Morgunblaðið - 27.04.1988, Page 2

Morgunblaðið - 27.04.1988, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988 Ungir ökumenn á ofsa hraða í kappakstri Morgunblaðið/Sigrún Sigfúsdóttir Flóð hljóp í bæjarlækinn við Læk í Ölfusi og flæddi hann yfir veginn. Vegaskemmdir í Ölfusi LÖGREGLAN í Reykjavík stöðv- aði fjóra unga ökumenn á mánu- dagskvöld, þar sem þeir stund- uðu kappakstur á götum borgar- innar. Okumennirnir ungu, tveir piltar og tvær stúlkur, misstu ökuréttindin. Alls voru 35 öku- menn teknir fyrir of hraðan akst- ur þetta kvöld. Það var um kl. 22.15 um kvöldið sem lögreglan var við hraðamæling- ar við Elliðavog. Þá mældust tvær bifreiðar þar á ofsahraða. Önnur, af gerðinni Toyota Twin Cam, reyndist á 142 km hraða og var ökumaðurinn ung stúlka, sautján ára gömul. Hinni bifreiðinni, af gerðinni Chevrolet, ók 19 ára piltur og mældist hraði hennar 110 km á klukkustund. Ökumennimir, sem ekki þekktust, játuðu að hafa verið í kappakstri eftir Elliðavogi. Þegar kappaksturinn fór fram var myrkur og gatan blaut, svo skilyrði til hrað- aksturs voru afleit. Ókuskírteini piltsins og stúlkunnar era nú í hönd- um lögreglu. Um þremur stundum síðar mæld- ust tvær bifreiðar á 95 km hraða efst á Hverfisgötu. Annarri bifreið- inni, Fiat Uno, ók 19 ára stúlka, en hinni, sem var af gerðinni Honda Civic, ók tvítugur piltur. Þau sögðu lögreglu að á móts við hús nr. 61 við Hverfísgötu hefðu þau ákveðið að reyna með sér upp götuna. Öku- skírteini þeirra vora einnig tekin af þeim. Þess má geta að fyrir viku varð banaslys á Hverfísgötu. Þar lést ung kona þegar hún varð fyrir bif- reið, sem var í kappakstri upp göt- una. Að sögn lögreglu virðist sem sumir ökumenn læri aldrei af eigin óföram eða annarra, en það kom lögreglu nokkuð á óvart að í þessum tveimur tilvikum skyldu stúlkur vera við stýri. „Stúlkur hafa yfír- leitt sýnt af sér meiri ábyrgðartil- fínningu í umferðinni^ en piltar," sagði Ómar Smári Armannsson, aðalvarðstjóri. „Við verðum að vona að einhveijir láti sér þetta að kenn- ingu verða. Það verða allir að leggj- ast á eitt ef okkur á að takast að fækka slysum." Hveragerði. í HINU mikla rigningaveðri sem var hér aðfaranótt þriðjudags hijóp svo mikið flóð í bæjarlæk- inn við Læk í Ölfusi að hann flæddi yfir veginn og braut í hann mikið skarð. Við flóðið losnaði stórt stálrör, sem vera mun tveir og hálfur metri í þvermál og flaut niður fyrir veg. Að sögn Steingríms Ingvarssonar umdæmisverkfræðings hjá Vega- gerðinni er nú beðið eftir að sjatni í ánni svo hægt verði að kanna skemmdir á rörinu, en síðan verði hafíst handa um viðgerð á veginum. Víðar á leiðinni að Læk flæddi yfír veginn og alveg er ófært heim að Þurá. . - Sigrún Eimskip svift undanþágu vegna meintra verkfallsbrota Brotum hefur fækkað hjá VR VerkfaLIsstjóm Verslunar- mannafélags Reykjavíkur ákvað í gær að afturkalla undanþágur fimm starfsmanna hjá Eimskip, en VR hafði rökstuddan grun um verkfallsbrot hjá Eimskip, að sögn Einars Nikulássonar, sem sæti á í verkfallsstjóm. Einar sagði að verkfallsbrotum hefði fækkað mikið frá byrjun verk- falls verslunarmanna. Eimskip er fyrsta og eina fyrir- tækið sem hefur verið svift undan- þágu frá verkfalli verslunarmanna. Fimm starfsmönnum Eimskips var leyft að halda uppi sambandi við skip öiyggis vegna og verkfalls- vörðum átti að vera heimilt að kanna að ekki væra fleiri en þeir við vinnu á skrifstofum, að sögn Einars Nikulássonar. VR-mönnum, með Pétur A. Maack, formann verk- fallsstjómar, í broddi fylkingar hefði hins vegar ekki verið hleypt inn hjá Eimskip í dag til að kanna hvort fleiri væra þar við vinnu en fengið hefðu undanþágu. Fundur um þingstörfin í gær: Umræðu um vantraust sjónvarpað beint Stefnt að þinglokum 6. eða 7. maí STEFNT er að því að ljúka þing- störfum 6. eða 7. maí. Forsetar Alþingis, forsætisráðherra og formenn þingflokka héidu fund um þingstörfin í gær og var þar farið yfir mál sem lögð er áhersla á að verði afgreidd á þessu þingi, þar á meðal eru milli 15 og 20 stjómarfrumvörp. Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti sameinaðs þings sagði við Morgunblaðið í gær að ljúka þyrfti ákveðnum stjómarfrumvörpum fyr- ir þinglok. Síðan væri mikið fyrir- liggjandi af fyrirspumum í samein- uðu þingi, talsvert væri af þings- ályktunartillögum sem ætti eftir að mæla fyrir og síðan mætti gera ráð fyrir að einhver framvörp kæmu úr nefndum. Þá lægi fyrir van- trauststillaga og sagði Þorvaldur að umræða um hana yrði næsta fímmtudagskvöld og yrði henni bæði sjónvarpað og útvarpað. Síðan þyrfti hefðbundin eldhúsdagsum- ræða að fara fram í næstu viku. Sagðist Þorvaldur gera ráð fyrir þingfundum bæði n.k. föstudag og laugardag en málin skýrðust betur á næstu dögum. Þegar Þorvaldur var spurður um afgreiðslu þingmannafrumvarpa eins og bjórframvarpsins sagði hann að ef um væri að ræða ágrein- ingslaus þingmál jrrðu þau sjálfsagt afgreidd fyrir þingslit, og nokkuð væri um slík mál. Þorvaldur Garðar sagði að ekki væri hægt að segja um bjórframvarpið að það væri ágreiningslaust en þótt um það væri efnislegur ágreiningur væri ekki þar með sagt að ágreiningur væri um að málið yrði afgreitt. Suðurland: Verkfalli ræstingafólks á sjúkrastofnunum frestað Selfossi. VERKFALLI ræstingafólks á sjúkrastofnunum á Suðurlandi hefur verið frestað um eina viku, til miðnættis aðfararnætur 4. maí. Þetta varð niðurstaða samn- Forsætisráðherra heimsækir Finnland ÞORSTEINN Pálsson, forsætis- ráðherra, fer í opinbera heim- sókn til Finnlands 9. júni nk., að sögn Guðmundar Benediktssonr ráðuneytisstjóra í forsætisráðu- neytinu. Heimsóknin stendur í tvo daga en dagskrá hennar hefur ekki verið ákveðin, að sögn Guðmundar. ingafundar sem lauk um níuleyt- ið i gærkvöldi. Samninganefnd Alþýðusam- bands Suðurlands frestaði verkfall- inu með skilyrðum um að launa- nefiid vegna Lundar á Hellu stað- festi innan viku niðurstöðu um launaleiðréttingu þar. Einnig að starfslýsinganefnd skili niðurstöð- um. Þá áskilur ASS sér rétt til bakvirkniskröfu, leiði samningatil- raunir á komandi dögum ekki til jafngildis launataxta sem tilboð þess hljóðar upp á. Samningamenn sögðu viðræð- umar í gær hafa verið árangursrík- ar en enn ber nokkuð á milli varð- andi beinan launalið. Sig. Jóns. Þórður Magnússon, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Eim- skips, sagði að starfsmennimir fímm hefðu nú þegar hætt vinnu. Hann sagði að ágreiningurinn við VR snerist ef til vill um túlkunarat- riði á því hveijir mættu vinna 5 verkfalli, báðir aðilar reyndu að túlka sín sjónarmið til hins ýtrasta. Rúmlega 20 manns sem störfuðu á skrifstofu Eimskips ættu ekki aðild að VR. Þórður sagðist ekki vita til að undanþágur hefðu verið veittar með því skilyrði að aðalskrifstofur Eimskips yrðu opnar öllum og það hefði reyndar verið tekið fram að húsið í Pósthússtræti yrði lokað, þar sem engin afgreiðsla færi þar fram. Verkfallsvarsla fór friðsamlega fram í gær, að sögn Grétars Hann- essonar, sem hefur yfíramsjón með útköllum og verkfallsvörslu VR. Hann sagði að menn hefðu haft afskipti af 15-17 „alvarlegum mál- um“, en náðst hefði samkomulag í öllum tilvikum eftir að verkfalls- verðir hefðu tekið sér stöðu fyrir utan viðkomandi fyrirtæki og versl- anir. Hann sagði að eitthvað á ann- að hundrað manns hefðu unnið við verkfallsvörslu hjá VR í gær á 17 afmörkuðum svæðum innan félags- svæðis VR. Verkfallsverðir lokuðu Hús- gagnahöllinni í gær, en þar vora nær allir starfsmenn, flestir VR- félagar, í fullri vinnu, að sögn Ein- ars Nikulássonar. Hann sagði að enn gætti nokkurs misskilnings meðal sumra félaga VR um það hveijir væra í verkfalli og hveijir ekki. Þjófnaður úr sprengiefnagámi í Helguvík: Stálu 8 kílóum af dína- mítí og 104 hvellhettum Tveir 17 ára pilt- ar hafa viður- kennt þjófnaðinn Keflavik. TVEIR 17 ára piltar viðurkenndu við yfirheyrslu hjá rannsóknar- lögreglunni í Keflavik í gær- kvöldi að þeir hefðu stolið 8 kíló- um af dinamíti og 104 hvellhett- um úr sprengiefnagámi sem staðsettur er á svæði Aðalverk- taka við Helguvík. Óskar Þórmundsson lögreglufull- trúi í Keflavík sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að menn- imir hefðu stolið sprengiefninu fyr- ir viku og hefðu þeir geymt það í farangursgeymslu bifreiðar annars þeirra. Ekki væri ljóst á þessu stigi málsins hvað ungu mennimir ætl- uðu að gera við sprengiefnið. Lítið hefði þurft til að koma af stað sprengingu, aðeins veikan raf- straum og því væri ljóst að ekki hefði mátt mikið útaf bregða til að stórslys hefði getað hlotist af. Þetta magn hefði nægt til að sprengja upp rammgert hús og því hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum í því tilfelli. Sprengiefnið var notað við hafn- arframkvæmdimar í Helguvík, svæðið er girt af og vaktmaður gætir þess að engir óviðkomandi fari þar um. _gg Tillaga um lág- markslaun í borgarráði: Ahrif álauna- stiga könnuð BORGARRAÐ hefur samþykkt að visa tillögu um 42.000 króna lágmarkslaun borgarstarfs- manna til starfsmannastjóra borgarinnar. Er starfsmannastjóra falið að kanna áhrif tillögunnar á launastiga borgarstarfsmanna og um leið hversu margir starfsmenn þiggja laun lægri en 42.000 krónur á mánuði. Að sögn Gunnars Eydals, skrifstofustjóra borgarstjómar, er ekki vitað nákvæmlega hvað þeir starfsmenn era margir, en hann taldi að þeir væra all margir. Erfiðara að fella miðlunar- tillögu en venjulega samninga Aðeins þrisvar áður gripið tíl miðlunartillögu AÐEINS þrisvar áður hefur það komið fyrir i kjaradeilum að ríkissáttasenyari leggi fram miðlunartillögu í kjaradeilu, enda er slíkt aðeins gert þegar öll önnur sund virðast lokuð, að sögn Elísabetar Ólafsdóttur, skrifstofustjóra ríkissáttasemj- ara. Nákvæm fyrirmæli eru um afgreiðslu miðlunartillögu í lögum um sáttastörf í vinnu- deilum frá 1978, en mun erfið- ara er að fella þannig tillögu en veqjulega kjarasamninga. í lögunum segir að minnst 50% af greiddum atkvæðum hjá stéttarfélögum þurfi að vera á móti tillögunni til að hún teljist felld og þá miðað við 35% þátt- töku. Ef þátttaka í atkvæðagreiðslu er minni en 35% þarf mótat- kvæðafjöldi að hækka um einn af hundraði fyrir hvem hundraðs- hluta sem vantar upp á 35%, til að fella miðlunartillöguna. Ef færri en 20% félagsmanna greiða atkvæði telst miðlunartillagan samþykkt, hvemig svo sem at- kvæði falla. Ríkissáttasemjari ákveður sjálfur hvenær miðlunar- tillaga skuli borin upp undir at- kvæði og talning atkvæða fer fram undir hans stjóm. Hjá VSÍ er það framkvæmdastjóm sem tekur afstöðu til tillögunnar. Sáttasemjari lagði í fyrsta sinn fram miðlunartillögu í kjaradeilu í deilu verkalýðsfélaga og Lands- virkjunar og VSÍ í septemberlok 1982 og var tillagan þá sam- þykkt, nema hjá trésmiðum, en vegna ónógrar þátttöku hjá þeim — aðeins þrír greiddu atkvæði — taldist tillagan samþykkt þar líka. Aftur var lögð fram miðlunartil- laga í deilu vinnuveitenda og Fé- lags starfsfólks í veitingahúsum þann 17. apríl 1986 og var hún samþykkt. Þriðja tilfellið þar sem sáttasemjari lagði fram miðlun- artillögu var í deilu Sjómannafé- lags Reykjavíkur og vinnuveit- enda þann 29. janúar 1987, en þá var miðlunartillaga felld í fyrsta og eina skiptið, og þá af báðum deiluaðilum. Samningar náðust hins vegar í deilunni rúmri viku síðar. Miðlunartillaga sáttasemjara er samin í nánu samráði við deiluað- ila, en það er þó sáttasemjari sjálf- ur sem gengur endanlega fiá henni og kynnir síðan deiluaðilum hana á sameiginlegum fundi. Við samningu miðlunartillögunnar nú nýtur Guðlaugur Þorvaldsson að- stoðar Guðmundar Vignis Jósefs- sonar aðstoðarsáttasemj ara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.