Morgunblaðið - 10.04.1988, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNTJDAGUR 10. APRÍL 1988
Stjömu-
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Hrútur i vinnu
í dag ætla ég að flalla um
Hrútsmerkið (20, mars—19.
apríl) í vinnu og framkvæmd-
um. Einungis er fjallað um
hið dæmigerða fyrir merkið.
Skorpumaður
Hinn dæmigerði Hrútur er
áhlaups- og skorpumaður í
vinnu. Hann er drífandi og
vill klára hvert verk af strax.
' Það á ekki við hann að velta
vöngum, hika, tvístíga eða
spyija aðra ráða. Einn helsti
styrkur hans í vinnu er ein-
mitt fólginn í því að vera fljót-
ur að taka ákvarðanir og velja
þá leið sem best er að fara.
Snerpa og hraði eru meðal
hæfileika hans. Að sjálfsögðu
getur það að vera fljótur einn-
ig leitt til fljótfæmi, svona
a.m.k. í einstaka tilvikum.
Lífog nýjungar
Vinnan sjálf þarf að fela í sér
hreyfingu og möguleika á
nokkuð stöðugum nýjungum.
Hrúturinn er ekki merki sem
sættir sig við endurtekningar
til langframa. Hann vill upp-
byggingu, framfarir og nýtt
umhverfí. Vinnan þarf að vera
lifandi og gefa kost á líkam-
legri útrás og sjálfstæðum
vinnubrögðum. Einnig er al-
gengt að Hrúturinn vilji vinna
einn og sjálfstæður og ráða
sínum tíma og vinnuaðferðum
sjálfur.
Styttri verk *
Þeir sem hafa Hrút I vinnu
og vilja hafa hann áfram ættu
að gæta þess að gefa honum
kost á sveigjanlegum tima og
setja hann í verk sem reyna
á hugmyndaauðgi hans. Best
er að fá honum styttri verk-
efni sem hægt er að Ijúka á
ákveðnum tíma þannig að
Hrúturinn geti alltaf séð fyrir
endann á þeim. Þegar hann
fær það á tilfinninguna að
hann sé fastur f einhveiju
óendanlegu verki er hætt við
að hann verði Ieiður og missi
þolinmæðina.
Áskoranir
Hrúturinn er merki keppni og
áskorana. Á meðan það verk-
efhi sem hann er að fást við
reynir á hann og hann er að
læra handtökin er gaman.
Þegar hann er búinn að ná
valdi á viðfangsefni sínu fer
gamanið að káma og tími
kominn til að leita nýrri áskor-
ana. Þetta þýðir ekki að Hrút-
urinn geti ekki unnið lengi
innan sama starfssviðs. Það
getur hann svo framarlega
sem eitthvað nýtt felst f
hveiju verkefni.
Haftaleysi
Hrúturinn er að upplagi ekk-
ert sérlega samvinnuþýður f
vinnu. Hann á t.d. til að fara
eigin leiðir þvert ofan f fyrri
samþykktir. Regla á vinnu-
stað er ekkert sérstakt áhuga-
mál hans, enda fara reglur
og reglugerðir almennt í taug-
amar á dæmigerðum Hrútum.
Drifkraftur
Helstu veikleikar Hrútsins f
vinnu eru fólgnir í úthalds-
leysi. Hann er áhugasamur f
upphafi verks, þolandi í miðju,
en leiður á endasprettinum.
Þetta er hin almenna regla,
þó til séu undantekningar.
Miklu skiptir hvort hann hafi
áhuga eða ekki. Ef Hrútur er
áhugalaus getur hann verið
latur en ef áhugi er til staðar
er hann kraftmikill og mjög
svo drífandi. Þegar svo er
geislar hann af drku og drífur
aðra með sér. Það er frá
slfkum stundum sem Hrútur-
inn hefur fengið það orðspor
að vera forystusauður.
::::::::::: s:n:n:H:HHn:::::r
GARPUR
svö&■£><->£- rtOPAfZÖG \
LB/rAR. SKJÓLS /'
HLÖÐU HJk TOKG/NO
HN HKMN EK EK/O
E/ON.
=7-------------1
HVEK E/Z
ÞAR.NA ?KOMDÚ
Ót/O ÉG... ÉG
þ£KK/R.E>U /VHG
EKKJ ?SANGA
ALL4K KONUK
DYRAGLENS
FERDINAND
i lliiiliillli
SMAFOLK
IT ALWAY5 RAIN5
AT THI5 SAME TIME
EVERY AFTERN00N... jj
A5 L0N6 A5 I KNOU)
THIS, I CAN PUCK
IN5IPE BEFOREIT 5TARTS.
Það rignir altaf á þessum
tima á hverjum eftirmið-
degi...
Úr því að ég veit þetta,
get ég stungið mér inn
áður en það byrjar____
Fjári snúið.
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Mörg pör nota sérstakar inná-
komur við opnun andstæðings á
sterku laufi, og eru sagnvenjur
sem sýna tvo liti einkum vinsæl-
ar. Ein slík reyndist þeim Atlant-
ik-mönnum, Kristjáni Blöndal
og Jónasi P. Erlingssyni happa-
dijúg í leiknum við sveit Braga
Haukssonar á íslandsmótinu.
Austur gefur, allir á hættu.
Vestur
♦ 862
▼ K
♦ D10942
♦ 6543
Norður
♦ A74
VD9842
♦ 7
♦ ÁDG8
Austur
♦ KDG953
♦ Á7
♦ K
♦ K72
Suður
♦ -
♦ G10653
♦ ÁG8653
♦ 109
Krisiján og Jónas voru í AV
gegn Braga og Sigtryggi Sig-
urðssyni:
Vestur Norður Austur Suður
B.H. K.B. S.S. J.P.E.
— — 1 lauf 1 hjarta
Pass 3 lauf 3 spaðar Pass
4 spaðar 5 hjörtu Pass Paas
Dobl Pass Pass Pass
Eitt hjarta Jónasar við laufinu
sýndi rauðu eða svörtu litina.
Sú er skýringin á stökki Krist-
jáns f þijú lauf, sem lofar þá
jafiiframt stuðningi við annan
hvom rauða Iitinn. Áframhald
sagna upplýsir svo að strögl
suðurs hefiir gefið byggt á rauðu
litunum og því fómar Kristján
í fimm hjörtu:
Þegar til kastanna kom var
engin leið að hneklqa fímm
hjörtum, svo „fómin" stóðst
framar öllum vonum. Á hinu
borðinu höfðu liðsmenn Braga
ekki þetta vopn í búri sfnum og
gáfii samninginn eftir í fjórum
spöðum. Það verður að koma
út lauf til að bana þeim, en suð-
ur spilaði skiljanlega út hjarta,
svo Átlantik fékk geim á báðum
borðum.
Pennavinir
Ellefu ára sænsk stúlka með
áhuga á íþróttum, tónlist, dýr-
um:
Maria Östlund,
KomvSgen 5,
19177 Sollentuna,
Sverige.
Sextán ára ítalskur piltur
segist vilja skrifast á við
fimmtán ára íslenzkar stúlkur
en getur ekki áhugamála:
Paolo Bozzarro,
44 Viale dei Poni,
80131 Napoli,
Italy.
Frá Alsír skrifar 28 ára
karlmaður með áhuga á tón-
list, dansi, ferðalögum o.fl..
Vill skrifast á við konur:
Madjid Ait Oissa,
Coopcid BP 115,
Ain Taghrout,
B.B. Arraridj,
Algeria.
Frá Ástralíu skrifar 27 ára
Pólveiji, sem búsettur er þar
í landi. Hefur áhuga á íþrótt-
um, kvikmyndum, tónlist,
ferðalögum, landafræði o.fl.:
Roman Robert Morawski,
CI- P. O.,
Potts Point 2011,
Sydney,
Australia.
Fimmtán ára enskur piltur
með margvísleg áhugamál vill
skrifast á við 14-15 ára stúlk-
ur:
Sam Jones,
196 Cable Street,
Stepney,
London E1 OBL,
England.