Morgunblaðið - 10.04.1988, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 10.04.1988, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988 41 Við — almenningur — erum að fá umboðsmann. Og það er um- boðsmaður Alþingis. Enda Alþingi ■ nú að leggja honum lífsreglurnar. Hlutverk umboðsmanns er að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjómsýslu ríkis og sveitarfélaga og tryggja rétt borgaranna gagn- vart stjómvöldum landsins. Skal hann gæta þess, segir í lögunum, að jafnræði sé Lheiðri haft í stjóm- sýslunni og hún fari að öllu leyti fram í samræmi við lög og aðra stjómsýsluhætti. Er umboðsmanni sýnilega ætlað að vera aðhald að embættismönnum og verja borgar- ana fyrir starfsmönnum hins opin- bera af ýmsu tagi, bæði ríkisins . og sveitarfélaganna. Án efa góð hugmynd og þörf. Ríkisstjómir hverfa á braut, nýir ráðherrar koma í ráðherra stað, en sérfræðingamir og embættis- mennimir sitja áfram, sveipaðir nafnleysi, sem tryggir þeim vald með vemd gegn ágengri forvitni samborgara. Án aðhalds, sem sum- ar þjóðir hafa leyst með því að láta embættismenn gera opinber- lega grein fyrir málum fyrir þing- nefndum. Bera þannig ábyrgð. Hér á að fara aðra leið, hafa umboðs- mann til að rétta hlut hins al- menna borgara í viðskiptum við valdamenn ef á hann er hallað. Húrra! En þessi umboðsmaður er samt ekki umboðsmaður almenn- ings heldur Alþingis. Það er skýrt og skorinort. Hver á þá að verja hinn almenna borgara fyrir.Alþingi og gæta þess að „jafnræði sé í heiðri haft“ frá þeim bæ? Er nokk- urt mál að skella ójafnaðinum í lög eða breyta lögunum frá í gær í andstæðu sína í dag? Allt er í heim- inum hverfult og brigðul lögin engu síður en hún donna mobile í óperunni. Ef ekkert er aðhaldið. Tökum t.d. eitthvað sem mest áhrif héfur á líf okkar. Byijum á endanum sem venjulega rekur lest- ina, þ.e. ellinni. Sífellt fjölgar borg- urunum í þeim flokki. Margir hafa haft þá forsjálni að greiða í lífeyris- sjóð 10% af launum sínum, þar af 4% f formi samninga við vinnuveit- endur, til að eiga tryggan lífeyri að lífstarfi loknu. Nú hefur löggjaf- anum tekist að þurrka þetta út — með lögum að sjálfsögðu. Snúa þessu við hjá meðaljónínum, svo hann getur jafnvel verið verr sett- ur eftir allar greiðslumar í áratugi en sá sem engan lífeyrissjóð hafði. f hugann koma mæðgur, önnur ekkja manns sem heila starfsævi greiddi í lífeyrisjóð fyrir þau, hin greiddi engan lífeyrissjóð. Mánað- arlegar ellitekjur þeirra eru nokk- um veginn þær sömu. Báðar fá greiddan lífeyri, einsog allir við 67 ára aldur frá Tryggingarstofnun, um 8.700 kr. á mánuði. Sú lífeyris- lausa fær svo tekjutryggingu upp á 9.800 krónur og uppbót um 13.700. Ekkert of sæl af því. Upp- söfnuð lífeyrissjóðseign þeirrar eldri verður til þess að hún fær ekki ábótina. Og hún er verr sett en dóttirin því við að fá úr lífeyris- sjóði, þótt lítið sé, hefur hún misst afslátt af síma og af útvarpi og það sem meira er, hún getur feng- ið skatt sem hin fær ekki. Með lögum hefur áunna tryggingin hennar verið af henni tekin. Allar greiðslumar í 40 ár gera það eitt að spara ríkinu að greiða henni uppbótina. Þessar lágu lífeyris- greiðslur koma af því að aðeins hefur verið miðað við föstu launin, sem vísast eru ekki nema hluti af tekjunum, þar til nú nýlega að byijað er að greiða af ölíum tekj- um. En þá hefur löggjafinn líka séð við því, því hætt er að miða við tekjur síðustu fimm ára við greiðsluna úr lifeyrissjóðinum en miðað við allan starfstímann. Svo þeir sem lengst hafa greitt fara verst út úr því. Ef maður hennar hefði varað sig og lagt þetta fé reglulega til góðrar varðveislu, ætti konan þetta fé nú og þyrfti ekki að borga af því skatt. Var reyndar búinn að greiða af launun- um skatta jafnóðum. Nú er kominn upp Fijáls lífeyrissjóður sem varð- veitir slíkt fé til eigin afnota fyrir eigandann og sem löggjafinn getur ekki ráðskast með. Margt ungt fólk rennir til hans hýru auga við að horfa upp á hvemig fer fyrir sparifé foreldranna og hve óvarið það er fyrir ágangi hins opinbera. En þá er það — með lögum — skyldað til að vera í ákveðnum lífeyrissjóðum og greiða þar af tekjum sínum. Raunarollu lífeyrisþegans er raunar ekki lokið. Hann er vísast íbúðareigandi líka. Færum okkur ofurlítið niður aldursstigann. Þeg- ar sá miðaldra baslaði við að fá sér íbúð, gat hann ekki fengið opinbert lán fyrir nema tveggja herbergja íbúð. Færi hún yfír um 70 fm, urðu að vera fleiri en tveir. Nú vill hann stækka við sig. En þá hefur löggjafinn aldeilis komið aftan að honum. Hann er búinn að hirða lánamöguleikana úr lífeyrissjóðnum hans með því að neyða sjóðinn til að láta allt til- tækt fé í húsnæðiskerfið. En þar getur hann heldur ekki fengið lán af því hann á íbúð fyrir, fyrr en allir samstarfsmenn hans sem yngstir eru og styttst hafa greitt í lífeyrissjóðinn hafa fengið sitt í forgangi. Og þeim er ekki gert að kaupa litla íbúð eins og hann, held- ur fá lán f 3-4 herbe’rgja íbúð. Þar með hefur löggjafinn líka minnkað möguleika hans á að geta selt litlu íbúðina sína, sem lögum sam- kvæmt varð af þessari stærð. Með lögum hafa lánamöguleikar hans vegna lífeyrissjóðsins sem sagt horfíð. Sfðan er því svo snilldarlega fyrir komið — með lögum — að ríkissjóður ætlar að greiða svo nið- ur lánin þeirra yngstu að um alda- mót verður ríkið komið f botn- lausar skuldir, sem þeir og afkom- endur þeirra fá í hausinn sem skattborgarar. Öllu er þessu svo skipað með lögum. Hvemig á nú löghlýðið fólk að hegða sér? Og hver er réttur þess gagnvart þeim sem lögin setja? Á hveiju á fólk von? Tökum annan þátt sem flesta snertir nú til dags. Bílinn. Ekki alls fyrir löngu voru tollar skyndilega lækkaðir á bílum. Þar með lækkaðir í verði allir eldri bílar fólks. Jafnframt leyfður óheftur innflutningur á gömlum bílum. Vitanlega tóku bílamir að streyma inn í landið. Menn urðu standandi hissa á að fleiri bílar krefðust rýmri vega og umferðar- - úrlausna. Og fjölguðu slysum. Bílainnflutningur enn að aukast, nú frá áramótum fluttir inn 5000 _ bílar. Þegar svo einstaklingurinn sem nýtti tollalækkunina er búinn að fá sér bílinn, er honum gert ^ ókleift að eiga hann — með lögum. Settur á hann bifreiðaskattur og tiyggingafgjöldin hækka svo að mánaðartekjumar duga varla til, fyrir utan hækkaða skatta með bensíninu. Vesalings borgarinn veit aldrei hvaðan á sig stendur veðrið. Hvenær fær hann umboðs- mann til vamar gegn nærsýnum alþingismönnum, sem sjá eðli kjörtfmabila samkvæmt ekki lengra en nefið nær. Gætum við ekki fengið fastan umboðsmann, til vamar gegn löggjafanum líka, fyrst forsetar Alþingis og allir stjómmálaflokkar þar em sam- mála um að þörf sé á slíkum manni almenningi til vamar? Þeim spaka rithöfundi Litla prinsins St. Exupery varð að orði í ráðaleysi sínu, „ Ef einstaklingn- um leyfist ekki að kúga fjöldann, þá á fyöldinn heldur ekkert með að kúga einstaklinginn." En við verðum víst bara að gera að okkar orð Piets Heins í „Hinni sönnu vöm“ á íslensku Helga Hálfdanar- sonar: Vöm, það er sú vissa, að vöra er úrelt skissa. SKRIFSTOFA NORRÆNU RÁÐHERRANEFNDARINNAR óskar eftir að ráða DEILDARSTJÓRA og TÚLK/ÞÝÐANDA DEILDARSTJÓRI STAÐAN FELURISÉR: stjórnun flórðu sérdeildar skrif- stofunnar (fagavdeling 4). Deild þessi samhæfir og skipuleggur samvinnu ríkisstjórna Norður- landa á sviði iðnframleiðslu, efnahags- og peningamála, hús- næðis- og byggðamála auk við- skipta og þróunarhjálpar. Deildarstjórinn mun eiga sam- vinnu við stjórnvöld í viðkom- andi ríkjum og aðrar þær stofnan- ir sem hafa framkvæmd norrænn- ar samvinnu með höndum. Þá mun hann og koma fram sem málsvari skrifstofunnar á fundum ráðherranefndarinnar óski fram- kvæmdastjórinneftirþví. KRAFISTER: Viðeigandi menntunarogstarfs- reynslu og víðtækrar reynslu af stjómunarstörfum innan einka- eða ríkisgeirans. TÚLKUR/ÞÝÐANDI Viókomandi mun starfa við upp- lýsingadeild skrifstofu ráðherra- nefndarinnar, sem hefur með höndum miðlun upplýsinga og útgáfustarfsemi á vegum skrif- stofunnar. Viðkomandi mun starfa að þýð- ingum á opinberum skjölum úr dönsku, norsku eða sænsku á finnskuogöfugt. Honumereinn- ig ætlað að starfa sem túlkur á fundum og ráðstefnum. Honum kunna og að verða falin fleiri verkefni á vegum skrifstofunnar. KRAFISTER: Viðeigandi menntunarogstarfs- reynslu og starfsreynslu á þeim sviðum sem hér hafa verið nefnd. Báðar þessar stöður krefjast þess að viðkomandi starfsmenn séu liprir í samstarfi en geti jafnframt starfað sjálfstætt. Æskilegt erað umsækjendur þekki til norrænnar samvinnu. í boði eru góð laun og starfsað- staða öll er hin ákjósanlegasta. Stöðum þessum fylgja ferðalög innan Noróurlanda. Ráðning er til fjögurra ára. Ríkis- starfsmenn eiga rétt á leyfi frá núverandi störfum. Skrifstofa ráðherranefndarinnarerí (ýaup- mannahöfn og munu starfsmenn hennaraðstoða við að útvega húsnæði. Á vettvangi norrænnar samvinnu er lögð áhersla á jafnrétti kynj- anna ogeru því konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um stöðurþessar." NÁNARIUPPLÝSINGAR: um stöðu deildarstjóra veitir Seppo Suokko deildarstjóri. Rauni Pellikkka ráðunautur veit- ir upplýsingar um stöðu þýð- anda/túlks. Þau Harald Lossius, ráðunautur og Leena Lumes ritari (administr- ationsekretær) veita upplýsingar um kaup og kjör. Síminn í Kaup- mannahöfner: 1-11 4711. Umsóknarfresturrennur út 2. maí 1988. Skriflegar umsóknir skal senda: NORDISK MINISTERRÁD Store Strandstræde 18, DK-1255 Köbenhavn K Danmark.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.