Morgunblaðið - 10.04.1988, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 10.04.1988, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐH), SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988 Stefán Guðnason forstjóri - minning Fæddur 5. ágúst 1911 Dáinn 3. apríl 1988 Á páskadagskvöld lézt á heimili sínu Hófgerði 19 Kópavogi Stefán Guðnason, forstjóri. Og með honum kvaddi einn af elstu og bestu vinum mínum. Andlát Stefáns kom mér ekki á óvart, því fyrir nær áratug hafði hann orðið fyrir áfalli, sem reyndist það alvarlegt, að eftir það bar hann aldrei sitt barr. Það var hörmulegt að sjá þennan sterka og athafnasama mann verða örkumla, án þess að nokkurri lækningu yrði viðkomið. Það er vafi á þvi, að ég hefði kosið vini mínum lengra líf en trega hann engu að síður. •K}mni okkar Stefáns voru orðin býsna löng. Hann fluttist til Reykjavíkur með foreldrum sínum og systkinum 1928 frá Fáskrúðs- firði. Og mjög fljótlega eftir að þau eru flutt hingað hefjast kynni með okkur. Foreldrar Stefánis voru Val- gerður Bjömsdóttir, kaupmanns Stefánssonar í Fögru Eyri i Fá- skrúðsfirði. Meðal systkina Valgerð- ar var séra Stefán að Hólmum og Þórunn, er átti Hall hreppstjóra Bjamason á Kóreksstöðum, en þau voru foreldrar Aðalsteins Hallssonar hins kunna íþróttafrömuðar, sem iengi starfaði hér í Reykjavík og er látinn fyrir fáum árum. Faðir Stef- áns var Guðni Stefánsson bróðurson- ur Eiríks Bjömssonar bónda að Karl- skála við Reyðarfjörð. Eiríkur var orðlagður atorkumaður bæði í bú- skap og sjávarútgerð. Þessir sterku austfirsku stofnar stóðu að Stefáni og hafði hann erft mikið að þeim dugnaði, sem þessar ættir em orð- lagðar fyrir. Enginn skyldleiki var milli okkar Stefáns, svo ég viti, en fóstra mín Hansína Eiríksdóttir var dóttir Eiríks bónda á Karlskála og því náfrænka Guðna föður Stefáns. Hansína varð síðari kona dr.phil. Benedikts S. Þórarinssonar, kaup- manns hér í bæ. En þau vom uppeld- isforeldrar mínir. Það var ætlun Stefáns að ganga hér á menntaskólann og verða stúd- ent helzt úr stærðfræðideild. Það er á þessum skólaámm, sem tekst með okkur vinátta, sem hélst æ síðan. Stefán var mjög óráðinn á þessum ámm, en þó ákveðinn í því einu að skapa sér sinn eigin atvinnuveg og vera ekki öðmm háður. Þetta var alla tíð rikasti þátturinn í farí hans. Hann kynntist snemma Osvaldi Knudses málarameistara, sem vildi fá hann til náms í málaraiðn. Það varð þó aldrei. En Osvald hafði orð- ið var við hve handlaginn Stefán var og liðtækur í því að gera við og búa til laxveiðiflugur. Þá var allur slíkur veiðiútbúnaður fluttur inn. Var það svo að áeggjan Osvaldar að Stefán fer til Englands og kemst að hjá verksmiðju sem framleiddi og seldi allt varðandi laxveiðiflugur og annan útbúnað til laxveiði. Þama er Stefán síðan starfsmaður um ársbil og lær- ir þetta handverk, sem hérlendis var alveg óþekkt. Hins vegar var mark- aðurinn fyrir hendi, því það fór æ meir í vöxt að lax væri veiddur að enskum sið á flugu, en ekki maðk. Þegar heim kemur setur Stefán á stofn fyrstu laxflugugerðina, sem hér hefur verið. Vegnaði Stefáni vel við þennan atvinnuveg og átti flölda viðskiptamanna, sem áhuga höfðu á laxveiðum. En það voru þá eins og nú yfirleitt góðir menn. í Englands- för sinni hafði Stefán lfka fengið tilsögn í því að meðhöndla sérstakar kaststengur, sem nauðsynlegar þóttu við laxveiði á stöng með flugu. Þessi forsjálni reyndist Stefáni líka vel, þvi fljótlega eignaðist hann hóp nemenda. Það voru yfirieitt fullorðn- ir menn, sem höfðu áhuga á útivist- inni, sem fylgir laxveiðum. Þrátt fyrir góða afkomu af þessari iðn fannst Stefáni hún ekki vera nægi- legur grundvöllur til lífsafkomu. Það verða líka þáttaskil í lífi Stef- áns, því hann kvæntis Önnu Þórar- insdóttur, Kristjánssonar, fyrrv. hafnarstjóra. Þau giftast 12. júlí 1941. Þá var ísland hemumið og komin hermannabraggahverfi víða um land. Meðal annars var mikill fjöldi hermanna búandi nálægt Reylgum f Mosfellssveit. Þá dettur Stefáni það í hug að reynandi væri að stofna kvikmyndahús fyrir her- menn að Reykjum. Hann ræddiþetta mál við Bjama Ásgeirsson, alþingis- maður á Reylgum. Og niðurstaðan var sú að hann fékk heimild til þess að reisa þar kvikmyndahús sem hlaut nafnið Reykjabíó. Þessi rekstur gekk ágætlega, því Stefán sparaði sig ekki. Hafði þó tvo sýningarmenn á sínum snærum og var annar gam- ali kunningi okkar, Gunnar Þorvarð- arson, prentara Þorvarðssonar. Það gekk þó á ýmsu að vera búandi á Reykjum með konu og böm. Stefán fiytur með fjölskylduna frá Reykj- um, en heldur áfram kvikmynda- hússrekstrinum í tvö ár. Þá selur hann Reykjabfó og snýr sér að þeim málum.sem hann hafði ævinlega efst í huga, útgerðinni. Með athafnasemi sinni hafði Stefán afiað sér trausts ýmissa málsmetandi manna og kom það nú í góðar þarfir. Fiskimála- stjóm hafði ákveðið að veita fé til einhvers er vildi kynna sér fiskniður- suðu. Sótti Stefán um styrk til árs- dvalar í Maine-fyiki í Bandaríkjun- um. Og hann fékk styrkinn. í Banda- ríkjunum dvelur svo Stefán næsta ár og kynnir sér allt varðandi fisk- niðursuðu hjá þekktri verksmiðju á því sviði. Þegar heim kemur ræðst hann strax í að stofna niðursuðu- verksmiðjuna Mötu í Kópavogi, sem reyndist góður rekstur, sem fékk gott orð fyrir vöruvöndun og ýmsar nýjungar í pökkun, sem áður voru óþekktar hér. Mata niðursuðuverk- smiðjuna rak Stefán einn í um 5 ár. Verksmiðjurekstur var þá sem nú flárfrekur, því sífeilt þurfti að auka vélakost. Ýmsir buðu Stefáni fjár- framlög til þess að um leið að fá hlutdeild í fyrirtækinu. Stefán var jafnan tregur til, því hann grunaði hvað það gæti kostað. Á endanum lét hann þó undan og tók við auknu hlutafé og lét um leið hluta af valdi sínu um stefnu framleiðslumál. Þessi undanlátssemi varð þó til þess að hann seldi eignarhlut sinn í Mötu og sneri sér að nýju fiskiðnfyrirtæki. Eftir sölu Mötu stofnsetur hann fiskverkunarstöð í Súðarvogi 1, sem hann rekur af miklum dugnaði f mörg ár. Hafði Stefán þá oft margt fólk í vinnu og umsvif voru talsverð. Og oft var baríst um hráefnið til þess að hafa næg verkefni til þess að vinna úr og halda með því fólk- inu, sem var orðið fastalið fiskvinnsl- unnar. Til þess að tryggja sér nægi- legt hráefni ræðst Stefán í það að kaupa bát svo sú hlið væri tryggð. Þessi bátsútgerð gekk ekki sem skyldi og átti fiskiðjan að Súðavogi 1 í fjárhagsörðugleikum um skeið, eins og flestar aðrar fískiðjur, sem unnu þó f hag helsta atvinnuvegs þjóðarinnar. Það kom að því að Stef- án hyggur á breytingar og tekur þá ákvörðun að selja fiskvinnsluna að Súðavogi 1 og allar eigur sínar þar. Af þessu verður og hann flyzt f Kópavog, þar sem hann ætlar að koma á fót nýjum iðnaði á vegum fiskvinnslu. Hann kaupir Hófgerði 19 og hefst handa um stækkun og breytingar á húsinu. En þá brást heilsan. Stefán var sívinnandi alla tíð og hvikaði aldrei frá þeim ásetn- ingi, sem hann hafði sett sér í upp- hafi að standa ætíð á eigin fótum öðrum óháður og þetta tókst honum. Stefán vinur minn hafði margt á sinni hörpu. Eins og ég sagði í upp- hafi var hann mjög óráðinn um skeið. Ég hefði vel getað hugsað mér þennan vin minn sem listmál- ara, myndskera eða teiknara. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á list og bar það sjálfur við um skeið. Meðal annars lærði hann teiknun og skrautskrift hjá einum af eldri nemendum Stefáns Eiríkssonar. Hann var einnig einn vetur í læri hjá Marteini Guðmundssyni mynd- skera, sem var reyndar vinur hans alla tíð, en hann lézt 1952. Margar skopteikningar eru til eftir Stefán og prýða nú veggi heimilis Önnu konu hans. En flöriegú og lifandi athafnalffi verður ekki með reisn lif- að nema við hlið manns standi traust kona. held ég að mér sé óhætt að fullyrða að betri konu gat Stefán ekki fengið, en þá sem hann giftist, Önnu Þórarinsdóttur. Þau Anna og Stefán eignuðust 5 böm og eru þau þessi: Þórarinn f. 25. júlí 1941, verkfræðingur og lekt- or við Norges tekniska hoyskola f Þrándheimi, Guðni f. 9. júní 1947 félagsráðgjafí og leiðbeinandi f áfengismálum. Hann starfar að mestu f Svíþjóð. Tryggvi Bjöm skurðlæknir f Vesterás f Svíþjóð, Valgerður f. 8. september 1953, kennari við heymleysingjaskólann og táknmálstúlkur og yngst er Astríður f. 10. febr, 1961. Nýlega lokið læknisnámi. Stefán átti tvær systur og er önn- ur látin fyrir nokkrum árum, en Lára yngst systkina er búsett hér í bæ. Lára á einn son, Valgarð, sem búsettur er í Bandaríkjunum og vinnur það á vegum Orkustofíiunar hjá Sameinuðu þjóðunum. ■ Bamaböm Stefáns og Önnu eru átta. Allt mannvænlegt fólk, eins og þau eiga kyn til. Áð lokum votta ég og fjölskylda mín Önnu innilega samúð okkar allra og óskum henni alls hins bezta í framtíðinni. Minning Stefáns lifír, þótt hann hafí kvatt á undan. Kristján B. G. Jónsson Sfðasta stóra verkefíii Stefáns Guðnasonar var að byggja hús und- ir fískverkun í Örfírisey. Þar sagðist hann í gamni ætla að hafa saltfísk- verkun á jarðhæð og aðstöðu fyrir Iistamenn á næstu hæð fyrir ofan. Hann hugðist reka fískverkunina af myndarskap og síðan ætlaði hann stöku sinnum að ganga á milli lista- mannanna á efri hæðinni, sétjast hjá þeim og spjalla um bókmenntir og listir á líðandi stundu. Þessi hugmynd lýsir Stefáni vel. Hann var listrænn athafnamaður. Á ævi sinni starfaði hann meðal ann- ars sem bíóstjóri, var bókaútgef- andi, rak niðursuðuverksmiðju, salt- fískverkun, útgerð og frystihús. Hann var góður teiknari, teiknaði til dæmis á yngri árum skopmyndir í Alþýðublaðið. Þá var Stefán alla tíð mikill bókmenntaáhugamaður og var sílesandi eftir þvi sem tími gafst. Síðustu árin, eftir að heilsan leyfði honum ekki lengur lestur, var það hans aðaliðja að sitja og hlusta á hljóðbækur. Ég kom inn á heimili Stefáns sem sautján ára mannsefni elstu dóttur hans. Við Valgerður dvöldumst fyrstu árin á heimili þeirra Önnu með Stefán son okkar. Þeir nafnar urðu samrýndir og þegar Stefán yngri var orðinn fjögurra ára og fluttur á Hjónagarða stúdenta með okkur foreldrum sfnum tók afí hans það að sér að sækja hann á leikskól- ann og vera með hann hluta úr degi. Stefán eldri var þá að reisa fískverk- unarhúsið í Örfirisey. Þeir Stefánamir byrjuðu gjaman er þeir hittust á því að fara út á Hótel Loftleiðir þar sem þeir burst- uðu skóna sína í sjálfvirkri fægivél. Þá fengu þeir sér kannski kaffi á Borginni og síðan fóru þeir út í eyju. Þar stýrði sá eldri framkvæmdum með þann yngri sér við hlið en gaf sér samt tíma til þess stöku sinnum að kveikja á gastæki sem notað var við bygginguna og setja logann á hæsta styrk fyrir þann yngri. Hann kallaði þetta að sýna honum „gamla rauð“. Þá kunni afinn að útskýra nátt- úrulögmálin þannig fyrir dóttursyni sínum að hann skildi. Þegar flara var við Örfirisey var nautið búið að drekka allan sjóinn. Aftur á móti stafaði flóð af því að nautið var nýbúið að pissa. Eitt sinn kom sá stutti óvenju rogginn heim. Ástæðan var brátt ljós. Afi hafði gefíð honum sjóinn fyrir framan húsið í Örfirisey. Stendur sú gjöf enn fyrir sínu. Stefán kom mér, er ég hitti hann fyrst, fyrir sjónir sem maður harður af sér er færi sínar eigin leiðir. Sú skoðun mín staðfestist. Stefán lét sér, held ég, alltaf í léttu rúmi liggja hvaða álit aðrir hefðu á því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann gat siglt á móti stormi ef svo bar undir. Er ég kynntist Stefáni betur komstt ég að því til viðbótar að hann var bæði góður maður og afburða sagna- maður. Síðasta sumarið sem Stefán hafði fulla heilsu vann hann við að byggja við húsið sitt í Hófgerði þar sem hann bjó til dauðadags. Það varð úr að ég réðst f vinnu til hans þetta sumar sem byggingarverkamaður. Við unnum saman og milli okkar mynduðust vináttutengsl og ákveð- inn húmor eins og gjaman milli tveggja góðra vinnufélaga.. Svo dæmi sé tekið ræddum við iðulega, um verkalýðsmál í kaffitímanum* Ég var fulltrúi verkalýðsfélagsins og fann ýmislegt að aðbúnaði og mat. Hann þybbaðist við að breyta nokkru eins og sannur atvinnurek- andi. Kaffitímanum lauk oftast með því að við spruttum á fætur með orðum eins og: „Jæja, það er best að stinga þakinu við.“ Svo fórum við upp á þak og vorum allan daginn að bisa við að festa nokkrar plötur. Margar þær sögur sem Stefán sagði mér þetta sumar hafa orðið mér gott veganesti. Hann sagðist til dæmis hafa farið til gamals manns er hann var sjálfur ungnr og óráðinn og ráðfært sig við hann um hvað hann ætti að gera í lífinu. Gamli maðurinn hafði svarað: „Gerðu bara eitthvað." oft hefur mér nýst þessi saga vel. Það er stundum betri lausn að hefjast handa og framkvæma en kafna í vangaveltum. Stefán fylgdi þessu ráði dyggilega sjálfur. Allt lífið bjó hann til vinnu fyrir sjálfan sig og aðra með athafnasemi sinni og frjóum hugmyndum. Stefán Guðnason var stór maður og höfðingi í lund. Ekkert af þvi sem hann tók sér fyrir hendur var smátt í sniðum. Hann kunni einnig þá list að auðga hversdagsleikann. Eg tel . mig heppinn að hafa kynnst honum. Sigurður G. Valgeirsson LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 681960 Legstelnar Framleidum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjof _______um gerð og val legsteina,_ !S S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA ■ r--- ' SKEMMUVEGI 48 SÍMl 76677 GARÐSKÁLAR ALLTURALI GRÓÐURHÚS GARÐSKÁLAR úr einangruðum ál- prófílum. Smíðaðir eftir máli. Inn- brennt lakk. Algjörlega viðhaldsfrítt. Hægt að hafa þá í 2 mismunandi litum t.d. hvíta að innan en brúna að utan. Tvö: eða þrefaldar rennihurðir. GRÓÐURHÚS í miklu úrvali. 45 stærð- ir frá 6,8-33,6 fm með 4,2 mm hertu gleri sem fest er með gúmmíþétting- um. Hamrað gler í þaki sem endur- kastar sólarljósinu svo plöntur skrælnii síður. AL VERMIREITIR MEÐ RENNIHLERUM FRÁ 3,0-5,8 m. Lindarflöt 43, Garðabæ, sími 91-43737.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.