Morgunblaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988
Israel:
Þrír skæruliðar felldir
við landamæri Líbanons
Rashaya, Líbanon. Reuter.
ÞRÍR skæruliðar féllu í átökum
Reuter
Avaxtasali sýnir greipaldin sem itölsk yfirvöld bönnuðu eftir að
rannsókn hafði leitt í ljós að greipaldin hefðu verið eitruð. Yfirvöld-
in sögðu að eitrunin væri augljóslega herferð gegn útflutnings-
hagsmunum ísraela.
Ítalía:
Eitruð greip-
aldinámarkað
Eitrunin sögð herferð gegn ísraelum
Róm, Reuter.
ÍTÖLSK yfirvöld bönnuðu sölu
við ísraelska hermenn í gær-
morgun. Stjórnvöld í ísrael
segja, að skæruliðarnir hafi verið
í sjálfsmorðssveit.
Talsmaður ísraelska hersins í Tel
Aviv sagði í gær, að tveir ísraelskir
hermenn hefðu fallið og tveir særst
í átökum fyrir dagrenningu í gær.
Þá skutu skæruliðar flugskeyti
gegn skriðdrekum og köstuðu
handsprengjum innan landamæra
ísraels við Líbanon.
ísrelska öryggislögreglan sagði,
að skæruliðamir sem féllu hefðu
verið í hinum róttæku samtökum
palestínumanna, sem nefnast Al-
þýðufylkingin til frelsunar Pa-
lestínu (PFPL) og lúta stjóm dr.
George Habash. Þeir hefðu farið inn
í ísrael á laugardag frá svokölluðu
„öryggissvæði" í Suður-Líbanon,
þar sem ísraelar hafa tögl og hagld-
ir. Hefðu þeir notið aðstoðar vinstri-
sinna, sem séu hliðhollir Sýrlend-
ingum. „Skæmliðamir vom vopn-
aðir handsprengjum og flugskeyt-
um og ætluðu þeir að gera sjálfs-
Sj ómannaverkfallið
í Bretlandi:
Feijufyrir-
tæláreynir
að bijóta
verkfallið
St. Andrewa. Frá Guðmundi Heiðari
Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðs-
ins.
P&O-feijufyrirtækíð í Dover hef-
ur nú ákveðið að reyna að bijóta
sjómannaverkfallið, sem staðið
hefur f tólf vikur, á bak aftur og
hefja siglingar yfir Ermarsund.
Lögreglan handtók í gær fjóra
verkfallsverði sem reyndu að
koma f veg fyrir að feijufyrirtæk-
ið hæfi starfsemi að nýju.
Um 2700 sjómenn hafa átt í kjara-
deilu við P&O-fyrirtækið vegna
launa, fjölda starfsmanna um borð
og vinnureglna. í deilunni hefur fyrir-
tækið bætt tilboð sitt nokkuð, en
segist nú ekki geta gengið lengra.
Það býður laun á bilinu 750-1200.000
kr. í árslaun fyrir 124 24 tíma*vaktir
á ári og 243 daga í landi.
Sjómannasambandið hefur neitað
að fallast á þetta tilboð. Sérstaklega
vill það færri daga á sjó, en einnig
segir það öryggi farþega stefnt í
hættu með fækkun starfsmanna.
Fyrirtækið segir, að það verði að
grípa til aðgerða nú til að verða sam-
keppnishæft við göngin undir Ermar-
sund, þegar þau verða tekin í notkun.
Fyrirtækið staðhæfir, að yfir 1000
sjómenn, sem era í verkfalli, hafi
samþykkt þetta nýja tilboð. Það seg-
ist því ætla að sigla og auglýsti eftir
nýjum mannskap í dagblöðum á
mánudag. Tekið var fram, að ekki
væri nauðsynlegt, að umsækjendur
væm félagar í sjómannafélagi til að
fá pláss.
Fyrirtækið segir, að þeir sjómenn,
sem hafa samþykkt tilboðið, hafí
fengið hótanir og bömum þeirra hafi
verið hótað misþyrmingum. Það sak-
ar 8jómannasambandið um að styðj-
ast við ólýðræðislegan minnihluta,
þegar það hafnar öllum samningum.
Franska verkalýðssambandið,
CGT, sem er undir stjóm kommún-
ista, hefur heitið verkfallsmönnum
stuðningi. Er ólíklegt, að skipin verði
, afgreidd í Calais. Þá hyggst fyrirtæk-'
ið sigla til Zeebriigge í Belgíu í stað-
inn.
Fjórir verkfallsverðir vom hand-
teknir í gær og að sögn lögreglunar
reyndu þeir að loka innganginum að
höfninni í Dover með því að standa
fyrir framan hann.
morðsáraásir á Israela," sagði tals-
maður ísraelskra stjómvalda.
Frá Damaskus, höfuðborg Sýr-
lands, barst yfírlýsing þess efnis,
að Frelsisfylking Palestínu (PLF)
undir forystu Talaats Yagoubs hefði
staðið að árásinni inn í Israel. Til-
kynningin barst nokkmm klukku-
stundum eftir að palenstínskir emb-
ættismenn í Damaskus greindu frá
herra Frakklands, vísaði í fyrra-
kvöld á bug öllum vangaveltum
um samninga við Jean-Marie Lé
Pen, leiðtoga Þjóðemisfylking-
arinnar, fyrir síðari umferð for-
setakosninganna 8. maí nk. Þarf
hann þó á að halda stuðningi
kjósenda Þjóðeraisfylkingarinn-
ar ef hann vill eiga von um að
sigra Francois Mitterrand for-
seta.
í sjónvarpsviðtali á mánudags-
kvöld sagði Chirac, sem fékk aðeins
19,95% atkvæða í fyrri umferðinni
á sunnudag, að ekki kæmi til neinna
samninga við Le Pen. Hann kvaðst
hins vegar skilja það að mörgu leyti
hvers vegna rúmlega 14% kjósenda
hefðu stutt Þjóðemisfylkinguna,
sem hefur það helst á stefnu-
skránni að beijast gegn innflytjend-
um frá Afríku og arabalöndum.
því að sættir hefðu tekist á milli
Yassers Arafats, leiðtoga Frelsis-
samtaka Palestínu (PLO) og Hafez
al-Assads, forseta Sýrlands, en þeir
hafa átt í útistöðum í fímm ár.
Palenstínskir skæuliðar gerðu
síðast áhlaup frá Líbanon inn í ísra-
el 5. apríl s.l. Þá vom tveir þeirra
drepnir og einn tekinn höndum, en
fjórir ísraelskir hermenn særðust.
„Ég vil koma til móts við þetta
fólk,“ sagði Chirac. „Margir Frakk-
ar em ekki ánægðir með ástandið
og ég ætla að vera hreinskilinn og
segja hvað ég hyggst fyrir í þessum
málum."
Fylgismenn Raymonds Barres,
fyrmm forsætisráðherra, sem féll
út í fyrri umferðinni, taka hins veg-
ar ekki í mál neina málamiðlun
gagnvart Le Pen og hans fólki og
Barre hefur hvatt kjósendur sína
til styðja því aðeins Chirac að hann
berjist gegn „kynþáttahatri og of-
sóknum".
Erfiðleikar Chiracs stafa af
sundmnginni í röðum franskra
hægrimanna og stjómmálaskýrend-
ur segja það útilokað fyrir hann að
biðla í senn til þeirra, sem em ná-
lægt miðjunni í stjómmálum, og
þeirra, sem em lengst til hægri.
greipaldinna í Róm í gær og
sögðu að rannsókn hefði leitt í
ljós að sett hefðu verið á markað-
inn eitruð greipaldin og væri það
augljóslega liður i herferð gegn
ísraelum.
Violenzio Ziantoni, yfirmaður
heilbrigðisstofnunar í Róm, sem
fyrirskipaði að öll greipaldin yrðu
gerð upptæk í borginni og nágrenni
hennar, sagði að ekki væri vitað
nákvæmlega hvaðan eitmðu ávext-
imir kæmu en álitið væri að þeir
væm frá ísrael. Yfírvöld gáfu út
yfirlýsingu þar sem fólk var varað
við að borða greipaldin. Þau sögðu
að ávextirnir hefðu verið eitraðir
að yfirlögðu ráði með ljósbláu efni
sem við tilraunir hefði drepið mýs
um leið og þær hefðu neytt þess.
Ziantoni sagði að lögreglunni
hefði borist yfírlýsing frá „bylting-
arsveit" um að hún bæri ábyrgð á
eitmninni. Hvorki hann né lögreglu-
yfírvöld vildu ræða þá yfirlýsingu
frekar.
Dönsku þingkosningarnar:
í smáflokkaskóg'inuni
Sumir segja, að þingkosningaraar í Danmörku 10. maí nk. séu
eins konar uppgjör á milli þeirra Pouls SchlUters forsætisráð-
herra og Svends Aukens, leiðtoga jafnaðarmanna. Gengi ann-
arra flokka, innan þings sem utan, getur þó ráðið miklu um
úrslitin.
Grísjað
Eftir Axel Pihl-
Andersen
SÚ ákvörðun Pouls SchlUters
forsætisráðherra að boða til
kosninga með mjög stuttum fyr-
irvara hefur meðal annars orðið
til að útiloka fjöldann allan af
smáflokkum, sem ekki eiga full-
trúa á þingi en fara jafnan að
láta á sér kræla þegar kosningar
eru f nánd. Ákvörðun SchlUters
kom þeim hins vegar f opna
skjöldu og þeim gafst ekki tfmi
til að safna nægilega mörgum
meðmælendum.
Þegar aðeins tvær stundir lifðu
af framboðsfrestinum tókst Græn-
ingjaflokknum, umhverfísvemdar-
mönnum, að skila af sér meðmæla-
listanum en á honum þurfa að vera
nöfn 19.215 manna tií að framboð-
ið sé löglegt. Græningjar em þar
með orðnir þriðji utanþingsflokkur-
inn, sem býður fram í þessum Iqam-
orkuvopnakosningum en með þeim
er betur fylgst á alþjóðavettvangi
en nokkra sinni fyrr.
2%-þröskuldurinn
Flokkar, sem eiga fulltrúa á
þingi, hafa sjálfkrafa rétt til að
bjóða fram og þurfa ekki á með-
mælendum að halda en hinir tveir
utanþingsflokkamir, sem verða
með í slagnum, Kommúnistaflokkur
Danmerkur og Vinstrisósíalistar,
fengu í síðustu kosningum ekki þau
2% atkvæða, sem þarf til að kom-
ast inn úr gættinni í Kristjáns-
borgarhöll. Hvor tveggja flokkurinn
er þó vel skipulagður og áttu ekki
í erfiðleikum með að verða sér úti
um meðmælendur en öðram gekk
það verr. í fyrsta sinn frá árinu
1924 er nú t.d. ekki að finna á kjör-
seðlinum þann gamalkunna flokk
Réttarsambandið (Retsforbundet).
Fjölskrúðug flokkaflóra
Síðustu 15 árin hafa .dönsk
stjómmál einkennst af mikilli
flokkaflöld, innan þings sem utan.
Nú eru þingflokkamir þó „aðeins"
níu en sjö flokkar lifa i voninni um
að komast yfir 2%-þröskuldinn.
Flestir utanþingsflokkanna era
lengst úti á vinstrikantinum og
raunar svo litlir, að þeir skipta ekki
máli. Sem dæmi má nefna SAP,
flokk trotskíista, sem fékk um
2.000 atkvæði á landsvísu við
síðustu tvennar kosningar. Fékk
hann þó sama tíma og aðrir flokkar
til að kynna sinar pólitísku skoðan-
ir en samkvæmt reglum danska
ríkisútvarpsins fær hver flokkur 40
mínútur í sjónvarpinu hvort sem
hann hefur á bak við sig milljón
manns eða bara 1.500.
Dönskum kjósendum og sjón-
varpsáhorfendum verður að nokkra
leyti hlíft við þessu nú en þeir em
margir, sem furða sig á þvf, að
flokkum, sem fá ekki nema 2.000
atkvæði í kosningum, skuli yfirleitt
hafa tekist að safna 19.000 með-
mælendum. Það stafar þó meðal
annars af því, að margir Danir telja
2%-regluna vera ólýðræðislega.
Tylftarslagur
í kosningunum 10. maí munu
12 flokkar takast á og fyrir fimm*
þeirra stendur baráttan um að ná
2%. Ekkert bendir þó til, að utan-
þingsflokkamir komist inn að þessu
sinni. Skoðanakannanir segja, að
græningjar, kommúnistar og
vinstrisósíalistar fái aðeins 1-1,5%
atkvæða hver flokkur en það þýðir,
að 3-4% kjósenda muni kasta at-
kvæði sínu á glæ, Poul Schliiter og
stjómarflokkamir munu þó gráta
það þurmm támm þvf að stuðnings-
menn þessara flokka em andsnúnir
stefnu stjómarinnar í vamar- og
öryggismálum. Þá á „Fælles Kurs“,
eins konar „framfaraflokkur" á
vinstri vængnum með sjómannafor-
ingjann og uppgjafakommúnistann
Preben Möller Hansen í broddi fylk-
ingar, einnig á hættu að þurrkast
út af þingi en hann á þar nú fjóra
fulltrúa.
Af stjómarflokkunum er það að-
eins Kristilegi þjóðarflokkurinn,
sem liggur hættulega nærri 2%, en
hann er því ekki óvanur og hefur
alltaf tekist að halda sér á floti.
Framboðsþröskuldurinn mun þvf
fyrst og fremst bitna á áðumefnd-
um fjórum flokkum og rúmlega
100.000 vinstrisinnuðum kjósend-
um.
Ef svo ólfklega vildi hins vegar
til, að þessi flokkar næðu allir
manni *á þing, getur ríkisstjóm
borgaraflokkanna látið það verða
sitt fyrsta verk eftir kosningar að
segja af sér.
Höfundur er blaðamaður bjá
Reportage Gruppen ÍÁrósum
Chirac, forsætisráðherra Frakklands:
Engir sanuiingar
gerðir við Le Pen
Parfs. Reuter.
JACQUES Chirac, forsætisráð-