Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988 ÓSKARSVERÐLAUNIN ’88 - getspár og vanga- veltur Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Enn fer skjálfti um kvikmynda heiminn, áhorfendur sem þátttak- endur, þvi komið er að hinni ár- legu afhendingu Óskarsverðlaun- anna, sem eru — hvað svo sem tautar og raular — eftirsóttustu sigurlaun iðnaðarins. Rlukkan 1800 á Vesturstrandartima mánu- dagskvöldið 11. apríl hefjast her- Iegheitin og við fáum svo væntan- lega úrslitin með morgunkaffinu á þriðjudagsmorguninn. Vafa- laust verða margir vonsviknir með endalokin, en sem kunnugt er stendur valið um þá fimm sem tilnefndir eru í hveijum þætti kvikmyndagerðarinnar, en við skulum vona að sem flestir verði ánægðir með niðurstöðurnar. Hvað sem þvi líður f innst mér sem sá dýrðarljómi sem umlék hin sögufrægu verðlaun hafi minnk- að nokkuð hin síðari ár, hið sama verður hinsvegar ekki sagt um gildi þeirra fyrir handhafana og verkin — svona næstu vikumar! Tilnefningamar koma ekki siður á óvart en úrslitin, nú sem endra- nær. Gengið er framhjá öndvegis verkum meðan önnur eru á torskilinn hátt hafin til skýjanna. Það kom t.d. flatt uppá marga að eftirtaldar myndir og leikstjórar þeirra hlutu ekki tilnefningu; Hinir Vammlausu- The Untouchables/Brian De Palma, Empire of the Sun/Steven Spielberg, The Dead/John Huston, Full Metal Jacket/Stanley Kubrick, Hróp á frelsi-Cry Freedom/Richard Atten- borough og Ironweed undir ieik- stjóm Hectors Babenco. Af leikumm sem silja eftir útí kuldanum þann 11. aprfl má nefiia Steve Martin í Roxanne (handritið hans að umræddri mynd hlaut sömu útreið i augum akademíunnar), Lill- ian Gish og Bette Davis í The Wha- les of August (myndin er á leiðinni á tjaldið í Regnboganum), Barbra Streisand og Richard Dreyfuss í Nuts, Faye Dunaway í Barfly, Ro- bert De Niro í Hinum vammlausu, Joanne Woodward I Glerdýrunum- The Glass Menagerie, Diane Keaton í Baby Boom, Emily Loyd í Vildðú værir hér, og svo mætti lengi telja. Að venju ætla ég að geta mér til um helstu Óskarsverðlaunahafana á mánudagskvöldið. Sjálfum mér til gamans (og vonandi einhveijum fleirum), því víða rennir maður blint í sjóinn, þrátt fyrir Evrópufrumsýn- ingar og yfir höfuð stÓrbætta stefnu í þá átt að sýna myndir hér sem nýjastar af nálinni eru enn ósýndar hérlendis nokkrar lykilmyndir af- hendingarinnar. Og vafalaust bíða kvikmyndahúsaeigendur að auki með að frumsýna nokkrar myndanna sem koma við sögu í ár eftir verð- launaafhéndingunni og því auglýs- ingagildi sem hún tvímælalaust hef- ur á gengi þeirra. En þær eru ekki langt umdan; Empire of the Sun , Broadcast News, Hope and Gloiy, Ironweed, Good Moming, Viet Nam, Hundalíf og Leiðsögumaðurinn. Besta myndin Vissulega er alltaf erfitt að spá í úrslitin en þó mismunandi frá ári til árs og 1988 er feikilega tvísýnt. Ekki síst valið á stærsta trompinu — bestu mynd ársins. Að öllum líkindum mun slagurinn standa á milli Broadcast News og Síðasta keisarans. Þá gæti Hættuleg kynni- Fatal Attraction, komið inní dæmið, en hafa ber í huga að sú mynd hlaut aðeins þokkalega dóma vestan hafs en því betri viðtökur hjá almenn- ingi. Fullt tungl (en sýningar hennar heflast í dag í Bíóborginni), og Hope and Glory, hafa minni möguleika. En þá víkur sögunni til Davids Putt- nams. Sem kunnugt er var þessi frægi, metnaðarfulli kvikmynda- framleiðandi dubbaður uppí æðstu metorð hjá Columbia Pictures. Þar Ienti hann fljótlega uppá kant við peningamennina í Hollywood, lög- fræðingagerið og hina vaidamiklu umboðsmenn, sem leiddi til þess að hann er nú snúinn aftur heim til Englands. Hinsvegar eignaðist hann mikinn fjölda aðdáenda í röðum listamannanna og fullyrt er að því tróni nú ein sú mjmda sem hann sá persónulega um að gerð var undir Columbia merkinu, Hope and Glory, á meðal hinna útvöldu. Og þá geti vinsældir hans haft úrslitaáhrif á val Slðasta keisarans sem besta mynd ársins, annarrar dekurmyndar hans hjá Columbia. Svo áhrif Ihittnams eru síður en svo lítil þó hann hafi verið brottrækur gerri En ég ætla að leyfa mér að veðja á Broadcast News- Hún lítur út fyr- ir að vera dæmigert óskarsverð- launamyndarefni. Fáguð Hollywood- framleiðsla, skynsamlega skrifuð, vel leikin af kunnum leikurum plús stórstjömu, hvort tveggja fyndin og ádeilin. Þá stilli ég keppinautunum fimm þannig, sú sigurstranglegasta efst, síðan koll af kolli, sú ólíkleg- asta neðst: Broadcast News Leikstjóri James L. Brooks. 20th Century Fox. Sfðasti keisarinn, leikstjóri Bemardo Ber- tolucci. Columbia. Hættuleg kynni, leikstjóri Adrian Lyne. Paramount. Hope and Glory, leikstjóri John Bo- orman. Columbia. Fullt tungl, leik- sQóri Norman Jewison. MGM. Besta erlenda myndin Ekki er valið auðveldara hér. Hef samt tröllatrú á listaverki Malles, Bless krakkar, þó svo ég óski Leið- sögumanninum hins besta brautar- gengis. Og Scola getur komið á óvart með Fjölskyldunni. Þess má til gam- ans geta að Frakkland hefur nú hlot- ið frá upphafi alls 25 útnefningar fyrir bestu erlendu mynd ársins, ít- alía 21, Spánn 13, Danmörk 4 og -þá er þetta önnur tilnefning nor- skrar myndar til æðstu verðlauna Bandarisku kvikmyndaakademíunn- ar. Hinsvegar hafa Fransmenn hampað þeim í ein átta skipti og ítalir í sjö. Bless krakkar Au Revoir, les En- fants, (Frakkland). Leiðsögumaður- inn (Noregur). Fjölskyldan (Ítalía). Boð Babbette (Danmörk). Course Compleated (Spánn). Besti leikstjórinn Það sem kemur mest á óvart þeg- ar litið er yfir nöfn hinna fimm til- nefndu kvikmyndaleikstjóra að nafn James L. Brooks — Broadcast News — vantar. Þó hlýtur myndin sjö aðr- ar tilnefningar og Brooks hefur hlot- ið fádæma lof gagnrýnenda fyrir þessa aðra mynd sína (óskarsverð- launamyndin Terms Of Endearment var sú fyrsta sem hann ieikstýrði). M.a. var hann kjörinn leikstjóri árs- ins af kröfuharðasta hóp gagnrýn- enda í Bandaríkjunum — samtökum kvikmyndagagnrýnenda í New York. Sami heiður féll honum í skaut frá samtökum leikstjóra — Directors Guild of America. Og Spielberg á ekki uppá pallborðið hjá akade- míunni, frekar en fyrri daginn. í fyrsta skipti 1 sögunni er enginn leikstjóranna Bandaríkjamaður. Bertolucci er ítali, Lyne og Boorman Bretar, Hallström er sænskur og Jewison Kanadamaður. Jewison hef- ur tvisvar verið tilnéfndur áður, fyr- ir í hita næturinnar, 1967, og Fiðlar- ann á þakinu, 1971. Þeir Bertolucci og Boorman einu sinni hvor, sá fyrr- nefndi fyrir Síðasta tangó í París, 1973, sá síðamefndi fyrir Deliveran- ce, 1972. Allt vanir menn. Hinirtveir hafa hinsvegar ekki komið við sögu Óskars áður. Ég spái að Bertolucci vinni og verði þar með fyrstur ítal- skra leikstjóra að vinna Oskarsverð- launin. Bernardo Berolucci Síðasti keisar- inn. Norman Jewison, Fullt tungl. John Boorman, Hope and Glory. Adrian Lyne, Hættuleg kynni. Lasse Hallström, Hundalíf. Besti karlleikarinn í aðalhlutverki Enn vandast málið! Vinur vor, Jack Nicholson, er ALLTAF sigur- vænlegur. Það kom nokkuð á óvænt að hann var tilnefndur fyrir leik sinn í Ironweed frekar en Nomunum í Eastwick, sem sló hressilega í gegn. Hvað með það, þetta er níunda og örugglega ekki síðasta útnefning þessa snilldarleikara, sem yrði þriðji leikarinn í sögunni að vinna þrenn Óskarsverðlaun fyrir leik. Hinir em Ingrid Bergman og Walter Brennan; Katherine Hepbum hampar fjórum! Af hinum leikumnum er William Hurt sá eini sem hlotið hefur verð- launin — fyrir minnisstæða túlkun sína á hommanum í Kossi kóngulóar- konunnar, 1986. Og þá var hann tilnefndur á síðasta ári fyrir litlu síðri leiksigur í Guð gaf mér eyra. Annarhvor þessara snillinga, sem em í hópi með, í mesta lagi, þrem, íjórum öðrum í úrvalsflokki banda- rískra leikara, verður hinn útvaldi. Það er nánast útilokað að gera uppá milli þeirra. Og þá er varasamt að afskrifa stjömuleik annars leikara, sem aukinheldur er kominn af rót- grónum, virtum og voldugum Holly- woodaðli; Michael Douglas í Wall Street... Og menn eiga tæpast lýs- ingarorð yfir frammistöðu Robins Williams i Good Moming, Vietnam. Nú og gamli, góði Marcello Mastro- ianni hlaut leikverðlaun á Cannes í fyrra fyrir Myrk augu. Hann verður þó að teljast „svarta hrossið" í þess- um úrvalshóp. Jack Nicholson Ionweed. William Hurt, Broadcast News. Michael Dou- glas, Wall Street. Robin Williams, Good Moming, Vietnam. Marcello Mastroianni, Myrk augu. Besta leikkonan í aðalhlutverki Hér er hörkulið, en með Meryl Streep í ömggum fararbroddi. Hún hefur hlotið einstaklega góða dóma fyrir túlkun sína á göturæsisbyt- tunni og félaga Nicholsons í Iron- weed. Streep hlýtur hér sína sjöttu tilnefningu og yrði, einsog meðleik- ari hennar, þriðji leikarinn í sögunni að hljóta þrenn Óskarsverðlaun, ef þau falla henni í skaut annað kvöld. En Glenn Close er engin undirmáls- manneskja; fyrir leik sinn í Hættuleg kynni hlýtur hún sína fjórðu tilnefn- ingu, en takið eftir, á aðeins sjö mynda ferli! Þetta getur farið á hvom veginn sem er og Hættuleg kynni var vinsælasta myndin á síðasta ári. Cher er mögnuð leikkona sem ég set hiklaust f þriðja sætið, þó Holly Hunter gæti hæglega orðið ólíklegasti sigurvegari kvöldsins! Hunter hlaut einróma lof fyrir leik sinn I Broadcast News. Sally Kirk- land á litla möguleika I þetta óá- rennilega gengi. Meryl Streep Ironweed. Glenn Close, Hættuleg kynni. Cher, Fullt tungl. Holly Hunter, Broadcast News. Sally Kirkland, Anna. Farið verður fljótt yfir sögu helstu „minni háttar" verðlaunanna. Til gamans má þó geta að Vincent Gardenia er sá eini leikaranna 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.