Morgunblaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988 Bretland: Nefnd gaumgæfir mál Zolu Budd St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Zolu Budd. Um helgina var einn- STJÓRN breska frjálsíþrótta- sambandsins ákvað á fundi sínum siðastliðinn sunnudag að setja á laggirnar nefnd til að skoða gaumgæfilega mál hlauparans Israel: Vilja færa fleiri nasista fyrir rétt Jerúsalem, Reuter. Dómsmálaráðuneyti ísraels til- kynnti í gær að það ætli að beita sér fyrir því að fleiri stríðsglæpa- menn yrðu færðir fyrir rétt f ísra- el. Daginn áður hafði John Demj- anjuk verið dæmdur til dauða í Jerúsalem fyrir aðild að Gyðinga- ofsóknum f dauðabúðum nasista f Póllandi. „í hvert sinn sem hægt verður að fá stríðsglæpamann úr röðum nasista framseldan til ísraels og færa hann fyrir rétt hér munum við beita okkur af fremsta megni fyrir því að það verði gert,“ segir í yfírlýsingu frá ísraelska dómsmálaráðuneytinu. Efraim Zuroff, framkvæmdastjóri Simon Wiesenthal-stofnunarinnar í Jerúsalem sem leitar uppi nasista, sagðist vona að dómurinn yfír Dem- anjuk hvetti ísraelsk stjómvöld til þess að beita sér frekar fyrir því að fleiri stríðsglæpamenn yrðu færðir fyrir rétt í ísrael. Stofnun hans sendi dómsmálaráðuneytinu skeyti í gær, þar sem hvatt var til þess að Joseph Schwamburger, fyrrum yfírmaður þrælkunarbúða nasista í Póllandi, yrði fenginn framseldur. Schwam- burger býr nú í Argentínu. ig skýrt frá því, að Alþjóða fijáisíþróttasambandið hefði ekki hótað Bretum úrsögn. * Zola Budd, sem hefur breskan ríkisborgararétt, en er fædd í Suð- ur-Afríku, var talin hafa brotið regl- ur Alþjóða ftjálsíþróttasambandsins með því að vera viðstödd keppni í víðavangshlaupi í Suður-Afríku á síðasta ári. Stjóm breska frjálsí- þróttasambandsins ákvað að setja þriggja manna nefnd í málið, og á hún að skila áliti 21. maí. Nefndin á að meta, hvort Zola Budd hefur raunvemlega brotið reglur alþjóða- sambandsins. Ef breska sambandið hefði bann- að Budd að keppa í tólf mánuði, eins og alþjóðasambandið fór fram á, hefði hún að líkindum farið í mál við sambandið. Lögfræðingar telja, að hún mundi vinna það á þeim forsendum, að ekki hafí verið gild ástæðafyrir banninu. Hægriss- innuð samtök, Frelsissamtökin, hafa ákveðið að höfða mál á hendur Alþjóða fijálsíþróttasambandinu vegna ákvörðunarinnar um að krefjast keppnisbanns á Zolu Budd. í bráðabi'rgða-yfírlýsingu al- þjóðasambandsins var sagt, að ráð- ið tæki til athugunar vald sitt til að vísa breska sambandinu úr al- þjóðasámtökunum, ef það færi ekki að tilmælunum um keppnisbann. En í lokagerð ályktunarinnar er engin slík hótun, heldur einungis sagt, að samtökin muni athuga, hvað .rétt sé að gera og hver ábyrgð sín sé í málinu, verði breska sam- bandið ekki við tilmælunum. Skiladagur nefndar breska fijáls- íþróttasambandsins, 21. maí, þykir nokkur ögrun við alþjóðasamband- ið, því að þá er vika liðin, frá því að frestinum, sem sambandinu var gefinn til að afgreiða málið, lýkur. Eltingarleikur viðnaut Lögregluþjónn forðar sér hér frá nauti sem slapp úr flutningabíl sem valt á þjóðveginum í Toronto í Bandarikjunum á sunnudag. Það tók lögregluna tvo tíma að ná 20 til 30 nautum sem sluppu úr bílnum. Fjögur naut þurfti að aflífa. Demókratar í Bandaríkjunum: Vandkvæði vegna velgengni Jacksons Washington, frá Ivari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. VELGENGNI blökkumannaleið- togans Jesse Jacksons í forkosn- ingum Demókrataflokksins og sá vandi sem flokksmönnum er nú á höndum af þeim sökum var aðalumræðuefni frétta- og Sviss: GamaU hryðjuverkamaður sendiherra Irans í Bern ZUrich, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. EINN af írönsku „námsmönnun- um“ svokölluðu sem tóku 52 bandaríska sendiráðsstarfsmenn i Teheran í gislingu i nóvember 1979 og héldu þeim fram í janúar 1981 er nú nýskipaður sendiherra írans í Sviss. Bandaríkjamenn hafa lýst yfir áhyggjum af þessu. Þeir telja að maður sem hélt sendi- ráðsstarfsmönnum föstum og ógn- aði þeim eigi ekki að fá að gegna starfi sendiherra og qjóta þeirrar friðhelgi sem þvi fylgir. Svisslend- ingar segja að Bandaríkjamenn hafi ekki sannað sök sendiherrans á óyggjandi hátt og að framkoma hans siðan hann kom til Sviss sem sendifulltrúi i desember 1986 sé óaðfinnanleg. Seyyed Malaek, sendiherra, af- henti trúnaðarbréf sitt í Bem 22. mars síðastliðinn. Bandaríski sendi- herrann í Bem, Faith Ryan Whittles- ey, benti svissnesku utanríkisþjón- ustunni í fyrrasumar á að hann væri gamall hryðjuverkamaður. Þá hafði hann starfað í íranska sendiráðinu í hálft ár. Fór bandaríski sendiherrann fram á að írananum yrði vísað úr landi. Ráðuneytið taldi fullyrðingar Bandaríkjamanna og sama orðróm um fortíð Malaeks annars staðar frá ekki nógu áreiðanlegar heimildir til að gera hann „persona non grata“ og brottrækan úr landi. Að vel athuguðu máli frönsk stjómvöld fóru úm áramót- in fram á að Malaek yrði samþykkt- ur sem sendiherra í Sviss. Svisslend- ingar athuguðu mál hans þá ræki- lega. Þeir könnuðu til dæmis í ut- anríkisráðuneytum Kanada, Bret- Iands og Japans hvort Malaek hefði verið neitað um sendiráðsembætti þar vegna fortíðar sinnar eins og Bandaríkjamenn fullyrða. Ekkert ráðuneytanna kannaðist við að það hefði verið sóst eftir að hann hæfi störf í þessum löndum. Honum hafði hins vegar verið neitað um ferða- lejifi til Bandaríkjanna fyrir nokkmm árum þegar hann átti að hefja störf hjá írönsku fastanefndinni hjá Sam- einuðu þjóðunum í New York. Fyrr- verandi gíslar í Teheran eru sann- færðir um að hann sé einn mann- anna sem yfírheyrðu þá á meðan á prísundinni stóð. Whittlesey hafði frekari afskipti af málinu í vetur en án árangurs. Svissneska ríkisstjómin fjallaði að lokum um það og samþykkti Malaek sem sendiherra. Yfírmenn svissneska utanríkis- ráðuneytisins hafa fullan skilning á afstöðu Bandaríkjamanna, sam- kvæmt frétt í Neue Ziircher Zeitung. Malaek er sagður ínn undir hjá Sheikh-Ol-Eslam, varautanríkisráð- herra írans, sem gegndi lykilhlut- verki í gísíatökunni á sínum tíma, og Bandaríkjamenn eru þess vegna tortryggnir í hans garð. En Sviss- stjórnmálasérfræðinga í vana- bundnum sunnudagshugleiðing- um fjölmiðla um síðustu helgi. Flestir töldu að nú, er það væri afráðið að George Bush, varafor- seti, yrði frambjóðandi Repúblik- anaflokksins og flest benti til þess að Michael S. Dukakis, ríkisstjóri í Massashusetts, yrði frambjóðandi Demókrataflokksins, væri eðlileg- ast að Jesse Jackson yrði varafor- setaefni demókrata. Hins vegar kynni þetta fyrirkomulag að koma flokknum illa þar sem það væri gefíð mál, að fjöldi kjósenda í Suð- ur-, Mið-, og Vesturstrandarríkjun- um myndi hverfa frá að kjósa Duk- akis, ef Jackson væri í framboði sem varaforseti. A hinn bóginn yrði það talið óréttlátt gagnvart Jackson og óforsvaranlegt, ef flokkurinn gengi framhjá honum og yrði ekki unnt að skýra það á annan hátt en að hann væri látinn gjalda litarháttar síns. Það myndi fæla enn fleiri kjós- endur frá stuðningi við demókrata í forsetakosningunum. Sumir létu þá von í ljós, að ekki væri víst að Jackson kærði sig um varaforsetaembættið. í forkosning- unum hefði honum tekist að hasla sér völl í bandarj'skum stjórnmálum og þar stæði hann föstum fótum til frambúðar. Hann væri ungur að árum og honum lægi ekkert á að fara í framboð. Var á það bent að staða hans kynni að verða enn traustari í næstu forsetakosningum eftir fjögur ár. Á hinn. bóginn virðast nýjustu skoðanakannanir benda til þess að flestir blökkumenn muni styðja demókrata hvort sem Jackson verð- ur í framboði eður ei. Sámkvæmt skoðanakönnun tímaritsins News- week eru 79% bandarískra blökku- manna þeirrar skoðunar að Jackson ætti að vera forsetaframbjóðandi flokksins, en -70% telja hann einnig eiga erindi sem varaforsetaefni. Stjómmálaskýrendur segja tölur þessar þó ekki vart raunhæfar, því telja megi að kjörsókn bökkumanna verði mun minni en ella verði Jack- son ekki í framboði. Skipti litlu hvem þeir kjörstað. styðji fari þeir ekki á Seyyed Hassein Malaek Bandaríkjamenn eigi í útistöðum hvorir við aðra. Svissnesk stjómvöld sjá um málefni Bandaríkjamanna í Teheran og telja mikilvægt að sýna hlutleysi og sjálfstæði í þessu máli til að geta áfram leyst það starf vel af hendi. Brottvísun sendiráðsstarfsmanns úr landi getur haft alvarlegar afleið- ingar fyrir lítið land, segja Svisslend- ingar, þess vegna verða mjög góðar og gildar ástæður að vera fyrir hendi þegar slík ákvörðun er tekin. Sviss- lendingar telja ásakanimar á hendur Malaek ekki nægja til brottvísunar lendingar vilja ekki stofna sambandi eða til að neita að samþykkja hann sínu við fran f haéttu, þótt íranir og sem se’ndiherrá. Reuter Skipveijum bjargáð Áhöfn bandaríska kafbátsins Bonefish þurfti að yfirgefa kafbátinn á sunnudag vegna sprengingar og bruna um borð. Á myndinni sést þyrla sem notuð var til að bjarga skipverjum og í baksýn er bandaríska freigátan Carr. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.