Morgunblaðið - 10.04.1988, Síða 32

Morgunblaðið - 10.04.1988, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988 Bömin á Hvolpadeild höfðu mik- inn áhug-a á ljósmyndaranum. Fremst eru þau Jón Ragnar og Guðrún. Á bak við þau eru Matt- hildur, Kristján Vignir, Borg- hildur, Friðrik Þór, Ólafía og Kristín. OG Skortur á starfsfólki kemur í veg fyrir markvisst starf viÖ sameiginlegt uppeldi fatlaðra ogófatlaðra barna FOTLVÐ BÖRN DAGVISTAR HEIMILI í íslenskum lögum um mál- efni fatlaðra er kveðið á um að dagvistarstofnanir og deildir tengdar þeim séu stofnanir fyrir fatlaða. A dögunum var flutt á Alþingi tillaga til þingsályktunar um dagvistarmál fatlaðra barna. í henni er Alþingi gert að fela ríkisstjórninni að láta kanna þarfir fatlaðra barna fyrir dagvistun og hvaða úrræða og úrbóta er þörf. Huga á sérstaklega að því hver eigi að bera ábyrgð á og kosta uppbyggingu þjón- ustunnar og rekstur hennar. Jafnframt skal leita leiða til að tengja sérdeildir dagvist- arstofnana svo sem framast er unnt við almennar deildir þeirra sem og stuðla að þvi að fötluð börn geti flust af sérdeildum yfir á almennar deildir. Félagsfræðingamir Dóra S. Bjamason og dr. Ulrike Schildemann stóðu fyrir rannsókn á sameiginlegu uppeldi fatlaðra og ófatl- aðra bama á dagvistarheimili í Reykjavík í eitt ár frá 1985 til 1986. Dóra á sjálf fatlað bam og hefur mikinn áhuga á þessum málum. Morgunblaðið/Sverrir Það var nóg að gera hjá öllum á Hvolpadeildinni á Múlaborg. Fremst á myndinni er Borghildur Thors deildarþroskaþjálfi. Morgunblaðið ræddi við hana um rannsóknina og hugmyndir hennar um sameiginlegt uppeldi. Dagvist- arheimilið Múlaborg í Reykjavík var einnig heimsótt og spjallað við Borghildi Thors deildarþroska- þjálfa, en á Múlaborg eru tíu fötluð böm á sérdeild sem er ein af fáum slíkum á landinu. Hugmyndir um að blanda saman fötluðum og ófötluðum bömum í skólum og á dagvistarheimilum eiga rætur sjnar að rekja til Flórens á ítaliu. Á undanfömum árum hafa verið gerðar tilraunir með blöndun víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Rannsókn þeirra Dóru S. Bjama- son og dr. Ulrike Schildemann fólst í því að koma tveimur fotluðum bömum fyrir á dagvistarheimili í Reykjavík og vinna markvisst að sameiginlegu uppeldi eða blöndun þeirra og ófötluðu bamanna í eitt ár frá september 1985 til septem- ber 1986. Félagsfræðingamir fylgdust síðan með starfinu. í lok rannsóknartímabilsins var gerð Friðrik Þór Ólason umfangsmikil könnun á viðhorfum alls starfsfólks Dagvistar bama í Reykjavík til sameiginlegs uppeldis faltaðra og ófatlaðra bama á dag- vistarheimilum borgarinnar. Blöndun þarf að undirbúa vel Ennþá liggja ekki allar niðurstöð- ur fyrir, en Dóra sagði að það sem komið væri gæfi mikilvægar vís- bendingar um aðstæður dagvistar- heimila til að vinna að sameiginlegu uppeldi. Undirbúningur að athuguninni í Bamaborg, eins og dagvistarheimil- ið er kallað í rannsókninni, tók tals- verðan tíma því erfitt var að finna dagvistarheimili þar sem starfsfólk var tilbúið til að skuldbinda sig til að taka þátt I rannsókninni í heilt ár. En það tókst og þroskaþjálfi var einnig ráðinn til starfa til að taka þátt í að móta þau vinnubrögð sem blöndun byggir á. Á Bamaborg höfðu ekki verið fötluð böm um tíma og starfsfólkið hafði litla sem enga reynslu í uppeldi slíkra bama. Samkvæmt skilgreiningu Dóm vísar blöndun ekki einungis til þess að öll þjónusta við fatlað fólk sé á stöðum sem þjóna almennum borg- urum, eins og kveðið er á um í lög- um um málefni fatlaðra frá 1984. „Hugtakið felur einnig í sér að menn viðurkenni og virði hvem annan, þótt þeir séu ólíkir," segir hún. „Jákvæð samskipti mikið fatl- aðra og annarra mótast tæpast eðlilega af sjálfu sér. Þess vegna þarf að undirbúa blöndun vel, skipu- leggja hana og móta samskipti bamanna og starfsfólks þannig að samskiptin verði jákvæð og hvert bam fái jafnframt þá þjálfun og uppeldi sem það þarf. Það er býsna erfitt að ná fram góðu blöndunarstarfí. Til þess þarf að kunna vel til verka. Vinnubrögð- in þurfa að byggjast að hluta á þvf sem þroskaþjálfínn kann og að hluta á fagmennsku fóstra og ann-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.