Morgunblaðið - 27.04.1988, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 27.04.1988, Qupperneq 48
Yfirdráttur á tékkareiknii launafólks SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Nýtt numer 692500 SJÓVÁ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Líkur á að verkfallið Tjörnin breytir um svip Morgunblaðiö/Kax Undanfarna dag-a hefur um 5.000 rúmmetrum af möl verið ekið í uppfyllingu út í Tjörnina en gert er ráð fyrir um 2.000 rúm- metrum að auki, að sögn Guðjóns Samúelssonar verkfræðings hjá ístak hf. Verkinu á að ljúka í þessari viku og verður þá haf- ist handa við að reka niður stálþil og grafa grunninn, sem verður 7 metrar að dýpt. Grunnflötur kjallarans er 3.600 fermetrar en grunnurinn verður mun stærri eða um 20 metrar frá hlið hússins vegna nauðsynlegra fláa. Fiskmarkaðir: Flensa veld- ur verðfalli LÁGT verð fékkst fyrir þorsk og ýsu á fiskmörkuðunum í Hafnarfirði og Reykjavík í gær. Ein ástæðan er sú, að sögn Bjarna Thors framkvæmdastjóra Faxamarkaðar, að flensa hefur Iagt margt starfsfólk frystihús- anna í rúmið og færri buðu í fisk- inn en venjulega. Samkvæmt upplýsingum lækna hefur skæð innflúensa af A-stofni stungið sér niður í höfuðborginni og ná- grenni undanfarna daga. Fiskurinn, sem boðinn var upp í gær, var frekar smár ög því borgar sig ekki að vinna hann í dýrar pakkningar vegna stöðu dollars en verðið á mörkuðunum ræðst m.a. af skilaverðinu, að sögn Bjarna Thors. Bjami sagði að óvissa í efna- hagsmálum og verkfall verslunar- manna hefðu einnig valdið þessari verðlækkkun á mörkuðunum. Á fiskmarkaðinum í Hafnarfirði voru seld um 80 tonn af slægðum þorski fyrir 24,64 króna meðalverð og um 12 tonn affysu fyrir 21,08 króna meðalverð. Á Faxamarkaði í Reykjavik voru seld um 80 tonn af þorski fyrir 30,19 króna meðalverð og um 12 tonn af ýsu fyrir 29,90 króna meðalverð. Sjá Fiskverð á uppboðsmörk- uðum á biaðsíðu 26. Mjólk keyrð út til stofn- ana í dag standi fram á helgina Frestun kemur ekki til greina, segir Magnús L. Sveinsson BÚIST er við að Guðlaugur Þor- á kjörstað telst tillagan samþykkt, valdsson rikissáttasemjari leggi hvemig sem atkvæði hljóða. Ef þátt- fram miðlunartillögu í deilu versl- taka er meiri en 35 af hundraði unarmanna og vinnuveitenda síðdegis í dag. Ekkert hefur verið látið uppi um efni tillögunnar, en samkvæmt heimildum blaðsins hafa vinnuveitendur lagt hart að ríkissáttasemjara að halda launa- þarf minnst helming atkvæða til að fella tillöguna. í seinni atkvæða- greiðslu VR um samningana, áður en verkfall skall á, greiddu um 25% félagsmanna atkvæði. Miðlunartillaga hefur einu sinni verið felld. Í deilu Sjómannafélags Reykjavíkur og útgerðarmanna í ársbyijun 1987 felldu báðir aðilar tillögu sáttasemjara og náðust samningar ekki fýrr en viku síðar. Atkvæðagreiðsla í hveiju félagi um sig verður látin ráða. Þannig gæti verkfallinu hugsanlega lokið fyrr í einum landshluta en öðrum. Talning atkvæða hefst allstaðar á sama tíma, þegar síðasta kjörstaðn- um verður lokað. Búist er við að kjörfundur í VR, fjölmennasta félag- inu, ljúki kl. 18.00 á laugardag. Sjá einnig fréttir á bls. 2, 3 og 28. ENGIN mjólk hefur verið af- greidd frá Mjólkursamsölunni frá því á föstudag, en i dag verða keyrðir út um 12.000 lítrar til dagheimila, elliheimila og sjúkrahúsa, að sögn Guðlaugs Björgvinssonar, forsijóra Mjólk- ursamsölunnar. Mjólk verður aftur keyrð út til viðkomandi stofnana á föstudag, en verkfallstjóm VR hefur gefíð undanþágu fýrir dreifíngu á mjólk til þeirra. Ekki hefur verið gefin undanþága fyrir dreifíngu á mjólk til verslana og ekki hefur verið beð- ið um hana. hækkunum innan ramma Akur- eyrarsamningsins. Deiluaðilar þurfa að ganga til atkvæða um efni miðlunartillögunnar og er ljóst að verkfallinu lýkur í fyrsta lagi um helgina ef því verður ekki frestað. „Það kemur ekki til greina af okkar hálfu að fresta verkfalli með- an á atkvæðagreiðslu stendur. Af- staða vinnuveitenda gefur ekkert tilefni til þess, þeir hafa ekki viljað gefa eftir fímm aura í þessum samn- ingum," sagði Magnús L. Sveinsson formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur í gærkvöldi. Aðspurður kvaðst hann uggandi um að tillagan yrði felld í VR, fæli hún ekki í sér umtalsverðan ávinning fyrir félags- menn. Ríkissáttasemjari hefur aðeins þrisvar sinnum lagt fram miðlunar- tillögu í kjaradeilu enda er ekki grip- ið til þess úrræðis nema í ítrustu neyð. Báðirdeiluaðilarþurfa að sam- þykkja tiliöguna til þess að hún öðl- ist gildi en mjög strangar reglur gilda um kosningaþáttöku. Mæti innan við fímmtungur félagsmanna Stjórnendur fiskviimslunnar: Stefnir í þrot á næstu vikum Fiskverð laust 1. maí o g sjómenn hafa sagt upp samningum STJÓRNENDUR fiskvinnslufyrirtækja um land allt eru á einu máli um að fyrirtækjunum sé stefnt í þrot, verði ekki gripið til víðtækra efnahagsaðgerða á allra næstu vikum. Stjórn Landsam- bands íslenskra útvegsmanna boðaði sjávarútvegsráðherra á sinn fund í gær til þess að ræða stöðu greinarinnar. Kristján Ragnars- son framkvæmdastjóri samtakanna telur að útgerðin standi eng- an vegin undir launahækkunum sem sjómenn hljóti að krefjast. Dreifa þurfi byrðinni á þjóðina alla í formi gengislækkunar. Sjómenn hafa sagt samningum sínum lausum og fískverð er laust frá og með næstu mánaðAmótum. Eyjólfur Martinsson hjá ísfélagi Vestmannaeyja sagði að í Ijósi þessa þyrfti að grípa til gengis- breytingar og víðtækra ráðstaf- ana samhliða henni. Aðeins þann- ig yrði komið í veg fyrir áfram- haldandi hækkanir á tilkostnaði fískvinnslunnar. I samræðum við fulltrúa físk- vinnslunnar kom fram að staðan væri misjöfn eftir físktegundum og landshlutum og fyrirtæki á Norðurlandi búi að betra og stöð- ugra þorskframboði en í öðrum landshlutum. Engu að síður standi fyrirtæki á landinu öllu frammi fýrir grundvallarvanda. Hann megi meðal annars rekja til þess að á árunum 1986 og ’87 hafi auknu útflutningsverðmæti sjáv- arafurða verið varið til að bera uppi þenslu innanlands í stað þess að treysta undirstöður efnahags- lífsins. Þegar verðstöðvun og síðan verðfall hafí orðið á erlend- um mörkuðum í september síðast- liðnum hafí menn staðið frammi fyrir því að góðærið væri liðið án þess að skilja eftir sig varanlegan ávinning fyrir efnahagslífíð. Útgerðin stendur höllum fæti eftir fádæma léleg aflabrögð í vetur. Það á einkum við um neta- báta á suðvesturhomi landsins. Á fundinum með sjávarútvegsráð- herra reifuðu útgerðarmenn með- al annars hugmyndir sínar um að stemma stigu við útflutningi á ferskum fiski. Breskar fisk- vinnslustöðvar hafa undanfarið getað keypt íslenskan físk og undirboðið afurðir sem unnar eru hér á landi. Stjóm LÍÚ telur að tímabundið bann við útflutningi á ferskum fiski sé eina ráðið til að ná jafnvægi. Sjá nánar á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.