Morgunblaðið - 10.04.1988, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 10.04.1988, Qupperneq 43
MORGUNBlÁðÍÐ,' sÚNNÍJDAGUR 10. APRÍL 1988 12 ■- ---------------- hugsum einfaldlega öðruvísi og setjum vináttu og virðingu ofar,“ sagði hann. Sjálfur sagðist hann búa í góðu hjónabandi og þau hjón ættu þijár litlar stelpur og sambúð- in ánægjulegri með hveiju ári. Eig- inkonur í Bangladesh þurfa heldur ekki að óttast framhjáhald bónda síns og þaðan af síður að hann taki sér aðra konu, þótt það sé leyfilegt samkvæmt trúnni. Hið síðamefnda er vitanlega af peningaástæðum, en trúnaður við flölskylduna og konuna skipar afar þýðingarmikinn sess í þeirra huga. Að bregðast konu sinni og fjölskyldu er mesta smán sem gæti yfírgengið nokkum mann. Þessi sterka ábyrgðartilfínn- ing þeirra mótar lífsviðhorfið í flestu. En ég er sem sagt enn í Cox’s Bazar og eigraði um skeljamarkað- inn lengi dags. Þar eru fímmtíu eða sextíu litlar búðir sem allar selja Lestin leit eðlilega út, en var alltaf að bila. Við hannyrðir. sjálfsagt verið uppspretta auðs ein- hvers bresks plantekrubónda á ámm áður. Um morguninn hafði ég farið með ungum og nýgiftum bangla- deskum hjónum, Moustafa og Ma- yli Kamal, og Shahed Ali, bílstjóra frá Upal, út eftir ströndinni til Himchari-fjallasalarins. Maður fet- ar upp einstigi og eftir góða göngu blásum við mæðinni og horfum út á sjóinn. í tijánum fyrir ofan okkur sveifluðu glaðsinna apar sér, dádýr í eltingarleik og þegar ofar kemur í hæðimar má oft sjá fíla og villi- naut. Enn ofar em svo bústaðir frumbyggjanna sem sjaldan koma til byggða og lítið er fylgst með. Á eyjunum þremur úti fyrir ströndinni er mannlaus byggð en á St. Martins-eyju búa nokkur þúsund manns. Khan hótelstjóri sagði mér frá því að fyrir nokkram vikum hefðu tveir félagar verið á ferð, Kanadamaður og Japandi. Svo hurfu þeir skyndilega og hann var orðinn stóráhyggjufullur og ætlaði að fara að leita til lögreglunnar, þegar þeir skutu upp kollinum. I sjöunda himni. Þeir höfðu farið út á kóraleyjuna og orðið svo hug- fangnir af fegurð undirdjúpanna og góðvild fólksins að þeir ákváðu að setjast þar að um stund. Þeir fengu gistingu í lögreglustöðinni og eyjar- skeggjar bám í þá mat eins og þeir gátu torgað. Nú höfðu þeir bmgðið sér til Dhaka að framlengja vegabréfsáritunina sína og síðan ætluðu þeir aftur út í eyju. Áður en ég kom til Cox’s Bazar hafði ég tylit niður tá í Chittagong. Þangað er um 6 tíma lestarferð frá höfuðborginni. íbúatala er um 1,5 milljónir og Chittagong er mesta hafnarborg landsins og dregur dám af því. I bæklingum segir að Chittagong sé blómlegur uppgangs- staður, á bangladeskan mælikvarða að vísu. En altént held ég að það sé rétt að atvinnuleysi sé ekki jafn mikið þar og landsmeðaltalið, sem gripi úr skeljum sem hvergi fínnast Qölbreyttari. Þetta vom hreinustu listaverk gerð af ótrúlegu hug- myndaflugi. Ég fór ekki alveg á mis við menninguna og slæddist kvöld eitt inn á málverkasýningu hjá ungum manni sem heitir Siraj. Hann er nokkuð þekktur og hefur nýlega fengið styrk til að geta stundað list sína. Myndimar hans vom gerðar í sterkum litum, mikið í rauðu og svörtu, og mótív sótt í almenna lífsbaráttu Bangladesha. Ég uppgötva það núna, þegar ég skrifa þetta, að ég sé sumar þeirra fyrir mér, einkum af mæðmm með böm. Cox’s Bazar dregur nafn sitt af breskum kapteini sem Bretar sendu hingað til að hann skipulegði bú- setu innflytjenda frá Búrma og mættu andúð heimamanna, vegna þess að aðkomufólkið var búddatrú- ar. Þetta var árið 1798, en nokkmm áratugum áður höfðu Bretar tekið við stjóm á svæðinu. íbúar f Cox’s Bazar em líka blandaðri í útliti en víðast annars staðar. Af nokkuð augljósum ástæðum. í þorpinu Ramu skammt frá Cox’s Bazar em mikil og glæsi- leg hof með fögmm Búddalíkneskj- um sem vom flutt hingað frá Burma. Fólkið í Ramu talar ekki bengölsku og samneyti við aðrá era með minnsta móti. Við gerðum krók á leið okkar frá Rami og fómm um stóra gúmmí- plantekm. Trébollar við stoftiinn taka á móti mjólkinni sem sígur úr við þroskuð og „uppkomin" tré, má búast við að skálin fyllist á fáeinum dögum. Svo er mjólkin hrærð eftir ákveðnum lögmálum og látin í mót þar sem hún þomar og byijar að koma á hana gúmmísvipur. Það er svo fullkomnað með ‘því að þurrka hana í sérstökum hitaklefum. Ekki var beint ilmurinn þar. Þessi plant- ekra er með þeim stærri í landinu og er í eigu stjómarinnar, en hefur Dádýrin á hlaupum. Fólk hér og hvar í Bangladesh. er um 20% og eykur enn á geigvæn- legan vanda í landinu. Á brautarstöðinni var lítill strák- ur búinn að grípa töskuna mfna áður en ég vissi af og vill vinna sér inn nokkrar tökur með því að bera hana á hótel Shaikat, sem er steinsnar frá stöðinni. Þama hafði ég svítu hótelsins til umráða en verðið var viðráðanlegt, um sex hundmð krónur og 25% afsláttur. Það vom blóm f vasa á klósettinu og kakkalakkar fóm á kreik sfðar um kvöldið. Dýnan í rúminu var hörð og ég svaf þama eins og guðs- engill. Ég ákvað að borða á hótelinu fyrsta kvöldið, eftir rannsóknarleið- angur um nágrennið og smáprútt- skemmtun á markaðnum, þegar ég var að kaupa tisjörtin fyrir ömmu- strákana. Borðsalurinn var stór og veglegur og matseðillinn upp á margar blaðsíður. En það bætti úr skák og auðveldaði mér valið að það var bara einn réttur til í einu. Skemmtilegt var að fara um hafnarsvæðið og á fískmarkaðinn ut að Pahartali-vatni og ég paufað- ist þar upp á hæstu útsýnishæðina og horfði yfír Khamapouli-fljótið sem Chittagong stendur við og skip- in og bátamir eins og mý á mykju- skán við mynni fljótsins. En sá stað- ur sem mér fannst snjallastur þama, var vatnið sem kennt er við súltan nokkum, Bayazid Bostami, og ég veit satt að segja ekki nán- ari deili á. í vatninu því synda um risaskjaldbökur og fólk kemur þangað og gefur þeim brauðmola rétt eins og við fömm og gefum öndunum. Þessar skjaldbökur em í dulargervi. Sagan segir að fyrir 1100 áram hafí þær verið illir and- ar, sem höfðust við þama og vora óstýrilátir og hin mestu hrekkj- usvín. Þá kom þar heilagur maður og sá að við svo búið mátti ekki standa. Hann lagði svo á og mælti að þeir breyttust í skjaldbökur og síðan er hlutskipti þeirra að svamla f vatninu til eilífðamóns. Dýrin koma aldrei upp úr vatninu, enda mun dýrlingurinn hafa bannað það, en þau synda þyngslalega að bakk- anum og þiggja græðgislega brauð- molana. Í Chittagong er einnig höllin sem Ziaur Rahman var myrtur f 1981 og ég minntist á í fyrstu greininni. Ziaur var einn helsti baráttumaður fyrir sjálfstæði landsins og stjómaði frelsishermönnum Mukti Bahini. Meðan stríðið geisaði sat Mujibur Rahmann, hinn helsti leiðtoginn, lengst af í fangelsi í Vestur-Pakist- an. Hann varð síðan fyrsti forsætis- ráðherrann og svo forseti, en herinn gerði hann höfðinu styttri nokkmm ámm seinna. Eftir átök var ákveðið að Ziaur tæki við. Um hann lék enn ljómi frelsisstríðsins og enn óx hann í áliti er hann aflétti herlögum, stofnaði Þjóðarflokk Bangladesh og efndi til þingkosninga. Flokkur hans fékk 2/3 hluta atkvæða. Nú hafa menn á orði að þessar þing- kosningar hafí verið þær einu al- vöm kosningar þessi 17 ár frá því landið varð sjálfstætt. Flest benti til að lýðræði og friður virtist loks á leiðinni eftir erfíð ár og að flestra dómi var Ziaur farsæll stjómandi og klókur. Á stjómarárum hans komst stöðugleiki á, eftiahags- ástandið stórbatnaði. Hann sneri sér í auknum mæli til Vesturlanda og ríkra olíulanda og fékk þar mik- inn stuðnings. Framleiðni jókst og svo virtist sem Bangladesh myndi rétta úr kútnum og væri að verða alvömríki á vettvangi þjóðanna. En yfírmönnum hersins þótti Zia- ur vanrækja sig. Eftir öllum sólar- merkjum að dæma virðist hann háfa hugsað sér að losna algerlega við áhrif hersins á stjóm landsins. Þetta sætti herinn sig ekki við og gerði sér lítið fyrir og myrti hann. Enginn var sjálfskipaður eftirmaður og eftir nokkuð óvissustand gerði núverandi forseti, Hossain Ershad, byltingu og hefur nú haldið völdum í fímm ár. Forsetinn virðist með eindæmum illa þokkaður. Menn segja, að hann hafi kannski viljað vel í upphafí. En það sé ekki að spyija að sæt- leika valdsins. Stöðnun, eymd og áhugaleysi um framfarir, skrifræði og skipulags- leysi setur svip sinn á margt í landinu. Það hrekkur ekki til þótt Ershad yrki baráttuljóð handa þjóð sinni öðra hveiju. Hún virðist hafa á honum andúð, sem verður varla upprætt fyrr en herinn gengur næst berserksgang. En þá er líka spumingin hvort ekki hefst valda- barátta þeirra tveggja kvenna sem nú leiða sjtómarandstöðubandalög- in, Khalida Zia, ekkju Ziaurs, og Hasinu Wajid, dóttur Mujiburs Rahjman. Það gerir mann dapran í huga að skynja þetta andrúmsloft. í þessu landi, þar sem verkefnin hlað- ast upp og ættu að vera dugmiklum og nýtum stjómanda stórkostlega verðugt viðfangsefni. Auðvitað gat ég lítið gert í þvf. Svo að ég fór aftur til Dhaka, glöð yfir þessari ferð suður á bóginn, með pantaða fljótaferð til Khulna. En áður þurfti ég að framlengja vegabréfsáritunina mína. Og það væri efni í annað vers. -
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.