Morgunblaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988 Akranes: Nokkur lítil fyr- irtæki hafa samið Verkfall Verslunarmannafé- lags Akraness hófst í gær og eru margar verslanir og skrifstofur fyrirtækja lamaðar af þeim sök- um. Lítið var um verkfallsbrot á fyrsta degi verkfallsins, en þó voru nokkir aðilar undir smásjá ► félagsmanna, enda litið á hugs- anleg brot alvarlegum augum. Verkfallið á Akranesi er nokkuð víðtækt en þó má segja að á mörg- um vinnustöðum geta eigendur unnið sjálfir. Að sögn Bjöms Gunn- arssonar formanns Verslunar- mannafélags Akraness hafa félags- menn undirbúið sig vel fyrir þetta verkfall og í morgun vom um 30 manns mættir til ýmissa starfa á vegum félagsins. „Við höfum skipt okkur í þijá vinnuhópa og þeir hafa farið í ýmis fyrirtæki og kannað hvort verið væri að fremja verkfalls- brot.“ Bjöm sagði að lítið væri um slík brot, þó væri því ekki að leyna . að í nokkrum tilfellum væm þau fyrir hendi. „Við lítum einstök mál misjafnlega alvarlegum augum og emm að reyna að ná tökum á þeim og vonandi tekst það áður en fyrsti verkfallsdagurinn er liðinn." Bjöm sagði að nokkur smærri fyrirtæki hefðu gert samning við Skemmti- kvöld Smekk- í Duus verslunarmenn á Akranesi á gmnd- velli þeirra launakrafna sem í gangi hefðu verið hjá félaginu og hefði verkfalli hjá þessum fyrirtækjum verið aflýst. Alls starfa um tuttugu manns hjá þessum fyrirtækjum sem em fimm að tölu. - JG Karlakórinn Stefnir í Mosfellsbæ. © V ordagar í Mosfellsbæ INNLENT Mosfellsbæ. UM ALLLANGT árabil hefur það verið föst venja að menningar- málanefnd hefir sett saman dag- skrá yfir ýmiskonar uppákomur og sýningar í héraðinu og höfðað til íbúa upphreppanna í Kjósar- sýslu. Þarna má finna t.d. leik- sýningar, hestamót, tónleika, barna og unglingaskemmtanir, bingó og kórsöng. Þar má nefna að ekki færri en fimm kórar eru í Mosfellsbæ og nágrenni. Það sem markverðast er nú í þessari viku og margir bíða eftir em hinir árlegu konsertar karla- kórsins Stefnis í Kjósarsýslu, en þeir verða á miðvikudag og laugar- dag í Hlégarði en föstudag í Fólk- vangi. Alls em kórmenn 56 en einsöngv- ari er Friðbjöm Jónsson og undir- leikari Jónína Gísladóttir. Stjóm- Félagsmálaráðherra svarar borgarsljóra: Bíður enn umsagnanna JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, hefur svarað bréfi Davíðs Oddssonar borgarstjóra, vegna frestunar á framkvæmdum við grunn væntanlegs ráðhúss við Tjömina, sem ráðherra fór fram á vegna kæru íbúa við Tjarnargötu. Borgarstjóri óskaði í bréfi sínu eftir að ráðherra svaraði til um hversu langan frest þyrfti að veita og hver ætti að bera kostnað af honum. leysu í kvöld og næsta kvöld heldur Smekldeysa ‘/m skemmtikvöld í Duus í Fischerssundi. Bæði kvöldin kemur fram hljómsveitin Sykurmolarair, en yfirskrift kvöldsins er Kakan mín og jólin. Þetta verða síðustu tónleikar Sykurmolanna hér á landi að þessu sinni, en innan skamms heldur hljómsveitin ytra til tónleikahalds á Bretlandi og í Bandaríkjunum. Sökum þess að húsrými í Duus er takmarkað verða miðar á tónleik- *ana eingöngu seldir í forsölu. For- sala verður í Bókakaffi í Garða- stræti 17 og í Laugavegi 22. (Ór fréttatilkynningu) „Það er alveg ljóst að ég tel mig þurfa að bíða eftir umsögn bygging- amefndar Reykjavíkur og skipu- lagsstjómar ríkisins," sagði Jó- hanna. Hún sagði að í bréfí borgar- stjóra kæmi fram að umsögn bygg- ingamefndar yrðilögð fram á fundi nefndarinnar á fimmtudag. Skipu- lagsstjórn frestaði á síðasta fundi að taka afstöðu til málsins þar til 4. maí en að ósk ráðherra verður fundinum flýtt og hann haldinn í dag. Jóhanna sagðist ekki vita hver niðurstaða fundanna yrði en í bréfí til borgarstjóra hafi honum verið tilkynnt að þegar báðar umsagnim- ar lægju fyrir, yrði ráðuneytinu ekkert að vanbúnaði að taka málið . til afgreiðslu. Niðurstaða yrði kunn innan þriggja daga. Varðandi hugsanlegan kostnað vegna frestunar á framkvæmdum, sagði Jóhanna, að það væri skoðun ráðuneytisins að hann kæmi í hlut borgarinnar. Enda sé fyrst og fremst um tilmæli frá ráðherra að ræða um frestun framkvæmda þar til tækifæri hefur gefíst til að kveða upp úrskurð. Jóhanna sagðist ekki vilja segja til um hvað gerðist ef byggingar- nefnd Reykajvíkur samþykkti endnalegar teikningar af ráðhúsinu, sem lagðar verða fram á fundi nefndarinnar á fimmtudag. Með samþykki byggingamefndar fæst endanlegt byggingarleyfí og þá fell- ur graftarleyfíð úr gildi eða um leið og borgarstjóm hefur staðfest byggingarleyfíð á fundi sínum 5. maí. „Eg hlýt að meta stöðuna út frá umsögnunum ásamt áliti minna lögfræðinga og því, hvort að bygg- ingarleyfið verður komið," sagði Jóhanna. andi er nú Lárus Sveinsson tromp- etleikari sem tók við kómum eftir nokkurt hlé á sl. hausti. Efnisskrá- in er af léttara taginu og lagaval til þess fallið að tryggja góða skemmtun fyrir alla. Ekki em dagsettir samkomudag- ar fyrir hina kórana en það verður í maí en Bamakór Varmárskóla syngur þann 7. maí. Þá er fyrir- huguð sýning á listmunum í eigu Mosfellsbæjar og hefír sumum þótt heldur lítið gert af því að kaupa listaverk, en nú kemur þetta í ljós. Bamaskemmtun var í Hlégarði á sumardaginn fyrsta á vegum kven- félags karlakórsins og tókst með ágætum. Skólahljómsveitin stendur svo fyrir diskóteki í Hlégarði þann 6. maí nk. fyrir böm og unglinga á ajdrinum 10 til 12 ára. Hestamannafélagið er svo með hinar flölbreyttustu sýningar og mót fram eftir maí og verður það auglýst sérstaklega. Styrktarmenn karlakórsins eru nú um 300 og enda þótt þeir mæti vel er lengi rúm fyrir fleiri og það er vel til fallið að koma í sveitina og hlýða á vorlög Stefnis. J.M.G. Kveikt í matvöru- verslun í Grímsbæ Athugasemd frá Vinnumála- sambandi Samvinnufélaganna ELDUR kom upp í matvöruversl- uninni í Grimsbæ við Bústaðaveg í fyrrinótt. Rannsóknarlögregla ríkisins telur að um íkveikju hafi verið að ræða og biður þá, sem kynnu að hafa orðið varir við mannaferðir við verslunina um nóttina, að hafa samband, svo og alla þá sem einhveijar upplýsing- ar hafa um málið. Það var um kl. 1.15 um nóttina sem slökkviliðinu í Reykjavík barst tilkynning um eld í versluninni. Þeg- ar á vettvang var komið lagði tölu- verðan reyk frá versluninni og eldur sást fyrir innan glugga, sem var brotinn. Reykkafarar fóru inn í húsið og slökktu eldinn, sem var í af- greiðsluborði og hillum. Enn fremur hafði eldurinn læst sig í loftið fyrir ofan borðið. Slökkvistarf gekk greið- lega, en töluverðar skemmdir urðu á versluninni. Þá komst reykur í aðrar verslanir í húsinu og olli nokkrum skemmdum. Samkvæmt upplýsingum Rann- sóknarlögreglu ríkisins virðist sem eldfimur vökvi hafi verið notað við íkveikjuna og honum hent logandi í íláti inn um rúðu á versluninni. Morgunblaðinu barst í gær eftir- farandi athugasemd frá Vinnu- málasambandi samvinnufélaga í Morgunblaðinu í dag, 26. apríl, eru viðtöl við tvo starfsmenn Pósts og síma í tilefni af því að skeyti með verkfallsboðun Verslunar- mannafélags Suðurnesja barst Vinnumálasambandinu (VMS) ekki fyrr en nokkrum dögum eftir að það var afhent til sendingar í Keflavík. Mistök eins og þama hafa átt sér. stað geta að sjálfsögðu allt- af hent. Algengast er að sá sem slík mistök gerir biðst afsökunar á þeim, jafnframt því að hann reynir að grafast fyrir um hvað valdið hafí og gerir ráðstafanir til þess að það endurtaki sig ekki. Þessir tveir starfsmenn Pósts og síma bregðast öðruvísi við og verð- ur ekki hjá því komist að vekja sérstaka athygli á viðbrögðum þeirra. Yfirskrift fréttarinnar í Morgunblaðinu er: „Sökin líklega hjá viðtakendum skeytanna — segir Olafur Eyjólfsson, deildarstjóri Pósts og síma". Stofnun sem bygg- ir á'þvi að það sé móttakanda að kenna að hann fær ekki skeyti, Sem er sent frá Keflavík á föstudegi, fyrr en kl. 13.15 á næsta þriðju- degi, er því miður ekki líkleg til að komast hjá mistökum. Stofnun sem lætur sér sæma hugarflug af þessu tagi er ekki sérstaklega traustvekj- andi. Björgvin Lúthersson stöðvar- stjóri Pósts og síma í Keflavík seg- ir í viðtalinu að „VSS (sic!) (Vinnu- málasambandið) sagðist ekki hafa fengið skeytið fyrr en á þriðjudag". Af þessum orðum er næsta augljóst að Póstur og sími kippir sér ekki mjög upp við mistök af þessu tagi. Stöðvarstjórinn hefur greinilega ekki einu sinni hirt um að kynna sér gang mála á nokkum hátt, en grípur þess í stað til aðdróttana um að viðtakandinn segi ósatt. Hann leyfir sér að bera á borð fyrir al- menning að það eitt sé látið duga til að verkfallsboðun sé ólögleg að einhver „segist" ekki hafa fengið skeyti. Auðvitað liggur það fyrir staðfest hvenær slík skeyti berast, en stöðvarstjórinn hirðir ekki um að kynna sér slíkt. VMS kvittar ævinlega fyrir móttöku skeyta sem því berast, tekur raunar ekki við þeim öðruvísi. Hjá Pósti og síma liggur móttökukvittun fyrir um- ræddu skeyti kl. 13.15 á þriðju- degi. Skeyti sem Verslunarmanna- -félagið sendi Vinnuveiténdasam- bandi íslands, ríkissáttasemjara, Vamarmáladeild utanríkisráðu- neytisins og Alþýðusambandi ís- lands samtímis skeytinu til VMS komust ineð réttum hætti til skila og var kvittað fyrir móttöku þeirra allra af réttum aðilum á föstudegi. Þetta staðfestir varðstjóri á ritsím- anum í Reykjavík í bréfí til Verslun- annannafélags Suðumesja og segir jafnframt að ekki sé vitað um af- drif skeytisins til Vinnumálasam- bandsins eftir að það var afhent til útburðar af ritsímanUm. Þrátt fyrir þær staðreyndir sem fyrir liggja í málinu segir Ólafur Eyjólfsson „að ekki væri unnt að greina frá gangi á sendingu skeyta, þar sem leynd hvíldi yfír öllum fjar- skiptum. Skeytasendingar væru mjög öruggur fjarskiptamáti og sökin, ef eihver væri, lægi hjá við- takendum skeytanna". Þessum ósönnu og rakalausu fullyrðingum vísar Vinnumálasambandið alfarið til föðurþúsanna og furðar sig á þeim hroka og smekkleysj, sem þama koma fram. Haf narfj ör ður: Dagvistarmá! rædd ÁHUGAHÓPUR foreldra í Hafn- arfirði um stofnun og rekstur dagvistarheimilis, hefur boðað til almenns umræðu- og kynningar- fundar miðvikudagskvöldið 27. apríl nk. þar sem kynntur verður rekstur og starfsemi nokkurra dagvistarheimila, sem rekin eru af foreldrasamtökum f öðrum bæjarfélögum. Jafnframt er stefnt að þvf að stofna formleg foreldrasamtök á þessum fundi. Bæjaryfírvöld í Hafnarfirði sam- þykktu nýlega að fela Félagsmála- ráði bæjarins að kanna möguleika á nýjum leiðum í dagvistarmálum í bænum. Ein af þeim leiðum sem áhugi er fyrir meðal margra foreldra í bænum, er stofnun foreldrasamtaka sem tækju að sér rekstur dagvistar- heimilis í samvinnu og samstarfi við bæjaryfirvöld. Til að ræða þessi mál nánar, boð- ar áhugahópur foreldra til sérstaks fundar í dag, miðvikudag, kl. 20.30 í félagsheimilisálmu íþróttahússins við Strandgötu. Áhugasamir foreldr- ar um nýjar leiðir í dagvistarmálum í Hafnarfirði eru hvattir til að koma á fundinn. (Fréttatilkynning) Vortónleikar í Grindavík Tónlistarskóli Grindavikur heldur sína árlegu vortónleika fimmtudáginn 28. apríl kl. 20 í Grindavíkurkirkju. Að venju verður efnisskráin fjöl- breytt; forskólabörn munu spila á blokkflautu,.einleikur og samleikur á píanó og blásturshljóðfæri og loks mun kór tónlistarskólans syngja undir stjórn Kára Gestssonar. (Fréttatilkvnninsr)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.