Morgunblaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988 25 Dðkkt útlit - segir Eyjólfur Martinsson ÚTLITIÐ er dökkt. Við höfum gert upp þijá fyrstu mánuði ársins og útkoman virðist vera svipuð og hjá Vestfirðingum, það er greinilegt að alls staðar á landinu er við sama vanda að etja,“ sagði Eyjólfur Martinsson framkvæmdastjóri ísfélags Vestmannaeyja. „Það bætir ekki horfurnar að sjómenn eru með lausa samninga og fiskverð gildir aðeins til 1. maí. Hér í Eyjum sitjum við í yfirvinnubanni frá verkalýðs- félögunum og menn sjá ekki í svipinn hvernig þessu verður fram hald- ið.“ Gengisfelling dugar skammt sem leið til úrbóta ef laun, fiskverð og allur kostnaður hækkar í kjölfarið, þá erum við fastir í sama vítahringn- um,“ sagði Eyjólfur. „Það er þörf á hörðum hliðaraðgerðum en það er ólíklegt að menn hafi bein í nefinu til að grípa til þess, ofan í verslunar- mannadeiluna og aðrar vinnudeilur. Við höfum rætt um endurskipu- lagningu," sagði Eyjólfur Martins- son, aðspurður um hvort samdrátta- raðgerðir væru yfirvofandi. „Slíkar aðgerðir eru hins vegar ekki komnár á neitt framkvæmdastig en sjálfsagt kemur að því fyrr en seinna." Heimatílbúinn vandi - segir Adolf Guðmundsson ÉG held að óhjákvæmilegt sé að breyta gengisskráningu og jafnframt að gripa til harðra aðgerða innanlands, vandinn er fyrst og fremst heimatilbúinn," sagði Adolf Guðmundsson framkvæmdastjóri Fisk- vinnslunnar hf á Seyðisfirði. „Þó svo að verðlækkanir séu að koma fram núna, þá er þetta ástand í raun búið að vara síðan í september." verður að gert,“ sagði Adolf. Hann kvaðst telja að ástandið á Austfjörð- um væri hvorki betra né verra en annars staðar á landinu en þó væri staðan miserfið frá einu fyrirtæki til annars. „Ég veit ekki til að þetta sé komið á það stig að menn séu famir að hugsa um að segja upp fólki en það gæti breyst á skömmum tíma. Þetta byggist á að menn hafí jafnt og gott hráefni inn til að geta haldið þessu gangandi, því þó svo að menn séu að tapa peningum, þá er lifað í voninni um að úr rætist.“ „Það sem þarf er hertar aðgerðir á öllum sviðum peningamála. Það gengur ekki að hafa frelsi á öllum sviðum nema í verslun með gjald- eyri. Við erum með fijálsa álagn- ingu, fijálsan innflutning, fjár- magnsmarkaðurinn er svo til frjáls, vextir eru fijálsir en þegar rætt er um að hafa markaðsverð á gjaldeyri þá er sagt að ijármagnsmarkaðurinn sé svo vanþroskaður að það sé ekki hægt. En aðgerðir þola ekki bið, það er engin launung á því að þetta fer að stoppa innan örfárra vikna ef ekki Skelfileg staða - segir Ólafur B. Ólafsson „STAÐAN er skelfileg og þetta getur ekki endað nema á þann eina hátt að allt sigli í strand. Þeir sem einhveiju geta ráðið um þessi mál þurfa að átta sig á stöðunni og ekki bara þeir heldur allur almenning- ur,“ sagði Ólafur B. Ólafsson, framkvæmdastjóri Miðness hf í Sánd- gerði. „Það er ekkert einkamál útflutningsatvinnuveganna þegar í það stefnir að viðskiptahallinn verði á annan tug milljarða." „Mánuðina fyrir góðæriskaflann 86 og 87 lentu 15 fyrirtæki hér á Suðvestursvæðinu ýmist í því að hætta rekstri, sameinast öðrum eða skipta um eigendur. Nú erum við að sigla í sama horfið og ef eitthvað er þá er fallið ennþá hærra enda bratt niður góðærisbrekkuna," sagði Ólafur. „Það sem stjómvöld þurfa náttúrlega að gera er að koma á efnahagslegu jafnvægi í þessu landi. Öðruvísi getum við ekki verið í eðli- legri samkeppni við þjóðimar í kring- um okkur. Gengisbreytingar einar sér em engin lækning á ástandinu, aðeins viðurkenning á staðreyndum. Við höfum þolað þá þenslu sem var í gangi undanfarin tvö ár aðeins vegna þess að afurðimar voru alltaf að hækka í verði. Nú er sá draumur búinn og við stöndum frammi fyrir því að vera búnir að glutra niður þeim möguleikum sem góðærið hefði átt að gefa okkur til að'iiá einhveiju jafnvægi í þessum málum," sagði Ólafur B. Ólafsson. J Friðrik Pálsson forstjóri SH: Reiknum með ráð- stöfunum á næstunni „VIÐ hljótum að reikna með efnahagsráðstöfunum á næstunni og fisk- vinnslan í landinu er reiðubúin að standa í gegnum þykkt og þunnt með stjórnvöldum í því að halda verðbólgunni í skefjum,“ sagði Frið- rik Páisson forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. „En því aðeins getum við vænst þess að unnt verði áfram að fylgja hér fastgengis- stefnu, að innlendur kostnaður haldi ekki áfram að ijúka upp úr öllu valdi.“ „Þessi vandi er ekki að koma upp skyndilega núna. Fastgengisstefnan stóðst fram að seinni hluta síðasta árs, vegna þess að þá var verðbólgan flutt út og verðhækkanir erlendis stóðust nokkuð á' við kostnaðar- hækkanir innanlands," sagði Friðrik Pálsson. „Um mitt síðasta ár stöðv- ast hins vegar verð erlendis á sama tíma og verðbólga innanlands er 1,5-2% á mánuði. Þar af leiddi að kostnaður vinnslunnar jókst og um nokkra birgðasöfnun var að ræða.“ „Um síðustu áramót var því staða vinnslunnar orðin mjög slæm þar sem fastgengisstefnunni fylgdi ekki fast- kostnaðarstefna. Þess vegna hafði vinnslan ekkert svigrúm til að mæta þeim umtalsverðu verðlækkunum sem orðið hafa á þessu ári. En vand- ræði af þessu tagi eru ekkert sérmál fískvinnslunnar, heldur á þetta við um alla þá sem búa við erlendar tekj- ur en innlendan kostnað, þar með talinn hinn veikburða útflutningsiðn- að, ýmsan samkeppnisiðnað á innan- landsmarkaði og allan ferðamanna- iðnaðinn," sagði Friðrik Pálsson for- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfíystihú- sanna. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁSDÍSI INGÓLFSDÓTTUR Filippseyjar: Aukin andstaða við her- stöðvar Bandaríkjamanna Bandaríkjamenn hafa vaxandi áhyggjur af því að þeir þurfi að loka herstöðvum sínum á Filippseyjum þegar samkomulagið, sem heimilar veru bandarísks herliðs á eyjunum, rennur út árið 1991. Kröfur stjórnmálamanna á Filippseyjum um miklu fleiri dollara hafa leitt til þeirrar ályktunar margra, að það ráði úrslitum um dvöl bandarísks herliðs á Filippseyjum, hvað Bandarikjamenn vilji borga mikið fyrir að vera þar áfram. Þetta er mikil einföldun á því sem raunverulega þarf að komast að samkomulagi um milli þjóðanna, eins og eflaust á eftir að koma í ljós í viðræðum um herstöðvarnar, sem hófust í Manila 5. apríl síðastliðinn. Meðal æðstu manna í stjórn Corazonar Aquino, forseta Filippseyja, og á þinginu er and- staða við veru bandaríska hersins mikil. Veru bandaríska hersins.á Filippseyjum er kennt um flest það sem hefur farið úrskeiðis á Filipps- eyjum í fortíð, nútíð og framtíð. Stærstu herstöðvar Bandaríkja- manna, flotastöðin við Subic-flóa og Clark-herstöðin, sem eru ná- lægt höfuðborginni Manila, eru útverðir bandaríska hersins á Kyrrahafi. Armur bandaríska hersins teygir sig frá Indlandshafi til Asíu, en herstöðvamar á Filippseyjum gegna lykilhlutverki í að loka siglingaleiðum um Mal-> akka-, Sunda- og Lombok-sund milli Indlandshafs og Kyrrahafs. Það atvik sem höggvið hefur dýpstu skörðin í raðir Filippsey- inga á þessari öld er innrás Japana í seinni heimsstyijöldinni. Gagn- rýnendur herstöðvanna á Filipps- eyjum vilja halda því fram að þessi atburður hefði ekki átt sér stað ef ekki hefði verið bandarískt her- lið á Filippseyjum. Þeir sem eru á móti veru herliðsins hafa einnig gagnrýnt Bandaríkjamenn fyrir að veita óbilgjömum valdhöfum hern- aðaraðstoð þ.á m Ferdinandi Marc- os. Marcos heimtar leigu Þjóðemissinnaðir Filippseying- ar, sem hafa barist gegn herstöðv- unum í 25 ár, segja að hefðu þær ekki verið á eyjunum hefðu stjórn- ir landsins verið framfarasinnaðri og uppreisn kommúnista hefði ekki átt sér stað. „Filippseyingar eiga enga óvini erlendis," segja andstæðingar herstöðvanna. „Þjóðin á að losa sig við þessar leifar fránýlendutímanum.“ Ferd- inand Marcos fyrrum forseti, sem hafði enga trú á þessum stað- hæfíngum, færði sér þessa and- stöðu við herstöðvarnar í nyt til þess að fara fram á það við Bandaríkjamenn árið 1979 að þeir greiddu leigu fyrir aðstöðu hersins á eyjunum. Vamarsvæðin (120 hektarar) eru í orði en ekki á borði undir stjóm hers Filipps- eyja. Bandaríkjamönnum fellur ekki að þeir séu krafðir um leigu í lö'hd- um. þar sem þeir hafa sett upp herstöðvar sínar, þar sem þeir telja sig vera að vetja þjóðimar og eingöngu vinna gagn með veru sinni. Samningurinn sem nú er í gildi um herstöðvamar gildir frá árinu 1984 tl ársins 1989 og hljóð- ar upp á að Bandaríkjaforseti geri það sem í hans valdi stendur til að fá Bandaríkjaþing til að samþykkja 180 milljón dollara (um 7 milljarðar ísl. kr.) fjárfram- lag á ári til Filippseyja eða 900 millj. dollara á 5 árum (35 millj- arða ísl. kr.). Filippseyingar hafa heimilað veru bandarískra her- Reuter Efnt var til mótmæla við kirkju í Manila sem Corazon Aquino, forseti, heimsótti síðastliðinn sunnudag. „Fjarlægðu banda- rískar herstöðvar,“ stendur meðal annars á spjöldunum. manna fram til ársins 1991, en ekki hefur verið gert samkomulag um það hversu mikil aðstoð verð- ur lögð fram á árunum 1989 til 1991. Ljóst er að Bandaríkjamenn eru reiðubúnir að greiða meira fyrir að fá að vera á Filippseyjum. Undirnefnd á vegum Bandaríkja- þings fékk þær upplýsingar að herstöðvamar, sem verið hafa á eyjunum í yfir 80 ár, séu ómetan- legar og herstöðvar annars staðar geti ekki komið í þeirra stað. Ef þær yrðu lagðar niður myndu ítök vestrænna ríkja í Asíu minnka til muna. Flutningur herliðsins á brott frá eyjunum mundi líklega kosta um 10 milljarða dollara, og nýjar stöðvar myndu ekki gerá næstum sama gagn. Furðuleg óskhyggja Þessi háa tala hefur getið af furðulega óskhyggju hjá mörgum á Filippseyjum, sem fá gullglampa í augun þegar þeir hugsa um bandaríska herinn. Þeir bíræfn- ustu segja að 28 milljarðar dollara séu hæfileg upphæð til að fá samninginn endumýjaðan til næstu 25 ára, en erlendar skuldir Filippseyja nema einmitt um 28 milljörðum Bandaríkajdollara. Hógværari menn hafa nefnt að fímmföldun framlagsins upp í 1 milljarð Bandaríkjadollara á ári væri sanngjamt. Á samninga- fundunum sem hófust í byijun apríl hafa engar slíkar upphæðir verið nefndar, enda hafa viðræð- umar snúist um það hversu mikið Bandaríkjamenn greiði fyrir síðustu tvö árin sem núgildandi samkomulag gildir, frá árinu 1989 til ársins 1991. Það sem gerist eftir þann tíma er ekki málefni sem afgreitt verður á fáeinum vikum. Betur búið um hnúta Talið er að samninganefnd Filippseyinga undir forystu Rauls Manglapus, utanríkisráðherra, muni fara þess á leit að hinu tíma- bundna samkomulagi verði breytt í sáttmála, er hljóti samþykki Bandaríkjaþings og þannig verði um hnúta búið, að árlegar leigu- greiðslur verði ákveðnar fyrirfram en ekki háðar duttlungum þings- ins. Manglapus var yfírlýstur her- stöðvaandstæðingur áður en hann tók við embætti innan stjómar Aquinos í september á síðasta ár og hann er líklega enn á móti hernum. Helsta vandamál hans er það, að margt venjulegt fólk á Filippseyjum vill ekki, að Banda- ríkjamenn fari frá eyjunum. Fjöldi manna dáist af því sem amerískt er: nær hver íjölskylda á Filipps- eyjum á að minnsta kosti einn ættingja í Bandaríkjunum. Um 26.000 Filippseyingar vinna hjá bandaríska hemum og hann borg- ar vel. Á veggi í Manillu er gjarn- an krotað: „Kanar snáfið heim!“ en síðan er krotið afbakað með þessari viðbót: „Og takið . mig með“ Manglapus utanríkisráðherra hefur' snúið sér til annarra aðild- arríkja í samtökum Suðaustur- Asíurílq'a (ASEAN) og farið þess á leit að þau „deili pólitískri ábyrgð á þessum herstöðvum" og taki þátt í því með Filippseyingum að mynda „sameinaða fylkingu" í samningunum við Bandaríkja- menn. Þessi tilmæli ollu því, að Bandaríkjamenn töldu, að Man- glapus hefði skipt um skoðun og styddi nú dvöl Bandaríkjamanna og varnarsamstarfið. Það er mis- skilningur. Ráðherrann veit að ríkin á þessu svæði, fyrir utan Singapore, vilja öll fara ákaflega varlega og munu ekki lýsa opin- berlega yfír stuðningi við banda- rísku herstöðvarnar ( þótt til- hugsunin við brottför Bandaríkja- manna valdi gífurlegum ótta sem aðeins kemur fram í einkasam- tölum á bak við tjöldin). Manglap- us kann að lýsa því yfir næst, að Filippseyingar verði að sætta sig við andstöðu ASEAN-ríkjanna og losa sig við Bandaríkjamenn. Stjómin í Manilla hefur heitið því, að efnt verði til þjóðarat- kvæðagreiðslu um framtíð banda- rísku herstöðvanna. Éftir því samningaviðræðunum miðar og verða viðkvæmari munu talsmenn vamarsamstarfs við Bandaríkin láta meira að sér kveða á Filipps- eyjum. Manglapus verður þeim hættulegur andstæðingur. Fyrir skömmu sagði hann í ræðu, að lokaákvörðun um herstöðvar Bandaríkjamanna yrði ekki tekin fyrr en 1991. Hann skýrði jafn- framt frá því að þrír hópar könn- uðu, hvemig unnt væri að nýta þær í öðm skyni en hemaðarlegu. „Við ættum að geta fetað í fót- spor þeirra í Singapore, sem breyttu bresku flotastöðvunum í arðbær fyrirtæki," sagði ráðherr- ann. „Slík fyrirtæki gætu gefið meira af sér en það sem efna-. hagslíf okkar nýtur nú frá hem- um.“ Heimild The Economist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.