Morgunblaðið - 10.04.1988, Síða 54

Morgunblaðið - 10.04.1988, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR HO. APRÍL 1988 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Vaktavinna Smiðir - tækifæri Okkur vantar starfsfólk nú þegar til verksmiðju- starfa. Góð laun, 12 stunda vaktir, þó ekki um helgar. Upplýsingar hjá verkstjóra á staðnum (ekki í síma). Sigurplast hf. Dugguvogi 10. Ríkisspítalar starfsmannahald Yfirlæknir óskast Landspítalinn bráðamóttaka og göngudeild Staða yfirlæknis á bráðamóttöku og göngu- deild er laus til umsóknar. Um er að ræða 50% starf. Auk þess að veita bráðamóttöku forstöðu mun yfirlæknirinn sjá um endurskipulagningu göngudeildar. Gert er ráð fyrir að starfið verði fullt starf þegar göngudeild tekur til starfa í nýju húsnæði. Ráðið verður í stöðuna frá 1. júlí 1988 eða eftir samkomulagi. Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna sendist skrifstofu Ríkisspítalanna fyrir 1. maí nk. Nánari upplýsingar um starfið gefur fram- kvæmdastjóri stjórnunarsviðs, sími 29000- 206. Reykjavík, 10. apríi 1988. Markaðsstjóri Eitt stærsta matvælafyrirtæki landsins óskar að ráða markaðsstjóra. Leitað er að framúr- skarandi einstaklingi til að: ★ Skipuleggja og stjórna markaðs- og sölu- málum. ★ Finna nýjar leiðir á breytilegum markaði. ★ Skipuleggja og stjórna vörudreifingu. ★ Stjórna vöruþróun. ★ Starfa í auglýsinganefnd. ★ Taka þátt í stefnumótun og stjórnun öflugs fyrirtækis. Hæfur umsækjandi þarf að starfa vel í stjórn- unarhópi, vera hugmyndaríkur og hafa frum- kvæði til að fylgja verkefnum sínum eftir. Menntunarkröfur eru viðskiptamenntun með framhaldsnámi í markaðsfræðum. í boði eru: Ágæt laun og tækifæri til að stuðla að vexti framsækins fyrirtækis. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar auglýsingadeild Mbl. fyr- ir 22. apríl nk. merkt: „Markaðsstjóri - 610“. Sölumaður Óskum að ráða sölumann í söludeild okkar á Nýbýlavegi 8, Kópavogi. Starfið er fólgið í eftirfarandi: 1. Sala nýrra bifreiða. Skilyrði fyrir ráðningu er: 1. Reynsla. 2. Þjónustulund. 3. Góð og örugg framkoma. 4. Samstarfsvilji. 5. Reglusemi og góð umgengni. 6. Meðmæli. Vinnutími er frá 09.00-18.00 alla virka daga. Skriflegar umsóknir ásamt meðmælum sendist til okkar fyrir 15. apríl nk. merktar: „Starfsumsókn sölumaður“. Upplýsingar um ofangreint starf eru ekki gefnar í síma. Öllum umsóknum verður svarað. TOYOTA Nýbýlavegi8, 200 Kópavogi. Getum bætt við okkur góðum smiðum í verk- efni okkar á Reykjavíkursvæðinu. Mikil fram- tíðarvinna hjá vaxandi fyrirtæki. Allar upplýsingar síma 652221. S.H. VERKTAKAR HF. STAPAHRAUN 4 - 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI 652221 Laus staða Staða lektors í íslensku máli fyrir erlenda stúdenta við heimspekideild Háskóla íslands er laus til usmóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rann- sóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 7. maí 1988. Menn tamálaráðuneytið, 7. apríl 1988. Arkitekt Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða arkitekt vanan skipulagsvinnu til starfa á skipulags- deild bæjarins. Umsóknir berist fyrir 20. apríl. Upplýsingar veita skipulagsstjóri bæjarins og bæjarritari í síma 53444. Frá Tónlistarskóla Húsavíkur Frá 1.9. '88 vantar kennara í heila stöðu við Tónlistarskóla Húsavíkur til þess að kenna á tréblásturshljóðfæri. Æskilegt er að viðkom- andi geti tekið að sér stjórn á stórsveit. Skólinn kemur til með að borga flutning til Húsavíkur og útvega húsnæði. Mestur hluti kennslunnar fer fram á venjulegum skóla- tíma. Þeir, sem hafa áhuga, hafi samband sem fyrst en umsóknarfrestur er til 30. apríl. Umsóknir sendist til Tónlistarskóla Húsavík- ur, 640 Húsavík. Sími 96-41560 eða heim- asími 96-41741. RÁÐGARÐUR RÁÐNINGAMIÐLUN Við leitum að fólki i eftirtalin störf: * Viðskiptafræðing í þjónustufyrirtæki. * Rafmagnstæknifræðing í hönnun og verk- eftirlit. * Afgreiðslumann í byggingavöruverslun. * Sölumann í varahlutaverslun. * Sölumenn í líftryggingar. * Almenn skrifstofustörf. * Símavarsla - 75% starf. * Starfsfólk til verksmiðjustarfa. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar milli kl. 13.00 og 17.00 virka daga. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofunni. RÁÐGARÐUR STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁDGJÖF NÓATÚNI 17, 105 REYKJAVÍK, SÍMI (91)686688 Yfirvélstjóri Yfirvélstjóra vantar á mb. Kóp GK-175, sem gerður er út á net frá Grindavík og fer síðan á djúprækjuveiðar. Þarf að geta byrjað 1. maí. Upplýsingar í símum 92-68216 og 92-68139. Sjúlfsbjörg - landssamband fatlaðra Hárúni 12 - Sími 29133 - Pósthólf 5147 - 105 Reykjavík ■ fiknd Sumarafleysingar Starfsfólk vantar til sumarafleysinga við aðhlynningu. Hringið og fáið nánari upplýsingar hjá hjúkr- unarforstjóra í síma 29133. Starfskraftur óskast Óskum eftir að ráða starfskraft til almennra skrifstofustarfa í fullt starf. Fyrirtækið er hugbúnaðar- og ráðgjafafyrirtæki í nýju og glæsilegu húsnæði. Umsóknir er greini frá menntun, aldri og fyrri störfum sendist auglýsingadeild Mbl. merkt- ar: „XX - 0488“ fyrir 15. apríl 1988. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi bíl tii umráða og geti hafið störf sem fyrst. Sjúkraþjálfarar Endurhæfingastöð NLFÍ, Hveragerði, óskar að ráða sjúkraþjálfara sem fyrst. Húsnæði og fæði á staðnum. Upplýsingar gefa yfirsjúkraþjálfari eða yfir- læknir í síma 99-4201. Verið velkomin að koma og skoða aðstæður. Rannsókna þjónustanhf. Örverurannsóknir óskar eftir örverufræðingi, matvælafræðingi, líffræðingi eða manni með sambærilega menntun til starfa við örverurannsóknir. Rannsóknaþjónustan hf. mun starfrækja rannsóknastofu til efna- og örverugreininga fyrir matvæla- og fóðuriðnað, og aðra sem fyrrgreindrar þjónustu þarfnast. Stefnt er að því að fyrirtækið hefji starfsemi sína í vor. Skriflegum umsóknum skal skila til auglýs- ingadeildar Mbl. fyrir 17. apríl næstkomandi merktum: „Rannsóknir 10102“. Nánari upplýsingar eru veittar alla virka daga í síma 673035 milli kl. 15-17. mmmmm Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar eftir að ráða Sjúkraliða í heimahjúkrun. Dagvaktir og næturvaktir. Fullt starf og hluta- störf eftir samkomulagi. Upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri Heilsu- vemdarstöðvarinnar og hjúkrunarfram- kvæmdastjóri Heimahjúkrunar, í síma 22400. Umsóknum skal skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 18. apríl 1988.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.