Morgunblaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988 félk i fréttum SPURNINGAKEPPNI FRAMHALDSSKOLANNA Að vita mikið um einskisnýta hluti Lið Menntaskólans í Reykjavík bar sigurorð af liði Menntaskól- ans við Sund í úrslitaumferð Spum- ingakeppni framhaldsskólanna sem sjónvarpað var beint síðastliðið föstudagskvöld. Þetta er þriðja árið sem keppnin er haldin, í fyrra sigr- aði Fjölbrautarskólinn í Breiðholti en árið áður Fjölbrautarskóli Suður- lands. Sigurlið MR skipuðu þeir Birgir Armannsson, Bjöm Friðgeir Björns- son og Þorsteinn Davíðsson. Bjöm og Birgir sem útskrifast í vor tóku einnig þátt í spumingakeppninni 1986 en Þorsteinn hóf nám við skól- ann í haust er leið. Þremenningamir gáfu sér tíma frá próflestrinum er stendur nú sem hæst í dálítið spjall. Aðspurðir um hvort þeir væm mikil „séní“ eða gefnir fyrir sviðsljó- sið sögðust þeir einfaldlega hafa orðið efstir í forkeppni sem haldin var í skólanum til að veljá menn í liðið. Annars væri lykillinn að vel- gengni í svona keppni að vita sem mest um gagnslausa hluti. Þeir kváðust ekki hafa skipt sérstaklega með sér verkum, allir væru þeir nokkuð vel að sér í mannkynssögu en hver um sig ætti áhugamál sem að gagni kom í keppninni. „...Bjöm veit allt um enska knattspymu og Þorsteinn um síðari heimsstyijöld- ina,“ sagði Birgir. Þegar spurt var um sérsvið Birgis svaraði Bjöm að bragði að það væri nú eiginlega allt hitt. 24 skólar tóku þátt Fyrsta umferð af fimm í Spum- ingakeppni framhaldsskólanna fór fram fyrir liðlega þremur mánuðum og hófu 24 skólar keppni. Fyrir hveija umferð var dregið um hvaða skólar skyldu eigast við. Keppni í þrem fyrstu umferðunum var út- varpað en undanúrslit og úrslita- keppni fóm fram í sjónvarpssal. Páll Lýðsson samdi spumingar og annaðist dómgæslu en Vemharður Linnet var stjómandi. Um var að ræða útsláttarkeppni, en engu að síður komust Qögur lið sem töpuðu keppni í fyrstu umferð áfram, til að ijöldi liða í annarri umferð hentaði. Þetta varð til þess að MR keppti tvisvar við Mennta- skólann á Akureyri, í fyrstu og þriðju umferð. Að sögn MRinga var seinni keppnin við MA ákaflega var liðsstjóri hins sigursæla ræðu- liðs skólans í vetur og frummæl- andi liðsins í fyrravetur. Veturinn 1985-86 var hann forseti Fram- tíðarinnar, málfundafélags skólans. BIO Af Illum grun Einu gildir hvaða fólk ég geri myndir um, hvenær það er uppi hvers lenskt það er, hvort það er ríkt eða fátækt, gott eða vont. Ég vil einfaldlega segja sögur af áhuga- verðu fólki í óvenjulegum aðstæðum. Ég leita að myndum sem er gaman að gera, vil skemmta mér í vinn- unni,“ segir Peter Yates leikstjóri myndarinnar„Suspect“ sem á íslensku neftiist Illur grunur. Þetta er átjánda mynd leikstjórans, en af fyrri myndum hans má neftia eins ólíkar ræmur og „Bullitt", „The Deep“, „The Dresser" og „Eyewit- ness“. í Illum grun segir af lögfræðingn- um Kathleen Riley, sem Oskarsverð- launahafinn Cher leikur, og vanda sem hún ratar í vegna starfs síns. Hún er veijandi manns sem ákærður er fyrir morð. Einn kviðdómenda, EMdie Sanger, kemst á snoðir um mikilvæg málsatriði og ákveður að skýra Riley frá vitneskju sinni. Þar með brýtur hann lögin, hrindir af stað dæmalausri atburðarás og stofnar eigin lífi og lögfræðingsins í hættu. Dennis Quaid leikur Eddie Sanger talsmann þrýstihóps í Washington sem skikkaður er til að sitja í kvið- dómi. Bíógestir gætu kannast við Quaid úr myndum eins og „Enemy Mine“, „The Right Stuff" og „The Big Easy“. Cherily Sarkisian eða Cher er fædd i Kalifomíu af armönsku fað- emi, en móðir hennar er frönsk í aðra ætt og Cherokee indíáni í hina. Hún kveðst snemma hafa ákveðið að verða fræg án þess að hafa hug- Morgunblaðið/Ámi Sæberp Lið Menntaskólans í Reykjavík sigraði í Spumingakeppni Framhaldsskólanna. Frá vinstri: Birgir Ar- mannsson, Þorsteinn Davíðsson og Björn Friðgeir Bjömsson. hörð og næstum eins tvísýn og úr- slitakeppnin. Að lesa blöðin Félagamir hittust fyrir tvær fyrstu umferðir keppninnar til að undirbúa sig. Skólabróðir þeirra, Sverrir Öm Þorvaldsson, spurði þá í þaula og að sögn Birgis var aðal- tilgangurinn með þessu sá að ná upp hraða í svömm og venjast við að grípa ekki hver fram í fyrir öðr- um. „Við hlustuðum á hinar keppn- imar í útvarpinu til að vita á hvers konar spumingum væri von, en að öðm leyti var lítið hægt að undir- búa sig,“ sagði Bjöm. „Nema þá helst með því að lesa blöðin," bætti Þorsteinn við. Birgir er nú Inspeetor eða for- maður skólafélagsins í MR. Hann Bjöm kvaðst hafa haldið sig utan við félagslífið að mestu leyti. Hann hefur þó starfað innan Vísindafél- ags Framtíðarinnar og setið í rit- stjóm blaðs sem gefið er út á vegum þess félags. Þorsteinn kímdi þegar litið var spyijandi á hann og sagð- ist vera óvirkur þiggjandi í fé- lagslífi skólans. Bjöm maldaði í móinn og sagði hann þvert á móti óvenju afkastamikinn þiggjanda. Otækt hefði verið að kveðja þessa efnispilta úr Lærða skólanum án þess að spyrja þá hvað framtSðin beri í skauti sér. Bjöm sagði að hann hyggði á hagfræðinám næsta vetur, líklega í Bretlandi. Birgir ætlar að skella sér í lögfræðina en Þorsteinn lætur ekkert uppi um framtíðaráform sín, er enda ungur enn. Deilt um úrslitin Eftir úrslitakeppnina risu deilur um hvort sigur MR hefði verið rétt- mætur. Haldinn var fundur með fulltrúum Ríkisútvarpsins og liðum beggja skólanna þar sem atriðið sem deilt var um var skoðað á myndbandi. Niðurstaða fundarins var sú að MR hafi sigrað í keppn- inni og var fréttatilkynning þess efnis send ijölmiðlum. Þar segir meðal annars: „Ágreiningur varð um úrslit í myndagetraun í lok keppninnar. Samkvæmt leikreglum máttu liðin telja upp tólf nöfn. í umræddu tilviki mistaldi dómari og stöðvaði lið Menntaskólans í Reykjavík án þess að gefa þeim tækifæri til að ljúka svarinu." Fyrir myndaspumingamar var staðan 28:27 MS í viL Bæði liðin völdu að nefna tíu menn af tólf sem birtust á skjánum. MSingar gátu neftit sjö og MRingar nefndu níu áður en þeir vora stoppaðir af dóm- ara og sagt að þeir væra komnir með tíu nöfn. Þeir sögðust hafa skráð niður fleiri nöfti, þannig að þeir hefðu getað fyllt tuginn. End- anleg úrslit í keppninni vora á þann veg að MR hlaut 37 stig og MS 28 stig. FRANSKUR FJALLGÖNGUMAÐUR Kleif fyrsta fjallið fimm ára COSPER 9ÍPIB ioí.97 COSPER - Maðurinn minn fékk hjartaáfall, þegar hann frétti um af- drif bjórfrumvarpsins. Þegar franski pilturinn Zébulon Roche hóf ijallgöngur var stærsti vandi hans að finna réttan útbúnað. Því miður era ekki fram- leiddir fjallgönguskór fyrir fimm ára og ísaximar reyndust allt of stórar fyrir smágerðar hendur. Um tólf ára aldurinn horfðist Zébulon í augu við annað vandamál. Nú beindist áhugi hans að fallhlífa- stökki á skíðum en fallhlífamar vora miðaðar við mun þyngri menn. Litlu munaði að vindurinn bæri Zébulon burtu þegar hann rendi sér fram af hengiflugi og sveif til jarð- ar. Drengurinn Roche komst á topp Mont Blanc ellefu ára og kleif óá- rennilegasta hamarinn í Yosemite þjóðgarðinum í Bandaríkjunum ári síðar. Hann öðlaðist nýlega nafn- bótina „Ævintýramaður ársins" í Frakklandi. Var hún veitt fyrir nærri 2000 kílómetra langa skíða- göngu Zébulons með föður sínum yfir Alpana. „Ég er bara venjulegur strákur," segir Zébulon aðspurður en sjálf- sagt eiga erfðir einhvem hlut að máli. Faðir hans er skíðakennari, leiðsögumaður, smiður og hefur farið í ijallgöngur í Himmalayaijöll- unum. Í. vetur hefur Zébulon æft sig Zébulon með fallhlifina á bakinu,. reiðubúinn að ganga á fjall í nágrenni heimilis síns. fyrir fjallgöngu sem þeir feðgamir hyggja á í Kenya. Æðsti draumur- inn er að ganga á Everest en Zébul- hryllir eins og fleiram við til- hugsunina að snúa við á miðri leið. Hann gælir enn við hugmyndina um að taka fallhlífar með í ferðina, stökkva síðan af fjallinu og svífa til jarðar heilu og höldnu.-i-iáa Tólf ára að aldri kleif Zébulon hamarinn E1 Capitan í Yosem- ite-þjóðgarðinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.