Morgunblaðið - 10.04.1988, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 10.04.1988, Qupperneq 23
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988 “23 Danski kvikmyndaleikstjórinn Seren Kragh-Jacobsen. „Á íslandi varir klukkustundin IV2 tíma“ „Mér þykir vænt nm ísland. Þad er eini staðurinn í veröldinni þar sem klukkustundin varir lv/2 tíma, svo ríflegan tíma hafa allir aflögu og það þó allir hafi aukavinnu.“ anski kvikmynda- ■ leikstjórinn Seren U Kragh-Jacobsen hef- ur nýlega fengið styrk tii 10 daga handritsvinnu á íslandi, þar sem hattn vill gjaman gera mynd undir heitinu „Hús- vörðurinn og heimsástandið". Myndin á að íjalla um húsvörð sem vinnur niðri í kjallaranum í Höfða, þar sem leiðtogar Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna hittust árið 1986. Meðan heimspressan bíður utan við í ofvæni eftir frétt- um og getgátur fá fntt spil, heyr- ir húsvörðurinn allt sem fram fer í gegnum pípumar og rörin í hús- inu. En hann er slæmur í ensku, svo þegar hann loksins nær mein- ingunni, hvað það er í raun sem þeir eru að tala um fyrir ofan hann, er fundinum lokið. „Sirkus- inn“ hefur pakkað saman. „Það era svona sögur sem fanga mig, hvemig stóratvik spegla sig í lífi þeirra sem minna mega sín.“ Meö vélbyssu um öxl Kvimyndir vora annars ekki það sem átti hug Sorens Kraghs- Jacobsens þegar hann gaf menntaskólann upp á bátinn. Hann komst í læri sem rafeinda- virki og fékk vinnu hjá Burmeist- er & Wain-skipasmíðastöðinni í Kaupmannahöfn. Kvikmyndafrík hafði hann samt alltaf verið. „En maður verður jú ekki leikstjóri af því einu að fara í bíó fjóram sinn- um í viku.“ Meðan hann var á samningi skrifaði hann handrit og tók stuttar 8 mm kvikmyndir með stóra bróður sinum, Hans, sem gekk með sömu kvikmynda- bakteríu. Og eins og oft með bræður, þá framkvæmdi Hans það sem Soren Kragh-Jacobsen dreymdi um, m.a. gekk hann á kvikmyndaskólann í Prag. Dag einn hringdi svo stóri bróð- ir frá Prag. „Komdu hingað strax," sagði röddin i símanum og Soren sem gekk um gólf hjá B&W með drauma um að gera heimildarmynd um hina vinnandi stétt, pakkaði niður i tösku og hoppaði upp í næstu lest. Seren Kragh-J acobsen hélt Prag út í tvö ár, „þar sem ég lærði ekki baun um kvikmyndir, en heilmikið um sjálfan mig“. Þar upplifði hann þá alþjóðlegu stemmningu, sem á þeim tíma ríkti enn í Prag. Borg- in var full af stúdentum frá Suð- ur-Ameríku og Afríku, sem blésu lífí í hið austur-evrópska stúden- talíf. „Mér opnuðust nýjar leiðir og ég upplifði heiminn á nýjan hátt, því margir af vinum mínum komu frá Eritreu og höfðu lifað í felum í fjöllunum með vélbyssu um öxl frá því þeir vora 15 ára. Það eina sem ég gat sagt þeim var að ég hafði einu sinn dottið á hausinn á skellinöðranni minni. Svo ég hafði sko ekki neinar sögur að segja öðram." Myndir með allar réttu meiningamar Það var fyrir tilviljun að Seren Kragh-Jacobsen byijaði hjá bama- og unglingadeild danska sjónvarpsins upp úr 1970. „Þar var þá möguleiki til að vinna með efni þar sem maður gat fengið útrás fyrir bamaskapinn sem býr í okkur öllum.“ Hann varð fljót- lega trygging fyrir því að bama- og unglingadeildin framleiddi auðþekkjanlega, hlýjaogpersónu- lega dagskrá. Síðan fylgdu kvik- myndmar „Viltu sjá sæta naflann minn?“ „Gúmmí-Tarzan, „ísfugl- ar“ og nú síðast „Skugginn af Emmu“. Þær hafa þrykkt inn í vitund fólks ímyndinni af Soren Kragh-Jacobsen sem „mannin- um sem gerir þessar góðu, blíðu myndir með allar réttu meining- amar“. „Samt er enginn vafi á, að á meðal kvikmyndaleikstjóra er langtum fínna að gera fullorðins- myndir, þó að mér við fyrstu sýn virðist það langtum léttara." Strandaðir Baunar Og nú er stefnan tekin til ís- lands. „Það er bæði fyrir tilviljun og sökum langvarandi áhuga míns á landi og þjóð að ég vinn nú að handriti þar sem ísland er í bak- granni atburðanna. Sjálf megin- hugmjmdin, sem mér finnst inni- halda allt það sem góð kvikmynd þarf til að bera, er leiðtogafundur- inn í Reykjavík; það að lítið land úti í hafsauga verður miðja heims- ins í nokkra daga. Líkt og þegar sirkus heimsækir lítinn bæ, dag- legt líf fer úr skorðum um stund- arsakir, á meðan framtíð heimsins er rædd í húsi sem sagt er að sé draugagangur í. Hugmyndina fékk ég meðan á leiðtogafundinum stóð.Ég hugs- aði með sjálfum mén Hvað nú, ef til staðar væri manneskja í þessu húsi sem gæti heyrt allt það sem fram færi, en ætti í erfíðleik- um með að skilja það vegna van- kunnáttu sinnar í ensku? Svo fínn- ur hún allt í einu út að þessir tveir á hæðinni fyrir ofan, sem ræða um framtíð okkar allra, líf og dauða, hafa sama vandamál og aðalpersónan sjálf gagnvart eiginkonu sinni: Að báðir aðilar vilja gjama, en þeir treysta bara ekki hvor öðram. Þannig að þetta kemur til með að vera saga um hvemig stórir hlutir eiga sínar hliðstæður í þeim minni." Þó efnið sé alvarlegt er líklegt að efnistök verði með húmorfsku ívafi, án þess þó að verða farsa- kennd. Hrynjandi myndarinnar og stílbrögð verða sennilega í anda „Local Heroes" (Bill Forsyth). „Auðvitað verður þetta dramatísk mynd, en hún fjallar þó fyrst og fremst um aðalpersónuna sjálfa og hennar eigin litlu veröld. Það er möguleiki á að það verði Dani, strandaður Bauni, sem hefur búið á íslandi í 20 ár. Ég hef hitt marga slíka, sem kenna í Háskól- anum eða hafa gifst íslendingi. Einhvers staðar undir niðri lengir þá eftir Danmörku, en þegar þeir hafa verið viku í Kaupmannahöfn hafa þeir fengið meira en nóg.“ fslenskt kvikmyndafólk og leikarar „Ástæðan fyrir því að ég hef valið að hafa húsvörðinn danskan er einfaldlega sú að annars er ekki mögulegt fyrir mig að fá styrk til myndarinnar frá dönsku kvikmyndastofnuninni. Það er möguleiki á að það verði konan hans sem er dönsk og hann sjálf- ur íslendingur. Þetta kemur á engan hátt til með að vera mynd sem reynir að draga dár af íslendingum, líkt og „Whisky Galore" (1949) gaf okk- ur mynd af Orkneyingum sem viskíþyrstum og framstæðum sjó- mönnum norður í Ballarhafi, held- ur hnyttin mynd um eina persónu sem flækist inn í framandi at- burðarás. Ég vonast til að fá tækifæri til að nota marga íslenska leikara, en þetta er allt að sjálfsögðu und- ir íslenskum yfirvöldum komið. Það þarf ekki annað til en að ein- hver lyfti vísifingrinum og segi: „Hvað haldið þið eiginlega að þið séuð? Nú voram við miðja al- heimsins í 5 daga og því skal ekki hreyfa við.“ Ef allt gengur að óskum verða það annars vegar danska kvik- myndastofnunin og hins vegar Metronome sem koma til með að framleiða myndina, en Metr- onome hefur fjármagnað fjórar af fyrri myndum Serens Kraghs- Jacobsens, sem allár hafa skilað sér flárhagslega. Auk þess reikn- ar Seren Kragh-Jacobsen með að leggja hluta af sínum eigin laun- um í myndina. „Ég reikna með að taka með mér sama hóp og hefur unnið við síðustu fjórar myndir mínar. Við jjekkjum hvort annað inn og út. Utiupptökumar á íslandi koma til með að taka u.þ.b. mánuð, en allar inniupptök- umar fara svo fram hér í Dan- mörku. Annað er ekki mögulegt innan þess ramma sem styrkur dönsku kvikmyndastofnunarinnar setur okkur. Tímatakmörkin sem mér era sett við íslandstökumar era að því leyti jákvæð að þau gefa möguleika á tæknisamvinnu milli islenskra og danskra kvik- myndagerðarmanna. “ Norræn kvikmyndaframleiðsla er nauðsyn „Ég gæti hugsað mér að takast á við norræna kvikmynd, þar sem allir tala meira eða minna skand- inavísku. Margir íslendingar geta talað og skilið t.d. dönsku, en þeir vilja- bara ekki viðurkenna það.“ Saren Kragh-Jacobsen undir- strikar að samnorræn framleiðsla á sviði kvikmynda sé sá vettvang- ur sem norrænir framleiðendur og leikstjórar ættu að gefa meiri gaum. „Ég hef hvað eftir annað rekið mig á það, þegar ég ferðast á milli kvikmyndahátíða í veröld- inni með myndimar mínar, að norrænu löndin era sett undir einn hatt sem Skandinavía. Þegar maður sækir um að fá myndina sína sýnda í einni af hinum mörgu sérhátíðum, t.d. í Cannes, þá segja viðkomandi aðilar alltaf: En við höfum fyrir löngu fengið eina skandinavíska kvikmynd. Þeir segja ekki: Við höfum valið eina danska mynd eða við höfum valið eina íslenska mynd. Þegar Norð- urlöndin hafa fengið þessa flokk- un, þá er alveg eins gott fyrir okkur að notfæra okkur hana.“ Viðtal: Gísli Friðrik Gíslason Mynd: Michael Nevin LOFTSKEYTAMANNATAL Bókin „Loftskeytamenn og fjarskiptin" er til sölu á skrifstofu Félags ísl. loftskeyta- manna í Borgartúni 18, milli kl. 16.00- 18.00 mánudaga-föstudaga. Símsvari utan skrifstofutíma, sími 13417. ) ER NÆR OLDUNGIS RUGLADURDRENGUR KALLAÐUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.