Morgunblaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988 Athugasemd vegna launaumræðu eftir Guðjón B. Olafsson í tilefni af umræðu um launamál mín hjá Iceland Seafood Corpora- tion sé ég ástæðu til að koma eftir- farandi á framfæri: Launin Á þeim rúmlega sex árum, sem hér er ijallað um, námu heildar- launagreiðslur til mín 1.529.000 dölum eða að meðaitali 20.660 döl- um á mánuði. Um þessar greiðslur hefur aldrei verið deilt. Endurgreiddur kostnaður Á þessu tímabili nam endur- greiddur kostnaður 393.502 dölum eða að meðaltali 5.318 dölum á mánuði. Staðgreiðsluskattur, reikn- aður á hinn endurgreidda kostnað, nam á tímabilinu 374.798 dölum eða 5.065 dölum á mánuði. Við þennan útreikning ber þó að gera þá athugasemd, að nokkuð af þess- um kostnaði má rekja til áranna fyrir 1981; er vikið að því síðar. Það er þessi endurgreiddi kostn- aður, sem hefur verið vefengdur af fyrrverandi stjórnarformanni fé- lagsins, eins og ég mun nú víkja að. Um hvað hefur verið deilt? Segja má að aðfinnsiur fyrrver- andi stjómarformanns Iceland Sea- food, Erlendar Einarssonar, hafi beinst að tvennu. í fyrsta lagi taldi hann sig ekki hafa vitað um eða geta fallist á uppreikning hins end- urgreidda kostnaðar um stað- greiðsluskatta; hann telur sig ekki muna eftir viðræðum, sem hinir bandarísku endurskoðendur hafa staðfest að þeir hafí átt við hann og mig um þetta efiii. Þess ber þó að geta, að á stjómarfundi í Iceland Seafood, sem haldinn var 23. mars sl., staðfestu allir stjómarmenn, þ.m.t. Erlendur, þessa vinnuaðferð hinna bandarísku endurskoðenda. í öðru lagi hefur Erlendur haldið þvi fram að hann hafi ekki samþykkt alla þá kostnaðarliði, sem endur- greiddir voru. Hér er aðallega um að ræða tvær greiðslur, aðra á ár- inu 1982 en hina á árinu 1983. Taka þær báðar til kostnaðar, sem ég varð fyrir á ámnum þar á und- an. Ég hef haldið því fram að fullt samkomulag hafí verið um greiðslur þessara kostnaðarliða, og hafa bandarísku endurskoðendumir staðfest að svo hafi verið, enda fóm þessar greiðslur sem og allar aðrar greiðslur til mín um þeirra heldur. Um hvaða kostnað er hér að ræða? Þeir 393.502 dalir, sem getið er hér að framan, sem endurgreidds kostnaðar, greinast f stómm drátt- um þannig, að 172.306 dalir eða 44% em vegna kostnaðar við íbúð- arhús, svo og kostnaðar vegna bú- ferlaflutninga, 135.400 dalir'eða 34% em þátttaka í skólakostnaði, afgangurinn 85.796 dalir eða 22% em vegna ýmiss konar annars kostnaðar, þ.m.t. þátttaka í bif- reiðakostnaði og kostnaði við trygg- ingar. I sambandi við kostnað við íbúð- arhús skal þess getið, að húsið átti ég sjálfur og greiddi af því skatta og skyldur. Mér telst svo til, að sé fjármagnskostnaður tekinn til greina, ásamt fasteignagjöldum, hafí endurgreiðslur frá fyrirtækinu staðið undir minna en helmingi af rekstrarkostnaði hússins. í þessu sambandi má geta þess að fram- kvæmdastjórar Sambandsins og dótturfyrirtækja þess í Evrópu hafa jafnan haft fría bústaði, sem fyrir- tækin hafa átt og kostað að öllu leyti. Hvað segja endurskoðendur um skattaþáttinn? í bréfi dags. 7. desember 1987 staðfestu hinir bandarísku endur- skoðendur, Laventhol & Horwath, að það hefðu verið þeir sem ráð- lögðu stjóm Iceland Seafood, með viðræðum við Erlend Einarsson og undirritaðan („through both Mr. Einarsson and yourself"), að hin eina löglega leið til þess að koma greiðslum að skaðlausu til viðtak- anda, hefði verið að hækka endur- greiðslu vegna hinna umsömdu kostnaðarliða um staðgreiðslu- skattinn. Þá hafa endurskoðandinn, Mr. Sanford F. Snyder, og lögfræð- ingur Iceland Seafood, Mr. William D. Boswell, ítrekað staðfest á fund- um með stjóm ISC, að þetta sé hin viðtekna aðferð f bandarískum fyr- irtækjum, þ.e. að umsaminn kostn- aður sé hækkaður sem nemur stað- greiðsluskatti og síðan greiddur sem laun. Ástæðan er m.a. sú, að laun eru að sjálfsögðu frádráttar- bær gagnvart skatti en kostnaðar- greiðslur vegna stjómenda hins vegar ekki. Með tilliti til þess, að Iceland Seafood var á þessum tíma rekið með hagnaði ár eftir ár, er ljóst að þetta var einnig sú aðferð sem hlaut að henta fyrirtækinu best. Um þetta segir Geir Geirsson í skýrslu sinni: „Að ráði endurskoð- anda félagsins var þessi kostnaður greiddur í formi launa, að viðbætt- um staðgreiðsluskatti, en eins og áður er fram komið taldi hann ann- að ekki löglegt, ef viðkomandi ætti að njóta endurgreiðslnanna að fullu." Um ferðakostnað sérstak- lega í umræðu þeirri sem nú hefur aftur verið sett af stað um málefni mín hjá Iceland Seafood Corpora- tion, hafa menn ekki látið sér nægja að reyna að gera launakjör mín tortryggileg, heldur hefur verið lát- ið að því liggja, að ekki sé allt með felldu um ferðakostnaðarreikning minn hjá fyrirtækinu. Fullyrðingum þess efnis, að kostnaður þessi sé óeðlilega hár, er e.t.v. best svarað með því að láta koma fram, að síðustu fimm heilu árin sem ég starfaði hjá ISC var kostnaður þessi að jafnáði nokkru lægrí á ári en hjá eftirmanni mfnum á fyrsta heila starfsári hans, eða 95.400 dalir á móti 98.100 dölum. f öðru lagi ber að geta þess, að á ferðakostnaðar- reikning er ekki aðeins færður ferðakostnaður, heldur og risna bæði heima og heiman, svo og kostnaður vegna þátttöku í ráð- stefnum, en öllum sem kunnugir eru bandarísku viðskiptalífi mun ljóst, að þar er um verulegan kostn- aðarlið að ræða. Bókhaldi hjá Ice- Guðjón B. Ólafsson land Seafood er þannig háttað, að stór hluti af risnu og ráðstefnu- kostnaði fyrir fyrirtækið í heild lendir á „ferðakostnaðarreikningi" framkvæmdastjórans. Þá hafa menn verið að fleygja því á milli sín, að ég hafi fengið kostnað þennan eða hluta af honum endurgreiddan án þess að slíkar greiðslur væru studdar fylgiskjöl- um. Þessum ásökunum vísa ég al- gjörlega á bug. Fylgiskjöl þessi voru hins vegar ekki geymd með almennum fylgiskjölum fyrirtækis- ins, heldur voru þau í sérstakri geymslu á mínum vegum. Hér var fylgt vinnuaðferð sem er algeng í bandarískum fyrirtækjum. Að sjálf- sögðu höfðu endurskoðendur Ice- land Seafood aðgang að þessum fylgiskjölum. Þess má geta, að þeg- ar skattaeftirlitsmenn settust upp hjá okkur samkvæmt útdrætti, eins og hér tíðkast, og grandskoðuðu færslur og bókhald yfir fjögurra ára tímabil, þá leiddi sú skoðun ekki til einnar einustu breytingar á færsl- um, sem mig vörðuðu, m.a. vegna þess að auðvelt reyndist að leggja fram öll fylgiskjöl sem spurt var um. Umfjöllun stjórnar Sam- bandsins Svo sem kunnugt er af fréttum Qallaði stjóm Sambandsins um mál þetta á fundi sínum í Reykjavík 29. mars sl. Þar voru lagðar fram og kynntar skýrslur Geirs Geirssonar, löggilts endurskoðanda, og Sigurð- ar Markússonar, framkvæmda- stjóra. Þess ber að geta, að skýrsla Sigurðar hafði verið yfírfarin og endurskoðuð af Guðjóni Eyjólfs- syni, löggiltum endurskoðanda, og Guðmundi Einarssyni, verkfræð- ingi. Geir Geirsson komst að þeirri niðurstöðu, að ekki hefðu „ennþá verið lögð fram nægilega skýr gögn varðandi suma hinna greiddu bón- usa“. Sigurður taldi hins vegar, að hver einstök greiðsla hefði verið skýrð til fullnustu og þar með greiðslumar allar í heild. Eftir að hafa fjallað um skýrslumar báðar komst stjóm Sambandsins að þeirri niðurstöðu, „að ágreiningur {launa- og kjaramálum fyrrverandi for- stjóra fyrirtækisins (þ.e. fyrrv. for- stjóra Iceland Seafood) hafí að fullu verið skýrður". Lokaorð í umræðum um þessi launakjör mín hjá Iceland Seafood virðast menn gleyma því, að fyrirtækið er bandarískt og lýtur því banda- rískum lögum, reglum og venjum og því ber við alla viðmiðun og umræðu um laun mín að horfa til þess sem tíðkað er hjá bandarískum fyrirtækjum af sambærilegri stærð, en ekki til þess sem tíðkast hér á íslandi. Ég tel að launakjör mfn hjá Iceland Seafood hafi verið fyrir ofan meðallag síðustu ár mín hjá fyrir- tækinu, en það var á þeim tíma þegar búið var að snúa við efnahag þess og rekstri og það farið að skila umtalsverðum tekjuafgangi. Þegar ég orða þetta svo, þá ber ég kjör mín saman við bandaríska stjóm- endur í fyrirtækjum af sambæri- legri stærð. Ég gæti komið með mörg dæmi um betri kjör og eflaust væri einnig hægt að finna dæmi um rýrari kjör. í október 1987 gerði bandaríska tímaritið Business Week athugun á kjörum stjómenda í við- skiptalífinu og komst að þeirri nið- urstöðu, að meðallaun þeirra hefðu verið 651.000 dalir á árinu 1986. Þetta er 59% hærri fjárhæð en ég fékk greidda frá Iceland Seafood á þessu sama ári, að meðtöldum end- urgreiddum kostnaði og skattaupp- færslu. Eins og fram hefur komið í frétt- um og vikið er að í þessari athuga- semd hefur mál þetta nú hlotið loka- afgreiðslu hjá stjómum Iceland Seafood Corporation og Sambands ísl. samvinnufélaga. Hjá báðum stjómum vom allir stjómarmenn mættir og í báðum tilfellum hlaut málið einróma afgreiðslu. Með þessari athugasemd er um- ræðu um mál þetta lokið af minni hálfu. Höfundur er forstjóri Sambands ísl. samvinnufélaga. Einn voða fyndinn Lelklist Hávar Sigurjónsson Gríniðjan sýnir: N.Ö.R.D. eftir Larry Shue Leikstjórí: Gísli Rúnar Jónsson Leikmynd: Karl Aspelund Lýsing: Sveinn Benediktsson Þýðing: Snjólaug Bragadóttir Leikendur: Edda Björgvins- dóttir, Þórhallur Sigurðs- son(Laddi), Júlíus Brjánsson, Krístbjörg Kjeld, P&lmi Gests- son, Randver Þorláksson og Björgvin Franz Gíslason. N.O.R.D. er einhvers konar hljóðgerfill fyrir enska heiti þessa leikríts sem er Nerd, en um leið er það skammstöfun á undirtitli verksins; Nær öld- ungis ruglaður drengur. Sam- kvæmt leikskrá er Nörd sú manngerð sem fer í taugarnar á öilum fyrir það eitt aðallega að vita ekki af því hvað hún fer ofboðslega í taugarnar á þeim. Þetta er samkvæmt leik- skrá því samkvæmt sýningunni er Nörd einstaklingur sem er afskaplega iila gefinn - næstum vangefinn - og fyrir þær sakir tæpast hlæjandi að honum. Samt hló ég • stundum. Gríniðjan er - samkvæmt leik- skrá - afkastamikið fyrirtæki á sviði gamanmálaframleiðslu og ber þar hæst þáttaröðina 1 Stöð tvö Heilsubælið í Gervahverfí. Þeir sem höfðu gaman af því munu áreiðanlega hafa ofboðs- lega gaman af Nörd. Þeir sem höfðu ekki jafn gáman af sjón- varpsþáttunum munu líklega ekki hafa jafn gaman af Nörd, en engu að síður er iíklegt að þeim stökkvi bros eða verði það á að skella upp úr a.m.k. einu sinni. Því hversu menningarlegur og merkilegur sem maður viil nú annars vera, er ólíklegt að á tveimur og hálfum tíma takist Ladda og kó ekki að koma manni til að hlæja. Þar ligg- ur einn mesti veikleiki þessarar sýningar reyndar. Hún er of löng. Svona röð af magahlátrum og aulabröndurum fer að taka á taugamar þegar komið er vel á þriðja tíma. Mér sýndist einnig auðsætt að aðstandendur sýning- arinnar hefðu haft nokkrar áhyggjur af þessu atriði, því hrað- inn í sýningunni var hreint of- boðslegur framanaf og héldu áhorfendur niðri í sér andanum til að missa ekki af næsta brand- ara. Ég vil þó taka fram að ég var viðstaddur aðalæfíngu á verk- inu en ekki frumsýningu og má því vera að enn hafi átt eftir að snurfusa sfðustu smáatriðin. Nörd segir frá arkitekt og vin- um hans sem fá Nördinn Ladda í heimsókn. Nördinn reynist óbærilega leiðinlegur, heimskur og hlægilegur(fyrir áhorfendur) og leikritið snýst annars vegar um þær uppákomur sem þessi leiðindagaur veldur og hins vegar um tilraunir hinna til að losna við hann. Allt er þetta óskaplega fyndið og Laddi hefur búið til „enn eina persónu í safnið sitt“ sem hefur aldrei þótt í frásögur færandi þegar leikari á í hlut nema þegar um Ladda er að ræða. Laddi veit nákvæmlega hvað hann er að gera og útkoman er í sam- ræmi við það. Þaulhugsuð grínfígúra sem passar vel í þetta samhengi. Kristbjörg Kjeld og Pálmi Gestsson koma best út úr þessari sýningu. Fyrir minn smekk er það vegna þess að bæði skapa þau persónur úr hlutverkum sínum auk þess sem þau eru fyndin. Kristbjörg er hreint kostuleg 1 hlutverki sínu. Edda Björgvins- dóttir, Randver Þorláksson og Júlíus Bijánsson hafa allt sitt á hreinu en neistann vantaði til að þessi farsi fuðraði upp. Björgvin Franz Gfslason kann greinilega dálítið fyrir sér, þó ekki sé hann hár f loftinu. Hann skilaði sfnu ágætlega. Gísli Rúnar Jónsson kann sitt fag. Ekki verður heldur annað sagt en sýningin f heild sé unnin af fagmennsku. Þannig tekst nokkum veginn það sem ætlað var í upphafi; að skapa vel smurða hláturmaskfnu um einn voða fyndinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.