamarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.