Morgunblaðið - 10.04.1988, Síða 38

Morgunblaðið - 10.04.1988, Síða 38
: i:'; MQÍÍ&'íikáLASfe';‘aMÍ’ í988 <?8 38 Gœðanna vegna! HREINIÆTI J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN H.F. RÉTTARHÁLSI 2 SÍMI 8 38 33 ER OKKAR FAG Hvít CORSICA hreinlætistæki frá Sphinx í setti á frábæru verði. IÐNAÐURINN OG UNGA FÓLKIÐ eftirHarald Sumarliðason Það er kunnara en frá þurfí að segja, að miklar hræringar og örar framfarir eru nú á sviði fram- leiðslu- og verktækni í iðnaði og raunar atvinnulífínu almennt. Að undanfömu hefur verið nokkur umræða um þetta efni. Því miður hefur oft viljað brenna við, að sú umræða væri um of neikvæð. Á það ekki síst við um það, þegar t.d. em kveðnir upp sleggjudómar um of- fjárfestingu og slælega stjómun fyrirtækja, sem ein allsheijar skýr- ing á efnahagsvanda íslendinga og menn reyna að koma allri sök á atvinnurekendur. Hið sama hefur einnig viljað verða upp á teningn- um, þegar menn kveða sér hljóðs á opinberum vettvangi um það mál- efni, sem ég leyfí mér að gera hér að umræðuefni, þ.e. iðnfræðsluna. Of mikið hefur borið á fremur lítt rökstuddum fullyrðingum um að iðnfræðslan sé eða hljóti að vera úrelt, fremur en að leitast sé við að draga fram, hvetju þurfí að breyta til þess að iðnfræðslan þjóni sem best tilgangi sínum og svari kröfum tímans. Ég sé ástæðu til að vara við slíkum neikvæðum skrifum, þar eða áhrifín af þeim eru fyrst og fremst þau, að skapa þá alröngu ímynd af iðnaði, iðnnámi og iðnaðarstörfum, að þar sé flest gamalt, úrelt og lítt spennandi. Hvaða skýringar eru á manneklu í iðnaðinum? Mannekla var sem kunnugt er mikið vandamál í iðnaðinum og at- vinnulífínu almennt á sl. ári. Að hluta til stafaði hún af eftirspumar- þenslu og þeim miklu öfgum, sem einkenna íslenskt efnahagslíf. Að því er iðnaðinn varðar er hér þó ekki eingöngu um að ræða tíma- bundinn vanda, tengdan þenslu í þjóðfélaginu. Könnun, sem Lands- samband iðnaðarmanna gerði sl. haust, sýndi, að margir vinnuveit- endur innan samtakanna töldu, að manneklan væri viðvarandi vanda- mál. I könnuninni kom jafnframt fram, að tilfínnanlegastur væri skorturinn á §ölhæfu fag- og tæknimenntuðu starfsfólki, og hefði sá skortur að vissu marki verið til staðar svo árum skipti. Skýringin á skorti á iðnaðar- mönnum í mörgum stærstu grein- um iðnaðarins, s.s. málmiðnaði, byggingariðnaði og tréiðnaði, getur naumast falist í því, að launin séu lág. Vissulega mættu launin gjam- an vera hærri, en staðreyndin er sú, að launatekjur iðnaðarmanna eru háar samanborið við aðrar stétt- ir með hliðstætt nám að baki. Þann- ig var heildarmánaðarkaup iðnaðar- manna að meðaltali um 97.700 kr. á sl. ári, miðað við verðlag í mars sl., samkvæmt upplýsingum Kjara- rannsóknamefndar. Vafalaust get- ur skýringin að hluta til legið hjá vinnuveitendum í iðnaði og hjá iðn- fræðsluskólunum, því vissulega er margt, sem betur mætti fara, til þess að nám og störf í iðnaði séu eftirsóknarverð. Kemur þar fyrst upp í hugann aðbúnaður á vinnu- stöðunum, sem þó hefur betur fer víða farið stórlega batnandi að und- anfömu. Húsa- og tækjakostnaður iðnfræðsluskólanna vegur einnig þungt á metunum, eins og best má sjá af því, þar sem aðstaða er til fyrirmyndar, t.d. í Verkmenntaskól- anum á Akureyri. Þörf á vandaðri starfskynn- ingu Eitt gmndvallaratriði tel ég þó vera, að nám og störf í iðnaði og raunar iðnaðurinn almennt, er of lítið kýnnt á opinbemm vettvangi og iðulega á alltof neikvæðan hátt. Það hefur ekki komist nægjanlega vel til skila hjá unga fólkinu, að hin svonefnda nýja tækni, sem byggist m.a. á nýjungum í tölvu- tækni, skapar ekki einvörðungu spennandi störf við fjölmiðlun (s.s. sjónvarp), tölvuforritun o.þ.h. eða í framleiðsluiðnaði úti í heimi. Hún er jafnframt gmndvöllur fyrir mjög fjölbreytt og spennandi störf í íslenskum iðnaði, þar sem nýja tæknin ryður sér ört til rúms í ýmsum myndum og hefur sumpart mun djúpstæðari áhrif en á störf í öðmm atvinnugreinum. í þessu efni dreg ég ekki undan ábyrgð þeirra samtaka, sem ég er í forsvari fyrir. Raunar em nú á vegum þeirra lögð drög að því að efla vemlega kynningu á iðnnámi og störfum tengdum iðnaði. En úr því farið er að nefna sökudólga, fer ég heldur ekki leynt með þá skoðun mína, að í þessu efni er einnig nokk- uð við fjölmiðlana að sakast, eink- um ríkisflölmiðlana. Fréttir þeirra úm atvinnulífínu em alltof einlitar. Kjaradeilum er þar gert alltof hátt undir höfði, svo hátt, að ætla mætti, að atvinnulíf landsmanna Haraldur Sumarliðason „Það hefur ekki komist nægjanlega vel til skila hjá unga fólkinu, að hin svonefnda nýja tækni, sem byggist m.a. á nýj- ungmn í tölvutækni, skapar ekki einvörð- ungu spennandi störf við fjölmiðlun (s.s. sjón- varp), tölvuforritun o.þ.h. eða í framleiðslu- iðnaði úti í heimi. Hún er jafnframt grundvöll- ur fyrir mjög fjölbreytt og spennandi störf í íslenskum iðnaði, þar sem nýja tæknin ryður sér ört til rúms í ýmsum myndum og hefur sum- part mun djúpstæðari áhrif en á störf í öðrum atvinnugreinum.“ nærðist á kjaradeilum, en lægi í dvala þess á milli. Þá em ríkisfjöl- miðlamir mjög sama merki brennd- ir og æðstu stofnanir ríkisins, al- þingi og ríkisstjómir, að mismuna atvinnuvegunum í afstöðu sinni. Uppbyggilegar fréttir úr atvinnulíf- inu takmarkast að vemlegu leyti Stöndum saman um landsliðið okkar FLUGLEIDIR ^aðalstuðningsaðili HSÍ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.