Morgunblaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías JohannesSen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Erlendar skuldír o g opinber lántaka Iumræðum um stöðu íslenskra efnahagsmála kveða menn æ fastar að orði. Einar Oddur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hjálms hf. á Flateyri, sagði í Morgun- blaðssamtali í gær: „Við erum sannfærðir um að ef ekki verð- ur strax gripið til róttækra ráðstafana hvað varðar stöðu fískvinnslunnar þá stefnir í hreint þjóðargjaldþrot." Þeir sem Einar Oddur vitnar þama til eru í Félagi vestfírskra físk- vinnslustöðva. Hann segir, að þeir hafí áður bent ríkisstjóm- inni á, að verði ekki stöðvað þetta gegndarlausa innstreymi erlendra lána og reynt að hafa hemil á verðbólgunni þá endi þetta með skelfíngu. í umræðum um erlendar lántökur hafa margir talað eins og til þeirra sé einkum stofnað í seinni tíð af einkaað- ilum og hið erlenda lánsfé sé helst notað til að fjármagna næsta fánýta hluti á vegum nýrra fyrirtælqa, sem hafa verið að hasla sér-völl, fjár- mögnunarleiga. I Morgun- blaðsgrein í gær ræðir Vil- hjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs íslands, um skuldasöfnun er- lendis. Samkvæmt nýjustu tölum frá sl. áramótum námu skuldir þjóðarbúsins til lengri tíma 'þá 83.050 milljónum króna, eða rúmum 1.300 þús- undum á hverja fjögurra manna flölskyldu í landinu. 5kuldimar jukust um 7.000 milljónir á árinu 1987, eða um rúmlega 110 þúsund krónur á hveija fjögurra manna fjöl- skyldu. Vilhjálmur Egilsson dregur þá staðreynd fram í dagsljósið, að opinberir aðilar skulda 62% af erlendu lánunum og jukust skuldir hins opinbera um 1.000 milljónir í langtímalánum á síðasta ári. Langtímaskuldir oþinberra lánastofnana og við- skiptabanka eru 29,2% af öll- um langtímaskuldum og juk- ust um 5.445 milljónir krópa á síðasta ári. A hinn bóginn nema skuldir einkaaðila og þar með fjármögnunarleiga ekki nema 8,8% af heildarskuldun- um og jukust um 639 milljónir króna á síðasta ári, það er um 9% af allri skuldaaukningunni. Þegar vamaðarorð Einars Odds Kristjánssonar eru lesin, þurfa menn að hafa þær stað- reyndir, sem Vilhjálmur Egils- son gerir að umtalsefni, í huga. Opinberir aðilar þurfa að líta í eigin barm, áður en þeir beina spjótum sínum að einkaaðilum. Ráðherrar draga ekki upp rétta mynd af stöðunni, þegar þeir láta í það skína, að er- lenda skuldasöfnunin minnki * mest með því að setja skorður við lántökum einkaaðila er- lendis. Vilhjálmur Egilsson tel- ur raunar, að fengju einkaaðil- ar að festa fé í útlöndum yrðu nettó lántökur þeirra erlendis sáralitlar og jafnvel engar. Að máti Vilhjálms er lántaka opin- berra aðila í útlöndum ekki einungis undirrót skuldavand- ans heldur má einnig rekja hann að verulegu leyti til opin- berrar ofstjómar í gengismál- um. Vill hann að einkaaðilar fái fullt frelsi til viðskipta með krónuna gagnvart erlendum gjaldmiðlum og gengi hennar verði skráð eftir markaðsað- stæðum. Og Einar Oddur Kristjánsson segir í nafni Fé- lags vestfírskra fiskvinnslu- stöðva: „Við emm sannfærðir um að það náist aldrei jafn- vægi til handa íslenskri út- flutningsframleiðslu nema að verðmyndun á erlendum gjald- eyri verði gefín frjáls." Gagnrýni á skuldasöfnunina í útlondum er þannig nátengd hinum miklu umræðum um gengi krónunnar. Jóhann Rúnar Björgvinsson, hagfræð- ingur hjá Þjóðhagsstofnun, segir í Morgunblaðsgrein í gær, að fastgengi og meiri innlend verðbólga en erlend rýri.erlend lán stöðugt að verð- gildi, innlendir vextir gefí meira í aðra hönd en erlendir, áður fyrr hafí innlend lán bmnnið upp í verðbólgunni en nú brenni hin erlendu þótt hægar sé. Þessar aðstæður kalla sem sagt á ofvöxt skulda erlendis og viðskiptahalla með afleiðingum, sem nú em sagð- ar stefna í að verða skelfílegar. Ljóst er að stjórnvöld búast nú til ákvarðana um þessi at- riði efnahagsstefnunnar. Mestu skiptir að sjálfsögðu að vandinn sé skilgreindur með réttum hætti. Akvarðanir á röngum forsendum leiða ekki til réttrar niðurstöðu. s! 1 i 4 i i U4I! ( í 11 VANDI SJÁVARÚTVEGSINS Morgunblaðið/Árni Sæberg Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og Árni Kolbeinsson ráðuneytisstjóri á fundi sljórnar LÍÚ. Sjávarútvegsráðherra á fundi stjórnar LIU Fyrsta skipti sem ráðherra situr stjórnarfund samtakanna Sjávarútvegsráðherra sat stjórnarfund Landsambands íslenskra útvegsmanna í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem stjórnin býður ráðherra á fund sinn. Að sögn Kristjáns Ragnars- sonar framkvæmdastjóra sam- takanna lýstu útvegsmenn áhyggjum sínum vegna slæmrar Sökín er hráefn- isútflutningsins - segir Gísli Konráðsson „VIÐ erum hér að vinna ennþá en að er á hangandi hári að það sé hægt ,“ sagði Gísli Konráðsson framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa. „Ég held að eitt af því sem hefur komið þessum vanda á núverandi stig sé þessi óhemjulegi útflutningur á hráefni frá húsun- um og ég er hræddur úm að þar fari oftar en ekki besti fiskurinn sem annars hefði verið gerður að góðri frystri útflutningsvöru.“ „Það er óhjákvæmilegt að ríkis- stjómin geri þegar í stað alvarlegar ráðstafanir til þess að þessi atvinnu- vegur geti haldið áfram að skapa þjóðinni þann gjaldeyri sem hún lífsnauðsynlega þarf,“ sagði Gísli. Hann sagðist hafa heyrt að frysti- hús á Norðurlandi væru heldur bet- ur stödd en hús víða annars staðar á landinu. „Ég hef engar tölur til að rökstyðja þetta með en þetta hef ég heyrt frá þeim sem um þessi mál fjalla. En það er ljóst að það er ekki hægt að framleiða neitt stöðu útgerðarinnar, einkum bát- aflotans. „Það er alveg ljóst að sjómenn munu ekki sætta sig við að standa í stað á meðan aðrar stéttir hækka laun sín. Útgerðin hefur ekkert bolmagn til að standa undir launahækkunum án þess að áhrifunum verði dreift á aðra í landinu með gengislækk- annað en þorsk án taps og þá því aðeins að maður sé með úrvals þorsk á góðu verði. Auðvitað hagar maður vinnslu- háttum eftir því sem hagkvæmast er á hverjum tíma og hagræðir til ■ samraémis við," sagði Gísli aðspurð- ur um hvort sérstakar aðhaldsað- gerðir væru á döfínni. „En sam- dráttaraðgerðir og fjöldaupsagnir hafa ekki verið til umræðu hér. Við gætum frekar bætt við okkur fólki,“ sagði Gísli Konráðsson. un,“ sagði Kristján. Helstu umræðuefni fundarins voru útflutningur á ferskum fiski, staða útgerðarinnar,. fiskverðs- ákvörðun í júníbyijun og efnahags- mál. „Afkoma útgerðarinnar er mjög slæm. Vertíðin hefur gengið með dæmalausum hætti og virðist lítið af fullvöxnum fiski á miðunum. Bátaflotinn hér suðvestanlands hef- ur orðið hvað verst úti en togaram- ir virðast hafa náð góðum afla. Við skiptumst á skoðunum um hvemig rannsóknum og stjómun veiðanna er háttað," sagði Kristján en kvað kvótamálin sem slík ekki hafa kom- ið til tals. Útflutningur á ferskum fiski hef- ur verið í brennidepli og var um hann fjallað. Útgerðarmenn lýstu sig fylgjandi því að eitt yrði látið yfir alla ganga með tímabundnu banni þegar það ætti við. „Við þurf- um að bregðast við með þeim hætti að gera sem mest úr aflanum. Ef tekið er fyrir gámaútflutning geng- ur ekki að flytja fiskinn bara út í veiðiskipunum í staðinn. Markaður- inn þarf að finna fyrir því að við höfum stjóm á framboðinu þannig að keppinautamir nýti sér ekki veikleika okkar,“ sagði Kristján. Hann sagði að stjómarmenn hefðu lýst erfiðleikunum sem yrðu samfara fiskverðsákvörðun 1. júní næstkomandi. „Ráðherra er fullljóst við hvaða vanda er að glíma. Hann var þó mjög varfærinn í yfirlýsing- um,“ sagði Kristján Ragnarsson. Reiknum með rekstrar- stöðvun á næstu vikum - segir Árni Benediktsson formaður Félags Sambandsfrystihúsa „BANKARNIR hafa haldið fyrirtækjunum gangandi að undanfömu en ég veit ekki hvað þeir geta það lengi. Það virðist vera hin almenna skoðun í greininni að það stefni í rekstrarstöðvun innan fárra vikna verði ekki gripið til aðgerða," sagði Arni Benediktsson formaður Fé- lags Sambandsfrystihúsa. „Þar sem Jon Baldvin segir að gengisfelling ein og sér dugi ekki til að leysa vandann, þá hljótum við að biðja um gengisfellingu og eitthvað annað.“ Ámi sagði að þrátt fyrir almenna erfíðleika í greininni væri hægt að merkja mun á stöðunni eftir þeim tegundum sem unnar væm og þar af leiðandi eftir landshlutum. „Þorsk- vinnslan hefur staðið mun betur en vinnsla annarra tegunda og staða þeirra húsa sem verið hafa með til- tölulega meiri þorsk er betri en ann- arra. Því má segja að Norðurlandið standi, eins og undanfarin ár, ívið betur en aðrir landshlutar." Ámi sagðist ekki vita til að upp- sagnir eða rekstraruppstokkanir væru í vændum hjá fyrirtækjum á landsbyggðinni líkt og í Granda í Reykjavík. „Það hefur á síðustu ámm yfírleitt frekar verið um það að ræða að menn hafí ekki nægilega margt fólk til að ná hagstæðasta rekstrarárangri. Ég held að það sé frekar að jafna sig og geri stöðuna því betri. Á hinn bóginn hefur orðið það mikill samdráttur í fískvinnsl- unni í Reykjavík á undanfömum ámm að þar hefur eflaust verið rýmra með starfsfólk, því hefur kannski verið ástæða til að grípa til aðgerða af þessu tagi hjá Granda,“ sagði Ámi Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.