Morgunblaðið - 10.04.1988, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988
2
SAS hefur beint flug milli
Islands og Danmerkur
SAS flugfélagið hefur nú hafið beint flug milli íslands og Dan-
merkur. Fyrsta ferðin var farin i gær, en flogið verður til Islands
á föstudögum og utan á laugardagsmorgnum. SAS hefur ekki flog-
ið hingað til lands frá árinu 1982, en þá millilentu vélar flugfélags-
ins hér á leið til og frá Grænlandi. Millilendingunum var hins vegar
hætt þar sem þær voru mjög óhagkvæmar.
Jóhannes Georgsson, fram-
kvæmdastjóri SAS á íslandi, sagði
að Flugleiðir og SAS mjmdu hér
eftir sem hingað til halda áfram
samstarfi um flug til Norðurlanda.
„Þar sem SAS mun, að minnsta
kosti til að byrja með, aðeins fljúga
einu sinni í viku milli Keflavíkur
og Kaupmannahafnar þá geta við-
skiptamenn SAS eftir sem áður
nýtt sér ferðir Flugleiða á öðrum
dögum," sagði Jóhannes. „Það er
því ekkert stríð í uppsiglingu, en
auðvitað mun hluti þeirra farþega,
sem áður skipti við Flugleiðir, nú
ferðast með SAS. Á móti kemur,
að SAS er með stórt og öflugt kerfi
sölusknfstofa um allan heim. Nú
kemst ísland þar á blað og það mun
án efa auka fjölda ferðamanna
hingað. Flugleiðir eiga eftir að njóta
góðs af því og þannig teljum við
hjá SAS að þetta beina flug eigi
eftir að auka ferðamannastrauminn
til landsins."
Fargjöld með SAS milli íslands
og Danmerkur eru hin sömu og hjá
Flugleiðum. „Stjómvöld þurfa að
samþykkja gjaldskrá flugfélaganna
og hún er hin sama fyrir þau flugfé-
lög, sem fljúga á þessari leið," sagði
Jóhannes. „Samkeppnin er fyrst og
fremst fólgin í þjónustu við ferða-
mann og þar stendur SAS mjög vel
að vígi. Þvf til sönnunar má nefna,
að á síðasta ári hlaut félagið viður-
kenningu fyrir bestu farþegaþjón-
ustu flugfélaga í heiminum. Þá var
Kaupmarmahafnarflugvöllur fyrir
skömmu kosinn besti flugvöllur í
Evrópu og í þeirri sömu kosningu
varð flugstöð Leifs Eiríkssonar í
2. sæti í flokki minni flugstöðva,
svo það ætti ekki að væsa um far-
þega SAS á þessari flugleið. Sér-
stök áhersla er lögð á þjónustu við
þá, sem ferðast mikið starfs síns
vegna. Á hótelum SAS er þannig
hægt að skrá sig í flug, fá vélritun-
ar-, fundar-, og telexþjónustu og
breyta flugáætlun og er þá fátt eitt
nefnt."
Jóhannes sagði að vel hefði geng-
ið að selja í ferðir SAS milli íslands
og Danmerkur. „Það hefur þegar
verið ákveðið að fljúga einu sinni í
viku til loka októbermánaðar og ég
tel líklegt að við munum einnig
fljúga næsta vetur. Ekki hefur ver-
ið ákveðið enn hvort SAS mun
fljúga á milli íslands og annarra
Norðurlanda, en það er að minnsta
kosti góð byijun að hafa flug til
Kaupmannahafnar, því þaðan liggja
vegir til allra átta,“ sagði Jóhannes
Georgsson, framkvæmdastjóri.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Pétur Guðmundsson flugvallarsljóri á Keflavíkurflugvelli klippti á
borða i Flugstöð Leifs Eirikssonar og þar með var fyrsta beina flug
SAS flugfélagsins milli íslands og Danmerkur formlega hafið.
Hagfræðingar ósammála um nýskipan gjaldeyrismála:
Unnt að auka stöðugleika með
tengslum við myntbandalag
- sagði dr. Sigurður B. Stefánsson á ráðstefnu Sambands fiskvinnslustöðvanna
Á RÁÐSTEFNU Sambands fiskvinnslustöðvanna um nýskipan
gjaldeyrismála, sem haldin var á föstudag, kom fram að mjög
skiptar skoðanir eru meðal hagfræðinga um hvernig best verði
háttað skipan gjaldeyrismála hér á landi í framtíðinni. Umfjöllun
á ráðstefnunni snérist einkum um hugsanlega tengingu krónunnar
við Evrópugjaldmiðla, fijálsa gengisskráningu og núverandi stefnu
stjómvalda f gengismálum. Frummælendur vora dr. Sigurður B.
Stefánsson, dr. Vilhjálmur Egilsson og dr. Þorvaldur Gylfason.
©
INNLENT
Nokkra athygli vöktu hugmynd-
ir dr. Sigurðar B. Stefánssonar um
þátttöku íslendinga í myntbanda-
lagi Evrópu og fasttengingu krón-
unnar við reiknimyntina ECU sem
er meðalgengi 10 gjaldmiðla. Sig-
urður taldi margháttaða kosti vera
fyrir íslendinga að tengjast gjald-
eyrismarkaði Evrópuþjóðanna.
Mestallur innflutningur kæmi frá
þessum löndum sem þýddi stöðugt
verð á innflutningi. Þá færi um z/s
útflutnings til Evrópu og því næði
stöðugleikinn einnig til útflutn-
ingstekna. Með gengi sem væri
fasttengt við Evrópumyntimar yrði
auðveldara að afnema höftin í
gjaldeyrisviðskiptum og íslending-
ar gætu orðið hluti af 350 milljóna
manna gjaldeyrissvæði. Ennfrem-
Nefnd bandarískra öldungadeildarþingmanna á Islandi:
Ánægjulegt að koma
aftur hingað til lands
- sagði John Glenn í samtali við Morgunblaðið
SEX manna nefnd bandarískra
öldungadeildarþingmanna kom
hingað til lands í gærmorgun,
en hún átti hér viðdvöl til elds-
neytistöku á leið sinni vestur
um haf. John Glenn, öldunga-
deildarþingmaður og fyrrum
geimfari, sagði í samtali við
Morgimblaðið að sér fyndist
ánægjulegt að koma til íslands
aftur, en hann heimsótd landið
fyrir nokkrum árum. Sagði
Glenn nefndina hafa verið á
ferð I Evrópu til þess að kynna
sér gang afvopnunarviðræðna
í Vin sem og ástand mála i
Austur-Evrópu. Kvað hann
ferðina hafa verið hina lær-
dómsríkustu.
„Ferðin átti sér margþættan til-
gang. í fyrsta lagi fórum við til
Vínar til þess að kynna okkur við
hveiju má búast af afvopnunarvið-
ræðunum um hefðbundinn vígbún-
að og hvaða áhrif „perestroika"
og „glasnost" kunna að hafa á
afstöðu Sovétmanna í þeim efnum.
Þá vildum við einnig kynna okk-
ur hvaða áhrif þessi stefnubreyting
í Kreml hefur haft í öðrum ríkjum
Varsjárbandalagsins, svo við fór-
um til Tékkóslóvakíu, sem er að
líkindum íhaldssamasta kommún-
istaríkið, og Póllands, sem er
frjáislyndast þeirra."
Glenn sagði að því miður gerði
nefndin stuttan stans hér á landi,
Morgunblaðið/Bjami
Nicholas Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, kynnir John
Glenn fyrir Hugh Ivory, yfirmanni Menningarstofnunar Banda-
ríkjanna hér á landi.
en því olli knöpp tímaáætlun. „Allt
of margir fljúga fram og aftur
yfir Atlantshafið án þess að líta
landið nokkum tímann augum, en
við vildum stansa hér og kynna
okkur ástand mála hér á landi,
ræða við yfirmenn vamarliðsins
um vamarhagsmuni íslands og
Atlantshafsbandalagsins og svo
framvegis."
í nefndinni em auk Glenns öld-
ungadeildarþingmennimir Ted
Stevens, Thad Cochran, Barbara
A. Mikulski, Harry M. Reid og
Christopher S. Bond. Makar þeirra
og nokkur fyöldi aðstoðarmanna
vom með I förinni.
Öldungadeildarþingmennimir
héldu til Washington síðdegis í
gær.
ur væri unnt með þessum aðferð-
um að ieysa telquskiptingarvanda-
mál og önnur vandamál innanlands
sem hingað til hefðu verið leyst
með því að búa til fleiri krónur.
Vilhjálmur Egilsson sagði m.a.
í sínu erindi að verslun með gjald-
eyri ætti ekki að vera háð takmörk-
unum og að engin bönd ættu að
vera á gjaldeyrisskilum eða gjald-
eyrisnotkun útflytjenda sem tengd-
ust starfsemi þeirra á erlendri
grund. Hlutverk Seðlabankans
ætti fyrst og fremst að vera að
hafa stjóm á peningamagni í um-
ferð með kaupum á ríkisvíxlum og
ríkisskuldabréfum en færa ætti
gengisskráningu til þeirra banka-
stofnana og annarra aðila sem
versla með erlendan gjaldeyri.
Þorvaldur Gylfason benti á í sínu
erindi að höfuðmarkmið fastgeng-
isstefnunnar sem ríkisstjómin
hefði fylgt frá 1985 væri að halda
aftur af verðbólgu. Stjómvöld
hefðu hins vegar ekki gætt þess
að hafa hemil á útgjöldum þjóðar-
innar í undangengnu góðæri sem
hefði leitt af sér vemlegan og vax-
andi viðskiptahalla. Þorvaldur
lagði áherslu á að nauðsynlegt
væri að beita ströngu aðhaldi í
peningamálum og fjármálum til
að fastgengisstefnan stæðist.
Þannig myndi innlend eftirspum
og innflutningur dragast saman
sem aftur drægi úr verðbólgu og
viðskiptahallanum samtímis.
Nokkrar umræður urðu í lok
ráðstefnunnar og vom flestir sam-
mála um að úrslitaatriðið væri að
ná niður verðbólgu og minnka
skuldasöfnun erlendis. Hins vegar
komu fram mjög ólík sjónarmið
um leiðir að því marki.
Hef gefið
skýringar
— segir fyrrverandi
sparisjóðsstjóri
Sparisjóðs Rauða-
sandshrepps
FYRRVERANDI sparisjóðsstjóri
Sparisjóðs Rauðasandshrepps,
Valdimar Össurarson í Miðgarði,
segist hafa gefíð bankaeftirlitinu
fullar skýringar vegna rann-
sóknar þess á fjárreiðum sjóðs-
ins.
Valdimar hafði samband við
blaðið vegna fréttar blaðsins um
að ríkissaksóknari hefði falið Rann-
sóknarlögreglu ríkisins rannsókn á
fjárreiðum sparisjóðsins á gmnd-
velli skýrslu bankaeftirlitsins.
Valdimar sagðist ekki hafa séð
skýrslu bankaeftirlitsins, enda væri
hún trúnaðarmál, en sagði rangt
að um fjárdrátt hans væri að ræða.
Valdimar vildi láta það koma
fram að hann væri mjög ósáttur
við að trúnaðarmál úr skýrslu
bankaeftirlitsins hefðu lekið út og
og að Morgunblaðið birti fréttina
án þess að afla meiri upplýsinga.
Fellalax á Kjalarnesi:
Þriðjungur seiða
drapst úr tálknveiki
Seiðaeldisstöðin Fellalax á
Kjalaraesi varð fyrir miklu
tjóni fyrir skömmu, þegar um
þriðjungur _ seiða stöðvarinnar
drapst úr tálknveiki. Stöðin
getur hafið ræktun með allt að
einni milljón seiða f einu, en
ekki liggja enn fyrir endanleg-
ar tölur um fjölda þeirra seiða
sem drápust né hve mikið tjón
fyrirtækisins er.
Þrátt fyrir þetta áfall mun stöð-
in halda áfram rekstri, að sögn
Guðmundar Bang hjá Fellalaxi.
Hann sagði tölur um tjónið enn
ekki liggja fyrir og að tryggingar
tækju að öllum líkindum ekki þátt
í þri. Guðmundur sagði að tálkn-
veiki hefði valdið seiðadrápinu og
að þessi veiki hefði víðar gert usla
undanfarið. Hann sagði að komist
hefði verið fyrir veikina hjá Fella-
laxi og nú væri unnið að því að
vinna fyrirtækið upp úr vandan-
um. „Það verður náttúrulega mjög
erfitt að ná endum saman þetta
árið, en ég held að við komumst
í gegnum það," sagði Guðmundur
Bang. Nú stendur fyrir dyrum hjá
Fellalaxi að ala lax í flotkvíum og
sagði Guðmundur þá starfsemi
eiga að heflast fljótlega.