Morgunblaðið - 24.04.1988, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988
B 17
Námskeið að
hefjast í
skyndihjálp
Reykjavíkurdeild RKÍ heldur
námskeið í skyndihjálp. Nám-
skeiðið hefst miðvikudaginn 27.
april kl. 20 og stendur i 5 kvöld.
Leiðbeinandi verður Guðlaugur
Leósson.
Námskeiðið verður haldið í Ar-
múla 34 (Múlabæ). þeir sem vilja
taka þátt í námskeiðinu geta látið
skrá sig hjá deildinni. Þetta verður
síðasta námskeið vetrarins. Þá er
þetta í fyrsta sinn sem almenningur
á þess kost að læra nýtt námsefni
sem Rauði kross íslands er að taka
í notkun um þessar mundir.
Á námskeiðinu verður kennt
hjartahnoð. Fyrstahjálp við bruna,
kali og eitrunum af völdum eitur-
efna og eitraðra plantna. Einnig
verður kennd meðferð helstu bein-
brota og stöðvun blæðinga. Einnig
verður fjallað um ýmsar ráðstafanir
til vamar slysum í heimahúsum.
Auk þess verður fjallað um margt
fleira sem kemur að notum þegar
menn og dýr lenda í slysum. Sýnd-
ar verða myndir um hjálp við helstu
slysum.
Málverkauppboð
á Hótel Borg;
Olíumynd
eftir greifann
af Sánkti
Kildu
MEÐAL VERKA sem boðin
verða upp á Hótel Borg í dag,
sunnudag, kl. 15.30 er oliumynd
eftír Karl Einarsson, Dunganon,
greifa af Sánkti Kildu. Mynd
þessi barst tíl landsins frá Dan-
mörku fyrir einni viku.
Alls verða boðnar upp 66 mynd-
ir. Meðal þeirra eru fímm myndir
eftir Jóhannes Kjarval, ein eftir
Kristján Davíðsson, þrjár eftir Karl
Kvaran, þrjár eftir Eyjólf J. Ey-
fells, tvær myndir eftir Jón Engil-
berts, abstraktion eftir Hörð
Ágústsson, tvær teikningar eftir
Alfreð Flóka, olíumálverk eftir
Gunnar Öm, olíuverk eftir Erró sem
ekki hefur sést hér á landi fyrr,
krítarmynd eftir Þorvald Skúlason,
blómauppstilling eftir Jón Stefáns-
son, vatnslitamjmd eftir Ásgrím
Jónsson og blómauppstilling, olíu-
mynd, eftir Kristínu Jónsdóttur.
Þetta er 14. listmunauppboð
Gallerí Borgar og er haldið í sam-
vinnu við Listmunauppboð Sigurðar
Benediktssonar hf.
Fundur um
friðaruppeldi
MENNINGAR- og friðarsamtök
íslenskra kvenna efna til opins
félagsfundar um friðaruppeldi
þriðjudagskvöldið 26. aprU nk.
kl. 20.30 í MÍR-salnum á
Vatnsstíg 10.
Á fundinum talar Guðrún Alda
Harðardóttir fóstra um markmið
og leiðir í friðamppeldi og Sigur-
hanna Siguijónsdóttir fóstra talar
um stríðsleikföng. Þær eru báðar
fulltrúar Friðarhóps fóstra. Þá seg-
ir Ragna Freyja Karlsdóttir frá
sameiginlegu átaki gegn leikfong-
um í vopnalíki. Á eftir verða um-
ræður undir stjóm frummælenda.
Kaffíveitingar verða á staðnum.
konica
UBIX
UÓSRITUNARVÉLAR
Atvinnumálanefnd Reykjavíkui
efnir til ráðstefnu um:
FRUMKVÆÐI
KVENNAÍ
ATVINNULÍFINU
Fundarstaður: A-salur Hótel Sögu.
Tími: Laugardagur 30. apríl 1988.
Ráðstefaan er öllum opin meðan húsrúm leyfir.
DAGSKRÁ:
KL 10:40
KL 11:00
KL 09:30 Ráðstefnan sett með ávaipi formanns
Atvinnumálanefndar Reykjavíkur, Jónu Gróu
Sigurðardóttur.
KL 09:35 Ragnar Halldórsson forstjóri tekur við fundarstjóm
tilhádegis.
Kl. 09:40 Er munur á vinnubrögðum og viðhorfum karla og
kvenna í sambærilegum störfum?
Lára M. Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri,
Benedikt Guðbjartsson lögfræðingur,
Ágústína Ingvarsdóttir stjómunarfrasðingur.
Stuttar fyrirspumir og umræður.
Kaffihlé.
Er konum hættara en körlum við einangrun í starfi,
td. vegna þess að þær eiga ekki aðild að ýmsu
félagsstarfi karla?
Guðrún Zoega verkfræðingur,
Bjöm Friðfinnsson lögfrasðingur,
Guðríður Þorsteinsdóttir starfsmannastjóri.
Stuttar fyrirspumir og umræður.
Hádegisverðarhlé.
Guðrún Ámadóttir framkvæmdastjóri tekur við
fundarstjóm.
Njóta konur trausts á við karla í viðskiptum?
Árdís Þórðardóttir rekstrarhagfræðingur,
Jónína Benediktsdóttdr íþróttakennari,
Hjördís Gissurardóttir kaupmaður.
Stuttar fyrirspumir og umræður.
Kl. 14:30 Geturútboðáopinberriþjónustu,einkavæðing,
aukið hlut kvenna í sjálfstæðum atvinnurekstri?
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri,
Ásta Eggertsdóttir framkvæmdastjóri,
Víglundur Þorsteinsson framkvæmdastjóri,
Vilborg Harðardóttir útgáfustjóri.
Stuttar fyrirspumir og umræður.
KL 15:20 Kaffihlé.
KL 15:45 Almennax umræður.
KL 16:30 Ráðstefnuslit.
KL 12:00
Kl. 13:30
KL 13:35
Atvinnumálanefnd
Reykjavíkur