Morgunblaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRIL 1988 33 Jens Guðbrands- son - Minning Fæddur3.júní 1918 Dáinn 15. apríl 1988 I dag, 27. apríl, verður Jens mágur minn borinn til hinstu hvfldar. Við þau leiðarskil er mér ljúft og skylt að minnast hans nokkrum orðum. Andlát hans bar að með snöggum og óvæntum hætti, er hann var á ferð um Húnavatnssýslu, staddur á bænum Miðhópi í Víðidal í fjárskoð- un á vegum Sauðfjárveikivama ríkisins. Jens var Dalamaður að uppruna, fæddur á Jörfa í Haukadal, elstur í hópi 6 systkina. Foreldrar hans voru hjónin Guðbrandur Arnason á Jörfa og Ingibjörg Daðadóttir frá Litla-V atnshomi. í þennan systkinahóp hefur dauð- inn vegið hastarlega þessa vordaga. Þann 21. mars sl. andaðist systir hans Ólöf Kristbjörg. Þau íjögur sem eftir lifa em: Ami búsettur á Akranesi, Guðbjörg fyrrverandi húsfreyja á nýbýlinu Asi í Laxár- dalshreppi, er hún reisti ásamt manni sínum Hermanni Jóhannes- syni frá Saumm. Þau hafa nú látið af búskap og flutt til Reykjavíkur. Daði er rekur húsgagnaverkstæði í Kópavogi, kona hans er Eygló Hall- dórsdóttir úr Reykjavík. Yngst er Svana er býr í Kópavogi, gift Ás- mundi Þorlákssýni. Haukadalurinn er fögur sveit og sumarhlý, fjöllin há og rismikil með klettaþiljum hið efra er skýla vel gróðri og mannlífí byggðarinnar. í mynni dalsins liggur Hauka- dalsvatnið, spegilskyggnt á kyrram kvöldum, veiðisælt, og eykur enn á" sumarrómartík Dalbúa. Á Jörfa höfðu forfeður hans búið allt frá áirinu 1810. Jörðin mun vera víðlend og kostamikil fjárjörð, en nokkuð erfið til smölunar. Aðdrættir munu og hafa verið erfiðir áður en vegir vom lagðir. Þeir feðgar ráku gott og arðsamt fjárbú á Jörfaáram sínum, talaði Jens oft um það við mig hve gaman hefði verið að búa með fé á Jörfa áður en fjárpestimar fóra að heija á stofninn. Féð var hraust og harð- gert beitarfé, er sótti stíft til fjalls á öllum tímum árs, þurfti lítið hey- fóður í sæmilegum árum en skilaði oftast góðum arði. Jens lauk bú- fræðinámi frá Hvanneyri 19 ára gamall. Vorið 1940 selur faðir hans Jörfa og kaupir Höskuldsstaði í Laxár- dalshreppi. Þar var annað góðbýlið til og vel í sveit sett. Líklegt þykir mér að sú ráðabreytni hafí mikið komið til af því hve erfitt var með flutninga að og frá búi vegna vega: leysis, en þarna vora þau komin í nágrenni Búðardals sem þá var orð- in verslunarmiðstöð héraðsins. Um þetta leyti mun Jens hafa tekið við búinu að hluta til og stóð svo meðan þau sáu Höskuldsstaði eða til ársins 1966 að enn var breytt til. Jens var þá enn maður einhleypur en foreldrar hans gerð- ust öldrað og annað kom og til. Hann hafði þá um nokkur ár unnið mikið utan heimilis, aðallega við múrverk og annað er að byggingum laut. Búðardalur var á þeim áram í hraðri uppbyggingu. Hann hafði þá í félagi við Daða bróður sinn lokið byggingu íbúðarhúss í Kópa- vogi, seldi því jörð og bú og flutti þangað suður. Fýrstu ár sín þar starfaði hann hjá Fóðurblöndunni hf. eða þar til hann réðist til Til- raunastöðvarinnar að Keldum en þar vann hann til lokadægurs, en og mér kunnugt um, að hann naut þar trausts yfirmanna sinna. Starfi því fýlgdu mikil ferðalög, fór hann víða um sveitir að líta eftir heilbrigði sauðfjár. Á þessum ferðum kynntist hann vel landi sínu og fólki og fé og átti frá þeim margar góðar minningar. Það má þvi segja, að tengslin við landbúnaðinn hafi aldrei að fullu rofnað, þó búsetan flyttist úr sveit í borg. Flest eða öll vor fór hann vestur í Dali og vann við sauðburð á stór- búi vina sinna og sveitunga Magn- úsar og Elínar á Hrútsstöðum. í það fór stór hluti af sumarfríinu, en í það var ekki horft þegar skyld- an bauð. Það var ekki til siðs hjá hans kynslóð í sveitinni að taka sér marga frídaga, og það lífsviðhorf fýlgdi honum inn fýrir borgarmörk- in. _ Á Dalaárunum gegndi hann ýms- um trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Sat um skeið í hreppsnefnd Laxár- dalshrepps, í stjóm Kf. Hvamms- íjarðar, sá um reikningshald fyrir ræktunarsamband Vestur-Dala svo fátt eitt sé nefnt. Árið 1968 hóf hann sambúð með systur minni, Ástu Olafsdóttur frá Þórastöðum í Bitra, sem þá var ung ekkja með tvö böm. Teljum við venslafólk að það hafí verið vel ráðið af beggja hálfu. Þau eignuð- ust saman tvö böm, Brynjólf Bjarka, nú 17 ára, og Ingibjörgu nú 15 ára. Þeirra missir er því mik- ill. Auk þess ólust upp hjá þeim böm Ástu af fyrra hjónabandi, Olaf- ur Friðmar og Danfríður Kristín, sem nú hafa bæði stofnað sín eigin heimili. Jens heitinn var maður í hærra meðallagi, fríður og liðlega vaxinn, kvikur á fæti og göngugarpur mik- ill fram eftir öllum aldri, en aldur- inn bar hann með afbrigðum vel, hafði jafnvel unglegt yfirbragð sem furðu má kalla, þegar til þess er litið hver vinnuþjarkur hann var og óhlífinn við sjálfan sig. Kröfugerðarmaður var hann eng- inn nema gagnvart sjálfum sér. Vinnulaun hans held ég hafi ekki alltaf verið í samræmi við þau af- köst sem hann skilaði, en honum hélst vel á því er hann fékk í hend- ur, var hagsýnn en þó rausnarlegur og góður heimilisfaðir. Hvarvegna sem hann fór naut hann trausts samferðamanna sinna. Slíks er gott að minnast við ævilok. Elsku Ásta mín. Við á Sandhólum og Þórastöðum vottum þér og böm- unum innilega samúð í ykkar mikla missi, um leið og við þökkum allar yndislegu stundimar á heimili ykk- ar og utan þess. Þær minningar eru ljúfar og geymast. Sömuleiðis færam við systkinum hans og öðram vandamönnum sam- úðarkveðjur okkar. Hinum látna þökkum við samfylgdina og bless- um minningu hans. Kjartan Olafsson I dag verður borinn til moldar í Fossvogskirlqugarði Jens Ólafur Guðbrandsson, Helgubraut 31, Kópavogi, starfsmaður Sauðfjár- veikivarna á Keldum í meira en áratug. Hann dó við störf úti á landi að loknum löngum vinnudegi 15. apríl sl. Andlát hans bar brátt að og var því mikið áfall ástvinum hans og samstarfsmönnum. Ekki var vitað til þess að hann hefði kennt sér nokkurs meins. Hann var heilsuhraustur alla tíð og vel á sig kominn. Það er huggun fyrir okkur sem eftir lifum, að hann fékk hægt andlát. Hann virðist hafa dáið í svefni og án óþæginda. Banameinið var kransæðastífla. Jens var Dalamaður, fæddist 3. júní 1918 á Jörfa í Haukadal._ For- eldrar hans vora Guðbrandur Áma- son bóndi þar og síðar á Höskulds- stöðum í Laxárdal og kona hans, Ingibjörg Daðadóttir Daðasonar bónda á Skinþúfu, síðar á L-Vatns- horni í Haukadal. Jens var elstur systkinanna. Næst elst var Ólöf, f. 2. maí 1919, sem bjó í Reykjavík allan sinn búskap. Hún dó aðeins 3 vikum á undan Jens. Maður hennar var Ólafur Theodórsson úr Saur- bæjarhreppi í Dalasýslu, húsvörður hjá Eimskip, einnig látinn. Guð- björg Sigríður var þriðja í röðinni, f. 11. júlí 1920. Hún byggði ásamt manni sínum, Hermanni Jóhannes- syni frá Sauram í Laxárdal, nýbýlið Ás úr landi þeirrar jarðar. Næstur í systkinahópnum var Ámi, f. 7. júní 1922, verkamaður á Akranesi og nú í seinni tíð í Borgamesi og á Mýram. Daði húsgagnasmiður er næst yngstur systkinanna, fæddur 25. október 1924. Kona hans er Eygló Halldórsdóttir úr Reykjavík. Daði og Eygló vora næstu nágrann- Minninff: Bergur Lárusson, kaupmaður Fæddur 28. mars 1920 Dáinn 17. apríl 1988 Gakk þú á guðs þíns fund glaður á hverri stund. Varðveislu víst munt fá, vernd Drottins himni frá. Ljós í hans líknar hönd lýsir um gjörvöll lönd, græðir vor sorgar sár, signir manns gleði tár. (P. Hallbj.) Hann nafni minn er dáinn. Þegar nafna hringdi til mín og sagði mér lát hans, brast sterkur strengur í bijósti mér. Þó svo að ég vissi að hverju stefndi og kvíðinn fyrir þessu símtali hafi grafíð um sig, þá kem- ur slík harmafregn alltaf að óvör- um. En ég fylltist innilegu þakk- læti fyrir þá líkn að veita honum lausn frá þraut í erfiðri baráttu við ofureflið síðustu mánuði ævinnar. Nafni fæddist að Tjöm á Skaga í A-Húnavatnssýslu þann 28. mars 1920, sonur hjónanna Lárasar Frímannssonar og Ámínu Áma- dóttur. Ég efast ekki um að 25. septem- ber 1947 var mesti gleðidagur í lífi nafna, þá gekk hann að eiga eftirlif- andi konu sína, Ástu Tryggvadótt- ur, dóttur hjónanna Tryggva Stef- ánssonar og Guðrúnar Sigurðar- dóttur frá Skrauthólum á Kjalar- nesi. Árið 1953 tóku þau kjörson, Gísla Bergsson, sem kom eins og sólar- geisli inn í líf þeirra, enda bæði mjög bamgóð. Nafna minnist ég fyrst þegar hann var að koma í heimsókn í sveitina og hafði alltaf tíma fyrir okkur krakkana. Ég fór að fara til þeirra nafna og nöfnu þegar ég gat ferðast ein og það var eins og ævin- týri, því alltaf var haft ofan af fyr- ir mér og maður var svo virkur hjá þeim þó maður væri bara bam. Ég vann í mörg sumur hjá þeim í skóbúðiftni og eyddi þá flestum fríum með þeim í sumarbústaðnum. Þar var yndislegt að vera með þeim því þar nutu þau sín innan um allan gróðurinn. Einnig var ég í skóla á Akureyri og allan þennan tíma bjó ég heima hjá þeim og alltaf var eins vel hugsað um nöfnuna. Já, því ég var svo heppin að ég var skírð í höfuðið á þeim báðum, Ástu og Bergi, og það lýsir vel hvers konar álit fólk hafði á nafna að hann átti eina nöfnu (mig) og tvo nafna. Ég hef litið á þau sem aðra foreldra, enda hafa þau reynst mér þannig. Mér finnst nafna best lýst í þess- ari vísu sem hann fékk þegar hann varð fimmtugur frá föður sínum: Aldrei rak þig upp á sker. Enginn sá þig gráta. Lífsins róður léttir þér, lundin hressa og káta. Elsku nafna mín og Gísli. Guð styrki ykkur og styðji í sorginni og um ókomna framtíð. Þess biðjum við, ég, Katla litla og Gísli. Hinsta kveðja og þökk fyrir sam- fylgdina, sem veitti mér ómælda gleði og_ ánægju. Ásta Begga Ólafsdóttir Mig langar að minnast míns elskulega frænda, Bergs Lárusson- ar, nokkrum fátæklegum orðum. Fátækleg verða þau því að manni verður alltaf orða vant þegar dauð- inn er annars vegar. Drottinn hefur nú kallað hann til sín og veitt honum eilífa hvfld frá öllum hans þrautum. Þær þraut- ir bar hann af karlmennsku og æðruleysi. Þrátt fyrir sína líkamlegu erfíð- leika var hann aldrei neinn meðal- maður í því sem hann tók sér fyrir hendur, það sanna æviverkin hans, sem ekki verða tíunduð hér. Vinnu- þrek Bergs var með ólíkindum, og virtist svo sem honum liði best ef hann hefði alltaf eitthvað fyrir stafni. Þar vora Bergur og Ásta, konan sem hann var svo gæfusam- ur að kvænast, sem samvalin, svo ekkert hallaðist þar á. Bergur stóð ekki einn með hana sér við hlið. Heimilið að Vanabyggð 11 og sum- arbústaðurinn I Sörlatungu bera þessu fagurt vitni. Þá hefur einkasonurinn Gísli ver- ið föður sínum mikils virði og ég veit að hann var ánægður með að Gísli skyldi taka við verslunar- rekstrinum af sér sem hann hafði byggt upp af svo miklum dugnaði. Óll ástúð og hjálpsemi Bergs frænda I garð sinna nánustu ætt- ingja var einstök. Eg og fjölskylda mín urðum þessa aðnjótandi í ríkum rnæli, og er söknuður okkar mikill að sjá honum nú á bak. Vinátta hans var okkur mikils virði, hún gleymist ekki. Samband Bergs móðurbróður míns og foreldra minna var innilegt og náið, og ekki hvarflaði að mér þegar við kvöddum föður minn hinstu kveðju í fyrra að Bergur minn yrði næstur. Væntanlega hafa endurfundimir orðið fagnaðarríkir hjá þeim mágunum. Nú eru hinar himnesku veiðilendur þeirra fiski- mið, en ekki Eyjafjarðarálar og Hörgá, en þangað leitaði Bergur oft sér til hvfldar og upplyftingar frá erli dagsins. Ég og fjölskylda mín kveðjum nú frænda og vin f hinsta sinn, biðj- um honum blessunar Guðs og þökk- um honum fyrir allt sem hann var okkur og allar góðar stundir er við áttum samana. Ásta mín og Gísli, Guð gefi ykk- ur styrk í sorginni og veri með ykkur alla tíð. Megi minningin um ástkæran eiginmann og foður verða ykkur leiðarljós á ókomnum tíma. Bragi Jóhannsson ar Jens og fjölskyldu hans á Helgu- brautinni í Kópavogi. Þeir bræður byggffu þar raðhús hlið við hlið. Yngst systkinanna er Brynhildur Svana, fædd 16. júní 1929, búsett í Reykjavík en áður á Akranesi.- Maður hennar er Ásmundur Þor- láksson frá Akranesi bflstjóri hjá MS í Reykjavík. Jens gekk í Bændaskólann á Hvanneyri og tók við búi á Jörfa 1940 er foreldrar hans keyptu jörð- ina Höskuldsstaði og fluttu þangað. Hann fór síðan til foreldra sinna og vann við bú þeirra allt þar til þau fluttu suður 1966. AUa tíð meðan Jens var fyrir vestan og einnig eftir að hann kom suður vann hann mikið að múrverki, oft með Hermanni mági sínum á Ási. Jens sat um skeið í hreppsnefnd Laxárdals, einnig var hann kosinn í stjóra ræktunarsambandsins og lengi var hann refaskytta sveitar- innar. Árið 1968 stofnaði hann heimili í Álfheimum 48 í Reykjavík, hafði þá_ fundið lífsföranaut, ágæta konu, Ástu Kr. Ólafsdóttur frá Þórustöðum í Bitra. Ásta hafði ver- ið gift Brynjólfi Kristjánssyni vega- verkstjóra frá Hólslandi í Eyja- hreppi en misst Hann sviplega úr bráðum sjúkdómi frá 2 ungum böraum. Jens gekk þeim í föðurstað og reyndist þeim frábærlega. Þau eru Ólafur Friðmar, f. 12. maí 1956, sendibílstjóri hjá Sól hf. í Reykjavík, og Danfríður Kristrún, f. 23. sept- - - ember 1958. Bæði hafaþau stofnað heimili og komist vel áfram. Böm þeirra Jens og Ástu era tvö, Brjmj- ólfur Bjarki, f. 14. júní 1971, nema í Iðnskólanum, og Ingibjörg, f. 14. maí 1973, nemi í Þinghólsskóla í Kópavogi. Seinni part ársins 1977 réðst Jens til Sauðfjárveikivama. Það var sá mæti maður Jón Kristjánsson frá Kjörseyri, sem kom okkur í kjmni við Jens og taldi að hann mjmdi duga okkur vel sem eftirmaður sinn. Jón rejmdist sannspár. Jens fékk almanna orð fyrir hæfileika sína. Hann var óvenjulega glöggur á fé og þannig skapi farinn og laginn að hann náði samvinnu við flesta menn, sem hann þurfti að skipta við í starfí sínu en það var m.a. ferðalög um landið og skoðun á sauðfé vegna vama gegn smitsjúk- dómum. Öll störf sem honum vora falin leysti hann með kostgæfni. Allt stóð hjá honum eins og stafur á bók. Sæti þessa góða drengs verð- ur vandfyllt. Fyrir þetta vil ég þakka um leið og ég fljrt ástvinum hans samúðarkveðjur. Sigurður Sigurðarson dýralæknir I minningargrein um Eyrúnu Eiríksdóttur hér i blaðinu í gær, - féll niður fæðingardagur og dán- ardægur. Hún var fædd 23. ágúst 1912 og lést 2. apríl síðastliðinn. Er beðist velvirðingar á mistök- unum. Blóma- og w skreytingaþjónusta w ™ h vert sem tilefnið er. (ÍLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álflieimum 74. sími 84200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.