Morgunblaðið - 10.04.1988, Síða 40

Morgunblaðið - 10.04.1988, Síða 40
8891 JWIA 01 HU9AQUWÍU3 .ÖIÖAiaHUQÍIOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRIL 1988 40 Morgunblaðið/Bjami Gill, söngkona Shark Taboo, með bassaleikara sveitarinnar í baksýn. Samvinna ríkisstjórna Norður- landa fer fram á vettvangi Nor- rænu ráðherranefndarinnar. Samvinnan snertirallflest svið samfélagsins. Skrifstofan sérjafnt umundirbúningogframkvæmd þeirra verkefna sem ráðherra- nefndin ákveðuraó ráðast skuli í. Skrifstofan skiptist í fimm sér- deildir, (fagavdelinger), upplýs- ingadeild, fjárhags- og stjórn- sýsludeild ogskrifstofu fram- kvæmdastjóra. Tónlistarlíf á Islandi er ferskara en ytra Rætt við meðlimi bresku sveitarinnar Shark Taboo Breska hljómsveitín Shark Taboo er nú stödd hér á landi tíl tónleikahalds. Síðasta fimmtu- dag hélt sveitin tónleika í Lækj- artungli og annað kvöld eru tón- leikar í Duus. Shark Taboo ætti að vera mönn- um kunn hér á landi, enda hélt hljómsveitin nokkra tónleika hér í ágúst á síðasta ári. Blaðamaður spjallaði stuttlega við hljómsveitar- meðlimi fyrir skemmstu til að fræð- ast um hvað á daga hljómsveitar- innar hefði drifið síðasta hálfa árið. Draumur um plötu Við fórum í tónleikaför um Bret- land í október, fórum þá um land allt og héldum tónleika í 10 borg- um. A þessu ári höfum við aftur á móti verið að semja ný lög sem við ætlum okkur að setja á væntanlega plötu. Enn er ekkert ákveðið með hver gefur út, en við höfum einna mest talað við Virgin útgáfufyrir- tækið, enda höfum við áhuga á að gera samning við fyrirtæki sem á peninga til að leggja í hljómsveitina þó peningar séu ekki takmark í sjálfu sér. Draumurinn er sá að gera sjálf plötuna og selja síðan stórfyrirtæki útgfuréttinn. Nú segist þið hafa verið að semja lögi hefur tónlistin breyst? Tónlistin hefur lítið breyst nema þá að hún hefur kannski mýkra yfrirbragð nú en áður. Textamir fjalla, eins og áður, um hluti í um- hverfi okkar og því hefur hljóm- sveitin oft verið kölluð pólitísk sveit. Það er þó ekki rétt að okkar mati að hægt sé að setja hana á svo ákveðinn bás. Þessi heimsókn ykkar til ís- lands er önnur heimsókn ykkar á innan við ári. Verður það árleg- ur viðburður að Shark Taboo komi tíl íslands. Við vildum gjaman að svo yrði, enda þykir okkur gaman að spila á íslandi. Tónlistarlíf hér er allt fersk- ara en í Bretlandi, en þar er lifandi tónlist víðasthvar að víkja fyrir vél- rænni og kuldalegri diskótónlist. Þannig tónlist er viðurstyggð í okk- ar augum, ómanneskjuleg og köld. Rokktónlist er tilfinningatónlist. Þó er til góð diskótónlist, t.d. Motow- ndiskó. Það er þó ekki þar með sagt að öll rokktónlist sé betri en diskótónlistin. Gott dæmi um lág- kúmna í rokktónlist eru hljómsveit- ir eins og BROS og álíka. Rokktón- listin sem situr efst á vinsældalist- um í Bretlandi og víðar er orðin svo útþynnt að það hlýtur eitthvað að gerast. Það verður eitthvað að ger- ast. Þetta sér maður ekki í Reykjavík, sem betur fer. Hér er mikil gróska í lifandi tónlist og hér em margar góðað hljómsveitir eins og S.h. draumur og auðvitað Sykur- molamir. Það var einnig gaman að hljómsveitinni sem lék á undan okk- ur á fímmtudag, Múzzólíní, þó hún sé kannski heldur hrá. Hvað er framundan hjá hljóm- sveitinni? Dreymir ykkur um að verða rík og fræg? Ekki held ég það sé eitthvað eftir- sóknarvert í sjálfu sér. Draumurinn er sá að leika þá tónlist sem okkur langar til að leika og það væri ekki verra ef það myndi færa okkur auð. Peningar em aftur á móti ekk- ert markmið í sjálfu sér. Peningam- ir eiga ekki að skipta máli, heldur það hvemig þeim er varið. Það er tónlistaráhugi sem rekur menn út í að fást við tónlist, en ekki pen- ingaáhugi. I kvöld leikið þið í Duus. Er eitthvað sérstakt sem þið viljið segja væntanlegum tónleikagest- um? Það eina sem vitum um Duus er að staðurinn er mjög litill og reynd- ar er Shark Taboo hljómsveit sem nær sér best á strik í litlum sal þar sem gott samband næst við áheyr- endur. Það heyrðum við þegar við lékum í Casablanca í ágúst og því er ekki annað en að benda fólki á að troðfylla staðinn. GJAFIR MEÐ YARANLEGT GHDI: Frægasta verk Hándels, Messías, ætti að vera í plötu- safninu á hveiju heimili. Þessar nýjustu útgáfur Pólýfónkórsins eru í sérflokki. Gildi þeirra er varan- legt og þær verða safngripir er tímar líða. IIAllEEN BRATmVAUf iN\\ M. KAlDALÓNS A1.T0 SlGRlÐlR BJA MACNÍSDÓrnR TCiOR W JON'niORSTtlNSSON IAN PARTWDGE RASS FFTER COLEMAN-WUGHT COMXJCTOR INGÓUVR ClDBRAWSSOJi iis líEi m .... ■ f—raij---nW« ■ - gfcjfe 'j'j PÓLÝFÓNKLjMnX /957-1987 Fyrstu geisla- diskamirmeð íslenskum og erlendum flytjendum æðri tónlistar Á hljómplötu (valdir kaflar): Pol.0010 Á tveimur geisladiskum: Pol. 008-9 Saga Pólýfónkórsins í þrjátíu ár Falleg bók, spennandi lesning og merk heimild. Saga Pólýfón- kórsins í 30 ár og umdeilds stjómanda hans. Hvert var tak- mark hans, hver voru laun hans og hefur hann „keypt sér sess með listamönnum?“ POLYFONKORINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.