Morgunblaðið - 10.04.1988, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 10.04.1988, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988 9 HUGVEKJA Í ——. . £ í i Sorg, efi og trú eftir SR. HALLDÓR GUNNARSSON tm 1. sd. e. páska Jóh. 20; 24.-31. Hversu oft fer ekki þeim þannig sem missa mikið, að þeir loka sig af í sorg sinni? Reynum að hugleiða ástæðu þess og skilja þannig betur þann sem sárast syrgir. Dauði náins ástvinar kallar á svo djúpa og sára sorg að hana er ekki hægt að lækna með orð- um eða viðmóti frá öðrum. Það þarf svo miklu fleira að koma til, sem tíminn og fjarlægð frá sorgarstundinni geta gefið til hjálpar. Við erum öll misjafnrar gerð- ar og engin tvö eins. Þó skipt- umst við flest að því leyti, að við erum eins og sagt er, opin, segjum hug okkar og eigum þá auðvelt með að umgangast aðra, eða við erum dul, finnst erfitt að hefja samræður við ókunn- uga, erum hlédræg, fámál og jafnvel stundum tortryggin. Það er mikill munur á, fyrir þessar tvær manngerðir að mæta sorg- inni. Ég hygg að annars vegar komi hún afskaplega sárt um skemmri tíma, en gagnvart þeim sem dulur er, þá komi hún sígandi og vari svo miklu, miklu lengur. Honum er ekki nægjan- leg huggun í orðum annarra. Hann leitar til þess að vera einn með sorg sinni og finnst jafnvel að sársauki sorgarinnar geti bætt honum ástvinarmissinn. Þannig verður sársaukinn til að minna á það liðna og gefa aftur brot af því sem er liðið. Þeim sem þannig er farið er ekki huggun að heyra um það að lífið haldi áfram, heldur viðhalda þeir sorg sinni óafvitandi með því að hafna trú sinni og efast um sannleik orða Jesú Krists er hann sagði: „Ég er upprisan og lífíð; sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi.“ Ritrtingin segir í texta þessa helgidags frá lærisveini Jesú, sem ég held að hafi verið dulur og hlédrægur. Hann hét Tómas og samstofna guðspjöllin segja aðeins frá nafni hans. Jóhannes- arguðspjallið segir aðeins frá honum fjórum sinnum í síðustu köflum guðspjallsins, í fyrsta sinn í 11. kafla, þar sem kemur fram að lærisveinarnir óttuðust þá hættu að Jesús færi til Jerú- salem. Þá sagði Tómas: „Vér skulum fara líka, til þess að deyja með honum.“ Hér talar fámáll lærisveinn í fyrsta sinn. Það er engin hálfvelgja í þessari setningu, það er engin augna- bliksstemning, heldur trúnaður við hann sem hann fylgdi með staðfestu og svo miklu hugrekki að hann vildi deyja með honum. í annað sinni talar Tómas í 14. kafla guðspjallsins í miðri þýð- ingarmestu ræðu Jesú til læri- sveinanna, skilnaðarræðunni, þar sem hann er að ræða um hús föðurins með híbýlunum mörgu og hvert hann fari. Þá, svo óvænt, grípur Tómas fram í fyrir honum og segir: „Herra, vér vitum ekki hvert þú ferð, hvemig ættum vér þá að þekkja veginn? Jesús segir við hann: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífíð; enginn kemur til föður- ins nema fyrir mig.“ Þannig hljóðuðu trúarorð Jesú til Tóm- asar á skilnaðarstundinni og síðan í texta þessa dags: „Kom hingað með fingur þinn og sjá hendur mínar og kom með hönd þína og legg í síðu mína; og vertu ekki vantrúaður, heldur trúaður. Tómas svaraði og sagði við hann: Drottinn minn og Guð minn.“ Aðdragandi þessara orða- skipta höfða til trúarefa Tórhas- ar. Má ekki skilja þau út frá persónu hans? Að hann hafi vilj- að vera einn með sorg sína eftir föstudaginn. langa og að hann hafi ekki treyst sér til að hitta hina lærisveinana á páskadags- kveldi. Hanh hafi verið einn þeirra, sem vilja fremur láta sársaukann kremja sig en að hlusta á eitthvað sem gæti brugðist. Orð Tómasar til læri- sveinanna um að hann myndi alls ekki trúa á upprisu Jesú nema að hann gæti sett fingur sinn í naglaförin og höndina í síðusárið er hægt að skoða í þessu ljósi. Hann vildi fremur láta sorg sína geyma minning- una sem hann átti um Jesúm, en orð um eitthvað sem hann skildi ekki og gat ekki þreifað á. Hann fékk að þreifa á sann- leik orðanna og kraup þá niður og flutti þá játningu fyrstur manna, sem stærst er: „Drottinn minn og Guð minn.“ Þessi játn- ing er upphaf að trú okkar krist- inna manna um þrenningu Guðs og varð að fullvissu hjá hinum fyrstu lærisveinum við gjöf hins heilaga anda á hinni fyrstu hvítasunnu. Sért þú einhvern tíma í vafa um þína trú, þá bið ég þig að hugleiða það að kirkjan þín á að vera þér sem sýnilegt tákn um þá bænheyrslu og þann styrk sem er handan við hið sýnilega. Kirkjan þín, sem er samfélag okkar kristinna manna, á að vera þér sem naglaför og síðusár á líkama Krists og vera þér áþreifanleg sönnun um líf hans og líf okkar. Orðin hans hljóma til þín. „Vertu ekki vantrúaður, heldur trúaður.“ Komdu með höndina þína til starfs í kirkjunni, til líknar bágstöddum, til styrktar og hjálpar í því samfélagi sem þú lifir í, til umönnunar og kær- leika á heimili þínu, — til að gefa, gleðja og biðja. Guð gefi að bæn okkar allra mætti hljóma með orðum Tóm- asar: Drottinn minn og Guð minn. LIFANDIPENINGAMARKAÐUR / KRINGLUNNI FJÁRMÁL 1/1 fólk I þjónustu mM glfg þíkking FJÁRMAL *' Hjá Fjárfestingarfélaginu íKringlunni er lifandi peningamarkaður °g persónuleg þjónusta. Brynhildur Sverrisdóttir Margrét Hinriksdóttir Sigrún Ólafsdóttir Stefán Jóhannsson FJARFESÍINGARFÉIAGIÐ Kringlunni 123 Reykjavík Sími 689700 Opið mánudaga til föstudaga kl. 10 — og laugardaga kl. 10 - U 14 Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréf; Gengi: 8. apríl 1988: Kjarabréf 2,743 - Tekjubréf 1,355 - Markbréf 1,427 - Fjölþjóðabréf 1,268
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.