Morgunblaðið - 31.03.1988, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 31.03.1988, Qupperneq 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 ÞYSKALAND HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Hvað sögðu þeir? Liðsheild, taugar, reynsla Ásgeiri hrósaðí hástert Ínýjasta tölublaði Bild, sem kom út í gær, er heilsíðugrein um velgengni Stuttgart í v- þýsku úrvalsdeildinni ' knatt- spymu, en liðið hefur fengið 13 stig af 14 mögulegum í síðustu 7 leikjum. Fyrirsögnin er „Þegar Asgeir gefur boltann fyrir þá er Stuttgart í skýjunum." í þessari grein er fjallað um velgengi Stuttgart og sagt að Ásgeir sé maðurinn á bak við frábæran leik liðsins. „Hefði Ásgeir leikið alla leikina væri Stuttgart á toppnum. Styrkur hans sést best á því að liðið hefur ekki tapað einum einasta leik sem hann hefur leikið í vet- ur.“ „Ásgeir hefur átt við meiðsli að stríða í vetur og það hefur bitn- að á leik liðsins. Þegar Ásgeir meiddist varð Arie Haan að breyta leikskipulagi liðsins og Stuttgart fór að tapa. En nú er Ásgeir kominn aftur og liðið er á góðri leið með að tryggja sér sæti í UEFA-keppninni. En ef Ásgeir hefði verið með allan tímann hefði liðið náð mun lengra," segir í greininni. Stanislaw Modrowski, þjðlfari Vals „Enginn getur verið eins ánægður og ég. Sigurinn og meistaratitillinn skiptir mig meira máli en nokkurn annan. Við sigruðum fyrst og fremst vegna þess Steinþór að við vorum í jafn- Guðbjartsson vægi, vorum ekki skrifar taugaóstyrkir, ætluðum að gera okkar besta og hafa gaman af þessu og höfðum það. Mínir menn léku allir vel, en Júlli stóð upp úr. Þetta var mikilvægur áfangi fyrir mig, en ég veit ekkert um framhald mitt hjá Val.“ Vlggó Sigurösson, þjálfari FH „Ég óska Valsmönnum til ham- ingju, sigur þeirra var sanngjarn. Við töpuðum og í raun er ekki hægt að kenna neinu einu um. Vamarleikur okkar var slakur, við reyndum ýmis kerfí, en þau gengu ekki upp. Dómaramir stóðu sig mjög vel og sýndu að þeir em þeir bestu, sem við eigum.“ Þorstainn Pálsson, forsaatisróAherra „Ég var rólegur, því ég held með Víkingum, en betra liðið sigraði í skemmtilegum leik. Valsmenn höfðu undirtökin allan leikinn og sigruðu á liðsheildinni — þeir eru allir góðir drengir." Bogdan Kowalczyk, landslidsþjáffari „Leikurinn var eins og gera mátti ráð fyrir, úrslitin komu ekki á óvart, því að mínu mati voru sigur- möguleikar Valsmanna níu á móti einum. Þeir eru með mun reyndara lið og reynslan hefur mikið að segja í úrslitaleik. Þeir eru með fleiri stjömur, landsliðsmenn, leikmenn sem skara fram úr, og þeir stóðu vel fyrir sínu á sama tíma og að- eins Oskar Ármannsson stóð upp úr hjá FH. í raun má segja að ár- angur FH sé betri en ætlast má til af jafn reynsiulitlu liði.“ Geir Sveinsson, fyririiói Vals „Ég hef aldrei verið eins ánægður eftir leik, þó ég hafi ekki skorað, aldrei liðið eins vel. Sálfræðilegur undirbúningur okkar var góður, hann skilaði sér og þáttur þjálfar- ans var mikill. Við áttum svar við sóknarleik FH, vömin var sterk og Einar góður og á sama tíma gekk sóknarleikur okkar upp.“ Þorglls Óttar Mathiesen, fyririlAi FH „Ég óska Valsmunnum til hamingju með sigurinn, sem var sanngjarn. Það er engin skömm að tapa fyrir þeim, þeir eru með fímm landsliðs- menn og lið þeirra er mun reynslu- meira en okkar. Þeir vom einfald- lega betri en við.“ Júlfus Jónasson, Val „Um leið og ég gekk inn í húsið vissi ég að við færum með sigur af hólmi. Þeir virtust taugaóstyrkir, en við vorum ákveðnir í að sigra. Þetta var sigur liðsheildarinnar, allt gekk upp í vöm og sókn og auk þess skipti heimavöllurinn miklu máli.“ Óskar Ármannsson, FH „Við gerðum okkar besta, en sigur Valsmanna var sanngjam. Þeir sigruðu fyrst og fremst á betri varn- arleik og við náðum ekki hraðaupp- hlaupum, en næsta ár verður okk- ar.“ Valdimar Grímsson, Val „Þetta er stórkostlegt, frábær endir á góðu keppnistímabili, mikilvæg- asti leikur, sem ég hef leikið og úrslitin þau ánægjulegustu. Við þekkjum vel leikkerfí FH, undir- bjuggum okkur vel og héldum haus, þegar á reyndi. Áhorfendur höfðu mikið að segja, heimavöllurinn sannaði sig og dómararnir stóðu sig með prýði. Jakob SlgurAsson, Val „Leikreynslan og einbeitingin réðu baggamuninn. Við hugsuðum ekki um titil heldur stig, stig, sem voru nauðsynleg í langri keðju, fengum þau og lokuðum keðjunni. Þetta var samvinna utan sem innan vallar, samvinna, sem skilaði sér í lang- þráðum titli." Hilmar Bjömsson, fyrrv. þjálfari Vals „Þetta var mjög skemmtilegur leik- ur. Vamarleikur Valsmanna var betri, sóknamýting þeirra var góð og geta þeir fyrst og fremst þakkað Júlíusi og Valdimar, sem ráku enda- hnútinn á sóknimar og settu nær öll mörkin. FH-liðið er gott, en strákamir eru ungir og reynslulitlir og slíkt kann ekki góðri lukku að stýra í úrslitaleik." - firnafeitur og á leiðinni yfír fjórar milljonir! Á síðustu tveimur vikum hefur engin röð komið fram með tólf réttum. Spáðu því vandlega í liðin og spilaðu með af þreföldum krafti, - núna getur þekkingin fært þér milljónir! V / \ ✓ V ISLENSKAR GETRAUNIR - eini lukkupotturinn þar sem þekking margfaidar vinningslíkur. * Hægt er að spá í leikina símleiðis og greiða fyrir með kreditkorti. Þessi þjónusta er veitt alla föstudaga frá kl. 9:00-17:00 og laugardaga frá kl. 9:00-13:30. Síminn er 688 322 Upplýsingar um úrslit í síma 84590.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.