Morgunblaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988
35
Minning:
Gunnar Ingólfsson
bóndi, Hámundarstöðum
Fæddur 18. september 1955
Dáinn 19. apríl 1988
I minningu pabba.
Guð leiði þig, en líkni mér
sem lengur má ei fylgja þér.
En ég vil fá þér englavörð,
míns innsta hjarta bænargjörð:
Guðleiðiþig. (MattJoch.)
Við þökkum elsku pabba okkar
allar ánægjustundimar.
Lóa, Linda og Erla Björg
Skyndilegt fráfall Gunna, fyrr-
verandi mágs okkar og vinar, kom
eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Ótal minningar streyma fram í hug-
ann þegar litið er yfir farinn veg.
Við kynntumst Gunna fyrst er
hann og Eygló, systir okkar, fóru
að vera saman. Þá var Gunni 17
ára, með dökkt og mikið hár og
stríðnislegt bros. Nákvæmlega
þannig var hann síðast er við sáum
hann, og þannig viljum við minnast
hans.
Gunni var fastagestur á heimili
okkar á Engjaveginum árum saman
og eftir að hann og Eygló giftu sig
og hófu búskap vorum við tíðir
gestir hjá þeim, bæði á Þórustöðum
og Hámundarstöðum og myndaðist
þar sterkt vináttusamband sem ekki
rofnaði þó að leiðir þeirra hefðu
skilið.
Gunni var einstakt náttúrubam,
og gat hvergi annars staðar hugsað
sér að búa en í sveitinni, þar sem
hann gat sinnt einlægu áhugamáli
sínu, hestunum.
Hann var mjög sterkur persónu-
leiki, sagði sína meiningu ákveðið
og var ekkert að fara í kringum
hlutina, en gat jafnframt komið
öllum í kringum sig til að hlæja
með skondnum athugasemdum og
hnyttnum tilsvörum. Að eðlisfari
var hann mjög stríðinn, og fengum
við systur svo sannarlega að kynn-
ast því, en það risti ekki djúpt og
oftast hlógum við mest sjálfar, þvf
hann var aldrei illkvittinn.
Gunni laðaði að sér fjölda fólks
með persónutöfrum sínum og ber
stór vina- og kunningjahópurinn
þess best vitni.
Gunni ólst upp í stórum systkina-
hópi, fyrst í Hafnarfirði og síðan á
Þórustöðum í Ölfusi, þar sem leiðir
hans og Eyglóar lágu fyrst saman.
Þau eignuðust dætumar Lindu
Dröfn, f. 19.07.75, og Erlu Björgu
f. 16.10.78. Fyrir átti Gunni Eygló
Svövu, f. 30.09.74. Stelpumar
eyddu flestum summm hjá honum
og var þær farið að hlakka til að
komast í sveitina til pabba síns. Þau
hittust fyrir aðeins nokkrum dög-
um, er Lóa, elsta dóttirin, var
fermd, og gerðu áætlanir fyrir kom-
andi sumar, sem nú em að engu
orðnar.
Elsku stelpur, við finnum til með
ykkur af öllu hjarta, en vitum að
þið getið ávallt huggað ykkur við
góðar minningar um ástkæran föð-
ur og félaga. Einnig sendum við
hugheilar samúðarkveðjur til Ing-
ólfs, Bjargar, Villa, Einars, Stef-
áns, Auðar og Trausta.
Hvíli elsku Gunni í friði. Friður
Guðs blessi hann.
Magga og Hrönn, Selfossi.
Himinninn, grænar víðáttur heið-
anna og svarfblátt hafíð — er um-
hverfi Hámundarstaða við Vopna-
fyörð. Þessi víðáttumikla jörð er ein
þessara jarða útskaganna þar sem
ferskleikinn og heiðríkjan ríkja og
hretviðri og snjóalög vetrarins
reyna á þol mannanna.
Gunnar Ingólfsson undi sér vel í
þessu umhverfí. Hross og sauðfé
dreifði sér um gróinn afréttinn og
allir staðhættir og umhverfi virtust
falla að gerð Gunnars. Einkenni
hans vom ferskleiki og einarðleiki.
Hann skar sig úr, hann var enginn
múgamaður, öll stöðlun var honum
fyarri. Hann var ómyrkur í máli,
orðheppinn og fullur af lífí og húm-
or. Útlistanir hans á mönnum og
málefnum vom alltaf á kjammiklu
máli, lifandi og skemmtilegar, og
hann hitti alltaf í mark. Hann var
líka líkastur ferskum gusti heiða
og hafs þar sem víddimar ríkja.
Gunnar ólst upp frá níu ára aldri
á Þómstöðum í Olfusi með foreldr-
um sínum og systkinum. Foreldrar
hans vom Ingólfur Guðmundsson
bóndi af Kollsvíkurætt á Rauða-
sandi og Björg Eyjólfsdóttir frá
Engey og Brautarholti á Kjalamesi
í ættir fram.
Búskapur og heimilishættir á
Þómstöðum vom sérstæðir. Þau
hjónin Ingólfur og Björg hófu þar
búskap 1964 og bjuggu þar til
1972. Ingólfur dvaldi þar til 1976.
Búið varð bráðlega eitt arðmesta
bú landsins og skar sig úr hvað
varðaði þrifnað og reglusemi. Þetta
var á þeim tima þegar fmmkvæði
og reisn mátti sín einhvers í bú-
rekstri, áður en vissum öflum tókst
að ná áhrifum til fjarstýringar í
íslenskum landbúnaði. Duglegir
bændur gátu þá enn um frjálst
höfuð strokið. Húsráðendur á Þóm-
stöðum vom lítt hrifnir af afskipta-
semi og ráðsmennsku forráðshyggj-
unnar. Þau stjómuðu sjálf búinu.
Innanstokks mótaði húsmóðirin
alla hætti — reisn og smekkur vom
mótandi og samofin siðuðu og
menningarlegu umhverfí bóka og
hljómlistar. Bókasafnið var valið
safn og þar var mikið lesið. Þau
hjón áttu margt kunningja og vina
og það var alltaf gott að njóta gisti-
vináttu þeirra. Gestrisni þeirra var
einstök. Gunnar ólst upp í þessu
andrúmslofti og mótaðist af því —
islenskum menningararfi, virðingu
fyrir tungu og sögu og ömun á
þeim lágmenningarfyrirbrigðum
sem vom tekin að láta á sér kræla
um þessar mundir.
1976 fluttu þeir feðgar Ingólfur
og Gunnar að Hámundarstöðum og
hófu þar búskap. Búið blómgaðist
og Gunnar tók síðan við og stofn-
aði til félagsbús með Önnu Dóm
Halldórsdóttur fyrir nokkmm miss-
emm. Bústofninn var sauðfé og
hross, en Gunnar var ágætur tamn-
ingamaður og átti ágæta hesta.
Hann aðlagaði búskap sinn lands-
gæðum eins og íslenskir bændur
hafa gert um aldir og gera enn, þó
með nokkmm undantekningum
síðustu áratugina.
Gunnar eignaðist þijár dætur,
tvær með fyrrverandi eiginkonu
sinni, Eygló Bjamþórsdóttur, og
eina dóttur áður en hann kvæntist
henni. Dætur hans dvöldu jafnan
með honum á sumrin á Hámundar-
stöðum og var það þeim hátíð og
föður þeirra.
Allir sem kynntust Gunnari náið
hrifust af honum, hann var sannar-
lega lifandi og heill, ærlegur og
ræktarsamur og hann var skemmti-
legur, mjög skemmtilegur.
Það er erfitt að horfast í augu
við þá staðreynd að eiga aldrei
framar eftir að eiga tal við Gunnar
og njóta návistar við hann. Um-
hverfíð og heimurinn smækkar við
fráfall hans. En minningin um
Gunnar lifir f hugum þeirra sem
áttu hann að vini og efinn, trúin
og vonin búa í hjörtum mannanna.
Við hjónin vottum foreldrum
Gunnars, Björgu Eyjólfsdóttur og
Ingólfi Guðmundssyni, systkinum
hans og Vilhjálmi Ólafssyni, fyrr-
verandi eiginkonu hans og dætrum
hans þremur og sambýliskonu hans
Önnu Dóru Halldórsdóttur og öllum
ættingjum hans og vinum innilega
samúð.
Siglaugur Brynleifsson
Frændi minn, Gunnar Ingólfsson,
er dáinn, aðeins 32 ára að aldri. I
fyrstu greip mig heiftarleg reiði
yfír örlögum hans, en brátt tóku
við tómleiki og sorg. Á þeim dögum
sem liðnir eru frá andláti Gunnars
hafa flogið í gegnum huga mér
ýmsar góðar minningar um hann
og þær megna svo sannarlega að
hlýja manni um hjartarætur.
Gunnar var sonur Bjargar Eyj-
ólfsdóttur, föðursystur minnar, og
Ingólfs Guðmundssonar, móður-
bróður míns. Okkur krökkunum
þótti mikið til um skyldleika okkar
þegar við vorum yngri og vorum
sannfærð um að við værum allt að
því jafnskyld og systkin, allavega
hálfsystkin. Við vorum líka á marg-
an hátt eins og systkin. Fjölskyldur
okkar bjuggu í sama húsi í Hafnar-
firði fyrstu æviár okkar og þar ól-
umst við upp saman.
Þegar Gunnar var 8 ára gamall
fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni
að Þórustöðum í Ölfiisi og þar bjó
hann fram á fullorðinsár. Ég og
systkini mín vorum mikið á Þóru-
stöðum, ýmist í sumardvöl eða
styttri heimsóknum. Þangað var
alltaf jafn gaman að koma. Systkin-
in voru 5 á bænum, svo þar var
alltaf líf og fjör. Gunnar var ávallt
einstaklega hress og kátur og
prakkarinn aldrei langt undan. Auk
þess var hann svo bráðfyndinn, að
hann gat alltaf fengið alla til að
veltast um af hlátri, alveg sama
hveijar aðstæður voru.
Bemsku- og unglingsárin voru
fljót að líða og hvert af öðru stofn-
uðum við okkar fyölskyldur. Gunnar
giftist Eygló Bjamþórsdóttur, en
þau slitu samvistir fyrir nokkmm
ámm. Þau hafa ætíð haldið góðu
sambandi sín á milli og hafa dætur
þeirra dvalist í sveitinni hjá föður
sínum á sumrin. Dætur Gunnars,
sem nú sjá á bak elskulegum föður
em þiján Eygló Svava, 13 ára,
Linda Dröfn, 12 ára, og Erla Björg,
9 ára.
Síðustu árin bjó Gunnar ásamt
föður sínum á Hámundarstöðum I
í Vopnafírði. Síðan faðir hans flutti
suður í fyrra hafa þau Gunnar og
Anna Dóra, sambýliskona hans,
búið þar. Eftir að Gunnar flutti til
Vopnaflarðar sá ég hann sjaldnar
en áður, en þegar við hittumst var
hann alltaf sami hressi og skemmti-
legi strákurinn, sem ég man svo
vel eftir þegar við vomm yngri.
Hans verður því sárt saknað.
Elsku Anna Dóra, Gagga, Gúlli,
Villi, litlu telpumar hans Gunnars,
systkinin og aðrir, sem eiga um
sárt að binda vegna fráfalls hans;
þótt fátt geti mildað sorgina eins
og er, þá mun minningin um góðan
dreng verða ykkur og okkur öllum
styrkur um ókomin ár.
Ég, foreldrar mínir, systkin og
fjölskyldur okkar kveðjum elsku
frænda okkar hinstu kveðju með
þökk fyrir allt sem hann var okkur
og biðjum Guð að geyma hann.
Sigrún Reynisdóttir
Genginn er góður og glæsilegur
drengur, langt fyrir aldur fram að
mínum dómi, en sá sem öllu ræður
hefur aldrei farið eftir þeirri röð sem
okkur finnst sanngjömust.
Ég kynntist Gunnari í þann mund
er ég og móðir hans gengum í
hjónaband árið 1975. Hann var
glæsilegt ungmenni, 19 ára gam-
all, glaður, greiðvikinn og hjarta-
hlýr og urðum við fljótt hinir mestu
mátar. Aldrei var ég í vafa um að
hans biði björt framtíð og glæsileg.
Hugur hans hneigðist strax til bú-
skapar, enda var hann alinn upp
ásamt fjórum systkinum á glæsi-
legu myndarheimili foreldra sinna,
Bjargar Eyjólfsdóttur og Ingólfs
Guðmundssonar, sem ráku stórbú
að Þórustöðum í Ölfusi.
Á fyrsta búskaparári okkar
Bjargar í Grænuhlíð 12 í Reykjavík
bjó hjá okkur unnusta og síðar eig-
inkona Gunnars, Eygló Bjamþórs-
dóttir, sem þá var við sjúkraliðanám
á Borgarspítalanum. Á meðan hún
bjó hjá okkkur fæddist eldri dóttir
þeirra, Linda Dröfn, og varð hún
að sjálfsögðu strax sólargeislinn á
heimilinu. Áður hafði Gunnar eign-
ast Eygló Svövu með Guðlaugu
Gísladóttur og var hún annar sólar-
geislinn til, því oft var hún sótt í
Grænuhlíðina. Seinna, eftir að
Gunnar og Eygló höfðu stofnað
heimili að Hámundarstöðum I, í
Vopnafirði, ásamt Ingólfi föður
Gunnars, eignuðust þau þriðja sól-
argeislann, Erlu Björgu. Gunnar og
Eygló slitu samvistir árið 1981, en
ávallt hefur verið gott samband
milli þeirra og telpumar dvalið hjá
föður sínum á sumrin.
Fyrir ári brá Ingólfur búi og seldi
sinn hlut til Önnu Halldórsdóttur,
sambýliskonu Gunnars. Hjá þeim
dvöldu allar systumar þijár síðast-
liðið sumar og fór mjög vel á með
þeim og Önnu. Mikið var búið að
ráðgera af þeim systmm og föður
þeirra fyrir þetta sumar og reis þar
hæst áætlun um hestamennsku.
Ég sá Gunnar síðast er hann kom
hér suður til að vera við fermingu
elstu dótturinnar 10. apríl sl. Hann
verður mér ávallt minnisstæður er
hann gekk með dóttur sinni til altar-
is í Lagafellskirkju í geislandi sól-
skini, stór maður og fallegur, með
svip þess sem átti lífíð framundan.
Fari vinur minn vel og hafí þökk
fyrir okkar góðu kynni.
Vilhjálmur Ólafsson
Símar 3540$ og 83033
UTHVERFI
Síðumúli o.fl.
Sæviðarsund, hærritölur
VESTURBÆR
SELTJARNARNES
Hofgarðar
Barðaströnd
Framnesvegur1-35
AUSTURBÆR
Stigahlíð 49-97
Barónsstígur