Morgunblaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988
47
KNATTSPYRNA / OLYMPIULANDSLIÐIÐ
Út í óvissuna!
Enn óljóst hverjir leika gegn Ungverjum
lands, spurði leikmenn ólympíu-
landsliðsins hvort þeir væru til-
búnir að halda frá A-Þýskalandi
á sunnudaginn — til Búdapest.
Allir leikmennimir nema þrir
sögðu að þeir gætu farið til Búda-
pest. Þeir sem sögðu nei eru:
Ormarr Örlygsson, Þórsteinn Þor-
steinsson og Ingvar Guðmunds-
son, sem eru í skóla og prófum.
Það má með sanni segja að farið
sé út í óvissuna, þegar haldið verð-
ur með hópinn frá A-Þýskalandi
til Prag í Tékkóslóvakíu og þaðan
til Ungveijalands. Margir af leik-
mönnunum eru ekki með farseðla
frá Prag til Búdapest, heldur eru
flestir með farseðla frá Prag til
Frankfurt, Amsterdam og
Keflavíkur.
Það verður 1. maí þegar farið
verður í gegnum Prag og ekki er
víst hvort gefnir verði út farseðlar
þann dag — ftídags verkalýðsins.
„Það er eftir að láta á það reyna,"
sagði Gunnar Sigurðsson, stjóm-
armaður KSÍ.
Þrír leikmenn koma frá íslandi til
Prag. Það eru þeir Pétur Ormslev,
Guðmundur Baldursson og Ragn-
ar Margeirsson.
Einn sigur
gegn Hoílandi
Íslendingar hafa aðeins einu sinni
náð að leggja Hollendinga að
velli í landsleik í knattspymu. Það
eru 27 ár síðan það gerðist, eða á
Laugardalsvellinum 19. júní 1961,
4:3.
Gunnar Felixson úr KR skoraði þá
tvö mörk — bæði eftir sendingu frá
Þórólfí Beck, sem skoraði eitt mark.
Hann lagði einnig upp mark fyrir
Steingrím Bjömsson frá Akureyri.
íslendingar léku svo gegn Hollend-
ingum í undankeppni HM 1974.
Diðrik Ólafsson, markvörður úr
Víkingi, mátti þá hirða knöttinn
þrettán sinnum úr netinu hjá sér í
tveimur leikjum, sem fóru báðir
fram hér í Hollandi. Fyrst var tap,
0:5, á leikvelli Ajax í Amsterdam
og síðan 1:8 í Deventen. Elmar
Geirsson úr Fram skoraði markið,
sem var eina markið sem hið fræga
hollenska lið tekk a sig i undan-
keppninni. Marteinn Geirsson fékk
það hlutverk í þessum leikjum, að
taka Johann Cmyff úr umferð.
Næst léku íslendingar gegn Hol-
lendingum í undankeppni HM 1978.
Töpuðu 0:1 í Reykjavík' og 1:3 í
Hollandi. Asgeir Sigurvinsson skor-
aði markið úr vítaspymu.
1978 var svo leikið gegn Hollend-
ingum í undankeppni Evrópukeppni
landsliða. ísland mátti þola tap,
0:3, í Hollandi og 0:4 í Reykjavík.
Willy van der Kerkhof, leikmaður
Eindhoven, sem er 37 ára, skoraði
þá eitt mark.
Atli Eðvaldsson skoraði mark ís-
lands, 1:1, gegn Hollandi á Laugar-
dalsvellinum í EM 1982, en íslenska
landsliðið tapaði síðan í Hollandi,
0:3.
ENN er allt óljóst með hvern-
ig landslið íslands verði skip-
að í vináttulandsleiknum
gegn Ungverjum í Búdapest
4. mai. Ekki er öruggt með
hvort Sigurður Jónsson geti
leikið og stórt spurningar-
merki er fyrir aftan nafn Guð-
mundar Torfasonar, sem er
tábrotinn.
Atli Eðvaldsson, fyrirliði
landsliðsins, getur ekíci leik-
ið. Bayer Uerdingen sendi KSÍ
skeyti í gær, þar sem tilkynnt var
að Atii fengi ekki
leyfi til að leika.
Hann væri að leika
með Uerdingen á
sama tfma.
Áður höfðu þeir Ásgeir Sigurvins-
son, sem er meiddur, Sigurður
Grétarsson, sem er að leika með
Luzem, og Bjami Sigurðsson til-
kynnt að þeir gætu ekki leikið.
Guðni Bergsson er meiddur og
einnig Friðrik Friðriksson.
Það er öruggt að Sævar Jónsson
og Ómar Torfason koma frá Sviss
og Gunnar Gíslason frá Noregi.
Sigi Held, landsliðsþjálfari ís-
SigmundurÓ.
Steinarsson
skritarfrá
Hollandi
Guðmundur Stelnsson verður fyrirliði íslenska ólympíuliðsins gegn Hollendingum í dag. Jafntefli varð í fyrri leik
liðanna á Laugardalsvelli, 2:2, í fyrra sumar. Það má búast við að róðurinn hjá íslenska liðinu verði erfiðari í dag.
Agúst Már verdur
í hlutverk Guðna
Agúst Már Jónsson, vamarteik-
maðurinn öflugi úr KR, mun
taka stöðu Guðna Bergssonar sem
„sweeper" — aftasti leikmaður
íslensku vamarinn-
SigmundurÓ. ar. „Það er spuming
Steinarsson hvemig mér tekst
skrifarfrá Upp { þessu hlut-
Hollandi verki. Ég mun reyna
að gera mitt besta," sagði Ágúst
Már, sem hefur yfírleitt haft Gunn-
ar Gíslason eða Guðna Bergsson
fyrir aftan sig í landsleikjum.
„Ef allir ná að sýna sitt besta eigum
við að geta náð góðum úrslitum.
Sterkasta vopn okkar er að leik-
mennimir nái vel saman og vinni
hver fyrir annan. Ég reikna fastlega
með að við leikum vamarleik og
förum fram í skyndisóknum þegar
við á,“ sagði Ágúst Már.
Birkir Kristinsson leikur sinn fyrsta
landsleik. Hann tekur stöðu Friðriks
Friðrikssonar í markinu. „Ég mæti
óhræddur til leiks. Ég þekki vel þá
leikmenn sem leika fyrir framan
mig, þannig að samvinnan á að
geta orðið góð. Við erum ákveðnir
að gefa Hollendingum ekki frið til
að b'rjótast í gegnum vamarmúr
okkar,“ sagði Birkir.
Eins og hefur komið fram er ekki
mikill áhugi á landsleiknum hér í
Hollandi. Hollendingar tefla fram
lítt þekktum leikmönnum, sem hafa
aldrei leikið með A-landsliðinu.
Leikurinn hefst kl. 19.30 að stað-
artíma og verður leikið í flóðljósum
í síðari hálfleik.
„Tilkynni lidið rétt fyrir leikinn“
Siegfried Held, landsliðsþjálf-
ari íslands, sagði í viðtali við
Morgunblaðið í gær, að hann
myndi ekki tilkynna hvernig
landsliðið verður skipað gegn
Hollendingum fyrr en rétt fyrir
leikinn.
„Það eru enn ýmsir endar lausir,
sem þarf að hnýta saman,“ sagði
Held. Guðmundur Torfason er
tábrotinn og Ólafur Þórðarson á
við smávægileg meiðsli að stríða.
Held mun láta landsliðið leika
3-5-2 og eftir að hafa séð æfing-
ar landsliðsins eru miklar líkur á
að landsliðið verði þannig skipað:
Birgir Kristinsson í markinu.
Ágúst Már Jónsson, Viðar Þor-
kelsson og Þorsteinn Þorsteinsson
í öftustu vamarlínu. Ólafur Þórð-
arsson, Pétur Amþórsson, Halldór
Áskelsson á miðjunni ásamt
tveimur af þeim Ingvari Guð-
mundssyni, Þorvaldi Örlygssyni
og Rúnari Kristinssyni. Líklegt
er að tveir þeir fyrstnefndu byiji
inn á. Guðmundur Torfason og
Guðmundur Steinsson verða þá í
fremstu vígiínu.
Mesti heiður að leika í landsliðinu
Eftir Sveinbjöm
Hákonarson
Vegna blaðaskrifa sem orðið
hafa að undanfömu um ástæðu
þess að ég undirritaður fór ekki
með íslenska óiympíulandsliðinu
til Austur-Þýskalands tel ég nauð-
synlegt að skýra frá hvemig
gangur mála var í raun og veru
því síst af öllu vil ég sitja undir
þvi að ég hafi hvorki vilja né
áhuga á því að ieika með íslenska
landsliðinu. Þvert á móti er það
mér mikið metnaðarmál rétt eins
og flestum öðrum knattspymu-
mönnum og tel það mesta heiður
sem fallið getur knattspymu-
manni í skaut.
Málsatvik voru þau að um
klukkan átta að kvöldi laugar-
dagsins 23. apríl var hringt til
mín og ég beðinn að fara með
knattspymulandsliðinu til Þýska-
lands. Ég bað um fimmtán
mfnútna frest til þess að hafa
samband við atvinnurekanda
minn. Hjá honum fékk ég góð-
fúslegt leyfi til að fara og til-
kynnti KSÍ það samstundis.
Sunnudagsmorguninn 24. apríl
vaknaði ég klukkan sex og bjó
mig til ferðar, en fara átti frá
skrifstofu KSÍ klukkan sjö.
Hringdi ég á skrifstofuna og tal-
aði við Guðmund Bjamason, einn
af fararstjórum liðsins, og spurði
hvort ekki væri í lagi að ég yrði
tekinn við Shell-stöðina í Kópa-
vogi, sem er skammt frá heimili
mínu og var mér sagt að svo
væri. Þangað fór ég síðan og beið.
Þegar tíminn leið og ekkert bólaði
á KSÍ-mönnum fór ég að verða
órólegur en þorði ekki að fara af
staðnum fyrr en um klukkan átta
en þá fór ég heim til mín. í þann
mund sem ég kom heim var hringt
í mig frá Hreyfli og tilkynnt að
þeir hefðu átt að velqa mig.
Spurði ég þá hvort þeir væru með
einhver skilaboð til mín, en svo
var ekki. Hélt ég nú að KSÍ-menn
væru á leiðinni og fór í flýti út á
Shellstöðina aftur, beið þar smá-
stund en fór síðan heim aftur.
Svelnbjörn Hákonarson
Um klukkan 8.16 hringdi Stef-
án Garðarsson, annar fararstjóri
liðsins, til mín og spurði mig af
hveiju ég hefði ekki mætt. Sagði
Stefán mér að taka leigubifreið
og koma strax suður á Keflavíkur-
flugvöll. Þar sem tíminn var orð-
inn naumur spurði ég hvort ég
mætti ekki koma á bifreið minni
og sagði hann það sjálfsagt.
Lagði ég síðan strax af stað
en var ekki kominn nema skamma
vegalengd þegar bifreiðin bilaði.
Ég komst þó heim aftur og um
20 mínútum fyrir níu hringdi ég
í Flugstöðina á Keflavíkurflug-
velli og bað um samband við Guð-
mund Steinsson fyrirliða lands-
liðsins. Náði ég símasambandi við
hann og bað hann að athuga hvort
vélinni myndi seinka en þá var
enn möguleiki á að ég kæmist
suðureftir í leigubifreið. Kom þá
fram að verið var að kalla út S
vélina. Skömmu síðar náði ég
sambandi við Stefán Garðarson
og spurði hann hvort ég ætti að
koma út á eftir liðinu. ítrekaði
ég að ég væri tilbúinn ef þess
væri óskað. Sagði hann mér að
hafa samband við Sigurð Hannes-
son framkvæmdastjóra KSÍ
seinna um daginn sem ég og
gerði. Ekki var flug á mánudegi
en möguleiki á að fara á þriðju-
dagsmorgni og bjó ég mig undir
það. Fór ég á skrifstofu KSÍ á
mánudegi til að sækja farseðit
minn en á meðan ég var á skrif-
stofunni hringdi Gunnar Sigurðs-
son fararstjóri og sagði að það
væri ekki þörf fyrir mig.
Þetta er hið sanna og rétta f
þessu leiðindamáli. Ég ítreka það
1 enn og aftur að áhugi minn pg
metnaður stendur til þess að leika
með íslenska landsliðinu. Hér hef-
ur greinilega verið um misskilning
að ræða og þætti mér það mjög
miður ef það ætti að bitna á mér.
Ég vona sannariega að ég muni
hafa getu til þess að leika í
íslenska landsliðinu og keppi
raunar ákveðið að því takmarici.
Ég tel nauðsynlegt að framan-
greint komi fram til þess að for-
ráðamenn landsliðsins og lands-
liðsþjálfari viti hið sanna í málinu.
Með þökk fyrir birtinguna.
Höfundur er leikmaður í Stjöm■
unni, Garðabæ.