Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 68
Siglufjörður: Tvö snjó- flóð féllu Tvö lítil siyóflóð féllu á veginn við Selgil, rétt norðan við Siglu- fjörð, á föstudagskvöldið og lok- aðist vegurinn. Snjónum var rutt af veginum þá um kvöldið. Veður versnaði skyndilega á Siglufírði og í nágrenni um hádegis- bil á laugardag, með ofankomu og síðan hríð þannig að vegurinn lok- aðist og einhver hætta var talin á að fleiri snjóflóð féilu. Útlit var fyrir að fresta þyrfti unglingameist- aramóti á skíðum í gær vegna veð- urs. - segir Vilhjálm- ur Guðmundsson Gamalt stríðstól tyllir sér Gömul sprengjuflugvél af tegundinni North American B-25 Mitc- hell lenti á Reykjavíkurflugvelli sl. föstudag. Flugvélin kom frá Goose Bay á Nýfundnalandi á leið frá Vermont í Bandaríkjunum til Bretlands. Vélar af þessari tegund urðu frægar í síðari heims- styrjöldinni, t.d. gerði sveit þeirra árás á Tókýó undir stjórn Jim- mys Doolittles. Ragnar Axelsson tók stærri myndina en Pétur Johnson þá minni. Aukin samvinna nauðsyn um Jarðfræðingar gera hættukort af eldstöðvum: Unnt að segja fyrir um líklegt hraunrennsli ÍSLENSKIR jarðfræðingar hafa nú hafið gerð „hættukorta“ fyrir nokkur sprungusvæði og eld- stöðvar: Rannsóknir á gossögu svæðanna og ýmsum eldfjalla- fræðilegum fyrirbærum þeirra gera visindamönnum kleift að áætla rúmmál mögulegs hrauns, seigju hraunkvikunnar, út- streymishraða hennar og fleira slíkt. Með hliðsjón af þessum þáttum og landslagi svæðanna má svo kortleggja stærð og stefnu hraunstrauma. Þetta kom fram í erindi Páls Imslands hjá Norrænu eldfjallastöðinni á ráð- stefnu Jarðfræðafélagsins um eldvirkni á íslandi í gær. Páll sagði að erlendis hefðu svip- uð hættukort verið gerð fyrir nokk- ur éldfjöll, til dæmis hefði gosið í Sankti Helenu eftir að gert hefði verið kort af svæðinu og verið lagt mat á hættuástandið, sem auðveld- að hefði viðbrögð við hættunni. Páll sagði að nokkrum íslenskum eldstöðvum, sem allar eru utan landrekssvæða, svipaði til þeirra sem kortlagðar hefðu verið erlend- is. Þar á meðal eru Öræfajökull, Snæfellsjökull og Eyjafjallajökull, eldkeilur þar sem gosið fer fram í vel afmörkuðum toppgíg. Hins vegar verða um 70% eld- ^gosa á íslandi á sprungusveimum á landreksbeltum. Slíkt er nánast óþekkt erlendis, og íslenskir jarð- fræðingar hafa því þurft að byija rannsóknir sínar frá grunni. Sprungur geta opnast nánast hvar sem er á þessum sprungusveimum, og við gerð hættukorta þarf því að gera ráð fyrir mismunandi staðsetn- ingu þeirra. Bátar frá Ólafsvík drógu á mið- vikudag í fyrsta sinn eftir páska- hléið og olli árangurinn miklum vonbrigðum. Algengasti afli var 2 til 4 tonn og aflahæsti báturinn var með 7,8 tonn. Engin loðna er í físk- inum og er slóðin ekki lífleg á neinn hátt. Hættukort hafa nú þegar verið teiknuð af hraunrennsli fyrir Tungnaársprungusveiminn, svæðið milli Þóristinds og Tungnaár í austri og frá Tungnaá í norðri til Ljósufjalla. Á þessu svæði eða ná- lægt því eru virkjanimar við Sigöldu og Hrauneyjarfoss. Svæðið er nú Fyrir réttu ári komu úr Breiða- fírðinum fréttir um mokafla. Nú eru aftur á móti aðkomubátamir að hugsa sér til hreyfíngs. Svipaða sögu er að segja úr Þor- lákshöfn, en ástandið er sagt heldur skárra en í Breiðafírðinum. Síðustu daga hafa netabátamir verið með vaktað af nokkmm jarðskjálfta- mælum, sem vara við hreyfíngum í jarðskorpunni. Kortin, sem gerð hafa verið af svæðinu eru að sögn Páls Imslands ekki ætluð til þess að segja fyrir um það hvenær muni gjósa á svæðinu heldur einungis umfang hraunrennslisins. frá tveimur upp í 8 tonn og einn og einn yfír 10. Trollið og dragnót- in hafa gefíð sæmilega, en skárst hefur gengið hjá trillunum. í Grindavík segjast menn auð- veldlega geta tekið á móti meiri afla. Vertíðin sé svipuð og í fyrra, með eindæmum léleg. Svipað hefur fengizt af þorski og í fyrra, en ufs- inn hefur alveg brugðizt. Nánast engin ýsa hefur komið í netin. I Vestmannaeyjum eru menn þokkalega sáttir. Hæstu bátamir vom um mánaðamót komnir með 700 til 800 tonn og aflinn hefur verið svipaður og í fyrra. Trollbátar og togarar hafa aflað vel og ágæt- Á hafbeitarráðstefnu Veiði- málasto fnunar á Hótel Loftleið- um á laugardag sagði Vilhjálmur Guðmundsson framkvæmda- stjóri Vogalax hf. að aukin sam- vinna við framleiðslu og mark- aðssetningu á íslenskum eldislaxi væri nauðsynleg svo íslendingar geti komið fram sem sterk heild á markaði. Sundrung á markaðn- um kæmi einungis kaupendum til góða. Vilhjálmur mælti ekki með einok- un eða valdboðinni samvinnu en vitnaði til reynslu Norðmanna en þar f Iandi hafa söluaðilar með sér öflugt samstarf. Fram kom á ráðstefnunni að framboð af eldislaxi á heimsmark- aði mun tvö- til þrefaldast á næstu tveimur árum. Vilhjálmur Guð- mundsson kvaðst ekki óttast verð- hrun af þeim orsökum. Hann spáði því að eftirspum ykist jafnhliða auknu framboði. Ástæður þess sagði hann vera aukna vöruþróun. Nú eru tiltölulega fáar vörutegund- ir á markaði, einkum ferskur lax, frosinn eða ófrosinn og reyktur lax. Úrvalið á eftir að aukast að mun, að sögn Vilhjálms, og um leið eftir- spumin. is ýsuskot kom rétt fyrir páskana. Nú vantar fólk til vinnu f Eyjum, en aðkomufóík fæst ekki meðan yfírvinnubann vofír yfír. Aflabrögð Hafnarbáta hafa verið góð. Gott fískirí hefur verið báðum megin páska og aflinn að mestu stór þorskur. Menn eru því almennt ánægðir með ganginn enda em sumir bátanna langt komnir með kvóta. Afli er heldur meiri í Sandgerði nú en í fyrra, en sóttur í mun fleiri sjóferðum. Fyrstu þijá mánuði sfðasta árs var afli bátanna 7.684 tonn í 1.706 róðmm. Nú var hann 7.818 tonn í 2.389 róðmm. V etrarvertí ðin: Tregt mest allt land VETRARVERTÍÐ hefur gengið mjög misjafnlega eftir landsvæðum. Við Breiðafjörð muna menn varla aðra eins ördeyðu, frá verstöðvum á Suðumesjum og í Þorlákshöfn hefur afli verið tregur, en vel hef- ur aflazt í Vestmannaeyjum og frá Höfn í Hornafirði. Aðkomubátar vom nokkrir í Breiðafirði i vetur, en þeir em nú að flytja sig um set. Suðuraesjabátar hafa einng flutt sig og nokkrir þeirra hafa lagt netin austan Vestmannaeyja. Ekkert hefur ræst úr hvað varðar aflabrögð netabáta við Breiðafjörðinn eftir páska og svipaða sögu er að segja af Suðuraesjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.