Morgunblaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 7
7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988
Morgunblaðið/Sverrir
í írskum veðbanka. Á myndinni eru talið frá vinstri: Stefán Hilmarsson, Hérmann Gunnarsson, Sverrir
Stormsker og Katheryne Duffy, annar teggja leiðsögumanna íslenska hópsins.
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva;
Jón Páll stal senunni
Dyflini. Frá Urði Gunnarsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins.
JÓN PÁLL Sigmarsson, sterkasti
maður heims, stal senunni sl.
mánudagskvöld í veislu sem írar
Morgunblaðið/Sverrir
Hrafn kynnir Sverri Stormsker sem „enfant terrible“ íslands.
héldu til að bjóða þátttakendur i
Söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva velkomna. Um eitt
þúsund manns voru i veislunni er
Jón Páll gerði sér lítið fyrir og
hóf Sverri Stormsker og Stefán
Hilmarsson á loft og gekk með
þá á sitt hvorum arminum. Við-
staddir ráku að vonum upp stór
augu og ekki minnkaði undrun
þeirra er hann lyfti Önnu Björk
Birgisdóttur, unnustu Stefáns
Hilmarssonar, hátt yfir höfuð sér.
Jón Páll sagði í samtali við Morg-
unblaðið að líta mætti á sig sem
leynivopn íslendinga og var ekki
annað að sjá en að hemaðarlistin
hefði borið góðan árangur. Þá hug-
mynd að senda sterkasta mann í
heimi „til höfuðs" hinum keppendun-
um á Steinar Berg ísleifsson, sem
gefur lag Beathoven út, en hann
kemst ekki til írlands vegna verk-
falls verslunarmanna. Aðspurður
sagðist Jón Páll ekki kippa sér upp
við að vera sýningargripur. „Það er
eins og hver önnur vinna að láta
fólk horfa á sig," sagði Jón Páll.
Hann neitaði því ekki að þessi vinna
væri mjög lýjandi. Til dæmis væri
hreint ekki auðvelt að halda á þeim
Sverri og Stefáni.
Á blaðamannafundi, sem Steinar
hf. efndi til í gær, endurtók Jón
Páll leikinn og hóf þá Sverri og Stef-'
án á loft. Þá hélt Hrafn Gunnlaugs-
son stutta tölu þar sem hann kynnti
Sverri Stormsker sem „enfant
terrible" íslands, mann sem skrifaði
dónalega söngtexta og hefði því kom-
ið öllum ( opna skjöldu með því að
senda lag í keppnina. Það hefði þó
ekki komið í veg fyrir að lagið Sokr-
ates hefði verið valið til að taka þátt
í keppninni, ekki aðeins með rúss-
neskri heldur íslenskri kosningu.
En Hrafni varð illilega á í mess-
unni er hann kynnti söngvarann
Stefán Hilmarsson sem Sighvat
Björgvinsson. Stefán gekk þegar á
lagið, leiðrétti Hrafn og sagði nafn
sitt vera Gunnar Bæringsson. Það
samþykkti Hrafn án umhugsunar og
uppgötvaði ekki mistök sín fyrr en
honum var sagt frá þeim. Varð hon-
um að vonum hverft við en gaf eng-
ar skýringar á mistökunum. Mis-
skilningurinn vakti mikinn hlátur
íslendinganna en erlendu blaða-
mennimir tóku ekki eftir neinu.
Veðbankar tilkynna fýrstu veð-
tölur í dag en þegar Morgunblaðs-
menn fóru ásamt íslensku keppend-
unum í einn veðbankanna í gær sagði
starfsmaður þar að helst væri veðjað
á lag Breta „Go“ sem Scott Fitz-
gerald syngur. Starfsmaðurinn bjóst
við að veð yrðu fjórir á móti einum
breska laginu í vil. Ekki væri að
ráði veðjað á önnur lög en lítið væri
að marka þessar getgátur.
íslensku keppendumir komust á
forsíðu eins írsku dagblaðanna sl.
sunnudag þar sem þeir komu fyrstir
þátttakenda til írlands. Annars hefur
fremur Ktið verið fjallað um kepppn-
ina í írskum blöðum og fólk virðist
lítið byijað að spá í hver vinni hana.
hs J
\ r.1
Morgunblaðið/Urður Gunnarsdóttir
Agreiningiir í borg-
arráðium veitinga-
hús í Öskjuhlíð
ÁGREININGUR varð á fundi borgarráðs í gær um fyrirhugað veit-
ingahús er Hitaveita Reykjavíkur hyggst reisa í Öskjuhlíð. Var af-
greiðslu þess vísað til borgarstjórnar.
Á fundinum komu fram bókanir
frá fulltrúum minnihlutans. í bókun
Bjami P. Magnússonar segir að;
„Vegna samþykktar skipulags-
nefndar, er varðar útsýnishús á
Öskjuhhð, vil ég árétta þá skoðun
mín að framkvæmdin sé algerlega
ótímabær." Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir segir í sinni bókun að; „Mót-
atkvæði mitt byggist á að ég get
ekki skilið skipulagsþátt þessa máls >
í tengslum við þá staðreynd að
byggingarkostnaður þessa man-
virkis verður tekinn af borgarbúum
í gegnum gjaldskrá Hitaveitu
Reykjavíkur."
I bókun Alfreðs Þorsteinssonar
segir; „Enda þótt fulltrúi framsókn-
arflokksins í skipulagsnefnd hafi
samþykkt útsýnishús í Öskjuhlíð
þýðir það ekki samþykki fyrir því
að Hitaveita Reykjavíkur eigi að
hefjast handa um framkvæmdir á
þessu ári. Fyrir því eru engar for-
sendur enda mjög brýn verkefni
sem þarf að sinna á vegum
Reykj avíkurborgar. “
Siguijón Pétursson vísaði til bók-
unar Guðrúnar Ágústsdóttur í
skipulagsnefnd en þar segir;
„Glæsileg lúxusbygging eins og sú,
sem hér er kynnt væri spennandi
ævintýri í alsnægtarþjóðfélagi, þar
sem búið væri að uppfylla allar
brýnustu þarfir fólksins. Að öðm
leyti vísa ég til bókunar stjómar-
andstöðunnar í borgarstjóm við af-
greiðslu síðustu fjárhagsáætlunar."
~^ ...
i
Jí
ptf*’ 3
nj
1 öi , | , : j |> ;
I Í
i 1 í
Traust fjárfestmg
gerir gæfummdnn
Bankabréf Landsbankans eru traust og arðvænleg fjáj'
festing. Þau eru gefin út af Landsbankanum og aðeins seld
þar. Bankabréfin eru með endursölutryggingu sem .
skuldbindur Landsbankann til að sjá um endursölu
innan ákveðins tíma.
Sé greiðsla fyrir gjaldfallin Bankabréf ekki sótt strax, bera þau
almenna sparisjóðsvexti þar til greiðslu er vitjað.
Bankabréf Landsbankans eru eingreiðslubréf með gjalddaga eftir eitt til
fimm ár. Þau fást í 50.000,-, 100.000,- og 500.000,- króna einingum.
Nánari upplýsingar fást hjá Verðbréfavið-
skiptum, Laugavegi 7 og hjá verðbréfa-
deildum í útibúum bankans um land allt.
f llti III5?: ? ííítí'!tíl!i;stlll?.! 51 í itllittfit
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
muitif!! ? 11! < * 215!!;1